Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Skýrsla Enskilda um lífeyrissjóðakerfið Niðurstöðurnar komu ekki á óvart - segja fulltrúar lífeyrissjóðanna NIÐURSTÖÐUR breska ráðgjafarfyrirtækisins Enskilda um að þörf sé á fækkun og stækkun islensku lífeyrissjóðanna til að auka hagræð- ingu hjá þeim koma forráðamönnum íslensku sjóðanna ekki á óvart. Benda þeir á að lífeyrissjóðunum hafi fækkað verulega á undanförn- um árum og standi sú þróun enn yfir. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyqs- sjóða sagði að engin ný sannindi væru í skýrslu Enskilda eins og sagt var frá henni í Morgunblaðinu á miðvikudag. Benti hann á að lífeyris- sjóðunum væri stöðugt að fækka og benti á sameiningu 6—7 lífeyrissjóða á Norðurlandi sem nú er ákveðin, og margir sjóðir hefðu auk þess hætt að taka við iðgjöldum. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og varaformaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, sagði að stjómendur sjóðanna þyrftu alltaf að vera vak-‘ andi yfir rekstri þeirra og hagræða enda færi of stór hluti tekna þeirra í rekstur, sérstaklega hjá minni sjóð- unum. Það væri ekki ný uppgötvun hjá bresku ráðgjöfunum að hagræð- ingu mætti m.a. gera með stækkun sjóðanna og þróunin hafí verið í þá átt. Enskilda bendir á mismunandi lánskjör sjóðanna til félagsmanna og leggur til að þau verði samræmd. Magnús bendir á að ákveðin mót- sögn felist í skýrslunni að þessu leyti. Annars vegar væri talað um að auka samkeppni meðal lífeyrissjóðanna og fólk myndi þá sækja í þá sjóði sem byðu best en hins vegar væri bent á mismunandi lánakjör til félags- manna og sagt að þau þyrfti að samræma. Hrafn sagði að óskir um hófleg kjör á lánum lífeyrissjóðanna til félagsmanna hefðu komið frá aðilum vinnumarkaðarins eftir kjarasamninga. Sagði hann að það sýndi sig að beint samband væri milli lágra útlánsvaxta og lélegrar ávöxtunar sjóðanna og sagðist hann geta tekið undir það að óeðlilegt væri að lífeyrissjóðirnir niðurgreiddu vexti. Hrafn sagði að samkvæmt lánakönnun sem SAL gerði skiptust kjörin á lánum til félagsmanna í tvö hom. Annars vegar væru sjóðimir á samningssviði ASí með 7—9% vexti og hins vegar lífeyrissjóðir sem eng- ar áhyggjur þyrfti að hafa af fram- tíð sinni eins og opinberu sjóðimir með 5,5% vexti. Tölvunámskeið 2. -13. nóvember '92 Windows 3.1 og Works 2.0 9. -13. nóvemberkt 16:00-19:00 ••• Macintosh fyrir byrjendur Ritvinnsla, gagnasöfnun og stýrikerfi 2. -16. nóv. kl. 19:30-22:30 tvisvar í viku eða 9. -13. nóvemberkl. 16:00-19:00 ••• Excel framhaldsnámskeið 2. - 5. nóvember kl. 13:00-16:00 ••• Staðarnet Undirstaða netkerfa og netvæðingar 11.-13. ágústkl. 8:30-12:30 ••• PageMaker Macintosh og PC 3. • 17. nóv. ki. 19:30-22:30 tvisvar í viku ••• I Word 5.0 á Macintosh | 2. - 6. nóvember kl. 9:00-12:00 Tölvu- og verkfræðiþjónustan : - *í.eci 16 • stöfnuð 1. mars 1986 Sími 68 80 90 Samkvæmt núgildandi lögum um lífeyrissjóði er öllum launþegum og atvinnurekendum rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps. Bresku ráðgjafarnir telja koma til greina að minnka tengsl lífeyrissjóða við verkalýðsfélög í því skyni að hvetja til hagræðingar og það geti gert bæði atvinnurekendum og launþeg- um kleift að velja sér lífeyrissjóð. Magnús sagði þegar leitað var álits hans á þessu atriði að tengsl lífeyris- sjóðanna væru við atvinnurekendur eins og launþega og ættu báðir aðil- ar jafn marga fulltrúa í stjórnum þeirra. Hann sagði að ekki væri al- veg lokað fyrir það að menn veldu sér lífeyrissjóð og nefndi í því sam- bandi að félagar í VR væru í 12 eða 13 lífeyrissjóðum. Hrafn vísaði frá sér að ræða breytingar á þessu, sagði að aðilar vinnumarkaðarins yrðu að ræða það. Hann benti hins vegar á að Enskilda setti fram þessa hugmynd en algerlega væri eftir að útfæra hana. Ávöxtun ríkisbréfa * íjúnítil okt. 1992 Haesta * 6 