Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 38
38 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) IP* Þú efnir til vinafundar í dag. Frumlegar hugmyndir færa þér velgengni á vinnu- stað. Sambandið við ástvin styrkist. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Horfur í peningamálum fara batnandi og þú færð viðurkenningu fyrir vel unnið verk. Góðar fréttir berast. Tvíburar (21. maí - 20. júní) )» Staður tengdur ljúfum minningum heillar þig í dag. Þú ferð ekki í laun- kofa með skoðanir þínar og talar tæpitungulaust. Krabbi (21. júní - 22. júlí) »$í Þróun mála á bak við tjöld- in er þér í hag um þessar mundir. Samstarf við fé- laga gengur vel og fjöl- skylduböndin styrkjast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér gefst tækifæri til að auka tekjumar. Hæfileikar þínir leyna ekki á sér. Veg- ir ástarinnar eru greiðir. Meyja (23. ágúst - 22. snntemberl Dugnaður þinn og sjálfs- öryggi leiða til ábata í við- skiptum. Þér em allir vegir færir og horfur í peninga- málum fara batnandi. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ert að ráðgera skemmti- ferð. Skapandi listamenn eiga góðu gengi að fagna. Vinsæll staður hentar til ástafunda. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér berast óvæntar fréttir frá vini sem þú hefur ekki heyrt frá lengi. Fjölskyldu- málin ganga að óskum í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þeir sem eru óbundnir gætu stofnað til tryggs ástasam- bands í dag. Þú færð nýjar hugmyndir um hvemig auka má tekjumar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Lestur góðrar bókar getur aukið víðsýni þína. Frum- kvæði þitt og sjálfsögun veita þér velgengni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) $jrk. Dagurinn hentar vel fyrir stefnumót, íþróttir eða lík- amsþjálfun. Þú færð nýjar hugmyndir varðandi fjár- öflun. Fiskar 'taíÚBt' (19. febrúar - 20. mars) Horfur em á að þér berist óvænt gjöf eða mikilvæg tíðindi í dag. Óvænt heim- boð leiðir til þess að þú eignast nýjan vin. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAPIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 UÓSKA FERDINAND —— S8I ó'TkC W"** j? -J j || fK 1 TM0U6HT F\R5T- CLA55 PA55ENGER5 UJERE ALWAY5 5ERVEP A NICE LUNCH.. Hvað með hádegisverð? Ég hélt að farþegar á fyrsta farrými fengju alltaf góðan hádegisverð... BRIDS Umsjón: Guðm. Sv. Hermannsson Sigur Frakka á Ólympíumót- inu í Salsomaggiore var í móts- blaðinu kallaður sigur eðlilega bridsins. Frakkamir nota lítið af sagnvenjum en styðjast því meir við bijóstvitið í sögnum og spilamennsku. Það gerir and- stæðingum þeirra þó ekkert auð- veldara fyrir. Norður ♦ D8 TDG1096 ♦ G5 ♦ DG104 Vestur Austur ♦ Á97643 ...... *G52 ¥Á7 ¥K85 ♦ 843 ♦ 1093 *K6 * 9532 Suður ♦ K10 ¥432 ♦ ÁKD76 *Á87 Vestur Norður Austur Suður Muller Perron De Boer Chemla 1 spaði pass pass 2 grönd pass 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 3 grönd pass 4 hjörtu/ +420 Þetta spil kom fyrir í leik Frakka og Hollendinga í undan- keppni Ólympíumótsins. 2 grönd lofuðu raunar a.m.k. 18 punkt- um en Chemla setti það ekkert íýrir sig og endaði í 4 hjörtum eftir yfirfærslusögn Perrons. Vestur spilaði út spaðaás og þar sem laufakóngur lá ekki fyrir svíningu virtist samningur- inn dæmdur til að tapast. En Chemla fann leið til að gera vörninni erfitt iýrir. Hann henti spaðakóngnum undir ásinn, tók næsta slag með spaðadrottning- unni í borði og spilaði þaðan hjartadrottningunni. Austri virt- ist sem hjartasvíning væri í upp- siglingu og lagði ekki kónginn á og þar með var spilið unnið. Vestur fékk á ásinn og spilaði aftur hjarta á kóng austurs, en þá var of seint að spila laufi. Chemla fór upp með ás, tók trompin og henti laufunum í borði niður í tígul. Einfalt en árangursríkt. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á árlega opna mótinu í Berlín í ágúst kom þessi skemmtilega staða upp í viðureign þýsku skák- tölvunnar Mephisto, sem hafði hvítt og átti leik, og Þjóðverjans Körholz (2.265). Tölvan hefur peði meira, en yfir henni vofir hrikaleg hótun, 28. — Rf5-g3+ og svartur vinnur. Tölvur njóta sín vel í svo hvössum stöðum þegar meira reynir á hreina útreikninga en mat og skilning. Mephisto leysti vanda- málin glæsilega: 29. Rxd6+! - Rxd6, 30. Bxc5 - Rf5 (Hvítur vinnur einnig mann- inn til baka eftir 30. — Bxc5, 31. bxc5+ og hefur þá jafnframt dreg- ið tennurnir úr svörtu gagnsókn- inni.) 31. Bxd4 - Hhg8, 32. Hb2 — Hxg2, 33. b5 og tölvan vann auðveldlega á frípeðum sínum á drottingarvæng. Mephisto er sér- stök skáktölva, en ekki forrit fyr- ir einkatölvur eins og t.d. MChess, sem vakið hefur athygli hér heima undanfama mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.