Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 27 Aldarminning Björn Arnason bifreiða- stjóri, Guðfinna Sigurð- ardóttir húsmóðir Björn: Fæddur 2. maí 1889 Dáinn 14. júlí 1979 Guðfinna: Fædd 2. nóvember 1892 Dáin 28. janúar 1978 Mig langar að minnast í nokkrum orðum hjónanna Guðfínnu Sigurð- ardóttur og Björns Ámasonar sem lengst af bjuggu í Ási á Hverfís- götu 35 í Hafnarfírði en síðan að Brekkuhvammi 2. Guðfinna var fædd að Efra-Hóli undir Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Sigurlaugar Einarsdóttur frá Ysta- Skála í Steinasókn og Sigurðar Jónssonar frá Efra Hóli. Guðfínna missti móður sína aðeins tveggja ára og árið eftir flyst Sigurður með Guðfínnu og bróður hennar Sigur- jóni ásamt sjö heimamanneskjum að Mosfelli. Þar kynnist Sigurður seinni konu sinni Guðrúnu Árna- dóttur frá Móum á Kjalarnesi sem gekk Guðfínnu í móður stað. Guð- rún og Sigurður fluttu að Ási við Hafnarfjörð 1899. Sigurður drukknaði 1912 frá 10 börnum er Kútter Geir frá Hafnarfírði fórst. Guðrún ól síðan bamahópinn upp með dyggri aðstoð Guðfinnu og Siguijóns. Systkini puðfinnu fædd í Ási voru Árni og Ásmundur skip- stjórar, Ásmundur fórst með Reykjaborginni, Sigurlaugur vél- stjóri, Anna saumakona, Sigríður, Sólveig og Sigrún húsmæður, Jónas skipstjóri og fyrrverandi skóíastjóri Stýrimannaskólans. Dóttir Guðrún- ar af seinna hjónabandi var Sigur- rós Oddgeirsdóttir símastarfsmað- ur. Einnig var alin upp á heimilinu frænka Guðrúnar, Sigríður Bjama- dóttir hárgreiðslumeistari. Af þess- um hópi em Anna, Jónas og Sigríð- ur Bjamadóttir á lífí. Bjöm var fæddur í Hólakoti á Álftanesi sonur Árna Bjamasonar bónda þar og Guðlaugar Björns- dóttur frá Jórvík í Álftaveri. Björn var einkasonur móður sinnar en mér er aðeins kunnugt um einn hálfbróður hans, Helga, sem drukknaði með fiskiskipinu Svanin- um 1912. Þegar Bjöm var sex ára gamall lést faðir hans og móðir hans hlaut að fara í vinnumennsku til að afla þeim lífsviðurværis. 1907 lá leið þeirra til Hafnarfjarðar þar sem Bjöm stundaði sjómennsku en einnig dvaldist hann í eitt ár við ýmis störf í Noregi. Árið 1915 giftu Guðfínna og Björn sig og stofnuðu heimili. Bjó Guðlaug hjá þeim til dauðadags. Bjöm fór að stunda landvinnu og síðar keypti hann vömbifreið og var einn af stofnendum Vömbifreiðar- stöðvar Hafnaifyarðar. Þau hjónin reistu myndarlegt hús að Hverfís- götu 35 í Hafnarfirði og bjuggu þar lengst af. Tvær dætur þeirra Guðfinnu og Bjöms létust í bemsku en böm þeirra önnur era, Guðlaug, er gift var Bimi Sveinbjömssyni verkfræð- ingi, sem er látinn, Sigurlaug, gift Birni Pálssyni ljósmyndara og Sig- urður ópemsöngvari, kvæntur Sieg- linde Kahmann óperusöngkonu. Börn Sigurlaugar og Björns em Páll sagnfræðingur og Guðfínna sjúkraþjálfari, gift Bjamsteini Þórs- syni rafvélavirkja. Böm Sigurðar og Sieglinde em Daníel nemi í arki- tektúr og Guðfínna framkvæmda- stjóri. Björn og Guðfínna vom sérlega samrýnd í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Trúin á drottin var það sem batt þau sterkast saman og engum sem kom að Hverfísgötu 35 í Ás, heimili þeirra, duldist sú rósemi og friður sem yfír heimilinu hvíldi. Sérstök hátíðarstund var er sest var að borðum á helgidögum og ætíð fóm Björn eða Guðfínna með eftirfarandi borðbæn fyrir máltíð og þeir er til borðs sátu skynjuðu að hér var ekki aðeins matur á borðum. Gef os í dag vort daglegt brauð. Vor drottin guð, af þínum auð. Vort líf og eign og bústað blessa. Og blessa nú oss máltíð þessa. En gef, vér aldrei gleymum þér. Er gjafa þinna njótum vér. Systkinin á heimilinu voru mjög tónelsk og léku öll á hljóðfæri. Sig- urður fór til söngnáms í Þýska- landi. Meðan Sigurður söng í Þýskalandi var hugur þeirra ætíð nálægur honum og mikil var ánægja þeirra hjóna er Sigurður flutti heim með fjölskyldu