Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.09.1992, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 Blikastúlkur fögnuðu BREIÐABLIK tryggði sér svo gott sem íslandsmeistaratitil- inn í knattspyrnu kvenna þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við ÍA í miklum rok- og baráttuleik á Skaganum í gærkvöldi. Það sem getur komið í veg fyrir að Breiðablik verði meistari er tvenn: í fyrsta lagi að Stjarnan vinnu kærumál á hendur ÍA varðandi „leik“ liðanna í síðustu viku, sem flautaður var á og af, og leikurinn verði því settur á að nýju, en auk þess þarf ÍA að vinna þann leik 9:0 til að tryggja sér titilinn, sem verður að teljast nokkuð fjarlægur draumur svo ekki sé meira sagt. Heljarmikið rok setti svip sinn á leikinn í gærkvöldi og gerði leikmönnum oft á tíðum ákaflega erfltt fyrir. Vindur- inn var nálægt því Eiríksson að vera Þvert á vö»- skrifar inn, en þó heldur meira í bak Blik- anna. Blikastúlkur voru líka heldur skeinuhættari í sókninni, t.a.m. átti Vanda Sigurgeirsdóttir þrumuskot í þverslána strax í byrjun leiks. Mark Blikanna kom á 32. mínútu og var laglega að því staðið. Ásta B. Gunnlaugsdóttir gaf á Ásthildi Helgadóttur sem stakk sér inn fyrir vörn ÍA og skoraði með góðu skoti framhjá Steindóru Steinsdóttur markverði IA. Nokkurt iíf færðist í Skagastúlkur við þetta, Guðlaug Jónsdóttir skaut góðu skoti að marki UBK rétt fyrir leikhlé sem Sigfríður Sophusdóttir í markinu varði. Blikastúlkur byrjuðu síðari hálf- leikinn af meiri krafti en Skagastúlk- ur, en þær síðarnefndu náðu undir- tökunum fljótlega. Þéim gekk þó erfiðlega að skapa sér hættuleg færi þrátt fyrir að vera meira með knöttinn, bæði vegna þess hve rokið gerði stúlkunum erfítt fyrir og auk þess var vörn Blika sterk. Á 66. mínútu fengu Skagastúlkur vítaspymu eftir að knötturinn fór í hönd varnarmanns. Úr henni skoraði Jónína Víglundsdóttir örugglega. Fátt markvert gerðist eftir jöfn- unarmarkið og Blikastúlkur fögnuðu ákaflega þegar flautað var til leiks- loka. Vanda Sigurgeirsdóttir og íjóð- Morgunblaöið/Kristinn Blikastúlkur höfðu ástæðu til að fagna jafnteflinu gegn Skagastúlkum í gærkvöldi. Hér er hluti liðsins að þakka áhangendum sínum stuðninginn eftir leikinn. Frá vinstri: Katrín Jónsdóttir, íjóðhildur Þórðardóttir, Olga Færseth, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Unnur Þorvaldsdóttir, Kristrún Daðadóttir, Ásthildur Helgadóttir og Sigfríð- ur Sophusdóttir. hildur Þórðardóttir voru langbestar Blikastúlkna, sem flestar stóðu sig vel. Unnur Þorvaldsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru ásamt Vöndu í vörn- inni og stóðu fyrir sínu. Ásthildur Helgadóttir átti góða spretti á miðj- unni. Liðið barðist vel og hafði mik- inn og augljósan vilja til að klára dæmið. Skagastúlkur komust í erfiða stöðu þegar þær fengu á sig mark- ið, og náðu ekki að vinna sig út úr þeim vandræðum. Vindurinn gerði liðinu erfítt fyrir, reyndar báðum lið- um, en eitthvað virtist vanta, sigur- vilji Blikastúlkna var að minnsta kosti meiri. Undirritaður bar það undir Skagamenn að leik loknum hvort kæra Stjörnunnar vegna leiks- ins sem flautaður var af hafí setið í hópnum, en vegna hennar hefði Skagamönnum ekki verið afhentur íslandsbikarinn ef þeir hefðu sigrað Blika nú. Smári Guðjónsson þjálfari IA sagði að ákveðið hefði verið fyrir leikinn að útiloka þetta, en kannski hafí þetta blundað í einstaka leik- mönnum. Skagastúlkur