Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 Minning Hjörleifur Vilhjáhns- son bóndi á Tungufelli Fæddur 22. janúar 1909 Dáinn 15. október 1992 Hjörleifur Vilhjálmsson frá Tungufelli andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 15. október síðastliðinn eftir stutt veikindi. Hann fékk hægt andlát og synir hans tveir voru hjá honum. Aðeins einu sinni áður hafði hann lagst inná spítala, þennan sama spítala, eða þegar hann fót- brotnaði árið 1958, enda með ein- dæmum hraustur alla tíð. Skömmu áður hafði hann flust alfarinn úr fæðingarsveit sinni út á Akranes, það átti því ekki fyrir honum að liggja að ílengjast annars staðar. Tungufellsmúlinn rís rétt fyrir innan miðja sveit og klýfur Lundar- reykjadalinn í tvennt. Undir grasi- gróinni Múlaöxlinni stendur Tungu- fellsbærinn og hefur gert allar göt- ur frá landnámstíð. Að sunnanverðu fellur Tunguá með þjóðveginum, en um nyrðri dalinn Grímsá úr Reyðar- vatni, og skiptir löndum, fyrst Odd- staða og Tungufells, og innar heimalöndum framdalsbæjanna frá afréttinum. Tungufellslandið liggur -því fremur hátt útfrá Múlanum nið- ur að báðum ánum, víða vel gróið með vallendi og mýrarflóum. Aður fyrr var á Tungufelli gott beijaland og enn má sjá síðustu leifar birki- skógar í Lundarreykjadal norður við Hrísbrekknafoss. I þessu um- hverfi fæddist og ólst Hjörleifur upp, yngstur sex systkina, hjá for- eldrum sínum, Vilhjálmi Hannes- syni og Guðrúnu Guðnadóttur, en þau voru ættuð úr Reykholtsdal og komu að Tungufelli rétt fyrir alda- mótin. Hjörleifur sótti meira í móð- urættina hvað varðar skapgerð og útlit. í bæjarrímum í kringum 1950 segir svo um Guðrúnu: Guðrún nógar gáfur ber gervileg á velli ennþá allt um sjálf hún sér sitt á Tungufelli Hjörleifur naut bamakennslu eins og þeirra tíma var háttur. Far- kennsla var m.a. á Lundi og Skálpa- stöðum og meðal kennara séra Sig- urður á Lundi. Dagleg störf og viðfangsefni kölluðu aldamótabömin fljótt til athafna og um og innan við ferm- ingu er farið að axla framhlaðning og gengið til ijúpu. Þá voru slík ókjör af fugli, að hægt var að skjóta á milli fimmtíu og sextíu á meðan gengið var niður að Brautartungu og til baka, sem var góð búbót á þeim tíma. Á þessum ámm var hesturinn burðarásinn í sveitabú- skapnum, en Hjörleifur byijaði snemma að temja hesta með háleit- ara markmið í huga en það eitt að gera þá að áburðarklárum, a.m.k. ef hann var með hæfíleikamikil trippi. Hestamennskan varð honum fljótt óslökkvandi ástríða sem entist til æviloka. í viðtali sem birtist í Eiðfaxa 1983, spyr Sigurður Sig- mundsson Tungufellsbóndann hvort hann hafi lært af föður sínum, og er athyglisvert svarið sem hér er haft eftir orðrétt. „Nei, það get ég ekki sagt, en ég lærði af folunum sem voru að alast upp hérna þegar ég var innan við tvítugt. Margir voru hæfileikahestar og miklir fjör- hestar, það varð að duga eða drep- ast við þá, mest lærði ég af jarpri meri sem var ein af ættmæðrunum héma.“ Þannig lærðu menn af skepnunum sjálfum löngu áður en nokkrir skólar eða stefnur urðu til í hestamennskunni. En það var fleira en hesta- mennska sem ungir menn stunduðu á þessum árum í Lundarreykjadal. Ungmennafélagshreyfingin kom þangað og hreif menn með sér eins og annars staðar. Bygging héraðs- skólans í Reykholti 1930-1931 var drifin áfram af ótrúlegum eldmóði og lokið á rúmu ári, munaði þar mestu þau mörg hundruð dagsverk sem ungmennafélögin gáfu. Það var á þeim tima þegar menn áttu sér t Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og sambýlismaður, PÉTUR ÁGÚSTSSON múrari, Torfufelli 10, andaðist fimmtudaginn 29. október. Rannveig L. Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Ágúst Bjarnason, Guðjón Ágústsson, Bjarni Ágústsson, Hrönn Ágústsdóttir, Erna G. Sigurjónsdóttir og tengdafólk. t Útför bróður míns, ÓLAFS STEFÁNSSONAR lögfræðings, Gnoðarvogi 54, Reykjavik, verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Kalman Stefánsson. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og sonar, STEFÁNS GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR, Lækjargötu 8, Siglufirði, verður gerð þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15.00 frá Sig'ufjarðar- kirkju. Þeir sem vildu heiðra minningu hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ásta Björg Tómasdóttir, Jóhann Stefánsson, Kristín Ebba Stefánsdóttir, Jónína Berta Stefánsdóttir, Björn Stefánsson, Tómas Arnar, Sigurbjörn Rúnar, Guðmundur Björgvin, Jóhann Stefánsson, Jakobfna Stefánsdóttir. hugsjónir, og höfðu ekki ennþá fundið upp þá áráttu að verðleggja alla skapaða hluti einsog þekkist í dag. Sjálfur var Hjörleifur aðeins tæpan hálfan vetur í Reykholts- skóla. Eldri bræður hans voru farn- ir að heiman og bústörfin kölluðu. Hjörleifur tók virkan þátt í starf- semi ungmennafélagsins Dagrenn- ingar í heimasveit sinni. Hann var léttur á sér, sterkbyggður og þol- inn. Á árunum milli 1930-40 áttu Borgfirðingar marga afbragðsgóða hlaupara, og einn þeirra var Hjör- leifur Vilhjálmsson. Sveitakeppnina í víðavangshlaupi ÍR, sem ætíð fer fram á sumardaginn fyrsta, unnu Borgfirðingar þrjú ár í röð, 1934, 1935 og 1936, og þar með Morgun- blaðsbikarinn til eignar. Þarna voru menn einsog Bjami Bjamason í Borgamesi, Gísli Albertsson frá Hesti, Jón Guðmundsson á Snarta- stöðum og fleiri. Hjörleifur varð annar í hlaupinu ’35 og ’36, Bjarni sigraði ’33 og ’34, Gísli sigraði ’35 og Jón varð þriðji ’34. Afrek Borg- firðinganna er enn athyglisverðara fyrir þá sök, að á þessum tíma þjálf- aði hinn erlendi þjálfari Nilson KR-ingana, en þeir vom helstu keppinautamir. Af annarri ungmennafélagsstarf- semi sem Hjörleifur tók þátt í var leikstarfsemin, sem fram fór í gamla ungmennafélagshúsinu á Lundi. Oft stóð þetta í sambandi við aðrar skemmtanir, og vom ýmist leiknir einþáttungar eða kafl- ar úr stærri verkum. Þá var hann bæði í karlakór og kirkjukór um hríð. Árið 1952 var byggt steinhús á Tungufelli á þremur hæðum, sem ennþá mun vera næststærsta íbúð- arhús í Lundarreykjadal. Um verkið sá Atli Eiríksson húsasmíðameistari í Reykjavík, giftur Elínu Eggerts- dóttur, en hún og Hjörleifur vom systkinaböm í móðurætt hans. Atli og fjölskylda vora síðan ávallt tíðir gestir á Tungufelli, enda átti Atli þar Skotta sinn, mikinn fjörhest brúnskjóttan. Þá var alltaf skroppið á hestbak og farið í lengri eða skemmri ferðalög. Hjörleifur gat verið hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Honum þótti gott að fá sér í staupinu en drakk aldrei mik- ið, átti gjaman tóbak, en reykti einungis þegar gestir komu, eða þegar hann fór á mannamót. Hjörleifur bjó áfram með foreldr- um sínum og einnig var Kristín systir hans ennþá heima. Það verða svo tímamót