mánaða bréf 10.06 29.06 29.07 26.08 29.09 28.10 10,0 Útboð á ríkisbréfum Avöxtun hækkar lít- illega aftur ÁVÖXTUN á ríkisbréfum hækk- aði lítillega aftur frá síðasta út- boði, sem var fyrir mánuði. Meðal- ávöxtun á útboði sem fram fór á miðvikudag reyndist vera var 10,73%, en var 10,56% í síðasta útboði en 11,08% í útboði sem fram fór í ágúst. Þá eru tilboðin verulega lægri en þau hafa verið í fyrri útboðum eða 476 milljónir króna samanborið við 730 milljón- ir í september og 848 milljónir í ágúst. Ríkisbréf eru til sex mánaða og þetta var sjötta útboðið sem farið hefur fram á þessu ári frá því út- boðskerfið var tekið upp. Alls bárust 45 gild tilboð í ríkisbréf að fjárhæð 476 milljónir, en heildarfjárhæð tek- inna tilboða er 364 milljónir króna frá 35 aðilum. ...alltaftil að •O- tiyggja íttvinnu KIRKJUÞING Mikilsverð mál rædd af rökvísi og ákveðni - sagði Oiafur Skúlason, biskup Islands, í þingslitaræðu í þingslitaræðu sinni lagði herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, áherslu á að Kirkjuþing hefði verið málefnalegt og fulltrúar þess hefðu rætt um mikilsverð málefni af rökvísi og ákveðni. Hann vék í orðum sínum að umfjöllun fjölmiðla og rakti vaxandi áhuga þeirra til þess að ekki væri aðeins fjallað um þrengstu kirkjuleg málefni á þinginu. Tekið væri á þjóðmálum eftir því sem kirkjunn- ar menn álitu að þeir gætu komið að gagni hvort heldur í ábending- um og gagnrýni eða með beinum tillögum til úrbóta. „Að Kirkjuþing skyldi fjalla um áfengis- og fíkniefnavandann kem- ur ekki á óvart en að það skyldi líka hafa skoðun á atvinnuleysi og vanda þeirra sem klukkan kallar ekki lengur til starfa vakti athygli. En hví skyldi kirkjan ekki einmitt gera þetta? Getur þjóðkirkjan okk- ar risið undir nafni ef hún er blind á þjóðfélagið?" sagði hr. Ólafur m.a. í ræðu sinni. Hann sagði að það væru ekki tóm orð þegar söfnuðurinn bæði sérstaklega í hverri einustu messu fyrir þeim sem með störfum sínum hefðu meiri áhrif á hag annarra en gengur og gerðist. „Við biðjum fyrir þeim af því að verk þeirra — eða aðgerðarleysi — hafa áhrif á svo til hvert einasta mannsbam á landi okkar. En samfara bænum þarf að fara ábending og upplýsing í anda hans sem gekk um kring og gjörði gott og hikaði ekki við að velta um borðum víxlaranna þegar þeir voru svo jarðbundnir að þeir misnotuðu sjálfan helgidóm- inn,“ sagði hann. Hr. Ólafur sagði að þegar litið væri yfir mál þingsins væru mörg þess eðlis að ástæða væri til að gleðjast yfir þeim. „Þar rís Skál- holtsskóli hvað hæst og er brýn nauðsyn á afgreiðslu Alþingis á frumvarpi þessu sem fyrst. Og nátengd vonum um Skálholt, skóla og starf, er hin nýja braut við guð- fræðideildina sem mun mennta djákna og búa þá undir þjónustu í kirkjunni. Þá má einnig nefna könnun á stöðu þjóðkirkju og sam- spili hennar við þætti ríkisins," Morgunblaðið/Kristinn Hr. Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, flytur þingslitaræðu sína í gær. sagði hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, í þingslitaræðu sinni á Kirkjuþingi í gær. Efnt verði til ráðstefnu um félags- legt réttlæti á tímum samdráttar I ályktun Kirkjuþings um að kanna aðstoð við atvinnulausa er því beint til þjóðmálanefndar kirkjunnar að hún kanni mögu- leika á að efna til ráðstefnu í samvinnu við nefnda aðila um efnið: Félagslegt réttlæti á tím- um samdráttar. Þá felur þingið kirkjuráði að athuga hvort hægt sé að verja fjármunum úr sam- eiginlegum sjóði safnaðanna til að styrkja sérstaklega þann þátt MEÐAL þess sem sérstaklega er lögð áhersla á í þingsályktun Kirkjuþings um að efla stöðu heimilisins og fjölskyldunnar er að skattleysismörk verði hækk- uð, heimavinnandi fólki verði tryggðar fullar tryggingabætur, fæðingar- og sjúkradagpeningar og að fólki með veik börn fatl- aða eða aldraða á heimilum sín- um verði gert fjárhagslega mögulegt