Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 25 Reuter Traustur geymir Þessi gamli korngeymir í borginni Zaragoza á Spáni reyndist traustari en menn hugðu þegar átti að sprengja hann niður. Eftir 20 öflugar spreng- ingar var hann að vísu illa farinn og tekinn að halla undir flatt en hann stóð þó enn og gerði þegar síðast fréttist. Miklir fólksflutningar fyrirhugaðir 1 Rússlandi Milljónir manna fluttar frá norðurhéruðunum Moskvu. Reuter. FYRIRHUGAÐ er að flytja miHjónir manna frá nyrstu héruðum Rússlands og koma þeim fyrir annars staðar í landinu. Er það haft eftir ráðherra í ríkisstjórninni, sem segir, að áður fyrr hafi fólk verið hvatt tii að setjast að sem víðast og hafi þá rík- ið haldið uppi kjörunum með gífurlegum niðurgreiðslum. Það sé ekki lengur hægt. „Fjórtán milljónir manna búa á norðursvæðunum og stórum hluta þeirra verður að koma fyr- ir sunnar í landinu," sagði An- drei Varílov, aðstoðarfjármála- ráðherra Rússlands, á frétta- mannafundi í gær. Sagði hann, að ógjörningur væri að flytja allt fólkið á einu ári og því yrði unn- ið að því á einhveiju árabili. Stjórnvöld í Sovétríkjunum fyrrverandi hvöttu fólk til að setj- ast að á lítt byggilegum svæðum í norður- og austurhéruðunum, meðal annars vegna öryggis- hagsmuna, og var reynt að gera það fysilegra með því að greiða hærri laun þar en annars staðar í landinu. Iðnaði og annarri at- vinnustarfsemi var haldið uppi með ríkisstyrkjum og verðlagið var það sama og sunnar í land- inu. „Verðlagið var með öðrum orðum út í hött,“ sagði Varílov og nú þegar farið er að gera arðsemis- og samkeppniskröfur til fyrirtækja er sjálfgert að loka verksmiðjunum á norðurhjara. Varílov sagði, að í fjárlögunum fyrir næsta ár væri gert ráð fyr- ir framlagi vegna þessara fólks- flutninga en hann taldi, að fjár- lagahallinn yrði sem svaraði til sex eða sjö prósenta af vergri þjóðarframleiðslu. Vasílfj Bart- sjúk, fjármálaráðherra Rúss- lands, sagði hins vegar, að hall- inn gæti farið í 15% yrði enginn bati í efnahagslífinu. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur iðnframleiðsla minnkað um 17,6% og nærri 400.000 manns eru skráðir atvinnulausir, sex sinnum fleiri en í ársbyijun. Ú T S A L A ! FATASKAPAR ELDHUSSKAPAR BAÐSKÁPAR frá kr. 7 300 frá kr. 49ÚIJ frá kr. 3/00 Húsgögn — bókahillur og margt fleira opið: fimmtud. og föstud. kl. 10 -18 og laugard. kl. 10-16 Trésmi&ja Ármannsfeils hf. Funahöfða19, sími 672567 mmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.