Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 NORRÆNT GIGTARAR 1992 Vísindasjóður til að efla íslenskar gigtarrannsóknir eftir Helga Valdimarsson Gigtarfélag íslands stendur nú fyrir. viðamikilli fjársöfnun í sér- stakan sjóð á vegum félagsins sem ætlaður er til að styrkja gigtar- rannsóknir hérlendis. í fyrri hluta greinarinnar sem hér birtist er einkum fjallað um þær gigtarrann- sóknir sem stundaðar hafa verið hérlendis á undanförnum árum, einkum markmið þeirra og for- sendur. I seinni hluta greinarinnar verður íjallað um nokkur viðfangs- efni sem íslenskir vísindamenn geta unnið að á næstu árum ef nægilegt fé fæst til að efla íslensk- ar gigtarrannsóknir. Orsakir gigtsjúkdióma Gigtsjúkdóm- um er stundum til einföldunar skipað í fjóra flokká: bólgu- sjúkdóma í lið- um og bandvef (t.d. iktsýki og rauðir úlfar), slitgigt, vöðva- og vefjagigt og beinþynningu. Or- sakir þessara gigtsjúkdóma eru mismunandi og einnig er þekking á orsökunum þeirra misjafnlega langt á veg komin. Orsakir slitgigtar eru að mestu óþekktar en rannsóknir hafa sýnt að beinþynningu má rekja til horm- ónabreytinga og ýmissa ytri þátta eins og reykinga, óhóflegrar kaffi- drykkju, misnotkunar áfengis, of lítillar hreyfingar og síðast en ekki síst kalkskorts sem hægt er að vinna gegn með nægilegri neyslu mjólkurvara og lýsis. Þá vita menn einnig að andleg spenna, svefn- leysi, þreyta og kyrrseta geta stuðlað að vöðva- og veljagigt. Bólgusjúkdómar í liðum og bandvef eru aivarlegustu gigtsjúk- dómarnir. Þessa sjúkdóma má rekja til truflunar í ónæmiskerfinu sem stafar af því að hvítfrumur, sem eiga að vera til varnar gegn aðsteðjandi sýklum og útrýma framandi efnum úr líkamanum, ruglast í ríminu og ráðast líka gegn stoðvefjum og liðamótum gigtarsjúklingsins. Þessi vitneskja hefur orðið til þess að nú er ónæm- isbælandi lyfjum beitt til þess að halda í skeíjum illvígum gigtsjúk- dómum sem áður urðu sjúklingum að fjörtjóni, og jafnframt er oft hægt að koma í veg fyrir að gikt- sýkisjúklingar verði farlama. Hins vegar hefur ekki ennþá tekist að komast að því hvers vegna ónæmiskerfi gigtarsjúklinga ruglast í ríminu og þar með finna ráð til að fyrirbyggja þessa alvar- legu gigtsjúkdóma. Þeir halda þess vegna áfram að valda ómældri þjáningu og mörgum fjölskyldum og reyndar þjóðfélaginu öllu þung- um búsifjum. En nú er lausn þess- arar gátu að komast í sjónmál. Framfarir í lífvísindum eru með þeim ólíkindum um þessar mundir að tímarit sem gera ítrustu kröfur um vísindalega nákvæmni birta nú ritverk, sem hefðu verið flokkuð sem hreinræktaður vísindaskáld- skapur fyrir fáeinum árum. Staða íslenskra gigtarrannsókna Þegar hafa verið gerðar um- fangsmiklar rannsóknir á tveimur stórum íslenskum ættum sem hafa annars vegar verulega aukna tíðni á iktsýki (rheumatoid arthritis) og hins vegar á rauðum úlfum (lupus erythematosus). Þessir tveir sjúk- dómar eru algengastir illvígra gigtsjúkdóma. Gerð hefur verið ættfræðileg greining á þessum ættum og ættartré teiknuð. Mikið hefur verið um skyldleikagiftingar í iktsýkisættinni