Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Aukið frelsi og Fjar- skiptaeftirlit ríkisins Misdýrar skemmtanir í lög regluumdæmum landssins Lögreglan hefur afskipti af skemmtunum Reykvíkinga „SÁ SEM fyrir skemmtun stend- ur skal endurgreiða lögreglu- stjóra þann kostnað er leiðir af aukinni Iöggæslu vegna skemmtunar umfram það sem eðlilegt mál telja,“ segir í reglu- gerð um löggæslu á skemmtun- um. Kristinn H. Gunnarsson undrast mjög mismun á „eðlileg- um umframkostnaði“ í lögreglu- umdæmum landsins. Nýlega barst Kristni H. Gunn- arssyni (Ab-Vf) svar við fyrirspurn varðandi löggæslu á skemmtunum með hliðsjón af reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmt- unum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Þingmanninn þyrsti eftir vitn- eskju um hvemig háttað væri út- gáfu skemmtanaleyfa í hinum ýmsu lögregluumdæmum landsins. En umrædd reglugerð segir m.a: „Lögreglustjóri getur ennfremur bundið skemmtanaleyfí því skilyrði að lögreglumenn verði á skemmti- stað. Skulu þeir einkum halda uppi röð og reglu við skemmtistað og í næsta nágrenni hans. Þ. á m. hafa eftirlit með og greiða fyrir umferð að og frá staðnum." Það kemur fram í svörum dóms- málaráðuneytis að í 16 lög- regluumdæmum er það skilyrði að lögreglumenn séu á skemmtistað. Samkvæmt upplýsingum sýslu- manna er löggæsluþörf og fjöldi lögreglumanna mjög breytilegur milli umdæma. T.d. er nær ávallt löggæsla á Hvolsvelli er samkomu- hald fer fram. Lokaðar samkomur og þorrablót hafa tvo löggæslu- menn. Á ísafírði: „Mjög breytilegt er hversu marga lögregluþjóna þarf að kalla á aukavakt um helg- ar. Vegna vínveitingahúsanna eru þó ávallt tveir á aukavakt föstu- dags- og laugardagskvöld og oft á tíðum bætt við tveimur til viðbótar eftir því hversu mikið er um skemmtanir.“ í 11 lögregluumdæmum er skemmtanaleyfí ekki bundið því skilyrði að lögreglumaður sé á skemmtistað. Hér er um að ræða ýmis af fjölmennari lögregluum- dæmunum, s.s. Reykjavík, Akur- eyri, Kópavog og Hafnarfjörð. En einnig má nefna Neskaupstað og Selfoss. í reglugerð 587/1987 segir einnig: „Sá sem fyrir skemmtun stendur skal endurgreiða lögreglu- stjóra þann kostnað er leiðir af aukinni löggæslu vegna skemmt- unar umfram það sem eðlilegt má telja.“ Kristin H. Gunnarsson fýsti að vita hve mikil kostnaður hefði verið endurgreiddur vegna lög- gæslu. í svörum dómsmálaráð- MMÍMSI herra kemur fram að endurgreidd- ur kostnaður er mjög mismunandi milli umdæma, t.d. var hann 988 þúsund á Hvolsvelli árið 1991. Sama ár var endurgreiddur kostn- aður á ísafírði, 2.953.635 kr., Á Neskaupsstað 411.930 kr. Hins vegar var enginn kostnaður endur- greiddur í Reykjavík, Hafnarfirði eða á Akureyri. Fyrirspyijandi, Kristinn H. Gunnarsson, taldi ótrúlegt að eng- inn löggæslukostnaður hlytist af starfsemi skemmtistaða í sumum lögregluumdæmum. Hann undrað- ist að vínveitinga- og skemmtistað- ir í Reykjavík og á nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum greiddu ekki neitt vegna löggæslukostnaðar sem hlytist af starfsemi þeirra. Kristinn tjáði Morgunblaðinu að ef hliðsjón væri höfð af svörum sem dóms- málaráðherra hefði gefið við fyrir- spurn varðandi umfang löggæslu, og litið til talnanna á ísafirði, þá reiknaðist sér svo til að endur- greiddur kostnaður í Reykjavík ætti að vera um 80 milljónir. gerði ráð fyrir að Fjarskiptaeftirlit ríkisins annist útgáfu leyfísbréfa, hafi með höndum eftirlit með gerð búnaðar og lögboðuðum tæknifor- skriftum og annist önnur slík mál. í lok framsöguræðu sinnar lagði samgönguráðherra til að þessu máli yrði vísað til samgöngunefnd- ar. Hægri hönd ríkisvaldsins? Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) taldi þarft að samgönguráðherra út- skýrði aðeins betur það sem stæði í 5. grein frumvarpsins: „Sam- gönguráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd fjarskiptamála, eftirlit með þeim og annað er þar að lýtur. Honum er heimilt að setja reglugerðir á sviði fjarskipta að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiða af samningi um evrópskt efnahagssvæði.“ Jóhann taldi nauðsynlegt að það kæmi fram með skýrum hætti hvemig samgönguráðherra væri ætlað að haga reglugerðarsetningu eftir að samningurinn um EES tæki gildi. Sú spuming lægi í aug- um uppi að þegar EB breyti sínum reglugerðum þá yrðum við, hvað sem hver segði, að láta þessar breytingar koma fram hér. Jóhann vildi ekki mótmæla því að Fjar- skiptaeftirliti ríkisins væri komið á fót, en hann vildi vekja athygli á því að með þessu kæmi fram allt önnur afstaða heldur en í fmmvörp- um sjávarútvegsráðherra um sjáv- arútvegsmál. Þar væri lögð áhersla á að ríkið færi út úr eftirlitsþættin- um. Það ætti að stofna sérstakar skoðunarstofur og þær ættu að verða einkafyrirtæki. Guðni Ágústsson (F-Sl) taldi ljóst að á mörgum sviðum væru Islendingar að „kokgleypa löggjöf Evrópubandalagsins og sjálfsagt Rómarsáttmálann". Guðni vildi einnig fá nánari útlistun á Fjar- skiptaeftirliti ríkisins „sem virðist nú eiga að verða hægri hönd ríkis- valdsins og undir handaijaðri sam- gönguráðherra". Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að í flestum löndum Evrópu væri nú búið að aðgreina eftirlitsþátt og rekstrarþátt í fjar- skiptaþjónustu. Þetta væri tímanna tákn, eðlileg þróun, hann hefði þeg- ar stigið fyrsta skrefíð með skipan sérstakrar stjórnar fjarskiptaeftir- lits þar sem í ættu sæti fulltrúi Pósts- og símamálastofnunar, full- trúi samgönguráðuneytis og fulltrúi notenda. Umræðu um frumvarpið var lok- ið en atkvæðagreiðslu frestað. í FJARSKIPTUM fer Póst- og símamálastofnun með eftirlitshlutverk samfara rekstri. Vegna samningsins um evrópskt efnahagssvæðu, EES, verður nú greint hér á milli. Halldór Blöndal samgönguráð- herra mælti í gær fyrir frumvarpi sem m.a. gerir ráð fyrir sjálf- stæðri stofnun, Fjarskiptaeftirliti ríkisins. Samgönguráðherra,Halldór Blöndal, hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingar á lögum nr. 73/1984. Fram- sögumaður sagði þetta frumvarp vera samið af nefnd sem hann hefði skipað í vor. Nefndinni væri ætlað að vinna að heildarendur- skoðun laga um fjarskipti en einn- ig hefði henni verið falið að taka saman í frumvarpi þær breytingar á fjarskiptalögum sem nauðsynleg- ar væru vegna samningsins um EES. Halldór Blöndal gerði í nokkru máli grein fyrir þeim meginreglum og samþykktum Evrópubandalags- ins, EB, sem gilda munu á hinu evrópska efnahagsvæði. Frelsi á sviði fjarskiptaþjónustu mun