Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 49 Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Friðriksson, Gunnlaugur Ö. Valsson. Jóhanna Amgrímsdóttir, ísak Runólfsson, Haukur Magnússon, Hafliði Ragnarsson. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Jóhannsson, Guðmund- ur Jóhannsson, Sigurður Pétursson, Ágúst Helgason, Karl Viggó Vigfússon, Róbert Óttarsson, Róbert E. Sigurðsson, Páll Matthiasson. Styðjum íslenskan iðnað Frá nemendum bakaradeildar Iðnskólans íKeykjavík Við bakaranemar sem eigum stutt eftir í iðnnámi, viljum með þessu bréfí lýsa stuðningi við íslenskan iðnað. Hafi íslenska þjóðin á að skipa vel upplýstum og vandvirkum iðn- aðarmönnum með gott hráefni sér við hönd, mun íslenskum heimilum og þjóðinni famast vel, þrátt fyrir samkeppni við erlenda framleiðend- ur. Bakaraiðn er ein elsta löggilta iðngreinin á íslandi og hefur hingað til staðist samanburð á gæðum við niðurgreidda erlenda verksmiðju- vöru. Hér hafa neytendur ráðið miklu og íslenskar húsmæður kunna vel að meta framleiðslu og hand- bragð íslenskra bakara, um leið og þær tryggja að fjölskyldan neyti hollra brauða frá hverfisbakaríinu eða íslenskra brauðvara úr næstu kjörbúð. Við sem erum að leggja út í lífs- baráttuna sem iðnaðarmenn, eigum eftir að takast á við erlenda verk- smiðjuframleiðendur, sem ráða yfír gnótt fjármuna til auglýsinga. Tvö dæmi: Þekkt innflutningsfyrirtæki auglýsir snarl með háu trefjainni- haldi. Við þetta er ekkert að at- huga, en ruddaskapurinn kemur fram þegar þeir stilla til mótvægis mörgum brauðsneiðum og gefa í skyn að betra sé fyrir fólk að neyta trefjasnarls en trefjaríkra brauða. Við viljum benda á að auk nægjan- legra trefja eru brauðin hlaðin öðrum næringarefnum sem hafa fengið rétta meðhöndlun fyrir brauðlögun og eru manninum margfalt meiri næring og orkugjafí en trefjasnarlið. Annað dæmi: Heildverslun dreifir margra vikna gömlum frosnum hálf- bökuðum kryddbrauðum frá erlendri brauðverksmiðju undir erlendu verk- smiðjuheiti. Ilmurinn er sætur en hvar er hollustan? Er útgufun á plast sem bakað er við 200°C hollara en nýbökuð brauð? Sumir innflytjendur kjósa nafn- leyndar þegar auglýsingar þeirra birtast. Gera má ráð fyrir að brauð- innflytjandinn hafí fært nokkur dagsverk á mánuði frá innlendum bakaríum til hinna erlendu brauð- verksmiðja. Þeir veikja hag íslensks iðnaðar. Við vekjum athygli á þessu fyrir neytendur og segjum. Látið hina erlendu aðila komast að því að hér á landi eru bökuð góð brauð. Við skorum á íslenska neytendur að taka innlenda vöru fram yfír erlenda. Starfsfólk íslenskra bakaría og brauðgerða leitast daglega við að baka góð og holl brauð í takt við þarfír landsmanna. Látum það hald- ast um ókomin ár. NEMENDUR BAKARADEILDAR Iðnskólans í Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Landvarzla frá 1973 Morgunblaðinu hefur verið bent á að landvarzla hafi hafizt í Herðu- breiðarlindum árið 1973. Það er því eigi rétt, sem fram kom um ættartré Völsunga hjá Upptyppingum, að landvarzla hafi hafizt þar tveimur árum eftir að umhverfísspjöllin voru máluð á gljúfurvegginn. Hins vegar mun það vera að Kári Kristjánsson hefur annast landvörzlu í Herðu- breiðarlindum frá því tímabili, sem nefnt var í greinninni um Völsunga- tréð, eða tveimur árum eftir að það var málað. Rangt nafn ræðumanns í frásögn blaðsins í gær af um- ræðum á Alþingi um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1992 var rangt farið með nafn eins ræðu- manns. Það var Jón Kristjánsson en ekki Jón Helgason sem talaði fyrir gagnrýni framsóknarmanna á frumvarpið. VELVAKANDI HANDTASKA Svört handtaska úr vínyl tap- aðist í Miðbænum. í henni var sunddót og rakdót. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23790 eða 20478. HRINGUR Silfurhringur tapaðist í Sund- laugunum í Laugardal 26. októ- ber. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Evu Rós í síma 675371. VERKFÆRA- KISTA Verkfærakista varð eftir við Kjalveg á sunnudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 620026. HVERS Á ÓLÍNA AÐ GJALDA? Berjgljót Bjamadóttir. Eg get ekki orða bundist vegna ummæla Markúsar Amar Antonssonar um Ólínu Þorvarð- ardóttur á síðasta borgarstjóm- arfundi þar sem hann sakaði hana um hræsni vegna tillögu hennar um að ekki yrði boðið vín og tóbak í veislum borgarinnar. Það er skammarleg afstaða hjá borgarstjóra að vilja eyða pen- ingum okkar skattgreiðenda í áfengi og sígarettur. Ekki minn- ist ég þess að Markús hafi við- haft sömu ummæli um tillögu Magnúsar L. Sveinssonar þegar hann afþakkaði launahækkun Kjaradóms. í báðum tilfellum báðust borgarfulltrúarnir undir ákveðnum hlunnindum sér til handa. En það er líklega ekki sama hvort Jón eða séra Jón ber upp mál í borgarstjórn. Hefði meirihluti borgarstjómar fellt sömu tillögu og Ólína bar fram ef t.d. bindindismaðurinn Ámi Sigfússon hefði borið hana fram? Hvers _á Ólína eiginlega að gjalda? Ég hef fylgst grannt með störfum hennar í borgarstjórn og orðið vör við að hún er sífellt að bera fram tillögur okkur borgumm til hagsbóta en sömu tillögur eru jafnan fejldar af meirihlutanum. Nú vill Ólína af- nema áfengi og tóbak úr veislum borgarinnar en er þess í stað sökuð um skinhelgi! Hvernig er komið fyrir þessu fólki sem við kjósum til starfa fyrir okkur í borgarstjóm? Er það virkilega tilfellið að meirihluti þess vilji hafa vínveitingar sem greiðast af skattfé í veislum? Finnst mönnum sem æðstu embættis- menn þjóðarinnar fari svo vel með vín að ástæða sé að halda þessu áfram? Ég skammast mín fyrir tilsvör borgarstjórans og vorkenni hinum borgarfulltrúum sjálfstæðismanna að hafa ekki manndóm í sér til þess að hafa sjálfstæða skoðun. Sjálf er ég ellilífeyrisþegi sem lifi á 40 þúsundum á mánuði og þess vegna fyllist ég réttlátri reiði þegar ég verð vitni að slíku bruðli með almannafé. Nær væri að eyða þeim aurum sem fara í vín og tóbak til þess að rétta hlut þeirra sem erfíðast eiga hér í borginni. Af nógu er að taka. VESKI Svart seðlaveski tapaðist í Skeifunni. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 76021. GLERAUGU Karlmannsgleraugu í brúnni umgjörð töpuðust 22. október. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34668. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! /iíú er þrefaldur l.vinningur! Vertu með - droumurinn gæti orðið oð veruieika !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.