og eru meðlimir hennar þess vegna óvenjulega eins- leitir erfðafræðilega. Slíkt auðveld- ar greiningu á erfðaþáttum sem orsakar iktsýki. Jafnframt hafa vefjaflokkar (HLA) margra meðlima beggja ættanna verið greindir en vitað er að umræddir gigtsjúkdómar tengj- ast ákveðnum arfgerðum þeirra sameinda sem ákvarða vefjaflokka hvers einstaklings. Þá hafa einnig verið gerðar víðtækar rannsóknir á nokkrum þáttum ónæmiskerfis- ins í þessum ættum, einkum þeim sem tengjast gigtsjúkdómum. Þessar rannsóknir voru hins vegar að mestu gerðar fyrir um 10 árum en síðan hafa orðið mikl- ar framfarir í rannsóknartækni til að greina erfðaefni og margvíslega eiginleika ónæmiskerfisins. Rannsóknartilgáta Sú þekking sem þegar hefur verið aflað um eðli iktsýki og rauðra úlfa gefur tilefni til að setja fram eftiffarandi tilgátu um orsak- ir þessara sjúkdóma: Einstaklingar sem fá iktsýki eða rauða úlfa þurfa að erfa fleiri en eitt gen (erfðavísi) til að vera mót- tækilegir fyrir umhverfisþáttum (líklega ýmsar tegundir algengra sýkla) sem setja þessa sjúkdóma af stað. Afurðir þessara gena, þ.e. þeirra efnasambanda sem mynda mannslíkamann og stjórna við- brögðum hans, ráða miklu um það hvernig ónæmiskerfið bregst við þessum sýklum. Þegar einstakling- ur með arfbundna tilhneigingu til að fá iktsýki eða rauða úlfa smit- ast getur ónæmiskerfi hans farið úr skorðum þannig að það ræðst til atlögu gegn eigin líkama, liðum eða stoðveijum. Jafnframt bilar hemlabúnaður, sem getur stöðvað slíka sjálfsáverka hjá þeim sem hafa ekki erfðaupplag til að fá iktsýki, rauða úlfa eða aðra sjálfs- ofnæmissjúkdóma. í sjúklingunum myndast hins vegar vítahringur sem bytjar líklega nokkru áður en sjúkdómseinkennin koma fram en þá eru öll ummerki undangenginn- ar sýkingar horfin. Það getur verið háð ýmsu fleiru hvort og hvenær sjúkdómurinn myndast og hversu illvígur hann verður. Má þar til- nefna hormónajafnvægi en einnig aldur sjúklingsins og ástand ónæmiskerfis hans þegar hann smitast af sýklinum sem kemur ónæmisbrengluninni af stað. Helgi Valdimarsson. „Til þess að íslenskir vísindamenn geti tekið frumkvæði í fjölþjóð- legum rannsóknum sem hafa það markmið að finna orsakir alvar- legra gigtsjúkdóma þarf að stofna öflugan vísindasjóð. íslenskt frumkvæði er raunhæft Gigt fellur gjarnan í skugga lífs- háskasjúkdóma eins og krabba- meins og kransæðasjúkdóma. Þjónusta fyrir gigtveika er þó merkilega góð hérlendis miðað við það fé sem hefur verið til ráðstöf- unar. Hún hefur verð byggð upp af mikilli atorku og hagsýni. Jafn- framt hafa brautryðjendurnir safn- að merkum gögnum um gigtsjúk- dóma, upplýsingum sem gætu orð- ið grundvöllur þess að íslendingum verði falið að byggja upp fjölþjóð- lega rannsóknasamvinnu sem hef- ur það að markmiði að finna ráð til að fyrirbyggja gigt. Aðstæður fyrir slíkar rannsóknir eru mjög góðar á íslandi. Það er því raun- hæft og ákjósanlegt markmið að skapa íjárhagslegan grundvöll hér- lendis til þess að læknar og líffræð- ingar geti tekið frumkvæði í fjöl- þjóðlegum rannsóknum sem hafa það að