Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 19 hins gífurlega hvata sem er til stað- ar hvarvetna þar sem fólk er til- búið til að kaupa fíkniefni. Það gleð- ur mig að í nokkrum hverfum New York-borgar hafa menn kveikt á perunni og þessi hverfi eru núna líklega laus við eiturlyfjasala. Ég vonast til þess að þegar árangurinn af þessari aðferð verður kunnur, verði vakning í Bandaríkjunum. Aðferðin ber árangur allstaðar þar sem henni er beitt.“ Þykjustustríó ríkisstjórnarinnar „Ég fæ reglulega upphringingar frá fulltrúum í DEA, [bandarísku fíkniefnalögreglunni], sem leita til mín eftir upplýsingum um þykjustu- stríð Bandaríkjastjórnar. í einu slíku samtali fyrir skemmstu var mér tjáð að fjölda lögreglufulltrúa sem unnu að rannsókn „peninga- þvottamáls" hefði verið skipað að hætta í miðjum klíðum, og hand- taka strax alla þá sem lágu undir grun. Ástæðan var sú að forseta- kosningarnar nálgast og ríkis- stjómin vildi „upplýsa" þjóðina um meiriháttar sigur í eiturlyfjastríð- inu. Ef þú fyigist með fréttasend- ingum sérðu að Bandaríkjastjóm hefur lýst yfír sigri í stærsta eitur- lyijamálinu nokkru sinni, sem nefnt var Green Ice. Þetta tiltekna mál mun engin áhrif hafa á framboð af fíkniefnum, en það varð að póli- tísku verkfæri í höndum ríkisstjóm- arinnar og tilgangurinn var sá að afla George Bush vinsælda og láta líta út sem hann hefði náð veruleg- um árangri í eiturlyfjastríðinu. Raunin er hins vegar sú að það síg- ur stöðugt á ógæfuhliðina." Fjölmiðlar notaðir til að blekkja almenning Levine hefur verið pistlahöfundur í bandarískum dagblöðum og tíma- ritum og komið fram í sjónvarpi og útvarpi vítt og breitt um Bandarík- in og kynnt aðferðir sínar. Hann segir að bandarískir fjölmiðlar sýni almenningi ekki rétta mynd af vem- leikanum. „Mín rödd heyrist ekki í fjölmiðlunum þegar Bandaríkja- stjórn sendir út af örkinni yfírmann DEA, skipaðan af Bandaríkjafor- seta, til að tilkynna um nýja sigra í stríðinu. Almenningur lætur glepj- ast. Yfirmaður DEA er Robert Martinez. Hver er hann? Fyrir það fyrsta hefur hann enga reynslu á sviði fíkniefnamála. Hann var ríkis- stjóri í Flórída, þar sem fíkniefna- vandinn er mestur í heiminum. Þeg- ar yfirmaður DEA gefur út tilkynn- ingar um að sigur hafí unnist í Stríðinu gegn eiturlyfjum ijúka menn upp til handa og fóta og stilla upp hljóðnemum og myndavélum fyrir framan hann. Eg er bara fyrr- verandi fulltrúi í DEA, en ef þú skoðar feril minn kemstu að raun um að ég hef borið vitni sem sér- fræðingur í yfir 200 réttarhöldum. Ég hef ekki tapað máli í 20 ár og á að baki stærsta sigurinn á þessu sviði í sögu Bandaríkjanna. Það virðist ekki skipta jafnmiklu máli og nafnbætur. Áfleiðingin er sú að bandarískur almenningur heyrir aðeins hluta af sannleikanum, að- eins þann hluta sem fjölmiðlarnir veita mér tækifæri til að miðla. Fjölmiðlarnir, sem leiddu til af- annar þeirra. Hinn horfði í kringum sig og yppti öxlum. „Quién sabe?" [Hver veit]. Að kveldi 30. mars réðumst við inn í íbúðina en hún var mannlaus. Þeir höfðu hætt starfseminni. í fyrsta sinn f þtjú ár voru eiturlyf ekki til sölu í kjallaranum. Auðvitað höfðu þeir að öllum líkindum aðeins fært sig um set, þangað sem ekki var ekki alveg jafn „heitt“ og voru enn að selja dóp. En hvað myndi gerast ef stefoubreytingyrði innan- lands og látið yrði til skarar skríða gegn neytandanum og litið á hann sem óvin þjóðarinnar? Yrði þá hægt að færa sig um set á staði þar sem minni „hiti“ væri? Kínveijar og Jap- anir gerðu þetta. Hví ekki Banda- ríkin?“ sagnar Nixon fyrrum Bandaríkja- forseta í Watergate-málinu, hafa skyndilega ekki dug í sér til að af- hjúpa þetta þykjustustríð gegn eit- urlyfjavánni. John Kerry öldunga- deildarþingmaður var í forsvari þingnefndar sem rannsakaði þátt ríkisstjórnarinnar í eiturlyfjavið- skiptum, en gróðinn átti að renna til Contra-skæruliða í Nikaragua. Yfírheyrslumar fóru fram fyrir luktum dyrum og vitnisburðum var haldið leyndum. Ásakanir á hendur stjórnvöldum eru hrikalegar. Þær eru á þá leið að á sama tíma og við lögðum 100 milljónir dollara skatta á bandarísku þjóðina til bar- áttunnar gegn fíkniefnavandanum stunduðu CIA og Oliver North eiturlyfjaviðskipti og héldu hlí- fískildi yfir eiturlyfjabarónum. Costa Rica hefur lagt fram ákæru á hendur Oljver North fyrir eitur- lyfjasmygl. í lok rannsóknarinnar sagði Kerry öldungadeildarþing- maður: „Bandaríska réttarkerfíð var afskræmt og bandaríska þjóðin dregin á tálar.