Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Café List opnar
NÝTT kaffihús hefur verið opnað á Klapparstíg 26. Kaffíhúsið heit-
ir Café List, og að sögn eigenda staðarins, er þar lögð áhersla á
listina að drekka kaffí, en auk hefðbundins kaffís og kaffímeðlætis,
fæst þar espresso ásamt úrvali áfengra og óáfengra kaffídryklqa
innlendra sem erlendra, s.s. Carajillo og brennivínskaffí.
Café List leggur áherslu á heita
og kalda spænska smárétti, svokall-
að tapas. Jafnframt er hægt að
sérpanta framreiðslu á paellu, þjóð-
arrétti Spánveija. Einnig eru al-
gengir íslenskir réttir í boði, s.s.
súpur, vöflur og hnallþórur. Alla
morgna er enskur morgunverður
fáanlegur á sérstöku morgunverði,
eða 350 kr., og er þá kaffi og app-
elsíjiusafi innifalið.
Á Café List liggja frammi ís-
lensk, bandarísk, frönsk, ítölsk,
þýsk og spænsk dagblöð til aflestr-
ar. Café Iist hefur fullt vínveitinga-
leyfi og opið er til miðnættis virka
daga, en til kl. 1 eftir miðnætti um
helgar.
Ámi Sæberg
Augustin Navarro Cortez, einn eigenda og framkvæmdastjóri Café
List, í veitingasalnum.
■ Á PÚLSINUM í kvöld, fimmtu-
daginn 22. október, verða tónleikar
haldnir í beinni útsendingu á Bylgj-
unni milli kl. 22 og 24 í tónlistar-
þættinum íslenskt í Öndvegi -
Púlsinn á Bylgjunni í boði þvotta-
hússins og fatahreinsunarinnar
Hreint og klárt. Það eru hljóm-
sveitimar Papar og Af lifí og sál
sem leika. Hljómsveitin Papar er
skipuð þeim Hermanni Inga Her-
mannssyni, Páli Eyjólfssyni, Ósk-
ari Sigurðssyni, Vigni Olafssyni
og Georg Ólafssyni. Hljómsveitina
Af lífí og sál skipa þau Haukur
Hauksson, Kristjana Ólafsdóttir,
Ósvaldur Guðjónsson, Birgir
Jónsson, Hákon Sveinsson, Skúli
Thoroddsen, Jón Mogensen og
Bent Marinósson.
ATVINNUAUGI YStN&AR
„Au pair“ - Svíþjóð
íslenskur kvenlæknir óskar eftir stúlku,
20 ára eða eldri, eða fullorðinni konu til að
gæta tveggja stúlkna 2ja og 6 ára í a.m.k.
eitt ár.
Reglusemi áskilin.
Upplýsingar í síma 652787 eftir kl. 18.00.
w
Holtaskóli
Kennara vantartil kennslu í sérdeild Holtaskóla.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
92-11045 og í heimasíma 92-15597.
Skólastjóri.
Fiskeldi
Fiskeldisfræðingur óskar eftir vinnu.
Hefur mikla reynslu á sviði seiða- og mat-
fiskaeldi, laxi pg bleikju.
Hef einnig reynslu af rekstri slíkra stöðva.
Upplýsingar í síma 30605 eftir kl. 18.00.
WtÆKWÞAUGL YSINGAR
Aðalfundur
knattspyrnudeildar Vals
verður haldinn fimmtudaginn 29. október
1992 að Hlíðarenda og hefst kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals.
Auglýsing frá
fjármálaráðuneytinu
Fjármálaraðuneytið vekur athygli á reglum
er gilda um innflutning ferðamanna á varn-
ingi, sem er undanþeginn álagningu tolla og
annarra gjaida.
Við komu til landsins er ferðamönnum heim-
ilt að taka með sér varning fyrir allt að 32.000
kr., miðað við smásöluverð á innkaupsstað,
án greiðslu tolla eða annarra gjalda. And-
virði einstaks hlutar má þó ekki vera meira
en 16.000 kr. og andvirði mætvæla, þar með
talið sælgæti, má ekki vera meira en 4.000
kr. Heildarþyngd matvæla má mest vera 3
kg. Börn yngri en 12 ára mega koma með
helming þess sem að framan greinir.
Um innflutning áfengra drykkja og tóbaks
gilda sérstakar reglur og ýmsar vörur eru
háðar innflutningstakmörkunum eða inn-
flutningsbanni.
Af öllum öðrum varningi en að framan grein-
ir ber ferðamönnum, sem koma til landsins,
að greiða tolla og önnur gjöld eftir almennum
reglum þar um. Ferðamenn skulu ótilkvaddir
skýra tollgæslumanni frá og framvísa við
hann tollskyldum varningi. Brot á reglum
þessum varða sektum, varðhaldi eða fang-
elsi og heimilt er að gera þær vörur upptæk-
ar, sem reynt er að flytja inn án greiðslu
lögboðinna gjalda.
