Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGLjR 1. NQVEMBER 1992 7, Sæhestur, haffru og kynjafiskar Mósaikveggmynd Sveins Björnssonar í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar Friedrich Oidtmann og Sveinn Björnsson á sundlaugarbarminum LÍFLAUS steinveggur er orðinn að ævintýri; litríku ævintýri með syndandi furðufiskum, dreym- andi haffrú og forvitnum sæ- hesti. Og hugarflugið hverfist inn í hugmyndaheim barnanna, inn í ævintýri kynlegra sjávar- dýra. „Börn eru oft hrædd við vatn. Eg vildi skapa ævintýri fyrir þau, gera þau ánægðari í vatninu — og ef börnin eru ánægð, þá er fullorðna fólkið það líka,“ segir listamaðurinn Sveinn Björnsson. Við stöndum á sundlaugarbarmi í Suðurbæjarlaug Hafnaríjarðar og horfum á þýska handverksmenn „Oidtmenn" leggja síðustu hönd á mósaikmynd Sveins. Já, þeir kalla sig „Oidtmenn" sem vinna hjá þýska fyrirtækinu, Oidtmann í Linnich, og eru stoltir af. Enda er fyrirtækið með virtustu mósaik- og glerlistaverkstæðum í heimi; fjölskyldufyrirtæki sem á 125 ára sögu að baki. Fjórða kynslóð á fjölskyldut- rénu, Friedrich Oidtmann, sem stjórnar fyrirtækinu ásamt bróður sínum Ludovikus, stendur hjá og fylgist grannt með að allt sé vel unnið. „Okkár hlutverk er að gefa hugmynd listamannsins líf,“ segir Friedrich. Og hann vill ekki kalla sitt fólk listamenn, heldur hand- verksfólk. Oidtmann-fyrirtækið hefur unn- ið mörg listaverk hér á landi, með- al annars mósaikmyndina á Toll- stöðinni í Reykjavík og steinda glugga í Skálholtskirkju og víð- ar.„„En við reynum alltaf að fá bestu listamennina," segir Fri- edrich Oidtmann. Steindir kirkjugluggar og mósa- ikmyndir á opinberum byggingum, en slík listaverk eru sjaldgæf á sundlaugarveggjum. - Hvernig kom þessi hugmynd til? _ „Ég var hér í sundlauginni klukkan átta á hveijum morgni og alltaf að sjá þennan kalda stein- vegg,“ segir Sveinn. „Smám sam- an fór ég að klippa saman hug- myndir. Sendi síðan uppdrátt að mósaikveggskreytingu á bæj- arstjórnarfund í Hafnarfirði. Og viti menn — hugmyndin var sam- þykkt samhljóða, sem er mjög sjaldgæft á bæjarstjórnarfundum hér.“ Og „Oidtmenn" hrifust af hug- myndinni. Klippimyndin var stækkuð og send til Þýskalands. Sveinn fór síðan til Þýskalands í haust til að velja steinana. „En mér datt aldrei í hug að það yrðu 17 litir í bláa fiskinum og 15 rauð- ir litir í haffrúnni. Og hugsaðu þér — í myndinni eru 175 þúsund stein- ar.“ Veggmyndin, 12,5 metrar á breidd og 2 metrar há, er fyrsta mósaikmynd Sveins. Hann segir að með henni sé gamall draumur að rætast. „Mig dreymdi alltaf um að gera mósaikmyndir. Sá svo mikið af þeim uppi í fjöllum á ítal- íu og var stjarfur yfír fegurð þeirra.“ Veggmynd Sveins á eflaust eftir að kveikja hugarflug og létta lund margra sundlaugargesta. Haffrú í rauðum ástarlit siglir dreymandi um djúpin, með annað augað blátt, hitt brúnt. Hann segir að ein vin- kona sín sé svona eygð, en að ævintýrið um haffrúna sem bar alltaf físk á land til Krísuvíkurbúa, hafi líka spilað inn í. Rauði liturinn spilar alls staðar inn í. Fjólublár kynjafískur með unga á baki og rauðar rákir; svart- ur fískur teygir ugga upp í rauða fleti; blár fískur með rauða ástar- rák. Það er fijálst í sjávarsal hjá listamanninum, enda uppalinn í Eyjum. „Mínir fiskar tákna ástina og lífíð. Það var þungt yfír öllum, ef ekkert fiskaðist í Eyjum, en allt fór í gang í aflahrotum." Já, Sveinn segir „fískur er ást.