Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
Safnahúsið á Húsavík
Dánargjöf sýslumannshjónanna
Húsavík.
SAFNAHÚSINU á Húsavík
Jóhann Skaptason og Sigríður Víðis Jónsdóttir, fyrrverandí sýslu-
mannst\jón.
hefur borist vegleg dánargjöf,
rúmlega 3,4 milljónir króna,
frá fyrrverandi sýslumanns-
hjónum, Sigríði Viðis Jónsdótt-
ur og Jóhanni Skaptasyni, en
Jóhann var frumkvöðull að
stofnun Safnhússins, sem nú
hýsir minjagripa-, málverka-,
ljósmynda-, náttúrugriþa- og
skjalasafn.
Þau hjón hafa áður gefið safn-
inu stórar gjafir, svo sem mikið
fuglasafn, en stærsta gjöfin er
íbúðarhús þeirra hjóna, sem þau
gáfu fyrir nokkrum árum. Það er
tveggja hæða íbúðarhús, tæpir
eittþúsund rúmmetrar. Húsið hef-
ur nú verið selt og söluverð þess
að miklu leyti staðið undir bygg-
ingarkostnaði annars áfanga
Safnahússins, sem nú er unnið
að og á að hýsa sjóminjasafn og
landbúnaðarverkfærasafn.
Þá sýslumaður, Halldór Krist-
insson, formaður safnsstjómar,
veitti gjöfínni móttöku, sagði
hann að Þingeyingar mættu og
mundu lengi minnast sýslu-
mannshjónanna með þökk, því án
forgöngu þeirra og gjafa væri
spuming hvort það menningarset-
ur sem Safnahúsið væri, hefði
nokkum tima orðið að veruleika.
- Fréttaritari
Bók um Windows fyr-
ir skóla og almenning
BÓKAÚTGÁFAN Aldamót hefur gefið út bókina Windows tölvunám
eftir Matthías Magnússon. Hefur hún að geyma leiðbeiningar um
Windows 3.1 og er ætluð til skólanáms og almennra nota. Bókin er
að nokkru byggð á íslensku Windows-bókinni sem var fyrsta ís-
lenska bókin á markaðnum um þetta efni.
Markmið Windows-tölvunáms er
að Windows geti orðið sjálfsagður
hlutur í tölvuvinnslu notandans. ít-
arlegir kaflar eru um Program
Manager, File Manager og Paint-
brush, en vald á þessum einingum
Windows gerir önnur Windows-for-
rit auðveld viðureignar. Verkefni
em í lok þessara kafla. Sérkafli er
um önnur Windows-fylgiforrit, þar
á meðal hin nýju margmiðlunarfor-
rit, sem m.a. bjóða hljóðspilun. Ljósi
er og varpað á mikilvægar nýjungar
í MS-DOS 5.0, svo sem að endur-
heimta skrár sem hafa eyðst.
Bókaútgáfan Aldamót hefur í
nokkur ár séð ríflega helmingi
framhaldsskólanna fyrir tölvubók-
um. Þessi bók mætir að hluta þörf
þeirra fyrir Windows-námsefni en
auk þess eru á leiðinni nýjar bækur
um WordPerfect fyrir Windows,
Word for Windows og Excel.
Windows tölvunám er 151 blað-
síða og prentuð í Félagsprentsmiðj-
unni. Band og pappír gera það að
Forsíða nýju bókarinnar
Windows tölvunám.
verkum að auðvelt er að hafa bók-
ina opna á borði.
(Fréttatilkynning)
Skáldsaga eftir
Stefán Júlíusson
BÓKAÚTGÁFAN Björk hefur
gefið út skáldsöguna Ástir og
örfok eftir Stefán Júlíusson.
Á bókakápu segir m.a.: „Sögu-
maður í skáldsögunni Ástir og ör-
fok er ungur búfræðikandidat,
nýkominn heim til Islands frá námi
á Norðurlöndum og í Vesturheimi
mitt í kreppunni miklu. Hann fær
vinnu við landrækt og átök verða
um friðun lands og árekstrar milli
venjulegra búskaparhátta og land-
vemdar og uppgræðslu á fomu
stórbýli sunnanlands. Sögumaður
verður ástfanginn af heimasæt-
unni en bóndi hefur ætlað dóttur
sinni ákveðið mannsefni í þeirri
vem að þau taki við jörð og bús-
forráðum af honum. Hér er ástinni
teflt gegn landeyðingu, fastheldni
í búnaðarháttum og ákveðnum
áformum.“
Bókin er 201 bls. og prentuð
af Prentsmiðju Hafnarflarðar hf.
Káputeikningu gerði Gunnar
Hjaltason.
Stefán Júlíusson
SAIMÍYD VIDEOTÆKIÁ VERÐI SEM
< \J KEMUR ÞÉR j GOTT SKAP!
Komdu og kynntu þér þetta
einstaka videotæki.
jgtf Tæknilega vel útbúið
m en þóá frábæru verði!