stóðu sig þrátt fyrir allt mjög vel, sýndu oft ágætt sam- spil þrátt fyrir erfiðar aðstæður, en þeim voru ákaflega mislagðar hend- ur, eða öllu heldur fætur, þegar nálgaðist vítateiginn. Karitas Jóns- dóttir lék vel sem og Sigurlín Jóns- dóttir, og Halldóra Gylfadóttir sýndi mikla og góða baráttu, þrátt fyrir að leika með skurð á augabrún nær allan leikinn. KNATTSPYRNA/1. DEILD KVENNA Morgunblaðið/Kristinn Halldóra Gylfadóttir. ■ HALLDÓRA Gylfadóttir lék að öllum líkindum sinn síðasta leik með liði ÍA í gærkvöldi. Hún fékk þann úrskurð þremur dögum fyrir bikarúr- slitaleik ÍA og UBK í síðasta mán- uði að hún væri með hjartagalla og mætti því ekki leggja stund á knatt- spyrnu. ■ BLIKASTÚLKUR létu það vera sitt fýrsta verk eftir að hafa fagnað „líklegum" íslandsmeistaratitli að færa Halldóru gjöf; ramma með myndum af henni sjálfri og litlu ljóði, ásamt gulri rós. Ásta B. Gunnlaugs- dóttir færði henni gjöfina og þakk- aði henni fyrir allt gamalt og gott og bað hana jafnframt um að láta sér batna sem fyrst. ■ UÓÐIÐ sem Blikastúlkur færðu Halldóru fylgir hér: Þó skónum þínum skipir hátt í skáp, að safna ryki, þá aldrei gleyma einu mátt að eitt sinn varstu Bliki. Hjá okkur góðan fékkstu grunn, sá gangur var býsna hraður. Afleiðingin er öllum kunn, ekta Skagamaður. HANDBOLTI Þjálfaranámskeið HSÍ Útbreiðslu- og fræðslunefnd HSÍ og handknattleiksdeild Víkings gangast fyrir b-stigs þjálfaranámskeiði í Víkinni dagana 11., 12. og 13. september og 18., 19. og 20. september. Námskeiðið hefst kl. 17 á morgun, fimmtudag. Meðal kennara verða Þorbergur Aðal- steinsson, Jens Einarsson, Gunnar Einars- son, Siguijón Elfasson, Jón Gíslason, Viggó Sigurðsson, Gauti Grétarsson og Þorsteinn Jóhannesson. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu HSÍ (s. 91-685422) eða hjá Víkingi (s. 91-813245) eigi síðar en f dag, 10. september. Adalfundur HKRR Aðalfundur Handknattleiksráðs Reykjavík- ur verður haldinn fimmtudaginn 17. sept- ember kl. 18.30 í veitingasal ÍSÍ í Laugar- dal. Vona að bikarinn komi ekki í pósli - sagði Guðjón Reynisson þjálfari UBK Mér líður eins og ég sé í lausu lofti, mig langar til að sleppa mér og fagna þessu, en þetta er ekki búið og samt finnst mér að þetta sé komið,“ sagði Guðjón Reynisson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Þegar og ef við fáum þenn- an bikar vil ég að það verði við skemmtilegar aðstæður, en ekki að hann komi í pósti.“ Aðspurður um kærumálið sem kom í veg fyrir bikarafhendinguna sagði Guðjón að þetta væri leiðinlegt mál, og menn verði að sameinast um að svona gerist ekki aftur. „Stúlkurnar leggja mikið á sig, nú orðið ekki minna en strákarnir og því verður að tryggja að svona ger- ist ekki. Ég kenni engum sérstökum um þetta, hvorki einstaklingum né KSÍ, en þegar svona gerist á alltaf að finna lekann og setja undir hann,“ sagði Guðjón. Guðjón sagðist ekki vera feiminn við að segja að hann væri með besta liðið á landinu í dag, þó margir hafi dregið það í efa. „Ég hef aldr- ei á mínum þjálfaraferli kynnst eins skemmtilegum, jákvæðum og hæfi- leikaríkum hópi og þessum,“ sagði Guðjón. Ekki að heyra að við værum á útivelli „Ég er mjög ánægð með leikinn. Hann var mjög erfiður, rokið gerði það að verkum að það var varla hægt að spila. Það var æðislega gaman að sjá alla þessa Blika á leiknum. Við héldum að við myndu mæta ofjörlum okkar varðandi áhorfendafjölda hér, _ en það var