Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 31 Davíð Oddsson forsætisráðherra Menn nái saman um varan- legar lausnir í atvinnumálum ATVINNUMÁL á Suðurnesjum voru rædd utan dagskrár í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ríkur vilji væri til þess að ná sam- an um almennar aðgerðir til að treysta stöðugleika og skapa varanleg atvinnutækifæri og forða því að atvinnuleysisvofan verði landlæg. Ein- stakar sértækar aðgerðir geti verið réttlætanlegar, jafnvel nauðsynleg- ar, á Suðurnesjum. En hann varaði við þvi að aðgerðir af þessu tagi væru ekki varanlegar, þær væru plástur, ekki lækning. Slíkar ákvarðan- ir yrðu menn að taka í trausti þess að varanleg atvinnutækifæri skap- ist með þeim almennu aðgerðum sem menn væru að vinna að. Það var Anna Ólafsdóttir Bjöms- son (SK-Rn) sem fór fram á þessa umræðu utan dagskrár um efnið „Til hvaða aðgerða hyggjast stjórn- völd grípa vegna vaxandi atvinnu- leysis á Suðumesjum". Þess umræða var samkvæmt fyrstu málsgrein 50. greinar þingskapa, þ.e.a.s. ræðutími var takmarkaður og við það miðað að umræðan tæki ekki meira en hálfa klukkustund. Málshefjandi, Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn), sagði atvinnuleysi á Suðumesjum ekki vera ný tíðindi. Atvinnuleysið væri orðið viðvarandi og hefðu kvennalistakonur fyrir löngu bent á þetta slæma ástand. Málshefjandi sagði að samdráttur í framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli hefði verið fyr- irsjáanlegur. En það væri eins og menn væm fyrst núna að skilja að eitthvað þyrfti að gera í atvinnumál- um. En henni var spum hvort ríkis- stjórnin skildi það? Hvort ríkisstjóm- in viðurkenndi að sérstakra aðgerða væri þörf? Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði atvinnumál í landinu öllu hafa verið í brennidepli. Nú kæmi það fram sem menn hefðu mátt vita, að minnkun þorskafla og minnkandi tekjur þjóðarinar drægju dilk á eftir sér í atvinnumálum, ekki síst þar sem undanfarin sex ár hefði ríkt stöðnun á hér á landi og atvinnutækifærum ekki ijjölgað. Þessir tveir samtvinn- uðu þættir, stöðnunin og aflabrestur- inn annars vegar og lágt álverð og samdráttur í vamarliðsframkvæmd- um hins vegar, hefðu leitt til þess að atvinnumálanefnd ríkisstjómar- innar og aðilar vinnumarkaðarins hefðu framlengt störf sín umfram það sem ráð hefði verið fyrir gert í kjarasamningum og gert þau al- mennari og víðtækari. Samstaða um aðgerðir Nú væri leitað leiða til þess að ná víðtækri samstöðu um aðgerðir sem treyst gætu stöðu atvinnulífsins til næstu ára, en ekki eingöngu til fárra vikna eða mánaða eins og gerðist með sértækum aðgerðum. Forsætis- ráðherra sagði að fram hefði komið ríkur vilji hjá stjórn og stjórnarand- stöðu til þess að ná saman, víkja í burtu venjubundnum dægurmálum og ná samstöðu um ákvarðanir sem treyst gætu þann stöðugleika sem verið hefur og forðað því að atvinnu- leysisvofan yrði landlæg. Forsætisráðherra minnti á að nú- verandi ríkisstjórn ákvað að verja 3.500 milljónum króna til atvinnu- skapandi aðgerða, umfram það sem fjárlög hefðu gert ráð fyrir. En mönnum yrði hins vegar að vera fulljóst „að ákvörðun af þessu tagi, þótt hún liggi fyrir og Alþingi muni væntanlega staðfesta hana, eykur ekki atvinnu fyrr en mörgum mánuð- um eftir að hún er tekin. Svo mun einnig vera um flestar þær aðgerðir sem teknar kynnu að verða varðandi Suðumesin sérstaklega. Og það sem meira er, aðgerðir af þessu tagi eru ekki varanlegar. Þær eru plástur, ekki lækning. Þær geta mildað högg um tiltekinn tíma, en bak við þær stendur ekki annað en úttekt á fjár- munum og botninn dettur úr þeim þegar fjármunirnir klárast. Slíkar ákvarðanir verða menn því að taka í trausti þess að varanleg atvinnu- tækifæri skapist með þeim almennu aðgerðum sem menn eru að vinna að og hafa verið að undirbúa um alllanga hríð“. Engar ódýrar lausnir Forsætisráðherra sagði að fyrir nokkru hefði hann og iðnaðarráð- herra átt viðræður við forráðamenn