Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
19
Hugmyndir um að einka-
væða rekstur áfengisbúða
HUGMYNDIR um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi áfengisútsala
eru þessar vikurnar til athugnnar í fjármálaráðuneytinu og einkavæð-
ingarnefnd rikisstjórnarinnar. Ekki er búist við að málið komist á til-
lögustig fyrr en eftir að ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um breyt-
ingar á tóbakssölunni.
Hreinn Loftsson, formaður
einkavæðingarnefndar ríkisstjórn-
arinnar, sagði að sala á áfengis-
framleiðslu ATVR hefði verið fyrsta
skrefíð í einkavæðingu stofnunar-
innar. Ýmsar hugmyndir um frek-
ari breytingar hefðu síðan komið
fram í starfshópi sem fjallað hefði
um þessi mál. Þá nefndi hann að
lagt hefði verið fram stjórnarfrum-
varp á Alþingi í vor um breytingar
á fyrirkomulagi tóbaksölu, þar sem
lagt hefði verið til að birgðahald
yrði fært til innflytjenda og smá-
söluálagning gefin frjáls. Hreinn
sagði að fram hefðu komið hug-
myndir um að einstaklingar gætu
tekið að sér rekstur áfengisbúðanna
og sagði að einkavæðingarnefndin
væri opin fyrir öllum slíkum hug-
myndum en væri ekki að fjalla sér-
staklega um máiið nú.
Steingrímur Ari Arason, aðstoð-
armaður fjármálaráðherra, sagði
að í framhaldi af afgreiðslu tóbaks-
sölufrumvarpsins frá ríkisstjóminni
yrði farið að huga að næsta þætti,
það er hvaða rekstrarfyrirkomulag
væri best að hafa á áfengisútsöl-
unni. Hann sagði að þetta mál
væri viðkvæmt og þyrfti að und-
irbúa vel. Benti Steingrímur á að
ÁTVR hefði samið við einakaaðila
um útsölu áfengis á fimm stöðum
á landinu. Þætti mönnum vel koma
til greina að útfæra það fyrirkomu-
lag frekar þannig að ríkið gæti
dregið sig alveg út úr smásölunni
og orðið heildsölufyrirtæki. Lagði
hann áherslu á að.þessar hugmynd-
ir sneru eingöngu að rekstrarfyrir-
komulaginu, ekki þeim tekjum sem
ríkið hefði af áfengiseinkasölunni.
BRÆDURNIR
ORMSSONHF
BOSCH
VERKSTÆÐI
Lágmúla 9 sími 3 88 20
• Vélastillingar
• Smurþjónusta
• Raíviðgerðir
• Ljósastillingar
• Díselverkstæði
Frá Viðey.
Málþing í
Viðey um
sögu kristni
MÁLÞING um Sögu kristni á ís-
landi verður haldið í Viðeyjarstofu
laugardaginn 31. október og hefst
kl. 10. Höfundar verksins kynna
þar rannsóknir sinar.
Hinn 26. mars 1990 samþykkti
Alþingi að minnast þúsund ára af-
mælis kristnitöku á Islandi með því
að láta semja ritverk um kristni á
íslandi og áhrif hennar á þjóðlíf og
menningu í þúsund ár. Laugardaginn
31. október nk. bjóða Reykjavíkur-
borg og ritstjóm verksins til mál-
þings í Viðeyjarstofu um núverandi
stöðu verkefnisins. Borgaryfirvöld-
um og stjórnendum Viðeyjar er það
sérstakt áhugaefni að efla Viðeyjar-
stofu sem ráðstefnustað um sögu
íslands og menningu og er þetta
fyrsta stóra ráðstefnan sem borgin
efnir til þar um þessi mál.
Á málþinginu munu aðalhöfundar
verksins, gera grein fyrir efnistökum
sínum og rannsóknum við samningu
verksins. Dr. Hjalti Hugason nefnir
fyrirlestur sinn „Trúarbragðaskipti á
íslandi - Sagngeymd og túlkun“.
Gunnar F. Guðmundsson cand. mag.
hefur sína yfirskrift „Erlend saga í
íslenskri kirkjusögu miðalda - Hug-
leiðingar um aðferðir og túlkun".
Dr. Loftur Guttormsson flytur fyrir-
lestur, sem ber heitið „Siðbreytingin
sem menningarsaga - Gömul og ný
rannsóknarviðhorf". Loks flytur sr.
Hanna María Pétursdóttir fyrirlestur
sinn: „Fjölhyggja í nútímanum - Við-
fangsefni rannsóknar".
Málþinginu stjóma sr. Siguijón
Einarsson formaður ritstjómar og sr.
Þórir Stephensen staðarhaldari í Við-
ey. Magnús L. Sveinsson forseti
borgarstjómar og Salóme Þorkels-
dóttir forseti Alþingis ávarpa ráð-
stefnuna.
Farið verður til málþingsins með
Viðeyjarfeijunni Maríusúð úr Kletts-
vör í Sundahöfn kl. 10 árdegis, en
þinginu á að ljúka um kl. 17. Þátt-
töku þarf ekki að tilkynna fyrirfram
en hún er öllum heimil og ráðstefnu-
gjald er ekkert.
