Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 70 ára afmæli Hjalti Pálsson fyrrv. forsljóri íslenski hesturinn er í öndvegi hjá mörgum. Lengst af í sögu þjóð- arinnar hefur hann gert landið byggilegt og enn kemur ekkert í staðinn fyrir hann í smalamennsku á hinum víðáttumiklu afréttum. Þjóðin elskar gæðingana og kýs að eyða frítíma sínum á hestbaki. í þessum hóp eru aliir jafnir, ekkert kynslóðabil og auður, ættir og hreppapólitík skipta ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að hanga á baki með einhverri reisn eða „sláðu í og ríddu“ eins og karlinn sagði, því óneitanlega er sá neðar settur sem dottinn er af baki. Meira að segja konungar hafa boðið allt ríki sitt fyrir einn hest í slíku ástandi og hvað skyldi þá sveitapolli hugsa, þegar hann hefur Reykjavíkur- hestamennskuna. Að vísu var það svona og svona að hanga á baki, því efnin voru rétt mátuleg og því fleiru riðið en vökru eins og sagt er. Þeim mun meiri var ánægjan og upplifunin, þegar skotið var að manni vingjam- legri ráðleggingu, jafnvel spurt um hestinn, sem skondrað var á, eða bara tekið eftir því að reynt var að vera snyrtilega klæddur á hestbaki. Nú ef allt þraut, þá talað um reið- leiðir landsins og svona um daginn og veginn, enda er ísland fallegt land og orð um daginn og veginn líklega heppilegust ef færleikurinn er ljótur, víxlaður, hrekkjóttur og kannski bara farinn þegar brölt er á lappimar. Hinn sjötugi unglingur Hjalti Pálsson er svona maður og þótt ekki sé langt síðan ég hafi séð hann fljúga af baki Kóngi sínum, þá var fjarri honum að bjóða ríkið falt. Heldur svift sér á bak aftur og brosað eins og honum er einum lagið og sagt: „Mikið asskoti hnaut klárinn illa.“ Maður sem á góð orð og uppörf- un fyrir byijendur í hestamennsk- unni á auðvitað góða konu og góð böm sem eru vel að manni. Það sáu líka allir hér á Mumeyrum um árið, þegar Karl Óskar var að hleypa jörpum og hafði sigur, þótt jálkur- inn hafí stungið sér stanslaust hálf- an sprettinn og dró ekki af sér. Kona Hjalta, Ingigerður Karls- dóttir, er ein af fyrstu flugfreyjum landsins, en í það starf hefur jafnan ráðið hvort tveggja, fegurð og hæfí- leikar. Inga varð heimsfræg þegar hún fór niður með Geysi á Vatna- jökul og slasaðist illa. Hjalti fasddist á biskupssetrinu Hólum í Hjaltadal og elskar Skaga- Qörð og Norðurland mikið. Hann ritstýrði og gaf út Deildartunguætt- ina, sem er móðurætt hans úr Borg- arfírði, en faðir hans, þingmaðurinn og búnaðarmálastjórinn Páll Zóph- óníasson, var af norðlenskum presta- og höfðingjaættum. Hann nam verkfræði í Fargo í Bandaríkjunum og byggði upp Dráttarvélar og véladeild Sam- bandsins ásamt verslunardeildinni. Hann var byggingarstjóri á stórhýs- unum Ármúla 3 og Holtagörðum. Spor hans liggja því út um allan bæ, allt land og allan heim og er það vel, því hann er glæsimenni og góðmenni. Hann hefur ritstýrt bók- um fyrir hestamenn og er ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki, ásamt því að vera heiðursfélagi í Lands- sambandi hestamannafélaga og í samtökum sykursjúkra. Þau Inga eiga þijú böm: Karl Óskar, verslunarmann, Guðrúnu Þóru, matvælafræðing, og Pál Hjalta, arkitekt. Bamabömin em fímm. Innilegustu hamingjuóskir með sérstöku þakklæti fyrir útreiðartúr- inn í sumar. Sjáumst á baki. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. „Hratt flýgur stund." Það em orð að sönnu, já því ekki fínnst mér svo ýkja langt síðan ég var í stórfagnaði er Hjalti Pálsson átti sextíu ára afmæli, að tíu ár séu síðan finnst mér með ólíkindum en staðreyndimar tala og tilgangslaust að deila við dómarann, og mikið vatn hefur mnnið til sjávar síðan þetta var. Eg hef viljann en getuna knappa til að minnast þessara tíma- móta góðkunningja míns sem Hjalti stendur nú á. En ekki verður Hjalta Pálssonar getið án þess að SÍS tvinnist inn í umræðuna, en þar var hans starfsvettvangur öll hans manndómsár. Ekki ber að skilja það svo að nein allsheijarúttekt á störf- um hans þar verði gerð, til þess skortir mig kunnugleika, hins vegar verður stiklað á stóm. Heim kominn frá námi 1947 í Bandaríkjunum þar sem hann nam og lauk landbúnað- arverkfræði við Háskóla Norður- Dakóta-ríkis í Fargó og háskóla Iowa-ríkis í Ames BS-próf, hóf hann störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Þar byijaði hann sem fulltrúi véladeildar Sam- bandsins, framkvæmdastjóri Drátt- arvéla hf. frá stofnun þeirra og síð- an framkvæmdastjóri innflutnings- deildarinnar. Öll þau ár sem Hjalti gegndi störfum hjá SÍS vom vel- gengnistímar Sambandsins þegar það var og hét og bar nafn með rentu, var leiðandi afl í þjóðfélag- inu, bæði verslunar- og þjóðmála- lega, og hefur Hjalti átt sinn þátt í því. Á þessum ámm var Samband- ið risi innan þjóðfélagsins og þymir í augum hinna ýmsu svokölluðu hægri afla. Segja má um Samband- ið nú eins og sagt var forðum: „Nú er hún Snorrabúð stekkur." Víst er um það að Hjalti á marg- ar góðar minningar frá störfum sín- um hjá SÍS sem eðlilegt er eftir svo langan starfsferil, eða nær fjóra áratugi. En mér býður í gmn að hann hefði viljað eiga betri minning- ar undir það síðasta frá sumum sín- um nánustu samstarfsmönnum. Ég veit af kynnum mínum af Hjalta í gegnum árin að hann er hreinskipt- inn og góður félagi, með ákveðnar skoðanir og flytur mál sitt með festu, en getur bmgðið fyrir sig hörkuskráp, en undir grímunni býr hreinleikinn og hjartahlýja. Hans mottó er heiðarleiki sem hann krefst bæði af sjálfum sér og öðmm. Mér dettur í því sambandi í hug persónu- lýsing á föðurafa Hjalta, séra Zoph- oniasi Halldórssyni. í henni er með- al annars þetta: „Hann var svo ár- vakur í embætti, að hann gerði jafn- an meira en skylda hans bauð.“ „Honum fylgdi fjármálagifta, hvort heldur hann fór með eigið fé eða gætti hagsmuna annarra." Ég held að þessa eiginleika afa hans megi færa yfír á sonarsoninn. Auk hinna viðamiklu starfa sem framkvæmdastjóri var hann ýmist kosinn eða skipaður í ótal nefndir sem snertu og höfðu áhrif á afkomu einstaklinga og heilu stéttirnar, má þar til nefna að hann var stjómar- formaður í Dráttarvélum hf., Korn- hlöðunni hf. og byggingamefnd Holtagarða hf. Hann var ráðherra- skipaður í ótal nefndir, bæði í milli- ríkjasamninga og hér innanlands, m.a. í Hólanefnd til að gera tillögur um uppbyggingu og framtíð Hóla- staðar. Já, í gegnum tíðina hefur Hjalti notið virðingar og mikils trausts, og það að verðleikum. í þau rúm fímmtíu ár sem liðin eru síðan leiðir okkar skildu sem skólafélagar hefur Hjalti haft forustu um að gleyma ekki gömlum kynnum og staðið í fylkingarbijósti með að skólafélagamir kæmu nokkuð reglulega saman, og á síðasta ári er við áttum 50 ára burtfararaf- mæli frá Hólum var komið saman á sumarheimili hjónanna í Lundar- hólma í Lundarreykjadal. Þar var sungið, matast, sofíð og spjallað og þaðan lagt upp í tveggja daga ferð um byggðir Snæfellsness og Borg- arfjarðar undir leiðsögu Hjalta sem var heill hafsjór af fróðleik bæði um menn og héruð. Allar annir í sambandi við móttökur hvíldi á hans góðu konu, því án konunnar er maður ei nema hálfur. Á liðnu hausti nutum við hjónin ásamt fleir- um gestrisni þeirra þar í Lundarhól- manum. Eitt smáatvik minnti einn félaga okkar mig á er gerðist fyrir rúmum 50 árum og sýnir hvern mann Hjalti hefur að geyma, er hann gaf einum skólafélaga okkar FRONSKU LAMPARNIR FALLEG HÖNNUN MARGAR GERÐIR le ^Oauphin FRANCE HEKLA LAUGAVEG1174 S 695500/695550 FASTEIGNIR ÁSPÁNI Verð frá ísl. kr. 1.500.000,- Glæsilegt úrval, við strönd eða fjær, eftir óskum. ^sn JHASA ÁBYRGIRAÐILARI'ÁRATUGI international umboðiðáíslandi,sími91 -44365. 