Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 35 Jóhanna KOdds- dóttir - Minning' Fædd 23. apríl 1929 Dáin 3. september 1992 Himininn yfir. Huggast þú sem grætur. Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrar nætur. Þetta brot úr ljóðina Haustið nálgast eftir Stefán frá Hvítadal lýsir hugum okkar vegna fráfalls hennar Jóhönnu. Haustvindar hrifu hana burt úr þessu heimi allt of skjótt og setur okkur hljóð. Jóhanna bar höfuðið hátt þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm og vildi sem minnst úr honum gera. Þetta lýsir henni í raun vel, ákveðin og hugrökk fram til síðustu stundar. Jóhanna var okkur ávallt hlý og elskuleg og þannig munum við geyma minningu henn- ar. Fjölskyldu Jóhönnu, Einari eigin- manni hennar, sonum hennar, Guð- mundi og Reyni, dóttur hennar, Guðbjörgu, mökum og börnum þeirra, aldraðri móður og ættingj- um, sem öll studdu hana til hinstu stundar, vottum við okkar innileg- ustu samúð á þessum erfiðu tíma- mótum. Við kveðjum Jóhönnu í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Egill, Vigdís og synir. Nú er komið að því að kveðja ástkæra móður okkar með nokkrum fátæklegum orðum. Jóhanna Kristín Oddsdóttir fædd- ist í Reykjavík 23. apríl 1929 og ólst upp vestast í Vesturbænum. Foreldrar hennar voru þau Guðbjörg Eiríksdóttir og Oddur Tómásson. Guðbjörg er enn á lífi og býr í Furu- gerði 1, en Oddur dó í fyrra. Eftirlif- andi bræður mömmu eru þeir Tóm- ás, Eiríkur og Jóhannes. Arið 1951 kynntist móðir okkar Einari Stein- ólfi Guðmundssyni og upp frá þeirri stundu var vegurinn lagður að in- dælu og farsælu hjónabandi þeirra. Eignuðust þau þijú börn; Guðmund, Reyni Má og Guðbjörgu Therísíu. Móðir okkar var gædd þeim ynd- islega hæfileika að vera góð móðir, hjálpsöm og ávallt til staðar þegar erfiðir tímar sóttu á fjölskylduna. Foreldrar okkar voru mjög sam- rýnd og störfuðu saman bæði á Kveðjuorð Það var í byrjun- ágúst, að okkur hjónunum bárust þau tíðindi til Mexíkóborgar, að Páll Líndal, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. júlí sl. Með Páli er mikilhæfur gáfu- maður og áreiðanlega einn af fróð- ustu mönnum um sögu okkar og menningu á þessari öld horfinn til foidar og er okkur öllum mikil eftir- sjá að honum. Það má kannski segja, að ég hafi á nokkurn hátt haft áhrif á ævistarf Páls síðustu árin sem hann lifði, og er mér ljúft að minn- ast samverustunda okkar og ágæts samstarfs, sem við áttum. Við Páll kynntumst í því umróti, sem skapaðist í íslenzkum stjórnmál- um fyrir og eftir alþingiskosningarn- ar 1987 með tilkomu Borgaraflokks- ins. Áður hafði ég fylgzt með emb- ættisferli Páls eins og aðrir menn, sem fylgjast með þjóðmálum á ís- landi, og þótt hann hafi vissulega átt við mikla erfiðleika að stríða hin seinni árin, stóðu engu að síður upp úr miklir hæfileikar hans sem dug- mikils embættismanns og þau fjöl- mörgu ábyrgðarstörf, sem hann hafði tekizt á hendur og unnið samvizkusamlega af mikilli þekk- ingu til heilla fyrir land og þjóð. Haustið 1989 gerðist Borgara- flokkurinn aðili að fjögurra flokka ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar og varð það hlut- skipti mitt sem formanns Borgara- flokksins að undirbúa og koma á heimilinu og í vinnunni. Ráku þau tvær verslanir og unnu öll störf þar sem þurfti. I veikindum sínum stóð hún sem klettur, studd af fjölskyldu sinni. Það er ómetanlegt að eiga góðar og fallegar minningar um mömmu og munu þær ætíð lifa í hjörtum okkar allra. Elsku pabbi, við biðjum góðan guð að styrkja þig í sorg þinni. Að lokum viijum við skila þakklæti til allra á deild A7 á Borgarspítalanum með vinsemd og þakklæti fyrir alla hjálpina. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. 1 guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag svo líki þér. Guðmundur Einarsson, Reynir Már Guðmundsson, Guðbjörg Therísía Guðmundsdóttir. Eg vil kveðja hér með fáeinum orðum tengdamóður mína, Jóhönnu Kristínu Oddsdóttur, sem lést á Borgarspítalanum 3. september sl. Jóhanna fæddist 23. apríl 1929 í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Einar Guðmundsson. Þau áttu þijú börn, Guðmund, Reyni Má og Guðbjörgu. Kynni okkar Jóhönnu stóðu ekki nema tæp þijú ár og allan þann tíma var hún meira og minna veik af þéim sjúkdómi sem dró hana til dauða. Þrátt fyrir það var hún dug- leg og kát, hugsaði mikið um fjöl- skylduna og tók þátt í gleði og sorg- um fólksins í kringum sig. Hún var ákaflega umhyggjusöm. Alltaf hringdi hún ef eitthvað var að, eða ef hún hélt að hún gæti orðið að liði. Jóhanna var viðkvæm kona og mátti ekkert aumt sjá, en samt mjög sterk þegar á reyndi og kom það ekki síst í ijós í síðustu sjúkra- hússlegunni. Einar eiginmaður hennar og böm þeirra studdu hana eftir mætti þessi erfiðu ár og bið ég Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Það voru ekki mörg ár sem ég átti Jóhönnu að vini. Þau hefðu betur orðið fleiri. Að leiðarlokum þökkum við Dag- legg nýju ráðuneyti umhverfismála innan Stjórnarráðs íslands. Þegar ég mætti til vinnu sem nýskipaður ráðherra var enginn annar starfs- maður á skrifstofunni og mitt fyrsta verk að leita uppi hæfan mann, sem gæti hjálpað mér við að undirbúa stofnun ráðuneytisins, koma rekstri skrifstofu þess í eðlilegt horf og leysa hin flóknu verkefni á sviði lagasetningar um umhverfismál, sem voru framundan. Ég var strax vis um, að með Páli fengi ég ein- mitt slíkan mann og falaðist eftir því við iðnaðarráðherra, að hann lánaði mér Pál, sem þá starfaði sem deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Það varð úr, að Páll féllst á að koma til mín í hið nýja ráðuneyti og vorum við því þrjú á skrifstofunni fyrsta veturinn. Páll var hamhleypa til verka þótt hann hafi ef til vill ekki haft áhuga á að nota nýjustu tækni svo sem tölvur og annað þess háttar sér til aðstoðar. Hins vegar afkastaði hann mun meira með sínum vanabundnu aðferðum heldur en margur tölvu- maðurinn. Með óþijótandi dugnaði og af brennandi áhuga á þeim mál- um, sem tengdust hinu nýja ráðu- neyti, átti Páll sinn þátt í því, að vel tókst til með alla starfsemi ráðu- neytisins þegar í upphafi. Það var því auðvelt verk að ráða fyrsta ráðu- neytisstjóra hins nýja ráðuneytis, en Páll sóttist eðlilega eftir því að fá að halda áfram vinnu sinni við þau björt dóttir mín og ég, kærlega fyr- ir ljúf og góð kynni og kveðjum hana með þessu ljóði. Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka - vor og sí blítt sumar sifellt hjá þér vaka. - Ótal þúsund þakkir, þigg frá vina heimi! - Andvaka er enduð. - Árvoðin þig geymi! Þorbjörg Jónsdóttir. Elsku vinkona mín Jóhanna er látin. Það er erfitt að lýsa vináttu okkar en fyrst og fremst var það virðing og kærleikur sem tengdi okkur saman. Við höfðum þekkst í átján ár og alltaf reyndist hún sannur vinur. Hún elskaði börn og ekki fóru börn- in mín varhluta af því. Ég vil styrkja minningu hennar með þess- um fátæklegu orðum og votta eig- inmanni hennar, börnum og ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Eg læt hér fylgja ljóð eftir Schubert, sem Sigurður Einarsson íslenskaði. Ave Maria ungfrú