í lífi Hjörleifs þegar Olga Júlíusdóttir ræðst sem vinnu- kona að Tungufelli árið 1954. Sam- búð þeirra stóð í rúm þijátíu ár, og saman eignuðust þau þijú böm sem nú ásamt Olgu syrgja föður sinn, Júlíus, fæddan 1955, Kol- brúnu, fædda 1958, og Vilhjálm, fæddan 1963. Áratugimir tveir á milli 1950 og 1970 ollu straum- hvörfum í íslenskum landbúnaði, jafnt í Lundarreykjadal sem annars staðar. Bústofninn jókst og tún- ræktin margfaldaðist. Mýramar vora ræstar fram, hver hektarinn á fætur öðram, gróðurmoldin ilmaði í loftinu og nýræktimar teygðu sig í aliar áttir. Það olli Hjörleifí engum vandræðum þótt tala fjárins tvö- faldaðist eða þrefaldaðist, hann þekkti hveija kind með nafni og hafði gaman af að eiga mislitt fé og forastufé. Skipti þá engu máli þótt það gæfi minni arð í fall- þunga. Fjölbreytnin og hinir ólíku eðliseiginleikar forastukindarinnar heilluðu hann. Á sjöunda áratugn- um vora til tveir sauðir á Tungu- felli bíldóttir. Stundum dró hann í gimramar og gerði vaninhymdar sér og bömum sínum til ánægju. Hjörleifur var alla tíð mjög hænd- ur að bömum, í raun vora þau hon- um sérstakt áhugamál. Þannig eignuðust flestir yngri Lunddæling- ar kunningja í Hjörleifi á Tungu- felli þegar á bamsaldri. Ekki er að efa að þessi áhugi hans á bömum hafi komið sér vel, því mörg bömin áttu eftir að dvelja sumarlangt á Tungufelli. Sú afstaða hans að að- gát skyldi höfð í nærvera sálar, gerði það að verkum að hann fylgd- ist með því að ekki væri vegið ómaklega að neinum. Síðustu árin þegar bamabömin fóra að koma í heimsókn, gekk hann með þau útað girðingunni þar sem stóðið var og gaf þeim folald. Hann hélt sinni bamatrú allt til loka, trúði á almættið sem allt hafði skapað, signdi sig áður en hann fór í skyrtu, og skaut ekki ijúpu á sunnudögum. Enda þótt búið stækkaði og byggt væri upp, var hann alltaf varkár í sambandi við stórfram- kvæmdir, og passaði uppá að stofna sér ekki í meiri skuldir en að hann réði við. Hann var orðvar, en skap- stór og sagði sína meiningu um- búðalaust ef honum þótti svo, hélt sig gjaman við það að oft mætti satt kyrrt liggja, og að ekki ætti að fella dóma að óathuguðu máli. Hestamennskan hélt auðvitað áfram að vera hans áhugamál, enda átti Hjörleifur alltaf góða reiðhesta og smalahesta. Minnisstætt er árið Afmælistónleikar kórs Laugameskirkju KÓR Laugarneskirkju heldur Gabriel Fauré og Gunnar Reyni upp á fimmtíu ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni efnir kórinn til tónleika í kirkj- unni í dag, sunnudaginn 1. nóv- ember kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alia daga frá kl. 9-22 l'ákaíeni 1 I s. 68 91 20 Sveinsson, flutt af kór, einsöngv- uram og kammersveit. Flutt verða verkin Missa Piccola og Gloria eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Requiem eftir Gabriel Fauré. Ein- söngvarar eru Laufey Geirlaugs- dóttir, Dúfa S. Einarsdóttir, Guð- laugur Viktorsson og Michael Jón Clarke. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 1963 þegar snarpt hret gerði á gangnamenn, svo mildi var að allir komust heilir heim. Þá reyndust fáir betur ríðandi en Hjörleifur á Tungufelli á Stóra-Skjóna. Þeir fé- lagarnir létu sig ekki muna um að fara ofan í Oddstaðarétt og upp aftur, til að aðstoða þá sem biðu af sér veðrið, enda klárinn tveggja hesta maki að þreki til. En einnig hestamennskan breytti um svip í tímans rás. Markvissari ræktun, aðferðir við tamningu og útflutningur. Tungufellsbóndinn hélt sig við sitt kyn sem hann hafði ræktað alla tíð frá 1930 í móður- legginn, stóðhestana valdi hann svo vandlega. Einn slíkur sem setti sterkt svipmót á Tungufellshrossin uppúr 1950 var Randver Dagbjarts Gíslasonar. Og nú byijaði líka hrossapólitík, og Hjörleifur hafði sínar skoðanir þar. Hann átti sam- leið með sumum í ræktuninni - en öðram ekki. Þar vora menn einsog Þorkell á Laugarvatni sem eignað- ist sitt fræga kyn útaf ættmóður- inni Fjöður frá Hjörleifi, en hún var fædd á Tungufelli 1952. Hann ræktaði með Skúla í Svignaskarði og Jóhanni frænda sínum á Mið- sitju síðustu árin, og notaði stóð- hesta af kyni Sveins á Sauðárkróki. Það var skrafað og skeggrætt, farið á hestamannamót og sýningar og sitt sýndist hveijum ... Skugga- kynið vildi Hjörleifur aldrei sjá. Tungufellshrossin urðu allþekkt þegar á leið, og nokkuð eftirsótt, enda seldi Hjörleifur töluvert. Hon- um var þó ekki sama hveijum hann seldi, og ekki til útflutnings. Oft hringdi hann í þá sem höfðu keypt af honum hross, og fylgdist með þeim mörgum áram eftir að þau voru farin frá honum. Dæmigert var það síðastliðið sumar, þegar hann seidi Ragnari í Langholti megnið af stóðinu sem eftir var. Hann taldi Ragnar gera sér mikinn greiða með því að taka þau öll ... þau yrðu þá saman. Svo skrifuðu þeir niður ættartöfluna, fóra síðan út, og Hjörleifur gekk eftir því að Ragnar þekkti hvert og eitt þeirra, ef til vill vissi hann þá þegar að hveiju dró. Árið 1986 slitu Hjörleifur og Olga samvistir, en með þeim hélst þó mikið samband og vinátta æ síð- an. Um svipað leyti kynntist Hjör- leifur Guðrúnu Guðjónsdóttur ekkju frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. Ýmislegt brölluðu þau saman síð- ustu æviár Hjörleifs, ferðuðust, heimsóttu hvort annað og áttu góð- ar stundir. Böm Hjörleifs tengdust honum hvert með sínum hætti. Júlíus var fjárglöggur og íþróttamaður góður eins og faðir hans. Kolbrún erfði frá honum hestamennskuna, og Vilhjálmur sem var lengst þeirra heimavið, var stoð og stytta föður síns öll síðustu búskaparárin. Aldamótabömin, sem við köllum svo, era nú óðum að Ijúka lífsgöngu sinni. Fáar kynslóðir hafa líklega gengið í gegnum slíkar þjóðfélags- breytingar sem þau. Hugmyndir komu og fóra. Kreppur og góðæri skiptust á. í einn tíma átti að byggja upp, í annan að skera niður. Ætla mætti að slíkar kollsteypur hafi kallað fram óstöðugleika í sálarlífi þessa fólks, en sennilega er reyndin allt önnur. Að minnsta kosti átti það ekki við um Hjörleif á Tungu- felli. Honum var eiginlegt eitthvert innra æðraleysi sem hvorki tísku- sveiflur né stjómmálastefnur gátu raskað. Sú næma og fína tilfínning sem hann hafði fyrir veðri, skepnum og náttúru gerðu hann frjálsan af oki hversdagsins. Sóleyjabreiður bemskunnar várðveitti hann í bijóstinu allt til hinstu stundar. Hann þurfti sjaldan að líta um öxl á lífsgöngunni. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman út, ef þú berst í vök. Það finnst ei mein, sem ei breytist og bætist ei böl, sem þaggast, ei lund sem ei kætist við íjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Ben. - Fákar.) Blessuð sé minning Hjörleifs Vil- hjálmssonar frá Tungufelli. Símon Þór Waagfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.