Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 9

Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 9 Blombera ÞYSKAR ;VERÐLAUNA VÉLAR ! Blomberg þvottavélamar hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóöum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt soamaðarkerfi. Verö aðeins kr. 69.936 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 59.755 stgr. Einar Farestveit&Cahf Ðorgartúni28 *622901 09622900 Kaupum heima - ódýrara en i útlöndum p Qc beneífon — Skipholti 5 U •' . U Opnum í dag Allt á aó seljast - rýmum fyrir nýjum vörum. enellon u markaóurinn, Skipholti 50C m Kaupum heima - ódýrara en i útlöndum Haustvörurnar komnar dömu- og herrafatnaöur Pöntunarsími 91-67 37 18 Opiö virka daga frá kl. 10- 18og laugard. frá kl. 10-14 PÓSTV07SLI/IVIIV SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210 ■ 130 Roykjavik Sfmi 91-67 37 18 ■ Telofax 67 37 32 Valdalítið Evrópuþing í grein Grimms segir: ,JÞað þarf ekki að eyða mörgum orðum í lýðræð- ishallann. Vissulega er Evrópuþingið sú stofnun bandalagsins sem fyrst er upp talin í stofnsátt- mála þess. Þegar litið er til valda og áhrifa lendir þingið hins vegar aftar- lega í röðinni. Bandalag- ið byggist á fram- kvæmdavaldi. Sú stofn- un, sem hefur stefnumót- un og lagasetningu með höndum, ráðherraráðið, samanstendur af ráð- herrum aðildarríkjanna. Athafnamiðstöð banda- lagsins, framkvæmda- sfjórnin i Brussel, er skipuð af ríkissfjórnum aðildarrfkjanna og hefur öflugt skrifræðisbákn til umráða. Evrópudóm- stóllinn i Lúxemborg sér um réttarfar innan bandalagsins. Hann telur aftur á móti hlutverk sitt vera að tryggja stefnu- festu aðildarríkjanna i átt til frekari samruna i stað þess að veita stofn- unum bandalagsins að- hald. Þingið i Strassborg er hálf valdalaust gagnvart þessum stofnunum. Þó að það sé siðan 1979 lgör- ið beint af ibúum aðildar- ríkjanna hefur það ekki sömu tæki í höndum og veryuleg þjóðþing til að hafa áhrif, s.s. löggjafar- vald, fjárlagavald, áhrif á ríkisstjómarmyndun og til að veita ríkissfjóm- um aðhald. í Maastricht- samkomulaginu er ekki gert ráð fyrir að völd þess verði aukin svo um muni. Þjóðþingin geta ekki bætt upp þennan halla. Þau veita vissulega ríkis- stjómum og þar með full- trúum þeirra í ráðherra- ráðinu lýðræðislegt um- boð. Þau geta einnig haft eftirlit með þvi hvemig rikissfjómir þeirra greiða atkvæði innan ráðherraráðsins. En þar sem ákvarðanir þarf ekki lengur að taka samhjjóða innan ráðsins og stór hluti reglugerðarvalds- ins hefur verið framseld- ur framkvæmdastjóm- Lýðræðishalli og Evrópuþing í umræðunni um málefni Evrópubandalagsins hefur mönnum orðið tíðrætt um að vegna þeirrar þróunar, sem átt hafi sér stað að und- anförnu hafi myndast ákveðinn „lýðræðis- halli" innan bandalagsins. Sú leið, sem helst hefur verið nefnd til að jafna þennan halla, er að styrkja völd Evrópuþingsins í Strass- borg. Dieter Grimm, dómari við stjórnlaga- dómstól Þýskalands og prófessor í stjórn- sýslurétti við lagadeild háskólans í Bielefeld, ritar athyglisverða grein um þetta mál f nýj- asta hefti tímaritsins Spiegel. Hann segir það vera rétt að lýðræðishalli sé til staðar en rangt að þar af leiðandi beri að styrkja völd EB- þingsins. inni geta þjóðþingin varia haft virk áhrif á stefnu EB lengur. Það væri því nærtækt að bæta upp þennan halla með þvi að auka völd þingsins þannig að upp- bygging bandalagsins yrði líkari því sem gerist i stjómarskrárbundnum