“ Samt var enginn embættismaður ákærður fyrir þennan glæp. Við höfum ekki leng- ur áræði til að komast til botns í þessu máli. í stjórnartíð Reagans og Bush er skyndilega allt breytt og svo virðist sem fjölmiðlar vilji ekki fjalla um kjama málsins. Al- menningi stendur á sama um þessi mál núna og það eina sem skiptir fólk máli er pyngjan og fjárfesting- amar... afkoman," sagði Levine. Bóknió berst gegn árangri „í Bandaríkjunum hefur á fjár- lögum undanfarinna ára verið varið 100 milljörðum dollara árlega til baráttunnar gegn fíkniefnavandan- um og árangurinn er alls enginn. Á síðasta ári eyddi bandaríski herinn 500 milljónum dollara í ratsjárkerfi til að koma í veg fyrir eiturlyfja- smygl. Þeir handtóku ekki einn ein- asta smyglara. Þú gætir líklega veitt öllum atvinnuleysingjum á Is- landi vinnu fyrir þessa peninga. Eiturlyfjavandinn úti á götum borg- anna er hvergi meiri en í Bandaríkj- unum. Bandaríska aðferðin hefur fært sönnur á það eitt að hún er gagnslaus. Tveggja áratuga Stríð gegn eiturlyfjum í Bandaríkjunum hefur alið af sér tröllaukið bákn sem neitar að hverfa. Stjómendur innan fílabeinsturnsins gera sér grein fyr- ir því að náist raunverulegur árang- ur á þessu sviði leiðir það til lægri fjárveitinga, lögregluembættin missa mannafla og hið sama mun gerast á íslandi og alls staðar þar sem bandaríska aðferðin er notuð. Óvinurinn er ekki eiturlyfjasalinn heldur eiturlyfjahagkerfið." Sjö „krakkbörn" fæðast á klukkustund .Levine benti á að þegar Sjang- Kai-Chek var um skamma hríð við völd í Kína árið 1948 hefðu um 17 milljónir ópíumþræla verið í land- inu. „Hann gaf út tilskipun þess efnis að annað hvort hætti fólk að neyta ópíums sjálfviljugt eða því yrði komið fyrir á geðveikrahælum. Hann lét taka af lífí 27 ópíumsala sem ekki létu segjast og að þremur árum liðnum var þetta vandamál úr sögunni. Menn minnast örlaga ópíumsalanna enn með hryllingi, en gleyma því að fyrir þremur vikum voru 28 menn myrtir yfir eina helgi í Los Angeles. Éitt bam er myrt í Bandaríkjunum aðra hvora klukku- stund. Sjö „krakkböm" fæðast á hverri klukkustund í New York borg.“ Þegar blaðamaður hváði, sagði Levine: „Krakkböm em börn mæðra sem hafa reykt krakk [kóka- ínblöndu í föstu formi, innsk. blaða- maður] á meðgöngutímanum. Börnin fæðast með kókaínfíkn og heilaskemmdir. Félagsfræðingar halda því fram að afleiðingar kóka- ínneyslu mæðra á meðgöngutíman- um verði þær að afkvæmin verði haldin persónuleikatraflun sem bijótist út í andfélagslegri afstöðu. Með öðram orðum eru þau upprenn- andi glæpamenn. Við eram að ala af okkur kynslóð glæpamanna." og býbur þér hlutdeild í gæbum heimsins: GULLMA STRÖMDIM OG SILLURHÖTM Puerto Plata á draumaeynni Dómeníku á ábur óþekktu veröi: 1. fl. gisting 4 ****hótel í Edensgaröi viö pálmum skrýdda hitabeltisströnd og allt innifaliö: Fullt fæöi, íþróttir, skemmtanir, vín, bjór og allir drykkir ómældir. Kynningarverö: Samningsverö Heimsklúbbsins aöeins kr. 3000 á dag. Kynning: Ingólfur Guðbrandsson kynnir karabísku eyna DÓMINÍKU með myndasýningu íÁrsal Hótels Sögu kl. 16.00 ídag. Ókeypis aðgangur fyrir kaffigesti. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS KYNNIR: Á eyjum Karíbahafs ríkir eilíft vor og sumar. í þeirri sumarparadís rætist ferðadraumurinn sem flestir þrá. DÓMINÍKA er heillandi heimur, nú kynnt íslendingum í fyrsta sinn. Sögufrægust er hún af eyjum Karíbahafs og flestum fegurri. Verðlag þar er samt miklu lægra en annars staðar og með samningum Heimsklúbbsins aðeins um þriðjungur þess sem algengt er í Vestur Indíum. Óskaveður: Lofthiti 23—27° C, sjávarhiti 24—25°C. Frábær golfvöllur, úrval veitingastaða, diskótek, nætur- klúbbur, kynnisferðir um fagurt land og til höfuðborgar- innar Santo Domingo, þar sem saga Nýja heimsins hófst. Ferðatilhögun: Flug til New York, gisting. Flug til Puerto Plata og dvöl þar í 1, 2 eba 3 vikur. Heimflug um New York. Brottför vikulega frá 1. janúar 1993. HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI17,4. hæð 101 REYKJAVIK*SIMI 620400*FAX 626564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.