markmiði að finna orsakir alvarlegustu gigarsjúkdómanna. En til þess að svo megi verða þarf að stofna sérstakan og öflugan vísindasjóð. Slíkur sjóður mun skapa aðstöðu til rannsókna sem eru líklegar til að skila góðum árangri á nokkrum árum. Það ásamt virku faglegu samstarfí við vísindastofnanir erlendis ætti síðan að geta tryggt meira Qármagn til að halda þessum rannsóknum áfram. Þetta getur jafnframt örvað rannsóknir í lífvísindum og eflt líf- tæknistarfsemi hérlendis og þar með stuðlað að nýsköpun í atvinnu- lífinu og nýjum atvinnutækifærum. Höfundur er prófessor, forstöðumaður Rannsóknastofu H&skólans í ónæmisfræði og formaður vísindaráðs Gigtarfélags íslands. EITTHYAÐ FYRIR ALIA FJOLSKYLDUNA Leikfimi Kramhússins Frá kl. 7.30 að morgni til kl. 19.30 að kvöldi Músikleikfimi, kennarar: Hafdís, Etísabet, Agnes. Orkuleikfimi á morgnana, kennari: Agnes Kripalu jóga fyrir morgunhana og hænur, kennari: Helga Mogensen Tai-chi, kínversk morgunleikfimi, einfaldar orkugefandi æfingar, kennari: Guðný. Mömmuleikfimi með barnapössun eftir morgunverkin, kennari: Agnes Leikfimi fyrir bakveika eða vöðvabólguþolendur, 3svar á dag, kennari: Harpa, sjúkraþjálfari Leiðbeinendanámskeið: Leikfimi — dans — spuni. Ætlað þeim sem leiða kennslu og hópstarf, kennarar: Hafdís, Árni Pétur o.fl. W ' DANS Gestakennari: Orville Pennant dansari frá Jamaica. Afró, kraftmiklir vestur-afrískir danstímar fyrir dansglaða með trommaranum Rockes, kennari: Orville Argentískur tangó, kennari: Haný Haday Djass/funk, fjörugir og djassaðir djasstímar, kennari: Orville. Reggaecise, dans og hreyfing á Ijúfum reggaenótum, kennari: Orville Dans - leikhús, tímar fyrir dansara sem vilja reyna nýjar leiðir, kennari: Sylvía, dansari frá Amsterdam Danstími fyrir dansara, gefur dönsurum tækifæri til að þróa list sína og tækni undir handleiðslu Orvilles. LEIKLfST OG SONGUR Leiksmiðja, unnið verður með nútímaleikhúsið, öðruvísi leikhús er krefst mikils af þátttakendum, bæði líkamlega og andlega, kennarar: Árni Pétur og Sylvía „Leyndir draumar". Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna sem hefur alltaf langað til þess að leika en ekki þorað að láta drauminn rætast, kennari: Hlín Agnarsdóttir Kórskóli Margrétar Pálmadóttur: Tónfræði, raddbeiting og kórsöngur Söngleikjakórskóli Margrétar Pálmadóttur fyrir ungt fólk sem vill sgreyta sig FYRIR BORN OG UNGLINGA Dans - leikir - spuni (4-5) (6-7) unnið út frá ævintýrum og hugmyndaheimi barnsins, kennarar: Guðbjörg, Harpa Björg. Leiklist (7-9) (10-13), þroskandi tímar sem auka öryggi og samstarfshæfileika nemenda, kennarar: Þórey, Björg, Harpa. Tónmennt (4-5) (6-7), í anda Karls Orff, gefur barninu tækifæri til að upplifa tónlistina í sjálfu sér og í umhverfi sínu, kennari: Elfa Lilja Gisiadóttir Djassdans (7-9) (10-13), sniðið að yngri kynslóðinni, kennari: Katrín. Hip-hopp fyrir unglinga, lærið hip-hoppið hjá meistara Orville. y&Ms HÚSI0 Innritun hafin í símum 15103 og 17860. Við Bergstaðastræti m skrifstoftilæknináin Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.