auk- ast verulega og samkeppni innleidd í auknum mæli. Það kom fram í ræðu samgönguráðherra að . ákvæði EES-samningsins tækju 'ekki til ákveðinna fjarskipta, s.s. farsíma, fjarrita, boðkerfa og gervihnattaþjónustu. Samgöngu- ráðherra benti á að reikna mætti með því að í framtíðinni myndi samkeppni verða innleidd á ein- hveiju þessara sviða. Þannig mætti t.d. benda á að þótt einkaréttur á talsímaþjónustu væri viðurkenndur innan EES mætti vænta breytinga sem yrðu m.a. vegna tilkomu sam- netsins ISDN (integrated services digital network). Þá mætti eirniig gera ráð fyrir að væntanleg lög- gjöf EB myndi auka frelsi á sviði farsíma- og gervihnattaþjónustu. Samgönguráðherra greindi frá því að í þessu frumvarpi væri sú leið farin að láta einkarétt ríkisins einvörðungu ná til talsímaþjónustu og hins almenna fjarskiptanets. Framkvæmdin yrði einfaldari og auðveldara að bregðast við aukn- um kröfum um samkeppni. Ráð- herra minnti tilheyrendur á að samkvæmt gildandi lögum færi Póst- og símamálastofnunin með víðtækan einkarétt ríkisins á fjar- skiptum og væru undanþáguheim- ildir fáar. Meginreglur um fjar- skiptamál innan EES gerðu það að verkum að nauðsynlegt væri að breyta lögum nr. 73/1984. Þetta frumvarp gerði ráð fyrir að einkaréttur ríkisins yrði þrengdur verulega og næði framvegis ein- göngu til talsímaþjónustu og til að eiga og reka almennt fjarskipta- net. Ónnur þjónusta á sviði fjar- skipta yrði háð leyfum samgöngu- ráðherra þar sem skilyrði yrðu að vera hlutlæg og skýr, þannig að jafnræðis yrði gætt. í framsöguræðu benti sam- gönguráðherra einnig á að sam- kvæmt gildandi lögum um fjar- skipti færi Póst- og símamála- stofnun bæði með eftirlitshlutverk er varðar fjarskipti og atvinnu- rekstur. Slík samþætting fæli í sér margvíslegar hættur á hags- munaárekstrum og misnotkun. Með tilkomu EES-samningsins yrði nauðsynlegt að greina þama á milli og því væri í frumvarpinu gert ráð fyrir því að ný stofnun, Fjarskiptaeftirlit ríkisins, tæki við hinu opinbera eftirlitshlutverki sem Póst- og símamálastofnunin hefði gegnt til þessa. Frumvarpið Frumvarp til lánsfjárlaga Skiptíng lántöku hins opinbera á næsta ári Heildarlántökur hins opinbera á næsta ári verða 51,3 milljarð- ar kr. samkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga sem sagt var frá hér í blaðinu í gær. Lántökur erlendis eru áætlaðar 18,9 milljarðar kr. og innanlands tæplega 32,4 milljarðar. Hér á eftir sést hvem- ig lagt er til að lántökurnar skiptist á milli einstakra lántakenda á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu. Innlend Erlend Heildar- í milljónum króna lántaka lántaka lántökur Ríkissjóður íslands ... 10.700 5.100 15.800 Landsvirlqun ... 7.450 7.450 Byggingarsjóður ríkisins 2.290 - 2.290 Byggingarsjóður verkamanna 6.691 - 6.691 Húsbréfadeild Byggingarsj. ríkisins... ... 12.000 - 12.000 Stofnlánadeild landbúnaðarins 400 300 700 Byggðastofnun 100 550 650 Iðnlánasjóður 100 2.200 2.300 Iðnþróunarsjóður 100 600 700 Fiskveiðasjóður .. 2.500 2.500 Ferðamálasjóður .. 130 130 Vatnsleysustrandarhreppur .. 55 55 Bæjarveitur Vestmannaeyja .. 12 12 Norræni ijárfestingarbankinn .. 22 22 Samtals .. 32.381 18.919 51.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.