Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 —:----rrr n-------rr-;—rrr—n n ! r—rTi 23 Kemur illa við viðræður um að aflétta gjöldum af atvinnurekstrinum - segir Magnús Gunnarsson formaður VSÍ Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, segir að það sé kannski merki um það hvemig rekstraraðstæður fyrirtækja séu orðnar þegar fyrir- tæki eins og Eimskipafélag ís- lands þurfi að hækka farmgjöldin til að ná endum saman. „Það er auðvitað mjög slæmt að það þurfi að koma til frakthækkunar ein- mitt þegar leiðir til að aflétta byrðum af atvinnurekstrinum em til umræðu í þjóðfélaginu. Hinu mega menn ekki gleyma hins veg- ar að fraktin hefur verið að lækka mjög mikið á undanförnum árum,“ sagði Magnús. Hann sagði að hækkunin væri al- gerlega á svig við það sem gerst hefði í verðlagsmálum á síðustu einu til tveimur árum, en það væri erfítt fyrir hann að setjast í dómarasæti í þessum efnum. Og það væri augljóst að þetta kæmi mjög illa við þær við- ræður sem ættu sér stað milli aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda um að aflétta gjöldum af atvinnurekstr- inum til að styrkja rekstrastöðu fyrir- tækjanna. Aðspurður sagðist hann ekki hafa neina skýringu á því af- hveiju tilkynning um þessa farm- skrárhækkun kæmi fram núna. Hættulegt fordæmi Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands sagði ljóst að hækkun af þessu tagi væri alvarlegt fordæmi jafnvel þótt hún hefði ein og sér ekki afgerandi áhrif á verðlag og framfærsluvísitölu. „Hvað draga aðrir fram í framhaldi af þessu?“ sagði Ásmundur. Hann sagði að hækkun Eimskips væri slæm. En það væri líka slæmt að menn virtust ætla sér að nota hana til að hækka verð umfram það sem flutnings- gjaldahækkunin gæfí tilefni til eins og fram hefði komið í máli fulltrúa stórkaupmanna í Morgunblaðinu í gær. Taldi hann fulla ástæðu fyrir neytendur að vera á verði gagnvart því. Verðlagsráð gaf verðlagningu flutningsgjalda fijálsa fyrr á þessu ári. Ásmundur á sæti í ráðinu fyrir hönd launþega. Aðspurður hvort hann myndi leggja til í ljósi þessar hækkunar að verðlagningin verði aftur tekin undir verðlagsákvæði sagði Ásmundur að hann yrði að kynna sér málið betur áður en hann tæki slíka afstöðu. Benti hann á að Verðlagsstofnun hygðist skoða for- sendur hækkunarinnar og taldi rétt að sjá hvað út úr þeirri athugun kæmi áður en afstaða væri tekin. Verðlagi ekki stjórnað með tilskipunum Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að sér hefði óneitanlega komið farmgjaldahækkun skipafélaganna nokkuð á óvart. „En mér dettur ekki í hug að það sé hægt að stjórna verðlagi hjá einkafyrirtækjum með tilskipunum frá ríkisvaldinu. Menn verða að treysta hér sé virk sam- keppni og ef um óeðlilega hækkun sé að ræða, leiði það til lækkunar á nýjan leik.“ Forsætisráðherra sagði að fráleitt væri að halda því fram að farm- gjaldahækkunin myndi leiða til 3% verðhækkunar á innfluttum vörum. „Það þýddi að flutningskostnaðurinn væri helmingur af kostnaði við vör- una og það er auðvitað fráleitt," sagði Davíð. 0,5 til 1% hækkun innfluttrar vöru Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, sagði aðspurður að farmgjöld væru á bilinu 10 til 15% af verði innfluttrar vöru hjá þeim og gera mætti ráð fyrir að innflutt vara væri í kringum 40% af matvöru í versluninni. 