Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Keith Reed baritónsöngvari. Ólafur Vignir Albertsson Kveðjutónleikar Keiths Reeds KEITH Reed baritónsöngvari kveður ísland að sinni með tónleik- um í íslensku óperunni laugardaginn 31. október kl. 14.30. Meðleik- ari á píanó er Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskrá tónleikanna verða íslensk, ensk, bandarísk, þýsk, ítölsk og frönsk sönglög og óperuaríur. Tónieikamir em haldnir á vegum styrktarfélags ís- lensku óperunnar. Keith Reed fæddist í N-Dakota í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám í tónlist og lauk BA-prófí. Vorið 1989 lauk nann mastersnámi í kórstjóm með söng sem aðalgrein frá háskólanum í Indiana, Bloomington. Aðalkenn- ari hans þar var prófessor Margar- et Harshaw. Að námi loknu flutt- ist Keith ásamt fjölskyldu sinni til íslands og hefur kennt við Söng- skólann í Reykjavík og Nýja tón- listarskólann. Á þeim tíma sem Keith hefur- verið búsettur á íslandi hefur hann tekið virkan þátt í íslensku óperu- og söngh'fí. Meðal óperuhlutverka hans má nefna Almaviva greifa í Brúðkaupi Figarós, Tonios í Pagl- iacci og Monterones í Rigoletto með íslensku óperunni. í fréttatilkynningu segir að túlkun hans á hlutverki Jagós í Otello í íslensku óperunni á liðnum vetri hafi vakið athygli og hlotið lof óperugesta og gagnrýnenda. Á sömu lund hafi viðbrögð Svía ver- ið við frammistöðu hans í leikferð Óperunnar til Gautaborgar í haust. Þá söng Keith hlutverk Marcellos í La boheme í Borgarleikhúsinu í vor og hlaut lof fyrir. í sumar gerði Keith samning við óperuhúsið í Detmold í Þýska- landi um að starfa þar næstu tvö ár. Hann hefur þegar sungið þar hlutverk skálkanna í Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach. Síðar í vetur mun hann syngja hlutverk Scarpia í Tosca, föðurins í Hans og Grétu eftir Humperdinck, Sids í Albert Herring eftir Benjamín Britten og Dr. Luke í Windsorkon- unum kátu eftir Franz Lehar. Tón- leikar hans í Óperunni eru því kveðjutónleikar í bili. Ólafur Vignir Albertsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði framhaldsnám við Royal Academy of Music í London. Auk ótal tónleika á íslandi hefur Ólafur leikið í mörgum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Þá hefur hann leikið í útvarpi og sjón- varpi og á hljómplötur. Hann hef- ur verið skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965. Ný|ar bækur Ljóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur ÚT er komin ljóðabókin Klukkan í turninum eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur. Klukkan í turninum hefur að geyma tvo tugi ljóða auk þýðinga Vilborgar á ljóðabálkinum Skip dauðans eftir enska skáldið D.H. Lawrence og Fimm ljóð um dauð- ann eftir sænska skáldið Barbro Lindgren. í kynningu útgefanda segir: „Ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur eru einföld að formi við fyrstu sýn en áleitin í látleysi sínu. Innileiki og skörp íhygli einkenna þau og iðulega er lagt út af hljóðlátum atvikum hversdagsleikans, atvikum sem leyna heitum tilfinningum, at- vikum sem segja langa og sára sögu í fáorðum ljóðum.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 60 bls. Valgarður Gunnarsson list- málari gerði mynd á kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 1.780 krónur. Vilborg Dagbjartsdóttir Hrosshár og gler Myndlist Bragi Ásgeirsson í neðri sölum húsakynna nýlista hefur Sigurlaug Jóhannsdóttir eða Silla eins og hún nefnir sig komið fyrir nokkrum rýmisverkum. Silla er vel þekkt sem veflista- kona, sem hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í listgreininni og á köflum farið langt út fyrir upprunaleg og viðurkennd stefnu- mörk og m.a. notast við gtjót. Að þessu sinni sýnir hún tvær ólíkar hliðar listsköpunnar sinnar, sem eru annarsvegar mjúkar kringlóttar og ávalar „formanir" úr hrosshári en hins vegar hrein þrívíddarverk úr gleri. í báðum tilvikum er gengið út frá vissri tegund naumhyggju og „installation" eða innsetningu eins og sumir vilja nefna það. Er þá reynt að skapa ákveðið andrúm í kringum myndverkin og hugtök- in tími og rúm virkjuð til hins ýtrasta. Slíkar framkvæmdir gera oftar en ekki miklar kröfur til skoðand- ans og eru einkum settar upp á söfnum, sem liður í stærra sam- hengi og oftar en ekki er spekin að baki ríkulega útlistuð. Hvað hrosshárs „formanirnar" snertir hlykkjast þær um heilu veggina og mynda mjög hreint, markvisst og klárt ferli, sem hefur yfir sér svip getjunar og yndis- þokka. Glerverkin eru allt annars eðlis og er hér um að ræða litlar fer- hyrndar einingar, sem er raðað upp eftir vissum lögmálum og minna sterklega á þann leik er byggð eru hörg og hof úr mann- spilum. Þannig hefur maður það einhvem veginn á tilfinningunni, að taki maður eina einingu úr heildinni, falli „spilaborgin" sam- an. Útfærsla og efnisáferð verk- anna mynda þannig hinar algjör- ustu andstæður en gmnnhug- myndin er hin sama, þ.e. gagnsær tærleikinn ásamt hreinum og klár- um leik forma. Ljóst má vera, að Silla hefur náð því sem hún stefndi að og myndverk hennar falla ágætlega að húsakynnunum, vinna með þeim og skapa lífrænt samhengi. Rafmagn og dulvitund ____________Myndlist________________ Bragi Ásgeirsson í húsakynnum nýlista hefur Krístján Kristjánsson lagt undir sig tvær efri hæðirnar og sýnir þar þrjá myndaflokka, sem bera heitið Líf og dauði, Rafmögn- uð sambönd og Úr heimi dulvitundar. Kristján útskrifaðist úr MHÍ árið 1973 og seinna var hann í þijú ár í Listaakademíunni í Stokk- hólmi. Hann hefur að baki 9 einkasýningar, en flest- ar af minni gerðinni, og mun þetta vera veigamesta framlag hans til sýningarmála til þessa. Eins og ráða má kennir margra grasa á sýning- unni og er millihæðin undirlögð af tilbúnum hlutum frá Rafmagnsveitunni og eru þeir flestir á stalli og í skúlptúrformi. Þessi leikur nefnist ready-made á fagmáli og er upphafsmaðurinn hinn nafnkenndi hugmyndasmiður Marchel Duchamp. Slíkir tilburðir sjást iðulega á sýningum, en í flestum tilvikum skortir neista hins upprunalega því að hughmyndin er svo margtuggin. Þó standa skúlptúrar Kristjáns sumir hverjir alveg fyrir sínu, sem frístandandi myndverk, en uppsetn- ingin er langt frá því að vera hnitmiðuð. Form smárra og stórra hluta allt um kring hafa vissulega sína fegurð og fyrir þeim mikilvægu sann- indum eru listamenn iðulega að leitast við að opna augu manna, en ef það er ekki gert á markvissan og áhrifaríkan hátt verður það býsna leiðigjamt. Ekki er ég alveg með á nótunum varðandi mynd- stefið Líf og dauði, en hins vegar er skírskotunin langsamlegast skilvirkust í myndaflokknum Úr heimi dulvitundar. Er hér um að ræðas klippimyndir í yfír- gnæfandi meirihluta, en einnig myndir í tækni sem nefnist „collachrome" ásamt einni mynd i blandaðri tækni. Hér er Kristján auðsjáanlega á heimavelli, en þessar myndir eru þó ákaflega misjafnar að gæðum og virka iðulega meira sem beinar frásagnir, og t.d. er endurminning ekki endilega sveipuð dulúð. Þá er boskapurinn oftar en ekki á reiki og skortir þá sannfæringarkraft vegna þess að um leið er mynd- ræn útgeislan trauðla nægilega öflug. En í nokkrum tilvikum ganga hlutirnir upp og þá einkum ef myndefnið tengist listum og jcosta- mönnum eins og t.d. í myndunum „Við“ (9), „í safni uggs og ótta“ (12), „Leitað aflausnar" (13) „Þræðir listarinnar" (14) og „Eden út“ (16). í heild er þetta frekar brotin sýning og gefur að mínu viti ekki alveg rétta mynd af því sem býr í Kristjáni Kristjánssyni. Ljósmynd- ir í Gall- erí Umbru FIMMTÁN myndir eftir Börk Arnarson ijósmyndara eru nú til sýnis og sölu í Gallerí Úmbru í Bernhöftstorfunni við Amt- mannsstíg 1 í Reyjavík. Ljós- myndirnar eru samsettar og flestar eitthvað unnar í tölvu. Börkur gerði myndimar á þessu og síðasta ári og hafa fímm þeirra birst í Menningarblaði Morgun- blaðsins. „Þetta er lítil sýning á collage-myndum," segir Börkur. „Nokkrar þeirra era þrykktar Pólaroidmyndir sem ég setti sam- an í tölvu og aðrar era unnar á handgerðan vatnslitapappír með bleksprautu í prentsmiðjunni Odda.“ Ljósmyndirnar verða til sýnis í Úmbru til 13. nóvember. Morgunblaðið/RAX Börkur Arnarson við nokkrar Ijósmyndanna í Gallerí Úmbru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.