Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 21 Akranes stöðugt að stefnumótun. „Þótt við viljum hafa grasrótarskipulag verður að skipuleggja grasrótina betur," sagði ein þingkona Kvennalistans um þessi mál. Ef til vill verður raunin sú að Kvennalistakonur neyðast til að taka upp flokksskipulagið, sem þær hafa viljað forðast. Skoðanamunur höfuðborgar og landsbyggðar Sumar kvennalistakonur óttast að í framtíðinni muni bera meira á átök- um milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis í flokknum. Kvennalistinn var stofnaður af konum á höfuðborg- arsvæðinu, sem tóku einkum afstöðu út frá kvennabaráttu og „femínisma" sem ákveðinni hugmyndafræði. Stefnumál flokksins hafa að miklu leyti verið skilgreind út frá þeirri hugmyndafræði, en með auknum áhrifum landsbyggðarkvenna hafa komið inn önnur áhrif, sem taka meira mið. af beinum hagsmunum og aðstæðum kvenna á landsbyggð- inni. Fyrir síðustu þingkosningar gekk ei-fíðlegast að ná saman um stefnuna í byggðamálum og einnig hefur borið á skoðanamun í þing- flokki Kvennalistans. Þannig tóku Reykjavíkurþingmenn hans þá af- stöðu að fara ætti eftir tillögum fiski- fræðinga, þegar rætt var um ákvörð- un heildarafla á næsta ári en Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingmað- ur Vestfjarða, taldi óhætt að veiða meira. Einnig hefur komið upp skoðanamunur í landbúnaðarmálum eftir búsetu og Kristín Ástgeirsdóttir þingflokksformaður til dæmis látið í ljós andstöðu við núverandi landbún- aðarkerfi. Sumar kvennalistakonur telja að deilurnar um EES ráðist meðal ann- ars af því, að það sé mál, sem ekki sé eingöngu hægt að taka afstöðu til út frá femínískri hugmyndafræði, þótt hún leiki ákveðið hlutverk hjá andstæðingum samningsins. EES er kannski fyrsta mikilvæga málið, sem þannig háttar til um hjá Kvennalist- anum, en þau gætu orðið fleiri. Kvennalistinn getur tæplega enda- laust afgreitt málin með því að þau séu þess eðlis að ekki sé hægt að fínna málamiðlun og margar skoðan- ir rúmist innan flokksins. Gamla kaupfélagshús- ið fær nýtt hlutverk Abrunniii ^ Akranesi. GAMLA kaupfélagshúsið við Kirkjubraut á Akranesi mun fá nýtt hlutverk á næstunni því verið er að gera á því gagngerðar end- urbætur og breytingar. Á næstu mánuðum er ætlunin að þar verði opnaður veitingastaður og gisti- heimili. Það eru hjónin Hanna Rúna Jó- hannsdóttir og Hilmar Björnsson sem keypt hafa húsið og er stefnt að opnun þess í næsta mánuði. Þau hafa rekið veitingastofuna Barbró um árabil við góðan orðstír. Gert er ráð fyrir að 15 herbergi verði í nýja gistiheimilinu, ýmist eins eða tveggja manna. f samtali við Morgunblaðið sagði Hilmar Bjömsson að talsverðar endurbætur þurfí að gera á húsinu áður en hægt verði að opna.- J.G. Kringlusporti, Borgarkringlunni Kaupstað í Mjódd Miklagarði við Sund Músík og sport, Hafnarfirði Sportbúð óskars, Keflavík Sportbæ, Selfossi Óðni, Akranesi Borgarsporti, Borgarnesi Litlabæ, Stykkishólmi Rocky, Ólafsvík Skógum, Egilsstöðum Kaupfélaginu, Akureyri Kaupfélaginu, Dalvík Kaupfélaginu, Húsavík Kaupfélaginu, Blönduósi Kaupfélaginu, Hvammstanga Kaupfélaginu, Vopnafirði Kaupfélaginu, (safirði Kaupfélaginu, Höfn, Hornafirði Rafsjá, Bolungarvík LÆKJARTÚNI9, MOSFELLSBÆ, SfMI 666403 Dómsmeðferð kókaínmálsins hafin í héraðsdómi Dómari ákvað að yfirheyra ákærða fyrir luktum dyrum DÓMSMEÐFERÐ kókaínmálsins svonefnda fyrir héraðsdómi Reykja- víkur hófst í gærmorgun með yfirheyrslum yfir hinum ákærða, Steini Ármanni Stefánssyni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari ákvað að yfirheyrslumar skyldu fara fram fyrir luktum dymm og var fulltrúum fjölmiðla á staðnum vísað frá. Yfirheyrslunum var lokið í gær en eftir helgi verða vitni í málinu yfirheyrð en ekki hefur verið ákveðið hvort þær yfirheyrslur verði einnig fyrir luktum dyr- um. Ragnar Aðalsteinsson hrl, verjandi ákærða, mótmælti ákvörð- uninni og taldi hana skerða réttaröryggi skjólstæðings síns. Ákvörðun sína byggði dómarinn á ákvæði c-liðar, 1. mgr. 8. greinar laga um meðferð opinberra mála sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn en þar segir að dómara sé rétt að ákveða að dómþing skuli haldið fyrir luktum dyrum ef um sé að ræða þinghöld meðan á rannsókn máls stendur og sérstök hætta þyk- ir á sakarspjöllum ef þing væri háð fyrir opnum dyrum. Ákvörðun dómara um þetta efni er ekki unnt að kæra til Hæstarétt- ar en Ragnar Aðalsteinsson hrl., verjandi ákærða, mótmælti ákvörð- uninni, kvaðst telja hana andstæða hagsmunum skjólstæðings síns og spilla réttaröryggi hans auk þess sem hún sé ástæðulaust brot á þeirri grundvallarreglu laga um meðferð opinberra mála að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði. Ragnar kvaðst í samtali við Morgunblaðið telja að sú heimild sem dómarinn hefði vísað til máli sínu til stuðn- ings ætti við þegar vernda þyrfti hagsmuni barna eða ungmenna eða þegar verið væri að fjalla um við- kvæm hernaðarleyndarmál. Egill Stephensen sækjandi máls- ins sagði við Morgunblaðið að dóm- ari hefði átt frumkvæði að því að ákveða að þinga fyrir luktum dyrum eins og gert væri ráð fyrir í lögun- um. Ekki þyrfti að rökstyðja ákvarðanir af þessu tagi en Egill kvaðst telja að það segði sig nokk- uð sjálft að ástæðan væri mat dóm- arans á sérstöðu þessa máls og við- kvæmri stöðu þess. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu er Steinn Ármann Stef- ánsson ákærður fyrir stórfellt brot á fíkniefnalöggjöfínni með því að hafa flutt inn til landsins 1,2 kg. af kókaíni í febrúar á þessu ári og einnig fyrir að hafa ekið glæfralega á allt að 130 km/klst hraða innan- bæjar og á allt að 160 km/klst hraða utanbæjar á flótta undan lög- reglunni 18. ágúst síðastliðinn en þeim flótta lauk með því að hann ók bílaleigubíl þeim sem hann ók, og lögreglan hafði á leigu, á lög- reglubfl með þeim afleiðingum að lögreglumaður hlaut lífshættulega og varanlega áverka. Þá er hann ákærður fyrir að hafa lagt skærum til lögreglumanns sem handtók hann eftir ákeyrsluna. Steinn Ármann Stefánsson hefur setið í gæsluvarðhaldi í Síðumúla- fangelsi frá því 18. ágúst en al- gjörri einangrun hans hefur nú ver- ið aflétt að nokkru leyti. Gæsluvarð- haldsúrskurðurinn rennur út hinn 2. desember nk. hafi dómur ekki áður verið upp kveðinn. Panasonic NV-J40 Fullkomið 3 hausa myndbandstœki með sjálfhreinsibúnaði, stillanlegri hœgmynd, hreinni kyrrmynd, og fjarstýringu svo JAPIS BRAUTARHOLTI 2 KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00 FJÖLSKYLDULEIKUR JAPIS SPURNING 2 HVERJIR ERU KOMNIR Á STJÁ ? G Sl Einstaklega meðfœrileg videótökuvél með fullkomnum auto-fokus, 8 x zoom, 3 lux, og vegur aðeins 900 gr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.