Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 37 Minning Asgeir Sæmundsson frá Minni- Vogum Fæddur 3. maí 1915 Dáinn 23. október 1992 Við sem komin erum yfir miðjan aldur sjáum oft á eftir samferða- mönnum okkar yfír móðuna miklu, en þetta er lögmál lífsins að kynslóð- ir koma og kynslóðir fara. Nú kveðjum við hann Geira frá Minni-Vogum sem kvaddi þennan heim svo snöggt og óvænt á heimili sínu í Vogunum þann 23. þessa mánaðar. Þegar mér var tilkynnt látið hans flaug hugurinn til bernsku- og unglingsáranna. For- eldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Ingimundardóttir og Sæmundur Klemensson. Minni-Vogar var næsti bær við æskuheimili mitt og þar vorum við systurnar öllum stundum þegar við gátum því mögulega við- komið, því þar áttu þær heima vin- konur okkar, Gunna og Inga, systur hans Geira, ásamt bræðrunum Kiema og Agli. Sæmundur og Aðal- björg bjuggu í Minni-Vogum allan sinn búskap og var mikill samgang- ur milli heimilanna. Þó Geiri væri eldri en við var hann stór hlekkur í keðjunni, hann spilaði á harmonikku og má segja að í Minni-Vogum væri nokkurskonar félagsmiðstöð Vog- anna, systkinin mörg og svo átti harmonikkuspilarinn þar heima. Því söfnuðust oft börn og unglingar þar saman og margir stigu þar sín fyrstu dansspor og þar var líka mikið sung- ið jafnt nýjustu dægurlögin sem sí- gild ættjarðarlög. Herbergið hans Geira og þeirra bræðrana var uppi á lofti og man ég að foreldrum systk- inanna þótti oft nóg um hávaðann og sparkið á loftinu og lái ég þeim það ekki. Stundum var slegið upp balli í samkomuhúsinu eða uppi á lofti í gamia bragganum en þá valt allt á því hvort Geiri vildi spila því hann var hlédrægur og taldi sig varla hæfan til þess en lét þó oftast tilleiðast og voru allir ánægðir með músíkina hans. Minningarnar eru margar sem tengjast Geira þó að fæstar verði hér skráðar. Aldrei mun ég gleyma minni fyrstu og einu fjallgöngu en einhver fann upp á því að ganga upp á Keili, Geiri var með í þeim hópi og auðvitað sjálfkjörinn farar- stjóri. Ekki var ég burðug í fjall- göngunni því þegar við vorum rúm- lega hálfnuð upp, lenti ég í sjálf- heldu og komst hvorki upp né nið- ur. Ég hrópaði á Geira sem ég batt allar mínar vonir við að bjarga mér úr þessum ógöngum og hann brást ekki, léttstígur og öruggur kom hann mér til hjálpar og er ég þess fullviss að ég væri ekki til frásagnar ef hans hjálpar hefði ekki notið við. Ég minntist á þetta ferðalag við hann í sumar og hann mundi allt þetta ferðalag mikið btur en ég þó mér líði þetta atvik seint úr minni. Ég spurði hann líka hvort hann tæki ekki í nikkuna og fékk jákvætt svar þó að hann gerði ekki mikið úr því. Leifur Kaldal gull smiður — Fæddur 29. ágúst 1898 dáinn 20. október 1992 Allt flýtur áfram sagði gríski heimspekingurinn forðum daga. Ekkert stöðvar tímans þunga nið. Og með honum hverfa einstakling- arnir einn og einn af lífsins braut. Aldrei erum við reiðubúin að kveðja þann sem okkur er kær eða þann sem okkur fínnst hafa mótað svo mjög umhverfi sitt og samferða- menn. Það varð hlutskipti Leifs Kaldals gullsmiðs að móta allt sitt umhverfi og samferðamenn. Hann var einn af frumheijum í gullsmíðaiðninni. Mótaði hann um margt þá grein vegna sérstakra hæfileika sinna. Hann tjáði okkur eitt sinn að hann hefði komið gangandi norðan úr Svínadalshreppi í Húnavatnssýslu til Reykjavíkur. Hafði hann hug á að leggja stund á úrsmíðanám, en reyndin varð sú að hann hóf nám í gullsmíði hjá Baldvini Bjömssyni gullsmíðameistara sem á þeirri tíð rak verkstæði og verslun að Ingólfs- stræti 6 í Reykjavík. Á þessum tíma tók gullsmíðanám- ið fjögur ár. Það stundaði Leifur m.a. við Iðnskólann við Tjörnina. Á sama tíma stundaði hann nám hjá Þórarni Þorlákssyni listmálara. Án efa hefur sú kennsla í teikningu mótað Leif við upphaf á sínum langa og vandaða gullsmíðaferli. Samtíma honum í námi og í starfi hjá Baldvini voru gullsmiðirnir Guð- mundur Jósefsson hvers leið lá vest- ur um haf, Guðmundur Andrésson og síðar Kjartan Ásmundsson. Sveinstykki Leifs var brjóstnál úr Minning tuttugu og tveggja karata gulli. Afdrif þess urðu nokkuð sérstök. Árið 1938 var það sent á heimssýn- inguna í New York ásamt altaris- setti sem smíðað var fyrir þjóðkirkj- una í Hafnarfirði. Þessum hlutum ásamt oblátuskál var stolið af sýn- ingunni. Þessi saga segir þó meira um hve mjög virtur Leifur var í grein sinni snemma á ferli sínum, þar sem gripir hans voru valdir á heimssýn- inguna. Annar þjóðkunnur listamað- ur sýndi á þessari sýningu, sá var Guðmundur frá Miðdal. Að loknu sveinsprófi lá leið Leifs til