lýðræðisríkjum." Þingræði og lýðræði Grimm segir ekki vafa á þvi að kominn sé timi til að styrkja völd þings- ins en að það væri tálsýn að ætla að með því hyrfi lýðræðishallinn. Þing- ræði jafngildi nefnilega ekki lýðræði. Það sé grundvallaratriði lýð- ræðisskipulags að valdið eigi uppruna sinn að rekja til fólksins. Þeir sem fari með valdið þurfi því að vera ábyrgir gagn- vart fólkinu og fulltrúa- lýðræði sé einungis tæki tíl að koma því tíl leiðar. Þing ein og sér, segir Grimm, em þess aftur á mótí ekki megnug að sinna þessu hlutverki heldur þurfi fleiri stofn- anir að koma tíl, s.s. stjómmálaflokkar, hags- munasamtök, samtök al- mennings og fjölmiðlar. Ef þessar stofnanir fá sjálfstætt líf óháð grunn- einingum þeirra þá hafi það einnig áhrif á lýð- ræðisframlag þingsins. Hann segir síðan: „Eft- ir að hin utanþingslegu skilyrði fulltrúalýðræðis hafa verið tekin með í dæmið verður að spyija spumingarinnar hvort Evrópubandalagið verði lýðræðislegt með því að veita Evrópuþinginu sambærileg völd og þjóð- þingL Svarið er neitandi. Þingið skortir hina póli- tisku og félagslegu und- irbyggingu sem er for- senda lýðræðislegs lög- mætís þess.“ Þegar bandalagið verður öflugra telur Grimm að flokkar og hagsmunasamtök myndu smám saman hætta að tengjast einstaka ríkjum og ná til allrar Evrópu. Það sama myndi eiga við um forystusveitir flokka og samtaka og yrði bilið milli einstakra félaga og forystunnar nýög mikið. Hann bendir á að tjáning, einnig pólitísk, sé háð tungu og lífssýn og lifs- reynslu sem miðlað sé á ákveðnu tungumáli. Nú séu niu tungumál notuð innan bandalagsins og þó svo að þijú þeirra muni ráða ríkjum á sviði stjómmála og stjómsýslu í framtíðinni breytí það engu um að stór hlutí ibúa bandalagsins getí einungis leitað upplýs- inga og tekið þátt i póli- tískri skoðanamyndun á sinni eigin tungu. Upp- lýsingastreymi og þátt- taka sem séu grundvall- arforsendur lýðræðis- kerfis verði því áfram háð tungumálum. Þvi sé ekki hægt að gera ráð fyrir evrópsku almenn- ingsálití eða víðtækri op- inberri umræðu í Evr- ópu. An evrópskrar þjóð- ar og evrópskrar opin- berrar umræðu geti Evr- ópuþingið aftur á mótí ekki breytt sér i þjóð- þing. Evrópski lýðræðis- hallinn sé innbyggður og ekki hægt að eyða hon- um með stofnanalegum breytingum. Grimm seg- ir að ef menn fallist á þessa röksemdafærslu þýði það að bandalagið getí ekki til lengri tíma litíð þróast frekar i átt að sambandsríki heldur hþ'ótí að vera bandalag til að ná fram ákveðnum markmiðum, s.s. á við- skiptasviðinu. Það hafí þó ekki í för með sér að bandalagið getí ekki auk- ið við völd sin en ef þing- ræði verði aukið innan bandalagsins verði sam- tímis að afmarka skýrar valdsvið þess og ein- stakra aðildarrikja. Heimastjóraarreglan (subsidiarity), sem er hlutí af Maastricht-sam- komulaginu, nægi hér ekki tíl. Ákveða verði á hvaða sviðum bandalagið megi ekki setja yfirþjóð- legar reglur jafnvel þó að reglur þjóðríkjanna skarist á við innri mark- aðinn. Þetta eigi sérstak- lega við um menningar- mál i viðum skilningi, þ.m.t. reglur um (jós- vakamiðla, menntamál og uppeldi. Þá verði að tryggja völd þjóðþing- anna og stöðva þá þróun að áhrifín færist frá þjóð- ríkjunum tíl EB. B O G Ný verslun BOGNER kvenfatnaður er fallegur, einfaldur og þægilegur og í senn látlaus og glæsilegur. Fatnaðurinn frá BOGNER hæfir ungum konum á öllum aldri. B 0 G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.