sveitarfélaga á Suðumesjum og eftir þær viðræður hefði ríkisstjómin ákveðið að setja á laggirnar sér- stakan starfshóp til að gera atvinnu- stöðunni á Suðumesjum skil í tengsl- um við þær almennu ákvarðanir sem teknar yrðu, væntanlega innan til- tölulega skamms tíma. „Við verðum hins vegar að standast þær pólitísku freistingar að gefa í skyn að til séu ódýrar lausnir sem bægt geti at- vinnuleysi frá í einni svipan. Menn verða að standast þær freistingar að bregða sér í gervi pólitískra jóla- sveina og deila út pökkum í skamm- deginu. Við þekkjum af langri reynslu að slíkir pakkar geta verið gleðigjafar um stund en þeir breyta litlu þegar til lengri tíma er horft,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Forsætisráðherra benti á að við gætum ekki tekið efnahags- og at- vinnumál okkar úr samhengi við það sem gerðist í kringum okkur. Efna- hagserfiðleikar væm víðast hvar; efnahagskerfíð hryndi í Færeyjum, atvinnuástand væri erfitt í Dan- mörku, hrikalegt í Finnlandi og neyð- arráðstafanir gerðar í Svíþjóð. Allt þetta hefði áhrif. ísland væri eyland í landfræðilegum skilningi en ekki efnahagslegum. En meginstaðan væri sú að íslendingar, ef þeir bæru gæfu til að standa saman um aðgerð- ir, komast betur frá öllum þessum erfiðleikum en nágrannaþjóðir. „Þá munum við komast hjá því að aftur- kippurinn verði að kreppu. En for- senda þess er að menn nái saman um niðurstöðu sem mun slá varan- lega á hættuna á auknu atvinnu- leysi. Og er slík niðurstaða nú miklu brýnni en einstakar, staðbundnar, sértækar aðgerðir, þó að slíkar að- gerðir séu réttlætanlegar og jafnvel nauðsynlegar í einstaka tilvikum, eins og því sem við ræðum nú,“ sagði -forsætisráðherra. íslenskir aðalverktakar Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði sérstöðu atvinnu- lífs á Suðurnesjum koma m.a. fram í því að á undanfömum árum hefðu 1.500-2.000 manns haft atvinnu í tengslum við varnarliðið, annaðhvort í þjónustu þess eða hjá íslenskum aðalverktökum. Vegna þess að menn hefðu séð fyrir samdrátt hefði verið lögð á það höfuðáhersla að hefja nýtt átak í virkjanaframkvæmdum Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið líklegast að stjórnar- meirihlutinn í nefndinni klofni og að nefndin skili frá sér þremur minni- hlutaálitum. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), formaður nefndarinnar, Björn Bjamason (S-Rv) og Sigbjöm og hefja byggingu álvers sem hefði tekið við slakanum í atvinnu á þessu svæði. Utanríkisráðherra sagðist hafa fyrir tveimur ámm beitt sér fyrir því að tryggja ríkinu meirihlutaaðild í þessu fyrirtæki. Tilgangurinn hefði verið að tryggja að þetta fýrirtæki • héldi áfram og að til yrði hér á ís- landi öflugt verktakafyrirtæki sem hefði burði til að standa að stórfram- kvæmdum. íslenskir aðalverktakar væm öflugt fyrirtæki með góða eig- infjárstöðu. En sá galli væri á gjöf Njarðar að þetta væri sameignarfyr- irtæki, þannig að ef veija ætti fjár- munum frá því til annarra verkefna en þeirra sem kveðið væri á um í stofnskrá þyrfti samkomulag allra aðila. Það hefði að sjálfsögðu verið rætt við forráðamenn íslenskra aðal- verktaka, þ. á m. við forsvarsmenn Sameinaðra verktaka. Fulltrúar rík- isins í stjóm fyrirtækisins hefðu lagt fram tillögur sem byggðu á því að samstilla krafta öflugra aðila á Suð- urnesjum til þess að leggja fé í arð- vænlegar framkvæmdir sem kynnu að vera mögulegar, s.s. í tengslum við EES-samninginn eða frísvæði. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að þetta starf og einnig þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefði í undirbúningi við aðila vinnumarkaðarins yrðu samhæfð og styddu hvort annað. Sorgleg ræða Steingrímur Hermannsson (F-Rn) sagði það hafa verið sorglegt að hlusta á ræðu forsætisráðherra. Ráðherrann hefði talað um vanda fortíðar en ekki þær aðstæður sem nú væm til að ráðast í nýjar fram- kvæmdir á sviði atvinnuveganna. Ræðumaður nefndi að verðbólgan væri nú miklu minni. Steingrímur sagði að samtök sveitarfélaga á Suð- umesjum hefðu beitt sér fyrir fundi með þingmönnum kjördæmisins og þar hefði komið fram vilji þingmanna til að standa saman að aðgerðum og legði hann mikla áherslu á að það yrði reynt. Steingrímur sagði menn hljóta að vilja miklu ítarlegri umræðu um at- vinnuástandið almennt, ekki hvað síst eftir ræðu forsætisráðherra. Steingrímur fór þess formlega á leit að haldnar yrðu utandagskrárum- ræður um atvinnuástandið í landinu og með ótakmörkuðum tíma. Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra benti á að atvinnulífið í landinu glímdi við óvenjumargsl- unginn og erfiðan vanda. Til viðbótar aflabresti og erfiðleikum af völdum almennrar efnahagslægðar í heimin- um kæmi sá vandi sem fylgdi því að færa efnahagsstarfsemina frá störfum sem tengdust varnarmálum og hemaðarmannvirkjum. Allir þess- ir þættir kæmu saman á Suðurnesj- um; samdráttur framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og uppsagnir ís- Gunnarsson (A-Ne) leggja til að til- lagan verði felld en gert er ráð fyrir að sjálfstæðisþingmennimir Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og Ingi Björn Albertsson (S-Rv) skili öðru minni- hlutaáliti. Samkomulagið um afgreiðslu lenskra aðalverktaka, erfiðleikar í áliðnaði tefðu byggingu álvers á Keilisnesi og á Suðumesjum væm erfiðleikar sjávarútvegsins tilfinnan- legir. „Þetta em ástæðumar fyrir því að atvinnuleysið er tvöfalt meira á Suðumesjum en á landinu í heild. En þetta em líka rökin fyrir því að taka sérstaklega á þessum stað- bundna vanda,“ sagði Jón Sigurðs- son. Ræðumaður sagði að efnahags- vandi af þessu tagi yrði ekki leystur með neinum skyndilausnum, kvorki gengisbreytingu né fjáraustri úr rík- issjóði. Við yrðum að taka á þessu máli með skipulegum hætti og stjóm- völd hefðu sérstakar skyldur við Suðurnesin. þetta hefði verið viður- kennt í verki með því að setja nefnd til starfa á vegum ríkisstjómarinnar. Nefndin myndi leitast við að fella í einn farveg þær aðgerðir sem horfðu til þess að treysta atvinnulífið á Suð- umesjum. Jón sagði að hann teldi að íslenskir aðalverktakar ættu og hlytu að taka á eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum með einhveijum skyn- samlegum hætti. „Kreddur" Ólafur Ragnar Grimsson (Ab- Rn) sagði að forsætisráðherrann boð- aði enn „kredduna um engar sértæk- ar aðgerðir". Taka ætti ákvörðun um að Islenskir aðalverktakar kæmu með tækjakost sinn, mannafla og fjármagn að breikkun Reykjanes- brautar. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra þótti athyglisvert að þeir sem harðast hefðu barist fyrir brottför varnarliðsins mótmæltu nú samdrætti hjá Aðalverktökum þegar drægi úr framkvæmdum varnarliðs- ins. Menntamálaráðherra vildi taka fram að hann teldi vel koma til greina að Aðalverktakar styrktu með einum eða öðrum hætti atvinnulíf á Suður- nesjum af þeim auði sem þeir hefðu safnað í slq'óli sérréttinda sem ríkis- valdið hefði veitt þeim. Ólafur G. Einarsson, fyrsti þing- maður Reykjaneskjördæmis, sagði að þingmenn kjördæmisins hefðu í sínum hópi gott samstarf og þeir hefðu átt fundi með fulltrúum af Suðumesjum. Menn hefðu verið sam- mála um að engar svonefndar „pat- entlausnir" væru til. En það sem menn hefðu einkum rætt væri: Frí- iðnaðarsvæði á Suðumesjum, upp- bygging við Bláa lónið, bygging rík- isfangelsis í Njarðvík, fjármagnsút- vegun til kaupa á þorski úr rússnesk- um togumm, álversbygging o.fl. Ólafur G. Einarsson vonaðist eftir því að með samstilltu átaki tækist að ráða bót á því mikla atvinnuleysi sem við nú upplifðum. Matthías Bjarnason (S-Vf) minnti á að sjávarútvegurinn væri undir- staða atvinnulífs í þessu landi. Þar hefði lengi verið samdráttur og málsins gerir ráð fyrir að nefndarálit- um verði útbýtt á miðvikudag og að umræður fari fram á fimmtudag og ef til vill að einhveiju leyti á föstu- dag á undan atkvæðagreiðslu um tillöguna. Þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna í nefndinni, Jón Helgason (F-Sl), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) , Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) og Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rv) munu svo sameinast um þriðja minni- hlutaálitið samkvæmt upplýsingum blaðsins. Þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES Búist við þremur minnihluta- álitum frá allsherj arnefnd Samkomulag um að Alþingi afgreiði málið á föstudag SAMKOMULAG hefur náðst í allsheijarnefnd Alþingis og á vettvangi forseta og þingflokksformanna um hvernig staðið skuli að afgreiðslu þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna samningsins um EES. Er gert ráð fyrir að nefndin afgreiðir málið frá sér á þriðjudag og að atkvæðagreiðsla fari fram á Alþingi á föstudag, 6. nóvember. kreppa. Fólki hefði fækkað í fram- leiðslubyggðunum, það hefði flust í stórum stíl til þjónustubyggðarlaga. Undirstaðan væri að bresta. Menn kæmu og berðu sér á bijóst og segðu: „Þetta er í athugun, gengið verður að verða óbreytt, það þarf ekki að taka tillit til neins." Matthías sagði að með gengisfalli sterlingspundsins myndu tekjur af rækjuiðnaði einum minnka um fjögur hundruð milljónir. Enn væru til menn í framvarðarsveit þjóðfélagsins sem berðu hausnum við steininn oglétu sem þeim kæmi þetta ekki við. Arni R. Arnason (S-Rn) sagði að til þess yrði að líta að þrír fjórðuhlutar atvinnuleysins sem nú væri á Suðurnesjum væru raktir til samdráttar í starfsemi og umsvifum vamarliðsins og verktaka þess. Þessi samdráttur hefði verið fyrirsjáalegur og sér kæmi yfirlýsingar um annað á óvart. Traust á Suðurnesjamönnum Arni Mathiesen (S-Rn) sagði þörf hafa verið fyrir ábendingu Matthías- ar Bjamasonar um mikilvægi sjávar- útvegsins. Aflasamdráttur og til- flutningur kvóta hefðu skaðað sjáv- arútveg á Suðumesjum. Fiskvinnslu- fyrirtæki á svæðinu hefðu leitað leiða til að kaupa þorsk til vinnslu af Rússum. Það væri mjög miður að þessar tilraunir hefðu ekki mætt skilningi hjá forrráðamönnum banka og þeirra sjóða sem helst væri til að leita. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) sagði Suðurnesjamenn gjalda þess nú mjög að hafa orðið háðir erlendum her um atvinnu sína. Sip’íður A. Þórðardóttir (S-Rn) sagði ljóst að íslendingar horfðu fram á vaxandi atvinnuleysi og væri ástandið verst á Suðurnesjum. En það væri ekki rétt að beija lóminn og fyllast svartsýni og bölmóði. Við hefðum alla burði til að takast á við þennan vanda og sigra hann. Til þess treysti hún Suðumesjamönnum, þeir hefðu nú þegar kynnt þingmönn- um sínum hugmyndir um nýsköpun í úrvinnslu sjávarfangs og margvís- leg sóknartækifæri. Við myndum finna úrræði þegar allir legðust sam- an. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, simi 671800 ^ VANTAR Á STAÐINN ÁRG. '88 - ’92. Toyota Corolla XL ’90, sjáifsk., 5 dyra, ek. 48 þ., central, rafm. í rúðum o.fl. V. 760 þús., sk. é ód. Suzuki Samurai JX ’90, grásans, 5 g., ek. 7 þ. Sem nýr. V. 850 þús. Toyota 4Runner EFi V-6 ’91, hvítur, 5 g., ek. 39 þ., ýmsir aukahl. Toppeintak. V. 2.2. millj. Ford Escort 1600 CL '91, 3ja dyra, ek. 33 þ. V. 790 þús., sk. á ód. GMC 1500 High Sierra pick up, 6.2 dies- el, 4x4, '84, sjálfsk., ek. 88 þ. V. 1190 þús. Isuzu Tropper LS '88, 5 dyra, 7 manna, ek. 108 þ. V. 1190 þús. stgr., sk. á ód. Mazda 626 2000 GTi Coupe '88, 5 g., ek. 88 þ., m/öllu. V. 950 þús., sk. á ód. M. Benz 230 E '86, sjálfsk., ek. 61 þ. V. 1890 þús., sk. á ód. MMC Pajero langur '87, bensín, ek. 80 þ. V. 1270 þús. stgr., sk. á ód. Nissan Micra LX '90, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 4 þ. Sem nýr. V. 530 þús. stgr. Volvo 440 GLTi '89, rauður, 5 g., ek. 53 þ., álfelgur o.fl. V. 890 þús. stgr. Toyota Corolla XL '81, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 25 þ. Fallegur bfll. V. 850 þús. Subaru 1.8 GL Sedan 4x4 '88, sjálfsk., ek. 42 þ. V. 830 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.