að sinna þeim. í þingsályktuninni, sem var sam- þykkt samhljóða, er skorað á stjómvöld að gera allt sem í þeirra valdi standi til að efla stöðu heim- ilisins og íjölskyldunnar og gæta þess að spamaðar- og aðhaldsað- gerðir þrengi ekki möguleika þeirra til að sinna uppeldi barna og umönnun sjúkra, fatlaðra og aldr- aðra. í því sambandi áréttar Kirkju- þing nauðsyn þess að mörkuð verði ákveðin fjölskyldustefna og stað- fest með löggjöf þar sem ytri rétt- arstaða og fjárhagsgmndvöllur hvers heimilis verði tryggður hver sem fjölskyldugerðin sé. Kirkjuþing leggur sérstaka áherslu á að skattleysismörk verði hækkuð, að fullur (100%) persónu- afsláttur verði millifæranlegur til maka, að tryggja heimavinnandi fólki fullar tryggingabætur, fæð- ingar- og sjúkradagpeninga, að tryggja framfærslumöguleika ein- stæðra foreldra án þess að vinna gegn hjónabandi eða sambúð, að ellilífeyrir verði ekki skertur hjá fólki í hjúskap, að fólki, sem hefur í starfi Hjálparstofnunar kirkj- unnar er lýtur að neyðarhjálp innanlands. Þingið beinir því til hjálparstofnunarinnar hvort ekki sé rétt að velg'a athygli á þessu málefni sérstaklega við söfnuðina á komandi aðventu. Kirkjuþing vekur athygli á þeim alvarlega vanda sem atvinnuleysi veldur í lífí einstaklinga og heimila og hvetur stjórnmálamenn og alla veik börn, fatlaða eða aldraða á eigin heimilum verði gert íjárhags- lega mögulegt að sinna þeim og að efla ráðgjafarstarf og fjöl- skylduvemd og almenna heimilis- og hússtjómarfræðslu. Því er fagnað að Skálholt sé á ný biskupssetur er vígslubiskups- hjón hafi sest þar að. Jafnframt er bættri starfsaðstöðu vígslubisk- ups á Hólum fagnað. Varðandi fjár- hagslega ábyrgð í Skálholti styður Kirkjuþing þá stefnu að ráðinn verði starfsmaður sem beri titilinn ráðsmaður og annist þau verkefni sem honum verða falin af vígslu- biskupi og rektor Skálholtsskóla samkvæmt sérstökum samningi. í nefndaráliti fjárhagsnefndar um þingsályktunartillögu um þá sem forystu gegna í atvinnulíf- inu til að taka höndum saman og leita nýrra lausna og veija umfram allt hag þeirra sem minnst mega sín. Sérstaklega segir að hafa beri í huga hag þeirra sem ekki njóta réttar til atvinnuleysisbóta sökum nýlokins náms, veikinda eða af öðrum ástæðum. Prestar, héraðsnefndir prófasts- dæma og söfnuðir þjóðkirkjunnar eru hvattir til að veita aukna sál- gæslu, fræðslu og leiðsögn þeim sem orðið hafa fyrir barðinu á at- vinnuleysi eða búa við mjög skert kjör sökum framleiðslustjómunar. Talað er um að samráð sé haft við samtök atvinnurekenda, launþega, sveitarfélög og landssamtök at- vinnulausra um leiðir til aðstoðar og úrbóta. Kirkjuþing beinir því til kirkju- ráðs og undirbúningsnefndar kristnitökuhátíðar að kanna mögu- leika þess að unnar verði vandaðar fræðslumyndir um kristna trú og kirkjuna í sögu og samtíð. skipulag íslensku þjóðkirkjunnar felur Kirkjuþing kirkjuráði að skipa fímm manna nefnd til að gera út- tekt á skipulagi íslensku þjóðkirkj- unnar og sambandi hennar við rík- isvaldið. í nefndinni sitji fimm menn tilnefndir af biskupi, kirkjumálaráðherra, guðfræðideild Háskólans, stjórn Prestafélags ís- lands og Lagastofnun Háskólans. Hún fái heimild til að ráða sér starfsmann. Nefndin skili greinar- gerð um stöðu mála á Kirkuþingi 1993. Hvatt til hækkunar skattleysismarka Nauðsyn á styrkari tengslum Kirkju- þings og safnaða í nefndaráliti allsheijarnefndar um skýrslu biskups og kirkjuráös er m.a. lýst nauðsyn þess að styrlg'a tengsl Kirkjuþings og safnað- anna í landinu og tekur nefndin undir ósk biskups um að prófastar ætli kirkjuþingsmönnum tíma á héraðsfundum enda teljist það hlut- verk þeirra að sitja héraðsfundi og gera grein fyrir störfum kirkju- þings og taka við tillögum héraðsfunda um málefni sem þeir óski eftir að flutt verði á Kirkjuþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.