ekki að heyra,(‘ sagði Ásta B. Gunn- laugsdóttir leikmaður Breiðabliks. „Það er ömurlegt fyrir knatt- spyrnuna að lið getur ekki verið öruggt um sigur í mótinu eftir síð- asta leik. En því miður er aginn hjá einstaka liðum ekki meiri en þetta,“ sagði Smári Guðjónsson þjálfari ÍA, og vísaði til kærumáls Stjörnunnar út af leiknum sem flautaður var á og af. „Leikurinn í kvöld einkenndist af baráttu og lé- legum aðstæðum og auðvitað var 3penna til staðar." Smári sagðist aðspurður ekki telja að Stjarnan og IA muni leika að nýju, því að hans mati eigi Stjarnan ekki að geta unnið kæruna. „Ég óska UBK til hamingju með sigurinn, sem þó er ekki sigur ennþá,“ sagði Smári. KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM Leikurinn jafnari en tölumar gefa til kynna sagði Asgeir Elíasson sem sá Ungverja sigra Lúxemborgara 3:0 UNGVERJAR sigruðu Lúxem- borgara 3:0 í 5. undanriðli heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu í Lúxemborg f gærkvöldi. íslendingar eru í þessum riðli, og var Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari á meðal áhorfenda. Sjö leikmenn í byrjunarliði Ungveija í gær byrjuðu gegn íslendingum í Búdapest í vor, er íslendingar unnu frækileg- an sigur, 2:1. Einn úr byrjunarlið- inu þá kom inn á sem varamaður í gær og annar, sem kom inn á sem varamaður í vor hóf leikinn í gær. Frægasti knattspyrnumaður Ungverja, Lajos Detari _sem er nú í herbúðum Áncona á Ítalíu, var með í gær en hann lék ekki gegn íslendingum. Hann skoraði fyrsta markið eftir 16 mínútur og lagði upp það næsta I seinni hálfleik. „Þetta var nokkuð jafnt í fyrri hálfleiknum. Ungveijarnir skor- uðu þetta eina mark og sóttu heldur meira. Mark Detaris var fallegt og vel gert hjá honum, en ég hefði þó ekki verið ánægður með að fá svona mark á mig — hefði viljað að markvörðurinn minn verði skotið,“ sagði Ásgeir Elíasson við Morgunblaðið. Detari skaut talsvert utan teigs. Ásgeir sagði leikinn hafa áfram verið í jafnvægi eftir hlé, en Ung- veijar siðan skorað óvænt fljót- lega. Þar var Kalman Kovacs á ferðinni eftir glæsilegan undir- búning Detaris og síðan gerði Kovacs annað mark seint í leikn- um. „Lið Lúxemborgaranna var í nokkuð góðu lagi. Ungveijarnir voru heldur sterkari en fengu ekki mörg færi. Ekkert fyrir utan það sem Detari skoraði úr í fyrri hálfleik og ekki mörg í þeim seinni,“ sagði Ásgeir. Hann sagði Detari hafa skipt sköpum að því leyti að hann skoraði fyrsta mark- ið og lagði upp það næsta, en að öðru leyti hefði hann ekki breytt ungverska liðinu mikið frá því í viðureigninni við ísland. Ásgeir sagðist telja að Lúxem- borgarar gætu reynst erfiðir viðureignar. „Ég held samt að við eigum að geta unnið þá.“ Hann sagði nokkra ágæta leikmenn í liðinu, það hefði reyndar leikið heldur varlega framan áf en farið að sækja af nokkrum krafti í seinni hálfleiknum og þriðja mark Ungveija hefði komið eftir hrað- aupphlaup í framhaldi af þungri sókn heimamanna. Lúxcmborg - John Van Rijswijck, Marcel Bossi, Thomas Wolf, Pierre Petry, Marc Biracne, Jean-Paul Girres, Guy Hellers, Carlo Weie, Jeff Saibene (Luc Holtz 58.), Roby Langers, Theo Malget (Serge Thil) 80.). Ungveijaland - Zsolt Petry, Tibor Nagy, I-aszlo Disztl, Jozsef Keller, Emil Lorina, Zsolt Limperger (Andras Telek 65.), Jozsef Kiprich, Tibor Balog, Istvan Pisont (Gyorgy Bognar 81.), Lajos Detari, Kalman Kovacs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.