GLÆSILEGT HAUSTTILB0Ð
Á HUÓMTÆKJUM OQ ttAUMIKUH
20-40% AFSLÁTTUR AF HÁGÆÐA HLJÓMTÆKJUM í MIKLU ÚRVALI
Æ /R Æ /R
AR hátalararnir eru
löngu orðnir
heimsþekktir.
Þetta eru amerískir
hátalarar eins og þeir
gerast bestir.
KENWOOD hljómtæki
hafa verið
á íslenskum markaði
í tæp 20 ár.
Tæki úr tyrstu
sendingunni
eru ennþá
í notkun og endast
lengi enn.
NAD hljómtæki
á útsölu í fyrsta skipti
á íslandi.
NAD hljómtækin eru
þekkt fyrir
einfaldleika,
tónstillingar eru fáar
og áhersla lögð á
tóngæði.
Wharfedale hátalarnir
hafa iengið einróma
lof gagnrýnenda.
Eftirtalin módel hafa
fengið sérstaka
„Best Buy“
viðurkenningu:
Delta-30 • Diamond-4
•504,2 «505,2»
507,2.
Wharfedale eru
breskir
gæðahátalarar.
M hátalarar
WHARFEDALE
Verð áður Tilboðsverð
SPIRIT132SE
SPIRIT142SE
PI-4
RED BOX-4
hátalari, styrkþol 100 vött
hátalari, styrkþol 100 vött
hátalari, styrkþol 150 vött
hátalari, styrkþol 150 vött
37.900, -
54.900, -
46.900, -
73.600,-
30.320,-
43.920,-
37.520,-
58.880,-
KA-1010
KA-4020
KA-5020
KX-5530
KX-7030
DP-5030
DP-7020
DPC-42
CR-100
KDC-76L
Verð áður Tilboðsverð
magnari 2x65 vött Sinus 22.900,- 18.320,-
magnari 2x75 vött Sinus 31.900,- 25.520,-
magnari 2x95 vött Sinus 41.900,- 33.520,-
kassettutæki, HX-PRO, auto rew. 34.900,- 27.920,-
kassettutæki, þriggja hausa, topp 45.900,- 36.720,-
klassi 34.900,- 27.920,-
geislaspilari, 1 bita með öllu 39.500,- 31.600,-
geislaspilari, 20 bita, topp klassi 19.900,- 15.920,-
ferðageislaspilari 10.990,- 6.594,-
. ferðatæki með kassettu 49.900,- 39.900,-
bílaútvarp með geislaspilara
classic
3020Í magnari, 2x40 vött Dynamic
3225 magnari, 2x60 vött Dynamic
3240 magnari, 2x160 vött Dynamic
4225 útvarp án magnara AM/FM
5120 plötuspilari án pick-up
5420 geislaspilari 1 bita MASH
5425 geislaspilari 1 bita MASH með fjarst.
5440 geislaspilari, topp módel
6325 kassettutæki
6340 kassettutæki, topp módel
7020i útvarpsmagnari, 2x40 vött Dynamic
7225 útvarpsmagnari, 2x60 vött Dynamic
7240 útvarpsmagnari, 2x160 vött Dynamic
8100 hátalarar
Verð áður Tilboðsverð
17.800,- 14.240,-
21.900,- 17.520,-
32.900,- 26.320,-
19.900,- 15.920,-
12.600,- 10.080,-
25.800,- 20.640,-
27.800,- 22.240,-
38.600,- 30.880,-
27.800,- 22.240,-
38.900,- 31.120,-
26.900,- 21.520,-
33.900,- 27.120,-
42.900,- 34.320,-
53.900,- 43.120,-
Verð áður Tilboðsverð
DELTA-30 styrkþol 100 vött 19.600,- 15.680,-
504,2 styrkþol 100 vött 24.900,- 19.920,-
505,2 styrkþol 100 vött 33.900,- 27.120,-
507,2 styrkþol 100 vött 38.900,- 31.120,-
510,2 styrkþol 100 vött 56.900,- 45.520,-
515 styrkþol 100 vött 41.900,- 33.520,-
517 styrkþol 100 vött 61.900,- 49.520,-
Diamond-4 styrkþol 100 vött 22.800,- 18.240,-
410 styrkþol 100 vött 25.800,- 20.640,-
420 styrkþol 100 vött 32.800,- 26.240,-
430 styrkþol 125 vött 54.900,- 43.920,-
440 styrkþol 150 vött 64.900,- 51.920,-
Act Diamond 2x20 v. magnari 19.600,- 15.680,-
Verðlækkun á geisladiskum - mikið úrval!
30 • 60% afsláttur.
POPP - ROKK
KLASSÍK - JAZZ - BLUES
LÉTT TÓNLIST - ÍSLENSK TÓNLIST
YFIR1000 TITLAR
'I----1
ÁRMÚLA 17, REYKJAVÍK
SÍMAR: 68 88 40, 68 51 49 og 81 31 76