Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
VELVAKANDI
SEÐLAVESKI
SVART leðurveski týndist á
kappaksturskeppni í Smára-
hvammslandi sunnudaginn 6.
september. í veskinu voru skil-
ríki og fjármunir. Finnandi er
beðinn að hringja til Birkis í
síma 42723. Heitið er fundar-
launum.
TELPUHJÓL
NÝLEGT rautt og hvítt telpu-
hjól fannst í Brekkuseli í Selja-
hverfi. Upplýsingar í síma
72634.
SILFURÚR
KVENMANNSÚR úr silfri týnd-
ist, líklega í miðbæ Reykjavíkur.
Úrið er skartgripur og falleg
smíð. Kringum klukkuna er
rósaumgjörð og í stað ólar er
örmjó vafin silfursnúra. Á úr-
skífunni eru rómverskar tölur.
Finnandi hringi í síma 15216.
TÝNDUR
KÖTTUR
SÓKRATES er ársgamall högni,
svartur og hvítur á trýni, bringu
og löppum. Hann hvarf frá
Faxatúni í Garðabæ fýrir rúmri
viku. Þeir sem hafa orðið Sókr-
atesar varir eru beðnir að
hringja í síma 657618.
LÆÐU VANTAR
HEIMILI
GRÁ læða, fjögurra mánaða og
síamsköttur í aðra ætt, fæst
gefin á gott heimili. Sandkassi
fylgir. Upplýsingar í síma
676136.
SILFURNÆLA
SILFURNÆLA með íslenskum
tópas, í laginu líkt og óregluleg
stjarna, tapaðist í nágrenni
Bankastrætis síðdegis á laugar-
dag 5. september. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 19248.
FUNDIÐ ÚR
Stórt vandað kvenúr með leðu-
ról fannst í Kringlunni 5. ágúst.
Eigandi hringi í síma 814026.
INKAHÁLSMEN
LÍTIÐ líkneski í leðuról, áletrað
TUSCO, týndist fyrir utan Du-
us-hús aðfaranótt 15. ágúst.
Finnandi er beðinn um að
hringja til Svövu í síma 685154
og heitir hún fundarlaunum.
Pennavinir
MÓSEL
Frá Huldu Jensdóttur:
NÝVERIÐ skrapp ég til útlanda og
flaug um Lúxemborg. Áður hafði ég
tekið upp símann og hringt á hótel
þar í landi, sem ég af tilviljun hafði
frétt að væri rekið af íslenskum hjón-
um. Mér rann blóðið til skyldunnar.
Ég ætlaði aðeins að staldra þar
örstutt við, enda á leið lengra suður
á bóginn en átti nokkra daga óskipu-
lagða. Það tók mig ekki langan tíma
að átta mig á að varla var hægt að
nota þá daga betur til hvíldar og
slökunar en einmitt á Hótel le Roi
Dagobert í Grevenmacker, litla bæn-
Veikindi Rich-
ards Pryors
Frá Gyðu Ólafsdóttur:
AÐ GEFNU tilefni vil ég gera at-
hugasemd vegna greinar sem birtist
í Fólki í fréttum 2. september, þar
sem fjallað var um Richard Pryor
og „multiple sclerosis". Sagt var
að MS (multiple sclerosis) sé sama
og „æðakölkun". MS er ekki æða-
kölkun, heldur ónæmisbólgusjúk-
dómur í miðtaugakerfi og kallast
heila- og mænusigg á íslensku.
Virðingarfyllst, f.h. MS-félags
íslands.
GYÐA ÓLAFSDÓTTIR
um á bökkum Mósel, sem líkist helst
ævintýri úr bókum. Eg kom því aftur
og var tekið opnum örmum.
Handan Moselárinnar blasa við
fijósamar hlíðar Þýskalands, stutt
er til Frakklands að ógleymdu Hol-
landi og Belgíu sem er í seilingarfjar-
Iægð. Hvort sem menn viljá eyða
kröftum í að aka um svæðið eða
safna þeim á siglingu urh Mósel, er
náttúran ljúf og allt um vefjandi.
Ekki skemmir að nokkra metra frá
hótelinu er frábært sund- og útivist-
arsvæði.
Að ég geri þessa dvöl mína í hjarta
Evrópu að umræðuefni er einfaldlega
vegna þess að ég hafði ekki hug-
mynd um þennan frábæra stað og
þá ljúfu þjónustu sem þar er veitt
og veit, að svo er því og farið með
marga Islendinga sem hafa og eiga
eftir að leggja leið sína til Lúxem-
borgar. Þess má geta að verð er
hagstætt miðað við Mið-Evrópu og
íslenska mælistiku. Fólk er flutt til
og frá flugvelli sé þess óskað, sem
getur komið sér vel. í nokkurra kíló-
metra fjarlægð er þýska borgin Tri-
er, sem er þekkt fyrir gott verðlag,
hagstætt fyrir þá sem hyggjast
versla, en þó mun merkilegri fyrir
2000 ára sögu, minjar, vínrækt og
náttúrufegurð, enda og á bökkum
Mósel.
