Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 31
sfiíW !s$ öíPfiKí Csssf ‘ftðfc*/ wí-Ý jíftiEW f íj í&SftíW?’* ^ f|J|
- - MÖRGÚNBÍÁÐIÐ WmMTÚDÁGUR 22. ÖKTÖBÉR 1992 ..... 31
Iðja, félag verk-
smiðjufólks
Gjaldþrota-
leiðin bitn-
ar á lands-
byggðinni
Á ALMENNUM fundi í Iðju, fé-
lagi verksmiðjufólks á Akureyri,
sem haldinn var á sunnudag, var
samþykkt ályktun þar sem stjórn-
völd eru átalin fyrir það aðgerð-
arleysi sem ríkt hefur varðas-.li
vaxandi atvinnuleysi og versnandi
stððu atvinnuveganna.
„Það hlýtur að vera réttmæt krafa
að nú þegar grípi stjómvöld til að-
gerða sem snúa þessari óheillaþróun
við. Sé það ætlun stjórnvalda að
gera ekkert og láta gjaldþrotaleiðina
hreinsa til, mun það bitna fyrst og
fremst á iandsbyggðinni. Sú stað-
reynd að árlega eru flutt úr landi
hundruð starfa á sama tíma og þús-
undir launafólks verða að lifa á at-
vinnleysisbótum verður að stöðva.
Hér þarf að verða hugarfarsbreyt-
ing, allir verða að átta sig á því að
með því að kaupa erlenda vöru frek-
ar en íslenska framleiðslu er verið
að flytja vinnu úr landi,“ segir í
ályktun sem samþykkt var á félags-
fundi hjá Iðju.
Á fundinum urðu miklar umræður
um stöðu kjaramála og það sem
framundan er í þeim efnum, kjara-
skerðingu og íjöldagjaldþrot fyrir-
tækja sem stefnir í verði ekkert að
gert, segir í tilkynningu frá Iðju.
----------♦ » ♦ ■—
Fóru vel nestaðir
„Þetta hefur verið ánægjuleg
heimsókn og upplýsandi fyrir
báða aðila,“ sagði Halldór Jónsson
bæjarstjóri á Akureyri að lokinni
heimsókn fulltrúa bandaríska ál-
fyrirtækisins Kaiser Aluminium
til Eyjafjarðar. „Það er óhætt að
segja að þeir hafi farið vel nestað-
ir frá okkur. Við reyndum að
kynna okkur á raunsæan hátt,
drógum ekkert undan, hvorki
kosti né galla og ég held þeir
hafí metið það, sagði Halldór í
gærkvöldi. Á myndinni sést hóp-
urinn samankominn og á minni
myndinni ræðast þeir við Halldór
Jónsson bæjarsfjóri og John M.
Seidl stjómarformaður Kaiser.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Stórmarkaðir Hagkaups og KEA-Nettó
Reynsla af sunnudagsopnun góð og
töluvert um innkaup aðkomufólks
Félag verslunar- og skrifstofufólks skorar á fólk að versla ekki á sunnudögum
Tónleikar á
1929 í kvöld
Hljómsveitin Hún andar heldur
tónleika á skemmtistaðnum 1929 í
kvöld, fímmtudagskvöldið 22. októ-
ber og verður húsið opnað kl. 22.00.
Hljómsveitina skipa Rögnvaldur B.
Rögnvaldsson, bassi, Kristján P.
Sigurðsson, söngur, Kristinn Þeyr
söngur, Ziggy, gítar, og Magnús
R. Magnússon. Aldurstakmark er
18 ár, en aðgangur er ókeypis.
TVEIR stórmarkaðir á Akureyri, Hagkaup og KEA-Nettó, hafa verið
opnir á sunnudögum frá þvi um mánaðamótin ágúst-september og hef-
ur reynslan verið ágæt, að sögn verslunarsljóranna og því líklegt að
þessar verslanir verði áfram opnar á sunnudögum. Töluvert er um að
fólk úr nágrannabyggðarlögnuum geri innkaup í þessum verslunun á
sunnudögum. Félag verslunar- og skrifstofufólks hefur skorað á fólk
að virða hvíldardag afgreiðslufólks og versla ekki á sunnudögum.
„Engin rök er hægt að færa fyrir samþykkt var á almennum fundi
því að verslunin verði meiri þótt
opið sé á sunnudögum, heldur mun
verslunin dreifast og kostnaður auk-
ast, sem líklegt er að komi fram í
hækkuðu vöruverði þar sem versl-
unareigendur hafa ekki hingað til
talið sig geta staðið undir auknum
launakostnaði," segir í ályktun sem
Félags verslunar- og skrifstofufólks
í vikunni.
Þórhalla Þórhallsdóttir verslun-
arstjóri í Hagkaup sagði að sunnu-
dagsopnun hefði gengið vel, mun
betur en búist var við og væru menn
sáttir við árangurinn. Opnunartími
verslunarinnar var lengdur í byijun
hausts um hálftíma á virkum dögum,
á laugardögum er nú opið frá kl.