Pantanlr og upplýslngar í síma 687720
Bóka- og bókasafnastefnan í Gautaborg
Hlutur Islands lít-
ill að þessu sinni
ÁTTUNDA Bóka- og bókasafnastefnan hefst í Gautaborg í dag og
stendur hún til 13. september. Meðal þess sem setur svip á stefnuna
er 75 ára sjálfstæðisafmæli Finnlands og ýmis dagskráratriði frá
Færeyjum og tengd færeyskri menningu.
Meðal íslenskra rithöfunda sem starfsemi sína og sýnir með öðrum
kynna verk sín á bókastefnunni og
taka þátt í umræðum eru Stejpunn
Sigurðardóttir og Vilborg Dag-
bjartsdóttir. Skáldsaga Steinunnar,
Tímaþjófurinn, er að koma út í
sænskri þýðingu. Guðrún Helga-
dóttir mun taka við verðlaunum
norrænna skólabókavarða fyrir bók
sína Undan limgerðinu.
Örnólfur Thorsson kynnir nýja
útgáfu Heimskringlu Snorra Stur-
lusonar og sænskur þýðandi Heims-
kringlu.'Karl G. Johansson segir frá
vinnu sinni við þýðinguna. Goð-
sagnir frá Norðurlöndum sem ný-
komnar eru út í bókinni Svört skín
sól munu verða ræddar m. a. af
Sigurði Svavarssyni og Auður Har-
aldsdóttir tekur þátt í umræðu um
norræn skólamál.
Anna Einarsdóttir er eins og
áður í forsvari fyrir íslenska bókaút-
gefendur en Norræna húsið kynnir
norrænu menningarstofnunum.
Anna sagði að í íslenska básnum á
sýningunni sýndu 5-6 forlög eða
álíka mörg og í fyrra. Hún sagði
að nauðsynlegt væri að fylgja eftir
þeim góða árangri sem sérstaklega
var náð í hittifyrra þegar ísland var
í sviðsljósi á bókastefnunni. „Bóka-
stefnan hefur verið mjög mikil
kynning fyrir íslenskar bókmennt-
ir“, sagði Anna Einarsdóttir „og
eftir vel heppnaða þátttöku íslend-
inga hafa aldrei komið út fleiri ís-
lenskar bækur í norrænum þýðing-
um, einkum á sænsku."
Anna gat þess að leikhópurinn
Blái hatturinn kæmi fram á bóka-
stefnunni og í tengslum við hana
væri íslensk hönnunarsýning í
Gautaborg, Form Island, og ís-
lenska óperan legði einnig sitt af
mörkum.
Héraðsskógar á Fljótsdalshéraði
Gróðursetning árs-
ins langt komin
Geitagerði.
GRÓÐURSETNING á vegum Héraðsskóga á Fljótsdalshéraði er
nú í fullum gangi, hófst 10. ágúst. Þegar er búið að gróðursetja
300 þúsund plöntur á þessum tíma, auk þess sem settar voru nið-
ur 900 þúsund plöntur í vor. Ætlunin er að gróðursetja samtals
1,4 milljónir plantna í báðum áföngum á árinu.
Fyrst og fremst er það lerki sem
plantað er, einnig nokkuð af stafa-
furu og hengibjörk. Gróðursetning
hefur farið fram í fjórum hreppum
á Héraði: Fljótsdalshreppi, Fella-
hreppi, Vallahreppi og Eiðahreppi.
Þá hefur jafnframt verið unnið að
girðingaframkvæmdum.
I eldri skógræktargirðingum,
sem nú eru um 20 ára og heyrt
hafa undir svokallaða Fljótsdals-
áætlun, hefur farið fram allmikil
grisjun, sem heyrir undir frumgr-
isjun og hefur verið á vegum Hér-
aðsskóga. Allmikið nýtanlegt efni
fæst við þessa fyrstu grisjun, fyrst
og fremst í staura og til vinnslu
í parket. - G.V.Þ.
Ljóð eftir Matthías
Johannessen á
sænskum geisladiski
LJÓÐ eftir Matthías Jo-
hannessen er að finna á nýj-
um geisladiski með sænska
djassistanum Jonas Knuts-
son.
Knutsson samdi lag við
enska þýðingu á ljóði Matthías-
ar, Blóm á himnum, og heitir
það „Flower in the Sky“. Ljóðið
þýddi fyrrum sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, Mars-
hall Brement, og birtist þýðing-
in í bókinni „Three Modem Ice-
landic Poets“ sem Iceland Revi-
ew gaf út árið 1985.
Jonas Knutsson er einn efni-
legasti djasstónlistarmaður
Svía. Hann leikur á saxófón,
semur og útsetur. Hann er 27
ára og hlaut á þessu ári sænsku
djasstónlistarverðlaunin.
„Flower in the Sky“ er eitt
af 10 lögum á nýjasta geisla-
diski Knutssons, Vyer. A þeim
diski eru honum til aðstoðar
20 af fremstu djassistum Svía,
þar á meðal söngkonan Lena
Willemark, sem syngur ljóð
Matthíasar.
Sænska fyrirtækið Caprice
Records gefur geisladiskinn út.
Japis sér um dreifingu á honum
á Islandi.
Jonas Knutsson.