Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi Leitað verði allra leiða til að draga úr atvinnuleysi Unnið við dýpkun Vogahafnar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðumundsson Dýpkunarfram- kvæmdir í Vogahöfn Vogum. FRAMKVÆMDUM við dýpkun í Vogahöfn sem hafa staðið yfir undanfarnar vikur fer senn að Jjúka. Verktakafyrirtækið ístak annast verkið sem er dýpkun smábátahafnar í 2 metra sem er frá núverandi flota- bryggjum í suður að sjóvamargarði. Að dýpkun lokinni verður pláss fyrir 50-70 flotbryggjur en flotbryggjur em nú 13 talsins. Kostnaður í verkið er 9,2 milljónir króna samkvæmt tilboði ístaks og kostar hafnamálastofnun 75% verks- ins. Þá kemur styrkur úr hafnabóta- sjóði er nemur 15% og hafnarsjóður Voghafnar leggur til 10%. - E.G. Egilsstöðum. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austur- landskjördæmi var haldinn laugardaginn 3. október í Sjálf- stæðishúsinu á Höfn. Fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfundarstörf, þar með talin stjómarkosning. Fráfarandi formaður, Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, gaf ekki kost á sér í embættið og var því kosinn nýr formaður, Jónas Þór Jóhannsson, Egilsstöðum. Aðrir í stjóm vora kosnir Dóra Gunnars- dóttir, Fáskrúðsfirði, Magnús Sig- urðsson, Neskaupstað, Bjami Jónsson, Höfn, og Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði. Nú hefur verð Macintosh LC 4/40 lækkað vegna hagstæðra samninga og nú kostar ódýrasta Macintosh-tölvan með litaskjá aóeins 119.900,- kr. Hún er með 12" litaskjá, 4 Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdiski, innbyggðu AppleTalk, m.a. til 'samnýtingar við Compaq Deskpro 386s 20 (386SX. 20) aðrar tölvur, möguleika á tengingu við Novell og Ethernet, 1,44 Mb drifi m.a. fyrir PC-diska, stýrikerfi 7 á íslensku, vandaðri íslenskri handbók o.m.fl. Auk þess má tengja allt að sjö SCSI-tæki við hana (s.s. aukaharð- disk, skanna eða geisladrií). Skv. samanburðarrannsókn Ingram Laboratories í Bandaríkjunum, er raunveruleg vinnslugeta Macintosh LC-tölva meiri en flestra 386 SX tölva. (Sjá súlurit t.v.) 119.900,%, Greiðsíu- kjbr tii allt aö 18 mán. Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800 Á fundinum var samþykkt eftir- farandi stjómmálaályktun með sérstakri ályktun um atvinnumál: Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlands- kjördæmi lýsir yfir stuðningi við ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Þrálát og sjálfvirk útþensla í ríkisbúskapnum hefur reynst ríkis- stjómum erfiður. Þess vegna sér ekki enn fyrir endann á þeirri bar- áttu ríkisstjómarinnar að draga úr ríkisútgjöldum og auka hagræð- ingu í ríkisrekstri. Þó sýna einstaka stofnanir að vemlegt átak er hægt að gera, án þess að skerða þjón- ustu. Aðhald í opinberum rekstri er nauðsynlegt til þess að ná niður raunvaxtastigi í landinu. Lækkun vaxta er ein aðalforsenda þess að af endurreisn atvinnuveganna geti orðið. Aðalfundurinn telur æskilegt að verkefni færist frá ríki til sveitarfé- laga, enda verði þess jafnframt gætt að sveitarfélögunum verði tryggðir fullnægjandi tekjustofnar á móti. Stækkun sveitarfélaga í framhaldi af því kann að vera æskilegur kostur, en jafnframt verði tekið tillit til vilja íbúa þeirra. Aðalfundurinn hvetur ríkis- stjómina til að leita allra leiða til að létta á þeim samdrætti og at- vinnuleysi sem ríkt hefur í íslensku atvinnulífi og efnahagsmálum, með tilheyrandi atvinnuleysi, sem því fylgir. Samningur um Evrópska efnahagssvæðið getur verið þáttur í því. Jafnframt skorar fundurinn á stjómvöld að standa vörð um hagstæða lokaniðurstöðu varðandi samninginn, um leið og lögð er áhersla á að samningurinn verði kynntur ítarlega fyrir þjóðinni. Aðalfundurinn telur að flýta verði sem kostur er störfum nefnd- ar um endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar vegna þess ágreinings sem ríkir hjá þjóðinni um nýtingu fiskistofnanna, starfsskilyrði ís- lensks sjávarútvegs í samkeppni á erlendum mörkuðum verður að líta á af raunsæi. Gengisskráning krónunnar verður að taka mið af raunverulegu ástandi í útflutnings- greinunum. Þegar til