10-14 og frá kl. 13-17 á sunnudög-
um. Sagði Þórhalla að málið hefði
verið kynnt starfsfólki áður en opn-
unartíminn var lengdur og leitað
eftir áliti þess. Fastafólkið vinnur
að jafnaði einn sunnudag í mánuði
og þriðja hvem laugardag. Ekki er
að sögn Þórhöllu gerð krafa um að
fólk vinni umfram skyldur og breyt-
ingar á opnunartíma hafi verið gerð-
ur í fullri sátt við starfsfólkið.
„Með lengri opnunartíma höfum
við getað dreift álagspunktum í
versluninni og tekið af þessa stífu
Góður árangur íslendinga á Paris Open
Mikíl vinna og samhentur hópur
- segir Sigurkarl Aðalsteinsson sem náði öðru sæti í einni keppnisgrein
ÍSLENDINGAR náðu góðum árangri f opnu móti hárskera og
hárgreiðslumeistara, Paris Open, sem haldið var í París um síð-
ustu helgi, en þrír Islendingar voru í tíu efstu sætunum á mót-
inu. Sigurkarl Aðalsteinsson hárskeri og eigandi hársnyrtistof-
unnar Passion á Akureyri var einn keppenda og náði hann öðru
sæti í einni greininni.
Alls tóku átta íslendingar þátt
í mótinu, fímm kepptu í hárskurði
og þrír í hárgreiðslu. Árangur
hópsins er sá besti sem náðst
hefur á alþjóðlegum mótum í fag-
inu fram til þessa. Keppt var í
þremur greinum, listrænni út-
færslu á eigin módeli, skúlptúr-
klippingu og frjálsri greiðslu.
Sigurkarl varð í öðru sæti í
fýrst nefndu greininni, Ómar Dið-
riksson, í þriðja sæti, Jón Guð-
mundsson í fimmta sæti og Vikt-
oría Guðnadóttir í því sjötta.
í greinunum þremur saman-
lögðum varð Sigurkarl í sjötta
sæti, Jón í því níunda og Viktoría
í tíunda og sagði Sigurkarl að
þetta væri besti árangur sem Is-
lendingar hefðu fram til þessa náð
á alþjóðlegu móti í faginu, en
þrír Islendingar voru á meðal tíu
efstu og náð engin önnur þjóð
slíkum árangur, en fulltrúar ijórt-
án þjóða tóku þátt í mótinu.
„Við þökkum þennan árangur
mikilli vinnu, samhentum hópi og
svo má líka segja að dómararnir
voru býsna sanngjamir, en á það
•hefur okkur oft þótt skorta. Við
vonum að svo veriði áfram í fram-
tíðinni og að farið verði að reikna
með okkur í verðlaunasætum. Það
tekur langan tíma að ná þeim
staðli sem gildir á mótum sem
þessu, en í ljósi þessa árangurs
virðumst við loks hafa náð hon-
um,“ sagði Sigurkarl.
Hann hefur tekið þátt í mótum
síðustu 11 ár og er þetta hans
besti árangur. „Þetta er ánægju-
legt, það Iiggur gríðarlega mikil
vinna að baki þannig að þessi
árangur er ákveðin uppreisn,
maður bjóst ekki við þessu," sagði
Sigurkarl.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigurkarl Aðalsteinsson hárskeri að störfum I gær, en hann náði
öðru sæti f opnu alþjóðlegu móti hárskera og hágreiðslumeistara
f Paris um helgina.
kúfa sem mynduðust á þeim tíma
sem flestir notuðu til innkaupa.
Hugmyndin með þessum opnunar-
tíma er að bæta þjónustuna við við-
skiptavini verslunarinnar og það
hefur tekist," sagði Þórhalla.
Júlíus Guðmundsson verslunar-
stjóri í KEA-Nettó sagði að ágæt-
lega hefði gengið með sunnudags-
opnun og töluvert væri um að að-
komufólk gerði innkaup í versluninni
á þeim tfma. Þar væri um að ræða
fólk vestan Akureyrar allt til Skaga-
íjarðar og eins væri mikið um fólk
úr Þingeyjarsýslum, en dæmi væru
um fólk allt austur til Reyðarfjarðar
sem reglulega gerði innkaup í versl-
uninni og teldi það borga sig.
„Mín tilfinning er sú, að fyrst á
annað borð var farið af stað með
sunnudagsopnun verði haldið áfram
til jója. Það hefur engin ákvörðun
verið tekin um framhaldið, en að
jafnaði eru fyrstu tveir mánuðir árs-
ins ekki miklir verslunarmánuðir,"
sagði Júlíus.
Hann sagði starfsfólk ekki neytt
til að vinna á sunnudögum ef það
ekki vildi og langur listi skólafólks
sem gjaman vildi ná sér í aukatekj-
ur væri til staðar. Stærsti hluti
starfsfólksins hefði þó verið tilbúinn
til að vinna á sunnudögum, en það
vinnur tvo sunnudaga í mánuði að
jafnaði.
(JJ0f Hótel
\=j>Harpa
Nýr gistivalkostur
áAkureyri
Auk hagstæðs gistiverðs, njóta
gestir okkar afsláttar á veitingahús-
unum BautanumogSmiðjunni.
Fastagestum, fyrirtækjum og hóp-
um er veittur sérafsláttur.
Hótel Harpa
Góð gisting á hóflegu verði
í hjarta bæjarins.
Sími 96-11400
k Ath.aðHótelHarpaerekkiísíinaskránni.