Þýskalands, þar sem hann stund- aði nám í þijú ár við þekktan mynd- Alltaf stóð til að ég heimsækti hann til að rifja upp gamlar minning- ar og skoða húsið hans en því miður varð aldrei úr því, maður heldur víst að alltaf sé nógur tími en það fer oft á annan veg eins og hér sannað- ist. Geiri kvæntist ekki en eftir að hann flutti frá Minni-Vogum byggði hann sér hús í Vogunum, var sjálfum sér nógur og undi glaður við sitt. í kringum 1980 veiktist hann al- varlega lá á Borgarspítalanum um tima og var vart hugað líf en fékk heilsuna aftur með hjálp góðra lækna. Þegar hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu tók Ásta systurdóttir hans hann heim til sín og hjá henni var hann þijá eða fjóra mánuði meðan hann var að hressast, en fór þá heim til sín aftur og gat hugsað um sig sjálfur eftir það og fórst það mjög vel úr hendi enda mikið snyrti- menni. Ekki sleppti hún Ásta af honum hendinni, því þegar hann fór í eftirlit á sjúkrahúsið sá hún og Ægir um að keyra hann á milli og í síðasta skiptið daginn áður en hann lést. Hjálpsemi Ástu og hennar fjöl- skyldu kunni Geiri vel að meta, enda sneri hann sér til hennar ef eitthvað bjátaði á. En ég vil geta þess í leið- inni að systkini hans reyndust hon- um ákaflega vel enda var hann dag- legur gestur á heimilum þeirra. Geiri var fremur einrænn maður og dulur, naut sín best í fámennum hópi, var áreiðanlegur og stóð fyrir sínu og gat verið bráðskemmtilegur á góðum stundum. Hann var skyn- samur og fróður um margt enda mikill bókamaður og sagði oft skemmtilega frá ýmsu sem hann hafði lesið eða fyrir hann borið. Ekki datt mér í hug þegar ég hitti Geira í sumar að það yrði í síð- asta sinn sem ég sæi hann, því þó aldurinn væri orðinn nokkuð hár, bar hann árin vel og leit ekki út sem gamall maður, þó farinn væri að nálgast áttræðisaldurinn. En nú er Geiri horfinn af sjónar- sviðinu, maðurinn sem krafðist ekki eins né neins af öðrum, ól allan sinn aldur í Vogunum, lifði þar og dó, sáttur við Guð og menn. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina og bið honum velfarn- aðar á nýjum Ieiðum. Megi hann hvíla í Guðs friði. Ástvinum hans öllum votta ég samúð mína. Beta frá Grænuborg. höggvaraskóla í Munchen. Þar hefur hann án efa mótast í þeirri grein gullsmíðinnar er korpus nefnist. Heimleiðin frá Þýskalandi átti eft- ir að marka sín spor í lífi Leifs. Kom hann við í Kaupmannahöfn þar sem hann af tilviljun hitti Árna B. Björns- son gullsmið. Hann bauð Leifí að koma heim og hefja starf á verk- stæði sínu hér í Reykjavík. Á því verkstæði, sem var á sínum tíma það stærsta hérlendis, starfaði Leifur allan sinn starfsaldur. Þar smíðaði hann margt fagurra- skartgripa og silfurmuna. Leifur nefndi það eitt sinn að silfrið og korpusinn hefði átt betur við sig en gullið og skart- gripirnir. Það væri of langt mál að telja upp þá fögru gripi sem Leifur hefur smíðað á löngum starfsferli. Þeir margir hveijir segja sína sögu þegar saga lista er skráð hjá þjóð okkar hér við nyrsta haf. Nefna má þó nokkra gripi sem eru mikil listaverk, eins og kaleik sem er í fyrstu ís- lensku kirkjunni í Winnipeg, kaleik í kirkju í Færeyjum, skírnarskál og kertastjaka í kapellunni á Kirkjubæj- arklaustri og skírnarskál í Háteigs- kirkju. Þó nokkrir nemendur stunduðu nám hjá Leifi. Þeir munu bera nafn hans inn í framtíðina, eins og þau listaverk er hann skóp á ferli sínum sem gullsmiður. Nefna má nemendur hans þá Jón Björnsson, Gunnar Hjaltason, Ásdísi Thoroddsen, Björn Björnsson og Paul Oddgeirsson. Nú er Leifur Kaldal ekki lengur á meðal okkar. Nafnið hans, list hans mun þó lifa hjá okkur þótt ár og dagur líði, því „orðstír deyr al- dregi, hveim er sér góðan getur“. Við biðjum góðan guð að blessa minninguna fögru og Ijúfu um Leif Kaldal. Við bðjum hann sem gefur allt líf að styrkja fjölskyldu hans, hugga og leiða á kveðjustund lífsins. f.h. Félags íslenskra gullsmiða, Stefán B. Stefánsson. HUGSAR ÞÚ IIM HEILSUNA • Páb gerum vi&! msmsm 68 99 33 HEILSUHRINGURINN Timarit um holiefni og heilsurœkt KRABBAMIIN •nýjar leiðir Opinn fundur í Norræna húsinu lou. 31. okt. kl. 13.00-17.00. *UB VHK0MHIR! Upplýsingar: Pétur, s. 31236 eða Karl, s. 814060. BIFfíBÐAR & LANDBÚNAOARVÉLAR HF. Einn sá glæsilegasti! Til sölu Mercedes Benz jeppi 280 GE, langur, S dyra. Aðeins ekinn S7.000 km. Bíllinn er sem nýr og búinn öllum hugsanlegum þaegindum og aukahlutum. Bíllinn er til sýnis í sýningarsal okkar Ármúla 13. GOOD^YEAR VETRARHJÓLBARÐAR GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 0 HEKLA F0SSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.