Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 10
n 10 <?<>! ■MÍM'd'lQV, J SiUDAaumöS QiaAJmUOHQUÍ ________ __ _ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÖVEMBER 1992 ■ Hlaupumst ekkt undan merkj um Davíö Oddsson forsœtisráðherra segir ríkisstjórnina ekki biðja um háar einkunnirsér til handa, við þœr aðstœður sem íþjóðfélaginu ríkja nú, og hún þarf að vinna að mörgum verkefnum sem eru ekki líkleg tilþess að afla henni vinsœlda þegar til skamms tíma er litið. Hann segir útilokað annað en atvinnuleysistölur fari hœkkandi nú yfir vetrarmánuðina, en meginkeppikeflið sé að forða þjóðinni fráJjöldaatvinnuleysisböli, þarsem atvinnuleysisprósentan sé orðin tveggja stafa tala, eins oghjá mörgum nágrannaþjóðum okkar. Hann hafnar gengisfellingarhjali öllu og tíundargallaþeirrar margförnu leiðar, ísamanburði við kosti, sem einungis vari ískamman tíma. eftir Agnesi Bragadóttur ÞAÐ ERU gömul sannindi og ný, að auðvelt er að stjórna í góðæri og að sama skapi erfítt í harðæri. Þessu hefur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar fengið að kenna á svo um munar, og án nokkurs vafa sáu stj órnarherrarnir fyrir nákvæm- lega hálfu öðru ári, þegar þeir handsöluðu í Viðey þá ákvörðun að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur mynduðu nýja Viðreisn, ekki fyrir þá þjóðfélagsmynd sem nú blasir við landslýð öllum. Það hljómar jafnvel hjákátlega, að minnsta kosti enn sem komið er, að gefa stjómarsamstarfi þessara flokka sama nafn og Viðreisn sömu flokka hafði, árin 1959 til 1971, en dag skal að kveldi lofa, méy að morgni og ríkisstjórn þá vænt- anlega í lok kjörtímabilsins. Það er allt of snemmt að gefa þessari ríkisstjórn þá einkunn að henni hafi mistekist, eins og svo margir virðast hafa gert. Enn hefur hún tvö og hálft ár til þess að sýna og sanna að hún sé fær um að hrinda helstu stefnuskrármálum sínum í framkvæmd, en til að alls réttlætis sé nú gætt, þá verður það ekki á hennar valdi einnar, heldur gegnir efnahagsþróunin á Vesturlöndum þar lykilhlutverki, fiskurinn í sjón- um umhverfis ísland, aðild íslands að EES einnig og sjálfsagt fjöl- margir aðrir þættir. Davíð Odds- son forsætisráðherra ræðir hér við blaðamann Morgunblaðsins um horfur í efnahags- og atvinnumál- um, gengismál, kreppu og hremm- ingar, og hvað sé til úrlausnar í þjóðfélagi þar sem þegnarnir verða svartsýnni á framtíðina með hveijum deginum sem líður. Davíð, mér hefur skilist að það sé ekki fullkomin samstaða á milli ykkar Jóns Baldvins um það hvemig ríkisstjóminni beri að taka á þeim efnahags- vanda sem óneitanlega hrellir nú hvað mest atvinnufyrirtækin í landinu. Er það svo að þú viljir halda að þér höndum og sjá til hvað aðilar vinnumarkaðarins koma sér saman um, og kanna síðan hvort hljómgmnnur er fyrir hugmyndum þeirra, innan stjómarflokkanna, en Jón Baldvin vilji að ríkisstjómin helli sér út í það að semja efnahagsráðstafanatillögur? „Eg er ekki frá því, að sú mynd sem þú dregur upp, geti litið einhvem veginn svona út, séð svona utan frá. Við Jón Baldvin emm sammála um að það sé forsenda nú, til þess að einhver sá árangur náist, sem dugar, að um niðurstöðuna sé sæmileg sátt- og sam- staða. Ég held reyndar einnig að það sé eng- inn ágreiningur á milli okkar tveggja um verklagið, en Jón Baldvin er kannski svolítið óþolinmóðari týpa heldur en ég er. Á hinn bóginn er það pólitískt erfítt á líð- andi stund, að halda sig til hlés, út i frá, en það er fjarri lagi að við höldum okkur til hlés inn á við. Við emm ekki í neinni sam- keppni við aðila vinnumarkaðarins - vanga- veltur í þá vem em byggðar á misskilningi. Ég tel afskaplega mikilvægt, og raunar lífs- nauðsynlegt að menn leiti allra leiða til þess að það sem gert verður, verði gert með sam- komulagi við aðila vinnumarkaðarins og helst með samkomulagi stjomarandstöðunnar líka. Ef ríkisstjómin færi að setja fram tillögur á þessu stigi máls, þá myndu þær falla í grýtta jörð, hversu góðar sem þær annars kynnu að vera. Ég hef ráðgast um það við aðila vinnumarkaðarins, hvort þeir vildu fá fram beinar tillögur frá ríkisstjórninni núna, og þeir hafa óskað eftir því að þær kæmu ekki fram á þessu stigi málsins. Þeir telja þetta fyrirkomulag að hafa þá nefnd, sem ríkis- stjómin hefur forystu um, með aðilum vinnu- markaðarins, skynsamlegt. Þeir telja mikil- vægt að þeir hafí allan aðgang að því efna- hagslega apparati sem ríkisvaldið hefur, rétt eins og þeir væru hluti af því og það höfum við opnað fyrir þá. Við hittum talsmenn þeirra reglubundið og tölum mikið við þá í síma. Ég held að það ríki mikið traust á milli helstu aðila í þessum athugunum og okkar forráða- manna, sem byggist á því að það sé verið að keppa að sömu markmiðum. Ég held að þær ákvarðanir sem á endanum verða teknar, geti reynst mörgum þungbærar og þess vegna vil ég að minnsta kosti að það sé fullreynt að aðilamir hafí mátt móta tillög- urnar sem mest sjálfír, áður en þær eru end- anlega lagðar fram. En þessir aðilar vita það líka, að ríkisstjórnin mun ekki blaupast und- an merkjum, ef þeim tekst ekki að ná saman um sameiginlega niðurstöðu. Fari svo, mun ríkisstjómin koma fram með sínar eigin til- lögur, og bera á þeim fulla ábyrgð.