“ Og sonur hans, Erlendur Sveinsson, kvik- myndagerðarmaður nefnir eina myndsína„Lífið er saltfiskur.“ Eitthvað svo skemmtilega ís- lenskt í kringum alla fiskana hans Sveins sem birst hafa í málverkum og veggmyndum hans í gegnum árin. Hér eykur grænn sæhestur á dulúðina. Og ekki spilla grænt og brúnt tungl sem afmarka mynd- flötinn. Það verður gaman að synda inn í ævintýrið á veggnum. O.SV.B. Hefur síminn þinn happanúmer? Símanúmer þitt er númer happdrættismiðans Nú byggjum við nýja sundlaug fyrir börnin okkar STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11 - 13, Reykjavík Kaup á miða í símahappdrættinu styðja framkvæmdir félagsíns í þágu fatlaðra barna |S| ilAl#IÍ\gSITT3iP" •• STJORNU- BORGIR A m s t e r d a m 5.nóv 3n/4d 5. nóv 5n/6d 6. nóv 4n/5d 6.nóv 7n/8d 12.nóv 3n/4d 12. nóv 5n/6d 13. nóv 4n/5d 13.nóv 7n/8d 19.nóv 3n/4d 19. nóv 5n/6d 20. nóv 4n/5d 20.nóv 7n/8d 26.nóv 3n/4d 26jióv 5n/6d 27jióv 4n/5d biðlisti biðlisti fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus laus sæti fá sæti laus biðlisti biðlisti laussæti laus sæti laus sæti laus sæti laus sæti Vcrðfra* 31.000 36200 33.600 46.300 31.000 36200 33.600 46.300 31.000 36.200 33.600 46.300 31.000 36200 33.600 4. nóv 7n/8d 5. nóv 3n/4d 6. nóv 3n/4d 9.nóv 7n/8d 11. nóv 7n/8d 12. nóv 3n/4d 13. nóv 3n/4d 16.nóv 7n/8d 18. nóv 7n/8d 19. nóv 3n/4d 20. nóv 3n/4d 23.nóv 7n/8d 26. nóv 3n/4d 27. nóv 3n/4d laus sæti biðlisti fá sæti laus laus sæti laus sæti laus sæti laus sæti fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus fá sæti laus laus sæti fá sæti laus G 1 a s g 3.nóv 4n/5d laussæti 3jióv 7n/8d fásætilaus 7.nóv 3n/4d biðlisti 7.nóv 7n/8d fá sæti laus 10.nóv 4n/5d fásætilaus lO.nóv 7n/8d fásætilaus 14.nóv 3n/4d fásætilaus 14.nóv 7n/8d laussæti 17jióv 4n/5d iaussæti 17.nóv 7n/8d laussæti 21.nóv 3n/4d fasætilaus 21.nóv 7n/8d laussæti 24.nóv 4n/5d laussæti 24.nóv 7n/8d laus sæti 28.nóv 3n/4d laus sæti 28.nóv 7n/8d laussæti B a 1 t i m o 6.nóv 13.nóv 18.nóv 20.nóv 20.nóv 23.nóv •25.nóv 27.nóv 27.nóv 3n/4d 3n/4d 7n/8d 3n/4d 7n/8d 7n/8d 7n/8d 3n/4d 7n/8d N e w Vcrðfrá* 45.380 29.840 29.840 45.380 45.380 29.840 29.840 45380 45.380 29.840 29.840 45380 29.840 29.840 Ver&frá* 27.160 37.130 24.990 37.130 27.160 37.130 24.990 37.130 27.160 37.130 24.990 37.130 27.160 37.130 24.990 37.130 !aus sæti laus sæti laussæti fásætilaus laus sxti fá s.iui laus laus sæti fá sæti laus laussæti 3n/4d biðlisti 4n/5d biðlisti ' 3n/4d fá sæti laus ' 4n/5d fá sæti laus ' 7n/8d laussæti r 7n/8d laussxti ' 3n/4d biðlisti ' 7n/8d biðlisti r 4n/5d laussxti ' 7n/8d fásætilaus r 7n/8d fásæúlaus r 7n/8d biðlisti ■ 7n/8d laussæti r 7n/8d laussæri / 3n/4d fá sæti íaus / 7n/8d laus sæti / 4n/5d laussæti / 7n/8d laussæti / 7n/8d fá sæti laus / 7n/8d laus sxri VaSlri’ 37.000 37.000 49.590 37.000 53.190 49.590 49.590 37.000 53.190 Verðfrá* 37.900 40.600 37.900 40.600 54.610 54.610 37.900 58.210 40.600 58210 582210 58.210 54.610 54.610 37.900 58.210 40.600 58210 58210 58.210 ^Verð á mann í tvíbýli á góðu hóteli. Hafðu samband við sölu- skrifstofur Hugleiða, umboðsmenn félagsins um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá ld. 8-18). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.