sína að fá að eyða ævikvöldinu í nálægð allra bama sinna. Guðfínna og Björn létu talsvert til sín taka í trúmálum. Björn hreifst af starfi séra Friðriks Friðrikssonar og þeir urðu félagar og samstarfs- menn. Var Björn einn af þeim er veitti bamastarfi KFUM og K for- ystu í Hafnarfirði. Þrátt fyrir mikla vinnu við akstur bifreiðar sinnar hélt Björn alltaf hvfldardaginn heilagan. Það getur sá sem þetta skrifar vitnað um. Átti sá ótal ferðir með Bimi í rauða- malamámu sunnan Hafnarfjarðar. Undantekning frá þessu var ef bjarga þurfti fiski úr skipi í vinnslu. Þá kom ekki annað til greina en að vinna á sunnudögum. Sá sem þessar línur ritar fæddist einn sumardag að Hverfísgötu 35 fyrir 46 ámm og naut ætíð hlýju, alúðar og bæna Bjöms og Guð- fínnu. Megi drottinn blessa minn- ingu þeirra. Árni Björn Jónasson. Rafn Sigurðsson. Röng mynd birtist með minningargrein Þau mistök urðu við vinnslu laugardagsblaðs Morgunblaðsins að ekki birtist rétt mynd með minningargreinum um Rafn Sig- urðsson sem lést 24. október sl. Morgunblaðið biður alla hlutaðeig- andi velvirðingar á mistökunum um leið og birt er rétt mynd. mns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík, Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Giafavörur. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstað, Garðabæ, sem lést 25. október, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudag- inn 3. nóvember kl. 13.30. , Ólafur Vilhjálmsson, Ólafur Helgi Ólafsson, Guðmundur Tr. Ólafsson, Alda Hauksdóttir, Vilhjálmur S. Ólafsson, Soffía Vala Tryggvadóttir, María Ólafsdóttir, Sveinn Jónsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Gunnar Á. Arnórsson, Logi Ólafsson, Ingibjörg Ó. Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ALICE DALMAR SÆVALDSSON, er lést 12. október í Horsens í Danmörku, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þann 3. nóvember kl. 15.00. Konráð Óskar Sævaldsson, Linda Konráðsdóttir, Páll Dalmar, Alice Konráðsson, Stefán Konráðsson, Aldís Ágústsdóttir, Hans- Christian Konráðsson. t Útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Nóatúni 30, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. október, ferfram fré Háteigs- kirkju miðvikudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Torfhildur Ingvarsdóttir, Svanhildur Ingvarsdóttir, Sveinn Guðbjartsson, Steinþór Ingvarsson, Lilja Sigurðardóttir, Jóna Ingvarsdóttir, Garðar Árnason, Guðmundur V. Ingvarsson, Sigrún Helgadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, ÁRNA FRÍMANNSSONAR símaverkstjóra, Skólagerði 12, Kópavogi. Ingibjörg Ragna Ólafsdóttir, Ingibjörg Narfadóttir, Frímann Árnason, Guðrún Ágústa Árnadóttir, Kristmundur Jónasson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, ömmu og langömmu, SVÖVU ÁSDlSAR JÓNSDÓTTUR. Lisbet Davíðsdóttir, Björn Óskarsson, Margrét Davíðsdóttir, Þorkeil Gíslason, Elín Davfðsdóttir, Sigurður Eirfksson, Svava Ásdís Davíðsdóttir, Guðmundur Sveinbjarnarson, Guðrún Björg Daviðsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDU KRISTJÖNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Huldulandi 1. Björn Þorkelsson, Jóhann Dagur Björnsson, Soffia Pálmadóttir, Valdimar Þór Jóhannsson, Jón Kristófer Jóhannsson, Kristjana Margrét Jóhannsdóttir. t Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar HARALDAR GEORGSSONAR, Haga, Gnúpverjarhreppi. Jóhanna Jóhannsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. MUNIÐ > Manor House Hotel HÓTELREKSTUR ERLENDIS Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis. Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35, símar 22013 og 20620 og Manor House hótel í síma 90 44 803 605164. DVELJIÐ Á EIGIN HÓTELUM ERLENDIS. Skilafrestur er til 1. nóvember 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.