Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992
OPINBER HEIMSOKN NORSKU KONUNGSHJONANNA
Síðasti dagur heimsóknar Noregskonungs
Norðurland kvaddi
í haustlitunum
ÞRIÐJI og síðasti dagur heim-
sóknar norsku konungshjónanna
minnti öllu meira á skoðunarferð
en opinbera heimsókn. Stór hluti
blaðmannanna sem fylgt hafa
konungi, urðu eftir í Reykjavík
og eyddu konungshjónin degin-
um í Mývatnssveit og á Akur-
eyri. Leiðsögumaður var með
þeim allan daginn og upplýsti
þau um jarðfræði og sögu og
voru konungshjónin nyög
áhugasöm um allt sem fyrir augu
bar. Skörtuðu haustlitimir sínu
fegursta í Mývatnssveitinni þó
að skammt sé liðið á september.
Mikil rigning var á Húsavík er
flugvél Flugmálastjórnar lenti þar
um kl. 10. Mældist úrkoman sem
svaraði 62 mm á sólarhring og
hefur hún ekki mælst svo mikil þar
árum saman. Héldu konungshjón,
forseti og föruneyti rakleiðis að
Námafjalli þar sem hverasvæðið
var skoðað undir leiðsögn Jóhanns
Sigurjónssonar, menntaskólakenn-
ara. Skömmu áður en gestimir
komu yfír Námaskarð, stytti upp
en vegna þess hversu leirinn á
svæðinu var blautur, var öllum við-
stöddum, konungbomum sem öðr-
um, gert að setja plastpoka utan
yfir skófatnað sinn. Var óneitan-
lega sérkennilegt að heyra skijáfíð
í plastpokunum keppa við hvæsið
í hverunum á svæðinu. Dvöldu
gestirnir dágóða stund á hvera-
svæðinu og spurðu margs. Drottn-
ing dró upp litla myndavél og
myndaði í gríð og erg, m.a. mann
sinn, Harald konung, Vigdísi og
svæðið sjálft.
Frá Námafjalli var haldið í
Dimmuborgir, þar sem gestirnir
gengu stuttan hring, áður en hald-
ið var að hótel Reynihiíð, þar sem
boðið var upp á hádegisverð,
sveppasúpu, lax með appelsínusósu
og skyr með blábeijum. Á leið til
Akureyrar var gerður stuttur stans
við Goðafoss.
„Konungshjónin voru ákafiega
áhugasöm um allt það sem þeim
var sagt frá og tóku mjög vei eft-
ir,“ sagði Jóhann Siguijónsson leið-
sögumaður en hann er jarðeðlis-
fræðingur að mennt. Sýndi drottn-
ing t.d. mikinn áhuga á sögunni
af Þorgeiri ljósvetningagoða og
fannst gaman að sjá steinda
gluggann í Akureyrarkirkju sem
ber mynd Þorgeirs.
Jóhann Sigurjónsson, jarðeðlisfræðingur og menntaskólakennari
sýnir Soiyu drottningu og Haraldi konungi sjóðheitan brennistein á
hverasvæðinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hverasvæðið við Námafjall heillaði gestina, sem allir máttu seija plastpoka utan yfír skóna. F.v.: Vig-
dís Finnbogadóttir forseti, Sonja drottning og Haraldur konungur V.
Vigdís Finnbogadóttir, Haraldur Noregskonungur og Sonja drottn-
ing gerðu stuttan stans i Dimmuborgum.
Ekki í Reyk-
holt veffna
tímaskorts
TÍMASKORTUR var ástæða þess
að ákveðið var að keyra ekki með
norsku konungshjónin í Reykholt
á þriðjudag þegar hætt var við að
fljúga þangað. „Ekki hefði náðst
að keyra í Reykholt og svo til
Reykjavíkur í tíma fyrir veislu,
sem norsku konungshjónin héldu
um kvöldið til hciðurs forseta ís-
lands,“ segir Estrid Brekkan
sendiráðsritari.
Sveinn Bjömsson, forsetaritari,
segir að ekki hafi verið talið óhætt
að fljúga með konungshjón vegna
hvassviðris og því hafi hópurinn sem
að heimsókninnT stóð, Norðmenn og
Islendingar, ákveðið í sameiningu að
hætta við Reykholtsför.
Ætlunin var að konungur skoðaði
sig um í Reykholti og við það tæki-
færi átti að færa konungi gjöf, út-
gáfu af Landnámu bundna í geita-
skinn. Að sögn Sveins gafst ekki tími
til að senda gjöfína til konungs á
meðan dvöl hans stóð og verður hún
færð honum síðar.
