Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
fclk f
fréttum
AFMÆLI
Fjórir ársgamlir Raufarhafn-
arbúar halda upp á afmæli sitt
Raufarhöfn
yrir ári eða hinn 15. október
1991 fæddust á Raufarhöfn
fjórar litlar stúlkur og þykir það
tíðindum sæta að í svo litlu sjávar-
þorpi skuli fæðast fjögur stúlku-
börn sama daginn. Þær stöllur
héldu upp á afmælið nú á dögunum
og er myndin tekin við að tækifæri
af Signýju, Sigurlaugu og Aðal-
heiði. Elín var hins vegar í Reykja-
vík og hélt upp á afmælið þar.
- HÓ.
NAMSKEIÐ
Hársnyrtifólk til Parísar
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ólympíufarar frá Selfossi ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarsljórn-
ar.
SELFOSS
Ólympíufarar heiðrað-
ir fyrir góðan árangur
Selfossi.
Sex Ólympíufarar og þjálfarar
þeirra voru heiðraðir fyrir
frækilega framgöngu í samsæti
sem bæjarstjóm Selfoss hélt þeim
til heiðurs síðastliðinn sunnudag.
Vakin var athygli á því að einstakt
er að bæjarfélag af þeirri stærð
sem Selfoss er skuli eiga svo
marga þátttakendur í Ólympíuleik-
um.
Ólympíufararnir fengu áletraða
skildi og blómvendi sem viður-
kenningarvott og íþróttafélagið
Suðri 100 þúsund króna styrkveit-
ingu vegna góðs árangurs íþrótta-
fólks félagsins.
í Ólympíuhópnum vom hand-
knattleiksmennimir Einar Gunnar
Sigurðsson og Gústaf Bjarnason,
Vésteinn Hafsteinsson kringlu-
kastari, Svanur Ingvarsson sund-
maður, sem keppti á leikum fatl-
aðra, og Gunnar Gunnarsson sund-
maður og Katrín Gróa Sigurðar-
dóttir sundkona, sem kepptu á
leikum þroskaheftra.
í ávörpum sem flutt vom kom
fram að þessi góði árangur væri
uppskera mikils íþróttastarfs und-
anfarinna ára á Selfossi. Mikill
íþróttaáhugi er á staðnum og bæj-
arbúar þess vel meðvitaðir að
stuðningur og hvatning er mikil-
vægur þáttur í starfinu. Ljósasta
dæmið um það er sú mikla hvatn-
ing sem handboltalið Selfoss fær
á heimaleikjum.
Sig. Jónss.
íslenski hópurinn í höfuðstöðvum Perma í miðborg Parísar að loknu
velheppnuðu námskeiði.
SOLARORKA
Undrahúfa Einars
Einn stærsti hópur hársnyrti-
fólks sem farið hefur á nám-
skeið í París, er nýlega kominn aft-
ur eftir vel heppnaða ferð til há:
tískuborgarinnar á Signubökkum. í
hópnum vom fagmenn alls staðar
af að landinu og ættu því viðskipta-
vinir stofa um land allt að vera
famir að njóta góðs af því sem
þeir kynntust í Paris að þessu sinni.
Hópurinn notaði þá viku sem ferðin
tók til að skoða hártískusýningar
og taka þátt í námskeiðum. Þá var
borgin skoðuð og fór þessi fyrsti
Islenski hópur hársnyrtifólks sem
heimsækir Perma Paris á kvöld-
verðarsýningu í Lídó í boði þeirra.
Ferðin var skipulögð af Perma
Paris og umboðsmönnum þeirra hér
á landi. Perma Paris er stærsta
fyrirtæki Frakklands sem selur hár-
vömr eingöngu til fagmanna. Á
námskeiðinu vora hópnum kynntar
nýjar tegundir háralitar og aflitun-
arefna. Þá sótti hópurinn námskeið
I klippingu og hárgreiðslu hjá
fræðslu- og sköpunardeild Int-
TAKMARKAÐ MAGN!
ermed, en það rekur vinsælar stofur
sem staðsettar em víða um París.
Mjög erfitt er að komast á nám-
skeið hjá þessum aðilum og er u.þ.b.
9 mánaða bið að komast á nám-
skeið hjá þeim. Þannig vildi til að
þessi hópur var fyrstur til að Kynn-
ast nýju haust- og vetrarlínunum
’92-’93 frá Intermed að þessu sinni.
Einar Þorsteinn Ásgeirsson,
fmmkvöðull í smíði kúlu-
húsa, fékk góða gjöf fyrir skömmu
en það var húfa með sólarrafhlöð-
um á toppinum sem knýja viftu í
skyggninu. Einar fékk húfuna að
gjöf frá dönskum nemendum sín-
um en þeir sóttu helgarnámskeið
í smíði kúluhúsa sem Einar hélt í
þorpinu Thorap á Jótlandi. „Einn
nemendanna vinnur hjá stofnun
sem hefur með höndum kynningu
á öllu því sem tengist vistfræði.
Húfan er upphaflega gerð í Banda-
ríkjunum til að sýna hvað er hægt
að gera t.d. með sólarorku," segir
Einar. Sjálfur hefur hann kennt
uppsetningu kúluhúsa hér á landi
og í Danmörku. Segir hann undir-
tektir mjög góðar þar í landi, enda
sé mikill áhugi á öllu því sem vist-
vænt sé. „En húfan er nú meira
til gamans gerð. Ég tel þó að ég
muni fá full not fyrir hana í Ind-
landsferð sem ég fer í janúar
næstkomandi. Húfan er létt og
þægileg, ekki síst í hitanum á Ind-
landi.“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Einar Þorsteinn með húfuna
góðu. Sólarrafhlöðurnar má
stilla, beina þeim í átt að sólinni
og viftan veitir síðan þægilegan
svala.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
• Stór flatur skjár
• Nicam stereo
• Black matrix myndlampi
• íslenskt textavarp
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SiMI 6915 20
ESTEE LAUDER
'/ ■ ||j| Æl&' 'vfk
EfKHflíl Kynning Snyrti fflEflí í dag frá kl. 14.00-1 8.00 vöruverslunin Brá, Laugavegi 74.