Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 'l992 WlÆKMtAUGL YSINGAR Auglýsing um viðtalstíma félagsmálaráðherra á Norðurlandi eystra Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, verður með viðtalstíma á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Þórshöfn 2. nóvember kl. 14.00-15.00. Raufarhöfn 2. nóvember kl. 17.00-18.00. Kópasker 3. nóvember kl. 11.00-12.00. Húsavík 3. nóvember kl. 16.30-17.30. Viðtölin verða á skrifstofum sveitarfélaganna. Félagsmálaráðuneytið. Ljóð fyrir Stígamót Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, hyggjast gefa út Ijóðabók til styrktar starfseminni. Óskað er eftir Ijóðum í bókina sem á að koma út í desember 1992. Nefnd velur úr Ijóðum sem berast og þau bestu verða valin til birtingar. Samtökin áskilja sér rétt til að birta Ijóðin án sérstakrar heimildar höfunda. Vinsamlegast sendið Ijóðin inn fyrir 12. nóv- ember 1992. Stígamót, Vesturgötu 3, 101 Reykjavík. Nefndin. Styrkurtil handritarann- sókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórnvöld að veita íslenskum fræði- manni styrk til handritarannsókna við Stofn- un Árna Magnússonar (Det arnamagnæ- anske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nem- ur nú um 16.300 dönskum krónum á mán- uði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat) Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arna- magnæanske Legat (frá 1760), Konrad Gísla- sons Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond (frá 1926) hefur verið stofnað- ur einn sjóður, Det Arnamagnæanske Leg- at. Verkefni hins nýja sjóðs er að veita ís- lenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða í öðrum söfnum í Kaup- mannahöfn. Styrkir verða veittir námsmönn- um og kandidötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænnar eða íslenskrar tungu, sögu eða bókmennta, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum, sem þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóvember nk., en umsóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nánari upp- lýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heim- spekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 28. október 1992. Uppoð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirfarandi eign: V/s Drangavík ST-71, þinglýst eign Drangavíkur hf., eftir kröfum Landsbanka íslands, Ævars Guðmundssonar hdl., Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins, Fiskveiðasjóðs islands, Ólafs Garðarssonar hdl., Garðars Briem hdl., Eggerts B. Ólafssonar hdl. og Ásbjörns Jónsson- ar hdl., þriðjudaginn 10. nóvember 1992, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 14. október 1992. 'SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfirði Aðalfundur Landsmálafélagsins Fram verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu þriðjudaginn 3. nóvember nk. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin. Mosfellsbær - Mosfellsbær Fundur verður haldinn hjá fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Mosfellsbæ, fimmtudag- inn 5. nóvember kl. 20.30 í Urðarholti 4, Mosfellsbæ. Gestur fundarins verður Björn Bjarnason, alþingismaður, og fjallar hann um EES málin. Heitt verðu á könnunni að vanda. Mætum öll! Stjórnin. Hótelrekstrarfræði- menntun í Sviss Fyrsiir til aö bjóða víðurkennt svissneskt-amerískt prófskírteini á háskólastigi í hótelrekstrarfraeðum. Gjörið svo vel og fáið ókeypis ráðgjöf/námsmat. SIMI 90 41 25 81 38 62. Fax 90 41 25 81 36 50. Skrifið SHCC Colleges Admissions Office CH-1897 Le Bouveret. Hagstætt verð Borðstofuborð og 4 stólar. Verð kr. 125.100,- stgr. Aukastóllkr. 12.900,- Ákl. Drapplitað, rautt, bleikt. Frostafold - frábært útsýni" Glæsileg 115 fm íbúð á 3. hæð í 4ra hæða lyftuhúsi ásamt 20 fm bílskúr. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar. 4 svefnherb. Suðursvalir. Þvottaherb. innan íbúð- ar. Sérinngangur. Húsið er nýklætt að utan. Sameign nýteppalögð. Ahvílandi kr. 3,3 millj. byggingsjóður ríkis- ins. Möguleg skipti á 2ja-3ja herb. íbúð. íbúðin verður til sýnis ídag kl. 14 til 17. Sími 675002. f ÁSBYRGI Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavik. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. © 682444 Matvöruverslun í einkasölu rótgróin matvöruverslun í austurbæ Reykja- víkur. Um er að ræða litla verslun í rúmgóðu leiguhús- næði. Sanngjörn húsaleiga. Möguleiki er að stækka verslunina og auka vöruúrval samhliða breyttum opnun- artíma. Góð greiðslukjör og sanngjarnt verð. Upplýsingar á skrifstofu. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráfigjöf ■ Bókhald ■ Skattaadstod ■ Kaup <>ý sala fyrirtœkja Síliumúli 31 ■ l()H Reykjavík ■ Sími 6B 92 99 • h'ax 6H 19 45 Kristinn B. Ragnarsson, viDskiptafraitHnf’ur S: beneííon Sprengmarhaöurinn Skipholti 50c síðustu dagar mánudag og þriðjudag Opnum fljótlega aftur í Skipholtinu með fulla búð af nýjum vörum. Félagsmála- ráðherra heimsækir Norðurland eystra FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Jóhanna Sigurðardóttir, heim- sækir dagana 2.-4. nóvember nk. Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker og Húsavík. Haldnir verða fundir með sveitarstjórn- um og vinnustaðir heimsóttir. Á öllum stöðunum verða viðtals- tímar þar sem fólki gefst kostur á að hitta ráðherra að máli. Viðtalstímar verða auglýstir í dagblöðum og á skrifstofum sveitarfélaganna. Tilgangur ferðarinnar er að kynna heimamönnum þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum félagsmálaráðuneytisins svo sem á sviði húsnæðismála og sveitar- stjórnarmála og að kynnast við- horfum heimamanna á þessum stöðum. í för með ráðherra verða Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Húnbogi Þorsteins- son, skrifstofustjóri félagsmála- ráðuneytisins. (Fréttatilkynning) Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.