“ - Sú aðferð að bíða og halda að sér hönd- um og sjá hvað atvinnulífínu tekst sjálfu að gera, þegar í harðbakkann slær, er ekki svo ólíkt þeim stjómunarstíl sem þau höfðu í stjómartíð sinni, Reagan Bandaríkjaforseti og Thatcher forsætisráðherra Bretlands. Ert þú stjórnunarlega sama sinnis og er þá íhlut- un ríkisvaldsins, þegar atvinnustarfsemin í landinu á við örðugleika að stríða, kannski af hinu vonda? Eða með öðrum orðum, er það kannski pólitík út af fyrir sig, að bíða og sjá hvað gerist? „Báðir stjórnarflokkarnir eru sammála um að ríkisstjórnin á ekki að vera að skipta sér með beinum hætti að einstökum þáttum at- vinnulífsins, Við erum ekki og eigum ekki að vera einhverjir yfirreddarar í einhveijum tilvikum og hjálpa til dæmis forráðamönnum fyrirtækja að fresta því að taka á sínum málum, eins og var viðloðandi hér mjög lengi. Ég held að áhrif slíkrar „hjálparstarfsemi" og starfsumhverfi sem skapaðist með slíkum aðgerðum stjórnmálamanna hafi verið spill- andi, og til lengri tíma horft, skaðvænleg fyrir fyrirtækin og umhverfí þeirra, eins og til að mynda ákveðin bæjarfélög. Það breytir ekki hinu, að við teljum að það sé meginverk- efni stjórnvalda að skipta sér af atvinnulífinu með þeim hætti, að laga grundvallarforsend- urnar. Ríkisstjómin hlýtur á hveijum tíma að hafa forystu um löggjafarstarf, sem lýtur að reglum í kringum atvinnulífíð, og við veigrum okkur ekkert við því. En hlutverk yfírreddarans hér i stjórnarráðinu á ekki leng- ur að vera fyrir hendi. Ég finn ekki fyrir öðru en því, að það sé vaxandi skilningur á þessu í þjóðfélaginu. Sumir sem tala um að aðgerðarleysi stjórnvalda sé algert, þeir eru að físka eftir þessari gömlu^ aðferð, að við breytum stjórnarráðinu aftur í félagsmála- stofnun atvinnulífsins og nánast hveiju sem er, verði haldið uppi með styrkjum, og reikn- ingurinn verði sendur bömum okkar og bamabömum. Það ætlum við okkur alls ekki að gera hér. Það er færeyska leiðin. Hversu oft heyrðum við ekki öll að Færeyingar gætu allt sem við gerðum ekki? Þeir boruðu í fjöll, þeir byggðu hafnir, þeir keyptu loðnufarmana af okkur á miklu hærra verði en loðnubræðslur hér á landi vom reiðubúnar til að greiða, þeir keyptu þennan líka glæsilega frystitog- araflota. Þeir gátu þetta allt saman, mikil ósköp, en hvers vegna? Vegna þess að þeir fjármögnuðu allt heila ævintýrið með lánum. Þetta er aðferð sem við megum ekki nota. Það er okkur að sjálfsögðu síður en svo fagn- aðarefni, hvernig farið hefur fyrir vinum okkar og nágrönnum, Færeyingum, en við eigum að draga okkar lærdóm af þeirra óför- um og haga okkur í samræmi við það. Þeirra staða í dag hlýtur að vera okkur víti til varn- aðar.“ - Þú óttast það þá ekki að við stefnum hraðbyri niður efnahagslegan öldudal, beint í kjölfar Færeyinga? „Nei, það geri ég ekki. Það er nú kannski besta einkunnagjöfín fyrir þessa ríkisstjórn, þó hún fái ekki margar háar einkunnir, enda erum við ekkert að biðja um það á meðan við erum að vinna að verkefnunum, að við fórum fyrr af stað heldur en hinir. Við fórum gegn straumnum og við fórum ekki þá auð- veldu leið að hækka bara skattana upp úr öllu valdi og slá óhófleg lán. Við tókum á óþægilegum hlutum, tókum á okkur óvin- sældir í niðurskurði og nú er það svo að hlut- irnir hafa umhverfst svo, að helsta gagnrýn- in á okkur er sú að við höfum ekki gengið nógu langt í niðurskurði. Það sannar fyrir mér að við erum á réttri leið og það hefur orðið hugarfarsbreyting meðal þjóðarinnar, góð hugarfarsbreyting. Við stöndum í okkar aðgerðum líka betur að vígi en Svíar, því við spymum við fótum fyrr en þeir gerðu. Okkar ríkissjóðshalli er miklu minni, en stefndi í hjá þeim. Auk þess, ef þú berð saman viðskiptahalla þessara ríkja, þá skapast okkar vandamál ekki eingöngu af vitlausri efnahagsstjórn til lengri tíma, eins og gerðist hjá Svíum. Okkar vandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.