hrein. Þú skynjar allt sem skelfír hjartað og skilur öll vor huldu mein. Við þig fær öll vor angist kvartað. Af brosi þínu ilmur andar þín ásýnd ljómar skær sem mjöll og miskunn þinnar mildu handar svo mjúk að gróa sár vor 511. Ave María. Theodóra Ragnarsdóttir, Robert Albert Spanó og börn. fjölmörgu málefni hins nýja ráðu- neytis svo sem alhliða umhverfis- og náttúruvernd, sem honum voru afar hugleikin, frekar en hverfa aft- ur til sinna fyrri starfa. Þá kom sér að góðum notum hin mikla þekking Páls á íslenzkum og erlendum lögum um náttúruvernd og afskipti hans af þeim málum áður. Páll var oftast glaðlyndur og kát- ur við störf og kunni jafnan frá ýmsu að segja. Þau voru ófá skiptin, sem við hlustuðum öll hugfangin á Pál segja okkur sögur af mönnum og málefnum, en hann var eins og lifandi alfræðiorðabók. Mér er það minnisstætt er ég var beðinn að flytja ræðu kvöldsins á árshátíð starfsmanna Stjórnarráðsins vetur- inn 1990-91. Mig langaði til að geta sagt nokkrar gamansögur af starfs- háttum í Stjórnarráðinu á árum áður og leitaði upplýsinga hjá Páli. Hann kunni nánast utan að alla sögu Stjórnarráðsins frá upphafi og vissi að auki um öll spaugileg tilvik, sem höfðu átt sér stað innan veggja Stjórnarráðsins. Það var því ekki ónýtt að geta sótt í slíkan sjóð til að undirbúa tölu fyrir jafn virðulegt samkvæmi. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja góðan dreng, sem nú er burt genginn. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir það, að leiðir okkar lágu saman þegar mikið lá við og ég þurfti á góðri aðstoð að halda. Eg vil að lokum nota þetta tækifæri, þar sem við hjónin vorum fjarverandi þegar Páll var til moldar borinn, og sendi fjöl- skyldu hans innilegar samúðarkveð- ur. Júiíus Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra. Páll Líndal t Eiginmaður minn og faöir okkar, GRÍMUR LUND, andaðist í Borgarspítalanum 9. september. María Jóhannsdóttir, Rúnar Lund, Rannveig G. Lund, Katrín Anna Lund. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMAR BJÖRNSSON fyrrverandi verkstjóri, Egilsbraut 18, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Foreldra- og vinafélag Kópavogs- hælis njóta þess. Guðlaug Sigmarsdóttir, Tprggvi Jóhannsson, Hörður V. Sigmarsson, Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir, Björn Sigmarsson, Vilhjálmur Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför ástkærs sonar okkar, BJÖRGVINS DAVÍÐS BJÖRNSSONAR, sem lést af slysförum 5. september, verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 12. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarkort Unglingaráðs K.S. Fyrir hönd systra og ættingja. Halldóra S. Björgvinsdóttir, Björn Valur Gíslason, Ólafur Þór Ólafsson, Þuríður L. Rósenbergsdóttir. t Innilegar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, BALDVINU ÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Ögðum, Dalvik. Soffia Guömundsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar og móður, HELGU ALICE JÓHANNS. Haraldur Pálsson, Katrfn Mist. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er sýndu mér og mínum samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, ÞORGERÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Gottorp. Steinþór Ásgeirsson frá Gottorp. Birting afmælis- og minningargreina Morgfunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Réykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85j Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálniur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.