Bæklingur, með frekari upplýsingum um toll-
frjálsan innflutning ferðamanna, liggur
frammi í flughöfnum landsins og eru ferða-
menn hvattir til að kynna sér efni hans.
Gjöf Jóns Sigurðssonar
Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum
Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir
vel samin vísindaleg rit og annars kostar til
þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildar-
rita“. Heimilt er að „veita fé til viðurkenning-
ar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem
hafa vísindarit í smíðum“. Öll skulu rit þessi
„lúta að sögu íslands, bókmenntum þess,
lögum, stjórn og framförum".
Þeir, sem óska að rit þeirra verði tekin til
álita um verðlaunaveitingu, skulu senda
nefndinni eitt til þrjú eintök. Æskilegt er að
umsögn viðurkenndra fræðimanna, sér-
fróðra um efni ritsins, fylgi.
Framangreind gögn skulu send í forsætis-
ráðuneytið, Stjórnarrqðshúsinu, 105 Reykja-
vík, en stíluð til verðlaunanefndarinnar, fyrir
1. desember næstkomandi.
Reykjavík, 19. október 1992.
Verðlaunanefnd
Gjafar Jóns Sigurðssonar,
Guðrún Ólafsdóttir,
Sigurður Líndal,
Valgerður Gunnarsdóttir.
Orðsending til eigenda
sauðfjár og geita
Athygli er vakin á því, að samkvæmt lögum
um sauðfjárbaðanir, nr. 22 10. maí 1977,
er skylt að baða allt sauðfé og geitur á kom-
andi vetri (1992-1993). Skal böðun fara fram
á tímabilinu 1. nóvember til 15. mars.
Sauðfjáreigendur skulu fylgja fyrirmælum
baðstjóra og eftirlitsmanna um tilhögun og
framkvæmd baðana.
Um heimild landbúnaðarráðherra til að veita
undanþágu frá böðunarskyldu vísast til 1.
mgr. 3. gr. laganna og breytingar með 39. gr.
laga nr. 108 29. desember 1988, er undan-
þága háð meðmælum yfirdýralæknis og við-
komandi héraðsdýralæknis. Umsóknum sýslu-
manna um undanþágu skal fylgja vottorð hér-
aðsráðunauta í sauðfjárrækt og garnaveikis-
bólusetningarmanna, gærumatsmanna og
heilbrigðiseftirlitsmanna í sláturhúsum á
svæðinu um að þeir hafi ekki orðið varir við
kláða eða önnur óþrif í sauðfé og geitfé í hólf-
inu síðastliðin fjögur ár eða lengur.
Landbúnaðarráðuneytið,
19. október 1992.
íþróttaráð
Hafnarfjarðar
minnir á göngudaginn
22. október 1992
í tilefni dagsins verður frítt í sundlaug bæjar-
ins fyrir göngufólk frá kl. 12.00-14.00. í öllum
íþróttamannvirkjum bæjarins eru kort með
góðum og skemmtilegum göngu- og skokk-
leiðum fyrir þá, sem hafa áhuga á að ganga
í tilefni dagsins.
Hin mánaðarlega Hafnarfjarðarganga skáta-
félagsins Hraunbúa verður sunnudaginn 25.
okt. nk. Gengið verður frá Hafnarborg kl.
14.00 og upp með læknum. Göngustjórar í
þessari ferð verða Magnús Már Júlíusson,
kennari, og Ingvar Viktorsson, formaður
bæjarráðs.
íþróttaráð Hafnarfjarðar hvetur bæjarbúa til
að vera með og ganga reglulega sér til heilsu-
bótar og ánægju.
Uppboð
Framhald uppboðs á eigninni:
Sunnufelli 3, Fellabæ, þinglýst eign Eiríks Sigfússonar, eftir kröfum
innheimtumanns ríkissjóðs og Lífeyrissjóðs Austurlands, verður háð
á eigninni sjálfri, mánudaginn 26. október 1992, kl. .15.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
21. október 1992.
St.St. 5992102219 VIII
I.O.O.F. 5 = 17410228'A = 9.0.
I.O.O.F. 11 = 17410228'A :
9.0.
adkfum
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30 í umsjá
Árna Sigurjónssonar.
Fundarefni: „Fallnir stofnar."
Allir karlmenn velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn sarnkoma i kvöld
kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
I kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42.
Mikill almennur söngur. Vitnis-
burðir Samhjálparvina.
Ræðumaður Þórir Haraldsson.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Almenn samkoma ( kvöld
kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.