Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 24
24 Málmþreyta olli Amsterd- am-slysinu FLUGSLYSIÐ í Amsterdam fyrr í mánuðinum, sem kostaði um 70 manns lífíð, orsakaðist líklega af málmþreytu, að sögn hollenska samgönguráðuneyt- isins í gær. Grunur leikur á að þrýstistöng sem festi einn af ft'órum hreyflum flutningaþot- unnar við vænginn stjómborðs- megin hafí rifnað af. Skipi Græn- friðunga sleppt RÚSSNESK yfírvöld slepptu í gær skipi Grænfriðunga eftir að hafa stöðvað það fyrir níu dögum þegar umhverfísvemd- arsamtökin reyndu að rannsaka geislamengun vegna kjam- orkuúrgangs í sjónum við strönd Rússlands. Honecker svari til saka DÓMSTÓLL í Berlín úrskurð- aði á þriðjudag að réttarhöld skyldu hefjast yfír Erich Honecker, fyrrverandi leiðtoga Austur-Þýskalands, 12. nóvem- ber. Það eina sem getur nú komið í veg fyrir að réttarhöld- in fari fram er að rannsókn lækna leiði í ljós að hann geti ekki svarað til saka fyrir rétti af heilsufarsástæðum. Herinn fari frá Thule LARS Emil Johansen, formað- ur grænlensku landstjómarinn- ar, hefur tilkynnt Uffe Elle- mann Jensen, utanríkisráð- herra Danmerkur, að Græn- lendingar óski ekki lengur eftir veru Bandríkjamanna í her- stöðinni í Thule. Ástæðan, sem liggur að baki deilunnar, er sú, að Grænlendingar hafa lent í erfíðleikum með farþegaflug milli Syðri-Straumfjarðar og Thule, eftir að Bandaríkjamenn fóru frá Syðri-Straumfírði. Lífskjara- skerðing boð- uð í Kína KÍNVERSKI kommúnista- flokkurinn er hvorki konungur né keisari né guð almáttugur og getur því ekki ábyrgst vel- ferð þegnanna frá vöggu til grafar. Kom þetta fram í grein Dagblaði alþýðunnar, málgagni flokksins, á þriðjudag og virðist vera ætlað að búa almenning undir erfíðar breytingar í kjöl- far flokksþingsins, sem lauk á sunnudag. Þar var formlega ákveðið að taka upp markaðs- búskap í efnahagslífínu og því hlýtur fljótlega að koma að mesta umbótamálinu, endur- skipulagningu óarðbærra ríkis- fyrirtækja. Hjá þeim vinna milljónir manna og þeir hafa vanist því að Iíta á vinnustaðinn sem sjálfsagðan hlut allt sitt líf ásamt niðurgreiddum nauð- synjum. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 *i Bretadrottning í Berlín Hér má sjá hennar hátign Elizabetu Bretadrottningu, sem er í opin- berri heimsókn í Þýskalandi um þessar mundir, í gönguferð skammt austan Brandenborgarhliðsins í fylgd Richards von Weizsáckers for- seta og Eberhards Diepgens, borgarstjóra Berlínar. Þýsk og bresk skólabörn með fána Bretlands og Evrópubandalagsins fögnuðu drottn- ingunni. Bundesbankinn lækkar vexti Minni vaxtalækk- un en búist var við Frankfurt. Reuter. ÞÝSKI seðlabankinn, Bundesbank, lækkaði í gær millibankavexti í Þýskalandi úr 8,9% í 8,75%. Vaxtalækkunin var framkvæmd stuttu eftir að bankinn tilkynnti að peningamagn í umferð í Þýskalandi hefði haldið áfram að aukast en þó ekki eins mikið og margir efnahagssér- fræðingar höfðu óttast. Viðbrögð við vaxtalækkun Bundesbankans voru frekar dræm og verð á þýskum verðbréfum féllu í verði. „Þessi ákvörðun veldur miklum vonbrigðum. Markaðurinn hafði búist við lækkun niður í um 8,6%,“ sagði Giinter Burgold, sem er yfir verðbréf- amiðlun BHF bankans í Frankfurt. Vextir í Þýskalandi hafa verið mjög háir á undanfömum misserum sökum hins miklar kostnaðar vegna sameiningar Þýskalands og til að halda niðri verðbólgu. Hefur þetta haldið uppi vaxtastigi í allri Evrópu á tímum efnahagslegs samdráttar og valdið pólitískri spennu milli Þjóð- veija og annarra Evrópuríkja. Hagfræðingar sögðu í gær að vaxtalækkun Bundesbankans þýddi ekki að baiíkinn hefði fallið frá þeirri stefnu sinni að halda niðri