6% hækkun á farmgjöld- um gæti því þýtt 0,5-1% hækkun á verði innfluttrar vöru. „Vissulega er þetta mjög sérstök aðgerð og sýnir að það er engin raun- veruleg samkeppni í þessari atvinnu- grein. Menn lýsa yfír að þeir ætli að hækka verðið vitandi það að sam- keppnisaðilarnir ætla að elta þá. Það hefur alla vega ekki gengið hingað til í matvöruversluninni að menn auglýstu bara að þeir ætluðu að hækka verð sín. Auðvitað fer þessi hækkun eins og allar aðrar kostnað- arhækkanir að lokum út í verðlagið. Hver endanleg niðurstaða verður gagnvart viðskiptavinunum er erfítt að segja vegna gengisbreytinga er- lendis og lækkunar vörugjalds," sagði Jón ennfremur. Hann sagði að sér fyndist þetta mjög á skjön við þá þróun sem hefði verið að eiga sér stað á Islandi á undanförnum árum að verð vöru og þjónustu réðist af samkeppni á markaði. Bifreiðar geta hækkað í verði um allt frá innan við fimm þúsund krón- ur og upp í 15-20 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Þór Steinarssýni, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hann sagði að vegna þess að aðflutningsgjöld leggðust ofan á farmgjöldin gætu áhrif hækkunarinnar tvö til þrefald- ast. Endurskoðun ekki líkleg Hörður Sigurgestsson, - forstjóri Eimskipafélags íslands, segist ekki gera ráð fyrir að 6% meðaltalshækk- un á farmgjöldum félagsins verði endurskoðuð þó það verði niðurstaða af viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að gjöldum verði af- létt af atvinnurekstrinum, eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Hann segir að þrátt fyrir þessa 6% hækkun verði farmgjöldin lægri nú en þau voru í upphafi ársins. Farm- gjaldahækkunin geti hækkað fram- færsluvísitöluna um 0,1-0,3%, en lækkun farmgjalda framan af árinu hefði með sama hætti átt að hafa lækkað vísitöluna. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er talið að hækkun flutningsgjalda leiði til 0,2-0,3% hækkunar framfærsluvísi- tölu. Aðspurður hvort ekki hefði komið til álita að bíða með þessa ákvörðun þar til niðurstaða hefði fengist í við- ræður um lækkun kostnaðar at- vinnufyrirtækja, sagði Hörður: „Við teljum að verðlagið á þessum flutn- ingum eins og það er nú sé orðið óeðlilega lágt og við eigum það langt í land að ná jafnvægi í fekstrinum að það breyti ekki endanlegu þessu dæmi. Við höfum áfram áhuga á þjóðarsátt. Við höfum lagt verulega fram til hennar á undanfömum miss- erum og flutningsgjöld í raunverð- mætum hafa lækkað um verulegar upphæðir á undanförnum árum. Mér er reyndar til efs að það hafi orðið meiri hagræðing í mörgum öðrum atvinnugreinum heldur en í flutn- ingastarfseminni á undanfömum árum. Þess vegna emm við kannski vanbúnari en ýmsir aðrir til að taka á okkur vemlegar breytingar á þjón- ustugjöldum." Hörður sagði aðspurður að það væri markmið stjórnenda fyrirtæk- isins að það væri ávallt rekið með hagnaði og það væri nauðsynleg for- senda fyrir áframhaldi á hagræðingu í rekstrinum og lækkun flutnings- gjalda í framtíðinni. Öðm vísi væri ekki hægt að fjárfesta eða gera þær breytingar á rekstrinum sem eðlilegt væri að gera á hveijum tíma. Að- spurður vísaði hann því á bug að þessi hækkun á flutningsgjöldum tengdist með einhveijum hætti lækk- un á vörugjaldi um 3% 1. október síðastliðinn. Samskip ákveður hækkun Samskip hefur tekið ákvörðun um hækkun farmgjalda til Ameríku og Vestur-Evrópu um 6% að meðaltali og tekur hækkunin gildi 1. nóv- ember, að sögn Hjartar Emilssonar framkvæmdastjórastjóra rekstrar- sviðs Samskips. Hins vegar yrðu farmgjöld í strandflutningum óbreytt frá því sem verið hefði. Aðspurður hvort ekki hefði komið til álita að bíða með þessa ákvörðun, sagði Hjörtur: „Það er ljóst að flutnings- gjöld hafa lækkað verulega umfram þetta það sem af er þessu ári og eins og okkar rekstrarumhverfi er í dag töldum við það ekki.“ HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Míele UPPÞVOTTAVÉL? MIELE G579SC: 8 ÞVOTTAKERFI, 3 HITASTIG, HNÍFAPARASKÚFFA OG MIELE GÆÐI. TILBOÐSVERÐ: 89.522,- KR. STGR* VENJULEGT VERÐ: 108.872,- Tilboðið gildir meðan birgðir endast. w W Jóhann Ólafsson & Co —=? SIINDABOKCi 1.1 • 104 KKYKJAVlK • SÍMI 6KHSM8 Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992. TTLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - altt í einni feró ÁÐUR ■w, 302,- HLATEKN plR SALEHNISPVPT® ÁÐUR 190,- ÁÐUR 55,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.