lengri tíma er litið er raunhæfast að gefa gengið fijálst eins og aðra þætti í efnahagslífínu. Aðalfundurinn tel- ur æskilegt að íslensk fiskvinnsla eigi aðgang að erlendu áhættufjár- magni. Aðalfundurinn álítur að í ljósi þrenginga í markaðsmálum land- búnaðarins sé óhjákvæmilegt að taka stefnuna í landbúnaðarmálum til enn frekari endurskoðunar. Jafnframt því sem markvisst verði unnið að auknu frelsi í sölu- og dreifingarkerfi landbúnaðarins. Aðalfundurinn telur brýnt að í nánu samráði við aðila vinnumark- aðarins verði hafín endurskoðun á vinnulöggjöfinni. Megin markmið þeirrar endurskoðunar á að vera að skilgreina betur en gert er í dag valdamörk aðila vinnumarkaðarins og hlutverk þeirra, þannig að sam- skiptareglur verði skýrari og ábyrgð þessara aðila á ákvörðun- um ótvíræð. Aðalfundurinn minnir á að efl- ing vaxtarsvæðanna, með bættum samgöngum og aukinni samvinnu sveitarféiaga og fyrirtækja innan þeirra, er í senn homsteinn hag- kvæmrar byggðastefnu og al- mennrar atvinnu- ög efnahags- stefnu á næstu áram. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn bættra samgangna milli Norður- og Aust- urlands. Kanna ber rækilega hvort hagkvæmt er að byggja upp há- lendisveg. Aðalfundurinn hvetur stjórnvöld til að efla bjartsýni með þjóðinni á þann hátt að standa að jákvæðri umræðu um þjóðmálin og efla frelsi þegnanna til framtaks og framkvæmda. Sjálfstæðismenn á Austurlandi vilja treysta byggð og búsetu í fjórðungnum með því að nýta þá möguleika sem þar era fyrir hendi. Sérstök ályktun um atvinnumál: Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi beinir því til forystu Sjálfstæðisflokksins að bætt verði enn frekar rekstrarskil- yrði atvinnuveganna meðal annars með lækkun opinberra gjalda og niðurfellingu aðstöðugjalds, enda verði sveitarfélögum tryggðir tekjustofnar í staðinn. Rekstrar- skilyrði atvinnuveganna era for- senda þess að íslenskir atvinnuveg- ir standist þann mikla samdrátt sem orðið hefur og þá hörðu sam- keppni sem ríkt hefur frá ríkis- styrktum erlendum samkeppnisað- ilum. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi skorar á forystu flokksins að haldinn verði sem fyrst á vegum hans ráðstefna um framtíð sjávarútvegs á íslandi þar sem mótuð yrðu drög að nýrri stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjáv- arútvegsmálum til að leggja fyrir næsta landsfund. - Björn. Stöð 2 tengist ljósleið- arakerfi um land allt ÚTSENDINGARSVÆÐI Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar mun ná um allt land í Iqölfar samnings sem var undirritaður fimmtudaginn 15. október á milli Pósts og sima og íslenska útvarpsfélagsins hf. Samningurinn felur í sér að um leið og tengingu ljósleiðara hring- inn í kringum landið verður lokið geti fólk alls staðar á landinu náð útsendingu Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar. Páll Magnússon útvarpsstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd íslenska útvarpsfélagsins og Ólaf- ur Tómasson póst- og símamála- stjóri fyrir hönd Pósts og síma. Það er áætlað að tengingu ljós- leiðarans ljúki í vetur og að hægt verði að taka hann í gagnið í lok næsta árs þegar búið verður að koma upp viðeigandi búnaði. Ljós- leiðarinn mun að mestu fylgja þjóð- vegakerfi landsins og sendum ís- lenska útvarpsfélagsins verður komið fyrir í næsta nágrenni við hvern þéttbýlisstað fyrir sig, til að minnka bilanahættu. Á næstu vikum verður unnið að framkvæmdaáætlun um að bæta átján þéttbýlisstöðum inn í útsend- ingamet Bylgjunnar og Stöðvar 2 á komandi misserum. A Vestfjörð- um bætast við Þingeyri, Flateyri, Tálknafjörður, Bíldudalur og Pat- reksfjörður. Á Norðurlandi bætast við Þórshöfn, Kópasker og Raufar- höfn við útsendingarsvæðið. Á Austurlandi Breiðdalsvík, Stöðvar- fjörður og Djúpavík. Á Suðurlandi Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýr- dal. Auk þessa hyggst íslenska út- varpsfélagið einnig koma útsend- ingum sínum eftir norðanverðu Snæfellsnesi enda þótt þangað verði ekki lagður ljósleiðari. Send- ingum þangað verður dreift með örbylgjuflutningi. (Préttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.