verð- bólgu. Hægari hagvöxtur í Þýska- landi hefði í för með sér að þenslu- áhrif aukins peningamagns væru ekki eins mikil og ella og gæti því bankinn leyft sér að lækka vexti varfærnislega. Er því spáð að Bundesbankinn muni lækka vexti enn frekar annað hvort í nóvember eða desember. Þó að viðbrögð peningamarkað hafi verið blendin lækkuðu seðla- bankar Belgíu, Hollands og Austur- ríkis vexti í kjölfar Bundesbankans. -----♦ ♦ ♦ Liechtenstein Þingið hlynnt EES Vadúz. Reuter. ÞING Liechtensteins samþykkti í gær með 19 atkvæðum gegn fimm að styðja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þingið lagði hins vegar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið eftir 6. desember, er samningurinn verður lagður undir þjóðaratkvæði í Sviss. Ef samningn- um yrði hafnað í Sviss bæri Liecht- enstein að gera hið sama. Heimkvaðning rússneskra hermanna í Lettlandi Erfitt að átta sig á afstöðu Rússa segir embættismaður í lettneska utanríkisráðuneytinu LETTNESK stjórnvöld hafa ekki fengið tilkynningu um það frá rússneskum yfirvöldum að hægja eigi á heimkvaðningu rússneskra hermanna frá Lettlandi. Gundis Valuievs, forstöðumaður stjórn- máladeildar lettneska utanrikis- ráðuneytisins, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa fengið neina staðfestingu á frétt- Sýnt þótti í gær að John Major hefði tekist að lægja nokkuð þær óánægjuöldur sem risið hafa innan íhaldsflokksins á undanfömum dögum vegna lokunar kolanáma og efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar. Major og samstarfsmenn hans neyddust til að kúvenda í máli þessu fyrr í vikunni og varð sú ákvörðun ekki til þess að draga úr gagnrýni á forsætisráðherrann og stjórnar- hætti hans þótt almenn andstaða væri við lokun námanna á slíkum krepputímum. í ritstjómargreinum dagblaða sem jafnan em höll undir íhaldsflokkinn hefur verið fullyrt að forsætisráðherrann sé tæpast vandanum vaxinn og dagblaðið The Financial Times sagði í leiðara að breska ríkisstjómin væri „á flótta". Þingmenn tóku almennt fagn- um í fjölmiðlum um að dráttur yrði á brottflutningnum vegna húsnæðiseklu í Rússlandi. Hann hefði hins vegar heyrt viðtal við vamarmálaráðherra Rússlands sem segði að það væri Rússum í hag að hermennirnir kæmu heim. Það væri því mjög erfitt að gera sér grein fyrir hver raun- veruleg afstaða rússneskra andi þeim breyttu áherslum sem Major boðaði í viðtali við /TAT-sjón- varpsstöðina á þriðjudagskvöld en einn helsti andstæðingur lokunar kolanámanna í röðum íhaldsmanna, þingmaðurinn Winston Churchill, sagði að tilslakanir ríkisstjórnarinn- ar í því efni þýddu ekki að barátt- unni væri lokið. í grein sem birtist í dagblaðinu The Times í gær segir að Major þoli sýnilega ekki það álag sem fylgi því að leiða Breta út úr verstu efnahagskreppu sem þeir hafa glímt við frá því á fjórða áratugn- um. Greinarhöfundur sagði að til marks um álagið væri greinilegt að Major hefði grennst að undan- förnu og vitað væri að hann nærð- ist aðallega á „ruslfæði" ýmis kon- ar, óheilnæmum skyndiréttum. Þá stjórnvalda væri. Á þriðjudag flutti Reuters-frétta- stofan þá frétt að rússnesk stjórn- völd hefðu ákveðið að stöðva heim- kvaðningu hermanna frá Eystra- saltsríkjunum að einhveiju leyti. Hafði fréttastofan eftir talsmanni rússneska varnarmálaráðuneytisins að einhver hluti hermannanna yrði kvaddur heim þrátt fyrir þetta í var látið að því liggja að forsætis- ráðherrann, sem er 49 ára gamall, léti reglulega lita hár sitt en Major er tekinn að grána nokkuð. Náinn samstarfsmaður forsætis- ráðherrans sagði í samtali við Reut- ers-fréttastofuna að fullyrðingar greinarhöfundar væru rakalaus þvættingur. Kvað