Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Dala- og Reykhólahérað Kröfur um að fram- kvæmdum á Gilsfjarð- arbrú verði hraðað Búðardal. BRÚIN yfir Gilsfjarðará er orðið aðkallandi verkefni og eru nú lið- in 10 ár síðan umræður hófust um brúargerðina. Margt mælir með þessari framkvæmd, mikil slysahætta er á veginum yfír Gilsfjörð og auk þess myndi leiðin í Króksfjarðames og vestur styttast til muna. Reykhólahérað og nágrenni hafa sameiginlega heilsugæslu í Dala- héraði og auk þess er ýmsa þjón- ustu að sækja á milli héraða. At- vinnuvegurinn í héruðunum þarf einnig á því að halda að gerðar verði úrbætur. Mjólkurflutningar og annar flutningur gengur oft erf- iðlega yfir vetrartímann vegna veð- urs og snjóa á veginum um Gils- fjörðinn. Þessi samgönguleið er ákaflega mikilvæg og vilja allir héraðsbúar að framkvæmdum við Gilsfjarðarbrú verði hraðað. Öllum undirbúningi á fram- kvæmdum er að verða lokið og einn- ig er jarðvegsrannsóknum og líf- ríkjarannsóknum lokið. Tillaga Vegagerðarinnar er sú að valin verði leið 1 sem liggur af Kaldrananum yfir í Króksfjarðar- nes. Þá um leið styttist leiðin milli byggða um 17 km. Með byggingu brúarinnar er um leið afstýrt þeirri hættu sem þessari leið fylgir að vetrarlagi og einnig er um að ræða minnkun á kostnaði samfara snjóm- okstri. Mikil mildi þykir að þama skuli ekki hafa orðið fleiri slys en raun ber vitni. Nú hafa borist þær fréttir að rík- isstjórnin hyggist auka við fjárveit- ingu vegna samgöngumála eða vegaframkvæmda og telja Dala- menn að röðin sé komin að þeim. Þingmenn Vesturlands sátu á fundi með heimamönnum til skrafs og ráðgerða og voru þar mörg mál rædd enda af nógu að taka. Dala- menn lögðu ekki síst áherslu á að staðið yrði við þau fyrirheit að hafn- ar yrðu framkvæmdir við Gilsfjarð- arbrúna þegar framkvæmdum á Dýrafjarðarbrúnni yrði lokið. Heimamenn í Dala- og Reykhóla- héraði vilja ekki trúa því að óreyndu að ekki verði staðið við þessar fyrir- ætlanir sem bundnar hafa verið svo miklar vonir við um tengingu þess- ara tveggja byggðalaga. - Kristjana. Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdðttir Þingmenn Vesturlands og meðlimir Gilsfjarðarnefndar á fundi um framkvæmdir á Gilsfjarðarbrú. ÚTSALA - ÚTSALA UTSALANIFULLUM GANGI ATHUCIÐ: ÚTSALAN STENDUR AÐEINS í ÖRFÁA DAGA Verö ábur 5.980.- Nú: 2.490.- NÝIR SKÓR Á VERKSMIÐJU- VERÐI BEINT FRÁ PORTÚGAL Þessir þrír eru abeins brot af úrvalinu sem er á verksmibjuútsölunni I ( I .1 VARSLAKAUPÞINGS KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðanna Fjárvarsla Kaupþings er sjóður sem er settur saman úr ýmsum traustum verðbréfum. Fjárvarsla Kaupþings ávaxtar sparifé þitt í veröbréfum sem hafa mismunandi eiginleika og falla þannig aö ólíkum þörfum og óskum. Fjárvarsla Kaupþings býbur þér persónulega rábgjöf og þú getur fylgst meb ávöxtun sparifjárins á yfirlitum sem þú færð send fjórum sinnum á ári. Fjárvarsla Kaupþings er örugg fjárfestingarleið fyrir einstaklinga og hentar ekki síður ýmsum sjóðum sem þurfa að ávaxta • eignir sínar og vilja njóta sérfræbi- þekkingar við umsýslu veröbréfa. Nánari upplýsingar veita Gubrún Blöndal og Bjarni Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.