5 ár á Islandi Fjöldi einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja eiga nú íbúðir/raðhús/einbýlishús frá þessu trausta fyrirtæki. Mánaðarlegar skoðunarferðir. Vinsamlegast leitið upplýsingaog fáið myndabækling. jakkaföt, en sá hafði minna milli handa en margir aðrir og mátti sín minna. Ótalið er ýmislegt sem Hjalta er til lista lagt, svo sem ættfræði sem hann hefur lagt rækt við og ritað og gefíð út Deildartunguættina, tvö bindi, og einnig var hann ritstjóri fræðslu- og fréttarits um verslunar- mál, sem gefíð var út af innflutn- ingsdeild SÍS. Þá skal nefna það tómstundagaman auk ættfræðinnar sem hefur gefið honum trúlega mestu ánægjuna sem slíkt, en það er samband hans við þann sem eitt sinn var kallaður þarfasti þjónninn, en hefur nú verið leystur frá því sæmdarheiti, en mætti kalla hann mesta gleðigjafa þeirra sem njóta. Hjalti er mikill náttúruunnandi og -skoðandi og við þá iðju kemur hesturinn sér vel. Hjalti hefur skoð- að stóran hluta af landi voru, með þann fjórfætta sem ferðafélaga og marga staði margoft, í hálendi landsins hefur hann sótt þar þrek og þekkingu. Hann getur eflaust tekið undir með Jónasi H.: Efst á Amarvatnsheiði/ oft hef ég fáki beitt/ þar er allt þakið í vötnum/ þar heitir Réttarvatn eitt. í stjóm Landssambands hesta- manna var hann í áraraðir og að mínu mati einn sá besti kynnir á hestamótum, stjómsamur og áheyrilegur. Þá var hann hvatamað- ur og í stjóm Samtaka sykursjúkra á íslandi, en við þann vágest, sykur- sýkina, hefur Hjalti lengi barist. í einkalífí held ég megi fullyrða að Hjalti hefur verið gæfumaður, allt frá því að hann heimti heitmey sína úr helju er flugvélin Geysir lenti á Vatnajökli 14. sept. 1950, en í þeirri ferð var hún flugfreyja. Þjóðin öll var milli vonar og ótta um örlög vélar og áhafnar, en sá atburður er vel þekktur af spjöldum sögunnar. Þann 21. febrúar 1951 gengu þau Hjalti og Ingigerður Karlsdóttir í hjónaband. Ég er ekki vel að mér i sköpunarsögunni, en mig rámar í að hún geri ráð fyrir að einstaklingurinn yrki jörðina og auki kyn sitt og það hafa þau hjón gert með sanni, þar sem þau eiga þijú mannvænleg böm og fímm bamabörn. M.ö.o. friðsælt og gott heimili þar sem eiginkonan hefur búið Hjalta griðastað í erilsömu starfí. Ég læt mér detta í hug að hann gæti tekið undir með Páli Ó. þar sem hann kveður til konu sinn- ar: Ásýndin þín engilbjört/ ef mér hyrfí sýnum/ verða mundi sólin svört/ sjónum fyrir mínum. Kæri félagi, þú hefur gengið götuna fram eftir veg og skilað þínu hlutverki til þjóðfélagsins og gert það vel, því getur þú borið höfuðið hátt. En þó að þú hafir lagt höfuðstörfín á hilluna átt þú margt og mikið eftir af sjálfum þér, svo ég trúi því að ég eigi eftir að sækja mörg stórafmæli til þín. Ég hef annars staðar minnst á samveru okkar á Hólum í Hjaltadal og hlut- verk þitt þar og því mun því sleppt hér. Kæm hjón, að lokum þökkum við hjónin fyrir góð kynni og marg- ar samverustundir í gegnum tíðina og óskum ykkur til hamingju með tímamótin og gæfu um ókomna daga. Guðmundur Jóhannsson. Það er gömul sögn, að ekkert fái staðið í stað. Allt færist, íjær eða nær, eftir því hvernig á það er litið. I dag eru áfangamót í lífí góðvinar míns og náins frænda, Hjalta Páls- sonar landbúnaðarverkfræðings og fyrrum framkvæmdastjóra. Hjalti er fæddur á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. For- eldrar hans: Páll Zóphaníasson frá Viðvík skólastjóri á Hólum, síðar alþingismaður Norður-Múlasýslu og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir húsfreyja frá Deild- artungu í Borgarfirði. Hjalti er af norðlenzkum og borgfirzkum bændahöfðingjaættum. Margt af næstu skyldmennum Hjalta mun hafa verið mjög duglegt og verklegt búskaparfólk. í ætt Hjalta voru menn sem fremur hneigðust til bók- legra starfa og voru fróðleikshnýsn- ir og má þar nefna langafa hans, Jón Pétursson háyfírdómara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.