hann forsætis- ráðherrann hafa hlegið er hann sá grein þessa. Viðmælandi Reuters lét að því liggja að andstæðingar Majors innan Ihaldsflokksins, sem væru ósammála þeirri yfírlýstu stefnu stjórnarinnar að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum, hefðu komið sögusögnum þessum af stað. Major hefur jafnan þótt standa sig vel í sjónvarpi er fjallað hefur verið um efnahagskreppuna í Bretlandi og þótt sérlega yfírvegaður. Reynd- ir blaðamenn, sem sérfróðir eru um bresk stjómmál, sögðu að á slíkum erfíðleikatímum gæti komið fram í einkasamtölum það álag sem for- sætisráðherrann væri undir. Það væri á hinn bóginn fullkomnlega eðlilegt. Vinir og samstarfsmenn Majors vísuðu því einnig á bug að forsætisráðherrann hefði sýnt þess nokkur merki að vera að bugast undan álaginu. samræmi við fyrri ákvarðanir. En þeir sem ættu ekki í nein hús að venda í Rússlandi yrðu um kyrrt. í yfírlýsingu vamarmálaráðuneytis- ins kom ekki fram hvort þessi ákvörðun snerti rússneska hermenn í öllum þremur Eystrasaltsríkjunum. Um 130.000 sovéskir hermenn voru í Eystrasaltsríkjunum þegar þau fengu sjálfstæði á síðasta ári. Að mati bandaríska utanríkisráðu- neytisins hafa 40% hermannanna verið kölluð heim. Rússar hafa gert samning við Litháa um að allir rúss- neskir hermenn hverfí frá Litháen fyrir ágústlok 1993. Ekki hafa verið gerðir sams konar samningar við Eistlendinga og Letta. Valuievs sagði að þótt Lettar og Rússar hefðu ekki samið um brott- flutninginn þá hlytu Rússar að telj- ast skuldbundnir samkvæmt Hels- inki-sáttmála Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu að flytja hermenn sína heim svo fljótt sem hægt væri. Hann sagði að ekki væri ljóst hvort þar til bær rússnesk stjómvöld hefðu tekið ákvörðun um að seinka brottflutningi eða hvort hér væri um eina skoðun af mörgum jafnréttháum innan rússnesku stjómsýslunnar. Það væri krafa Letta að rússneskir hermenn færu frá Lettlandi á sama tímabili og samningurinn við Litháen kveður á um. Ný lota samningaviðræðna um þetta efni hæfíst síðar í þessari viku. „Vonandi skýrist þá hver er opinber afstaða rússneskra stjórnvalda," sagði Valuievs. Hann sagði að þótt opinberlega væri ekki frá þessum málum gengið þá væri það mat lett- neskra stjórnvalda að rússneskum hermönnum í Lettlandi hefði fækk- að á þessu ári úr 50.000 í 30.000. Valuievs sagði að almennt talað væri það mikið vandamál fyrir Letta að vita hver réði í Moskvu og hver opinber stefna Rússlands væri. Oft á tíðum væri óljóst hvort taka ætti mark á þinginu, forsetanum eða hermálayfírvöldum. T.d. hefði Pavel S. Gratsjev, vamarmálaráðherra Rússlands, verið í viðtali í útvarpi fyrr í vikunni þar sem hann sagði að það væri hagur Rússa að kveðja hermennina heim. Þessi yfírlýsing stangaðist augljóslega á við áður- nefndar fréttir. Efnahagskreppan í Bretlandi Breyttar áherslur Maj ors mælast vel fyrir Lundúnum. The Daily Telegfraph. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, tókst í gær að tryggja samstöðu innan íhaldsflokksins um breyttar áherslur á vettvangi efnahagsmála. Forsætisráðherrann hafði kvöldið áður gefið til kynna í sjónvarpsviðtali að minni áhersla yrði framvegis lögð á að halda niðri verðbólgu. Hann lýsti yfir því að hagvöxturinn einn gæti leitt Breta út úr þeirri efnahagskreppu sem þá þjakar nú um stundir og að stefna stjórnarinnar myndi mótast af þessari staðreynd. Fjölmiðl- ar í Bretlandi halda áfram að gagnrýna Major forsætisráðherra og stjórnarhætti hans og þannig var fullyrt í grein í dagblaðinu The Times í gær að Major þyldi ekki álagið sem starfi hans fylgdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.