HULDA JENSDÓTTIR
Eskihlíð 8, Reykjavík
Ghanastúlka, 24 ára, sem starfar
á ljósmyndastofu, með áhuga á tón-
list, kvikmynduym o.fl.:
Felicia Hammond,
Colorama Photo Lab.,
P.O. Box 575,
Takoradi,
Ghana.
Fimmtán ára þýsk stúlka með
áhuga á bréfaskriftu, teiknun, tón-
list og ferðalögum:
Myriam Loeffelmacher,
Usambarastr. 3,
8000 Miinchen 82,
Germany.
Tvítug tékknesk stúlka með
áhuga á ferðalögum og tónlist:
Gabriela Bartosova,
Kolskeho 1438,
Praha 4 - Opatov,
14900,
Czechoslovakia.
Þeldökkur 26 ára kanadískur
karlmaður með áhuga á knatt-
spymu, tennis, kvikmyndum, tónlist
o.fl., vill eignast íslenskar pennavin-
konur:
Jonathan Alabi,
121 Dovercourt Road,
M6J3C5 Toronto,
Ontario,
Canada.
Flóttamanna-
búðir á
Akureyri?
Frá Valdimar Kristinssyni
HINN 3. september síðastliðinn var
viðtal í „Degi“ við Pétur Halldórs-
son yfirtjaldvörð á tjaldstæði Akur-
eyrar undir fyrirsögninni: „Niður-
rignda Reykvíkinga vantaði"
„Það vantaði suðvestan slagviðr-
ið sem feykir niðurrigndum Reyk-
víkingum hingað norður í land,“
sagði Pétur, aðspurður um ástæður
meðalársins í nýtingu tjaldstæð?
anna í sumar.
Virðing fyrir viðskiptavinunum
er auðsjáanlega ekki að þvælast
fyrir blessuðum manninum og
spurning hvort Reykvíkingar ættu
nokkuð að skipta við hann og hans
líka í framtíðinni.
Vissulega er oft bjartara norðan
heiða á sumrin og ekki nema gott
eitt uni það að segja að fólk sé
ánægt með sitt í hófi, en ef næstum
er glaðst yfir óförum annarra, hvort
heldur er af minnimáttarkennd eða
meinfýsni, þá fer glansinn að fara
af mannlegum samskiptum.
SIEMENS
Frystikistur og frystiskápar
Siemens frystitækin eru eins og aörar
vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki:
traust, endingargóö og falleg.
Lítiö inn til okkar og skoöið úrvaliö.
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
VALDIMAR KRISTINSSON.
Innilegar þakkir til ykkar allra, seny heiÖruÖuÓ
mig á sjötugs afmœli mínu 29. ágúst sl. með
simtölum, skeytum, blómum, gjöfum og heim-
sóknum og gjöröuð daginn aÖ hátíÖisdegi sem
aldrei gleymist.
LifiÖ heil góÖu vinir. Siguröur Guttormsson,
Hleinagarði.
AlúÖárþakkir fœri ég öllum, skyldum og vanda-
lausum, sem á áttrœÖisafmœlisdegi mínum
28. ágúst sl. mœttu i afmœlisveislu okkar hjón-
anna í Skíöaskálann i Hveradölum, sendu mér
heillaóskir, fcerÖu mér dýrar gjafir og sýndu
mér aöra scemd í orÖi og verki. Alveg þakka
ég sérstaklega fólkinu frá Keflavík, þeim Jóni
Marinó Kristinssyni, Sveini Guðmundssyni og
frú RagnheiÖi Skúladóttur, sem skemmtu viÖ-
stöddum meÖ frábcerum söng.
Megi hollar verndarvcettir launa alla þessa
góÖvild.
Kcer kveÖja Skipum, 5. september 1992.
Jón Ingvarsson.
s I’Rv I \\ v\ \\v\ 31
ÉMm
Frá kór Breiðholte ikirkiu
Getum bætt við fólki í allar raddir kórsins. Upplýsingar gefur kórstjóri Daníel Jónasson, í síma 72684
Kompudagurinn
endurtekinn 20. september
Vegna fjölda áskorana og þess mikla fjölda, sem ekki
fékk pláss á síðasta kompudegi Kolaportsins, höfum
við ákveðið að efna til annars slíks dags sunnudaginn
20. september.
Allir markaðsdagar eru vissulega kompudagar í
Kolaportinu og jafnan mikill fjöldi seljenda með notaða
muni. Þennan dag helgum við þó sérstaklega
seljendum með kompudót og veitum helmings afslátt af
leigugjaldi sölubása, sem verða eingöngu með notaða
muni.
Lítill sölubás kostar þá aðeins 1.650 kr. og stór
2.150 kr. Borð og fataslár er hægt að leigja á staðnum
á 500 kr. en auðvitað er einnig hægt að koma með slíkt
með sér.
KOIAPORTIÐ
M^RKa-D^OR‘r