Drög að fjárlagafrumvarpi til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar
Hugmyndir um 14% virðisaukaskatt á
vöru og þjónustu sem nú er undanþegin
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyrir þingflokka sljórnarinnar hugmynd-
ir um gerbreytingu á virðisaukaskattskerfinu í drögum að fjárlaga-
frumvarpi næsta árs, sem fela í sér að tekinn yrði upp tvö skattþrep
og 14% skattur lagður á allstóra flokka vöru og þjónustu sem í dag
eru undanþegnir virðisaukaskatti en á móti yrði efra þrep skattsins
Iækkað úr 24,5% í 22%. Breytingarnar eiga leiða til jöfnuðar en ekki
til viðbótartekna fyrir ríkissjóð að öðru leyti en því að með þessari
breytingu á að draga úr undanskotum frá skattheimtu. Hins vegar
er gert ráð fyrir 800-1.000 miiy. kr. tekjuauka vegna breyttrar álagn-
ingar á áfengi og tóbakssölu. Hugmyndir þessar eru þó ekki frágengn-
ar og verða væntanlega til frekari umfjöllunar í þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar á föstudag.
Útgjaldahlið ijárlagafrumvarps-
ins er að mestu leyti frágengin en
þó er enn uppi ágereiningur um
nokkra þætti samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins og er þess vænst
að þingflokkar stjómarflokkanna
komi aftur saman á föstudag til að
afgreiða þá hlið frumvarpsins. Er
ljóst af viðtölum við einstaka þing-
menn að ágreiningur er enn uppi
um einstakar spamaðartillögur auk
þess sem efasemdir eru uppi um
áformaðar breytingar á tekjuhiið.
Hugmyndir um breyttan virðis-
aukaskatt fela í sér að flestar und-
anþágur frá skattinum verði afn-
umdar og tekinn upp 14% skattur á
vöru og þjónustu eins og hótelgist-
ingu, íslenskar bækur, blöð og tíma-
rit, afnotagjöld útvarps og sjón-
varps, áskriftargjöld dagblaða,
starfsemi íþróttafélaga, fólksflutn-
inga of fleira en þær vörur og þjón-
usta sem víðast hvar er undanþegin
skattheimtu í nágrannalöndunum
verði áfram skattfijáls.
Talsverðar áhyggjur hafa komið
fram um þessa breytingu innan þing-
flokkanna, meðal annars vegna
álagningar á ferðaþjónustu og
menningarstarfsemi en bent er á að
skatturinn eigi ekki að íþyngja fyrir-
tækjum þar sem þau geti nýtt sér
innskatt á móti útskatti. Þetta á
einkum við um stærri hótel og fyrir-
tæki þar sem kostnaðurinn er stór
þáttur í rekstri en hins vegar þykir
ljóst að 14% virðisaukaskattur muni
leggjast með meiri þunga á rekstur
minni aðila eins og til dæmis ferða-
þjónustubænda.
Þá er gert ráð fyrir að eignaskatt-
stofninn verði breikkaður en hins
vegar er ákveðið að skattur á fjár-
magnstekjur verði ekki inn í áætlun-
um um álagningu næsta árs eins og
gerð hafði verið tillaga um sl. vor.
Enn er óákveðið hvort af hugmynd-
um um lækkun tekjuskatts á fyrir-
tæki verður við endanlegan frágang
frumvarpsins.
Við umræður um gjaldahlið frum-
varpsins hafa meðal annars tillögur
um mikinn sparnað í starfsemi
Landshelgisgæslunnar mætt and-
stöðu í þingflokki sjálfstæðismanna
en þær fólust m.a. í að skipum gæsl-
unnar yrði fækkað og er nú leitað
annarra leiða til lausnar á því máli.
Hins vegar virðist ljóst að kaupum
á nýrri björgunarþyrlu verði frestað
enn um sinn en nokkrir þingmenn
munu hafa farið fram á að nákvæm-
lega yrði tímasett hvenær af kaupum
verður á þyrlu.
Hugmyndum sem lagðar voru
fram um aukin og almenn skóla-
gjöld í framhaldsskólum hefur verið
ýtt út af borðinu samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins. Hinsvegar þykir
sýnt að miklar breytingar nái í gegn
í heilbrigðismálum þar sém meðal
annars er rætt um frestun fram-
kvæmda vegna nýrra sjúkrastofn-
ana, þar á meðal á starfsemi hjúkr-
unarheimilisins Eir. Þá hafa einstak-
ir þingmenn gagnrýnt að ekki sé