Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 17 K.G.M. og Ó.K.P. 1989). Magn sjálfráns á mánuði í tonnum hefur verið metið á grundvelli gagna frá marsmánuði annarsvegar og haustmánuðum hinsvegar, með sömu aðferðum og annað afrán þorsks, þ.e. út frá meltingarhraða og magainnihaldi og stærð þorsk- stofnsins, og hafa niðurstöður frá árunum 1979-86 verið birtar (sbr. K.G.M. og Ó.K.P. 1989). Sjálfrán þorskstofnsins í mars var á bilinu I, 21 til 7,1 þúsund tonn á mánuði eða að meðaltali 3,1 þúsund tonn. Sjálfrán að hausti var á bilinu 1,88 til 38,19 þúsund tonn á mánuði, eða II, 2 þúsund tonn að jafnaði. Heild- arsjálfrán þorskstofnsins á ári í tonnum eða fjölda fiska hefur ekki verið metið. Sá þáttur í fæðuvist- kerfí stofnsins er allrar athygli verð- ur og er einn þeirra þátta sem skoð- aðir verða sérstaklega í tengslum við fjölstofnarannsóknir Hafrann- sóknastofnunarinnar sem hófust á þessu ári. Eins og fram hefur komið beinist sjáifrán þorsks einkum að yngstu aldursflokkum þorsksins. Rannsókn- ir á fæðu sela hafa leitt hliðstæða niðurstöðu í ljós varðandi át þeirra á þorski. Tölulegt mat á áhrifum þessa afráns á þorskstofninn er miklum erfiðleikum háð vegna tak- markaðrar þekkingar á náttúrlegum dauðsföllum þorskungviðis. í þessu efni, eins og raunar í mörgum öðrum greinum, eru útreikningar á fjöl- stofnatengslum því háðir frekari undirstöðurannsóknum í sjávarvist- fræði. Fullyrðingar eða getgátur um að eldri þorskur éti svo mikið af yngri þorski að til lítils sé að reyna að byggja upp stofninn verða auk þess að taka tillit til annarra þátta en áts stofnsins. Meðal annars er ljóst að þegar margir stórir þorskar eru í sjónum verður hrygningin líka stærri. Þess vegna er ekki nóg að reikna hve mikið stórþorskarnir éta, heldur þarf einnig að reikna hversu miklu meiri hryningin verður, til að komast að niðurstöðu um hvor þess- ara þátta vegur þyngra. í ljósi þess að stór þorskstofn framleiðir fleiri þriggja ára nýliða en lítill þorskstofn hlýtur ályktunin að verða sú, að við- bótin vegna aukningar í hrygningu sé meiri en sem nemur auknu sjálfr- áni. Málið er samt ekki svona einfalt því yngri, ókynþroska þors"kur er líka fær um að éta smáþorsk. Þessir ald- ursflokkar taka hins vegar ekki þátt í hrygningunni. Hér þarf því að reikna, en þá kemur eftirfarandi í ljós: Ef dregið er úr sókn eykst hrygningarstofninn meira en sem nemur aukningu í smáfiski. Munur- inn er það mikill, að aukinn fjöldi nýliða gerir meira en vega upp á móti auknu sjálfráni, þó svo að hluti uppbyggingarinnar fari í að fjölga fiskum í aldursflokkum sem éta sér yngri þorska en hrygna ekki. Þetta á raunar að vera nokkuð augljóst þegar litið er á söguna. Þorskstofninn hefur oft verið miklu stærri en nú er. Á þeim tíma hefur þorskurinn líka étið eigin afkvæmi, en samt fékkst að jafnaði betri nýlið- un og meiri afli en nú. Tilvitnanir: Kjartan G. Magnússon og Ólafur K. Pálsson 1989. Trophic ecological relations- hips of Icelandic cod. Rapp. P.-v. Reun. Cons. int. Explor. Mer, 188:206-224. (Rit gefið út af Alþjóða hafrannsóknaráðinu.) ðlafur K. Pálsson 1985. Fæða botnlægra fiska við ísland. Náttúrufræðingurinn, 55:101-118. Höfundar eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar. Myndir af úrinu sendar Sotheby’s o g verksmiðjunni TEKNAR hafa verið ljósmyndir af kvenvasaúri Jóns Bragasonar, sem talið er vera verðmætt hand- smíðað úr frá árinu 1857. Ljós- myndirnar verða sendar Sotheby’s uppboðshaldaranum í London og til Pateq Philippe úraverksmiðj- unnar í Genf í Sviss, sem smíðaði úrið á sínum tíma. Jón Bragason sagði í samtali við Morgunblaðið að upplýsingar sem fram kæmu á uppruna- og ábyrgð- arskírteini úrsins stemmdu við mæl- ingar sem gerðar hefðu verið á því. Framleiðslunúmer úrsins, sem væri skráð á úrlokið utan- og innanvert, stemmdi einnig við númerið sem skráð væri á skírteinið. í upptalningu á eigendum úrsins í frétt blaðsins sl. þriðjudag var rang- hermt að fyrsti eigandinn hefði verið langalangafi Jóns. Axel Erdmann var langalangalangafi Jóns og Gréta Bjömsson, sem seinna eignaðist úrið var langamma Jóns. -----» ♦ ♦ Kolaportið Kári selur hún- vetnskt kjöt KARI Þorgrímsson í Garði heldur áfram að selja lambakjöt í Kola- portinu á sunnudaginn, og að þessu sinni mun hann selja tvö tonn af lambakjöti úr Húnavatns- sýslu. Að sögn Kára er um að ræða kjöt sem hann keypti á heildsöluverði hjá Ferskum afurðum á Hvammstanga. Hann vildi ekki gefa upp hvert smá- söluverðið yrði, en sagði það vera lægra en hægt væri að fá sambæri- lega vöru keypta á í flestum verslun- um. pony .stóri smdbtllinn, sem hcefir öllum • 3 og 5 dyra hlaðbakur. • 4 dyra stallbakur. • 84 nestafla vél. • 5 RÍra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálískipting. • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum á GLS og GS. • Hvarfakútur. HYunoni ...til framtíðar Verð frá 734.000, kr. 829-l2P6>0ínV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.