Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 Hörgshlíð - lúxus sérhæð Stórglæsileg lúxus sérhæð ásamt bílskýli í nýlegu húsi, allt fullfrágengið, tæki í eldhúsi, Ijósabúnaður og gardínur fylgja, laus strax. Einstök eign. Verð 16,5 millj., áhv. 3,2 millj. veðd. Upplýsingar í síma 19474 sunnud. (Þórður) og 625722 eftir helgi. Huginn Fasteignamiðlun, Borgartúni 24, Reykjavík. Náms- og Rannsóknarstyrkur Rannsóknir á áli Með samningi við Alusuisse o.fl. mun rannsókna- verkefni á sviði áltækni hefjast í ársbyrjun 1993. Markmið verkefnisins er að rannsaka eðlis- og efna- fræði títan-bór samsöfnunar og áhrif hennar í álfram- leiðslu. í fyrsta áfanga verkefnisins mun íslenskur stúdent hljóta styrk til meistaranáms á þessu sviði við Háskóla íslands. Möguleiki er á doktorsverkefni í næsta skrefi. Gert er ráð fyrir að nokkur hluti verk- efnisins feli í sér náms- og rannsóknadvöl í Sviss og Bretlandi. Höfuðstöðvar verða við Raunvísinda- stofnun Háskólans. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi í málmfræði, eðlisfræði, efnafræði, vélaverkfræði eða skyldum greinum. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og stað- festum prófskírteinum skulu sendar til dr. Þorsteins I. Sigfússonar prófessors, Raunvísindastofnun, Dun- haga 3, 107 Reykjavík, fyrir 15. nóvermber. Minnisatriði Afengis varnaráðs um einkavæðingu áfengissölu ÁFENGISVARNARÁÐ hefur sent Morgunblaðinu nokkur minnisatriði um einkavæðingu áfengissölu. Þar segir: „1. Áfengi er eina vímuefnið sem lögum samkvæmt er heimilt að neyta hér á landi. Önnur slík efni eru bönnuð, einkum af heilsuf- arslegum, félagslegum og efna- hagslegum ástæðum. Því liggur í augum uppi að hafa verður stjórn á dreifingu þess og meðferð eftir því sem kostur er. 2. Grundvallaratriði norrænnar áfengismálastefnu er að takmarka einkagróða af sölu og annarri dreifíngu áfengis. 3. Kaupsýslumenn ýmsir, áfengisveitingamenn og ýmiss konar braskarar aðrir vilja hirða gróðann af áfengissölunni en taka ekki meiri þátt í gífurlegum kostn- aði þjóðfélagsins vegna áfengis- tjóns en aðrir skattborgarar, jafn- vel minni. 4. Hvergi á Norðurlöndum er drykkja jafnmikil og í Danmörku og á Grænlandi. í þeim löndum er ekki áfengiseinkasala. 5. Addiciton Research Found- ation (ARF) í Toronto í Kanada er virtasta rannsóknastofnun heims í vímuefnamálum. Hún leggur eindregið til að los varð- andi sölu og aðra dreifíngu áfeng- is verði ekki aukið. 6. Hvergi er jafnauðvelt sem í Bandaríkjunum að rannsaka mun- inn á afleiðingum mismunandi skipulags á áfengisdreifíngu þar eð sum ríkin búa við svokallað frelsi í sölu áfengis en önnur hafa einkasölukerfí líkt og Norðurlönd, önnur en Danmörk. 7. í aldarfjórðung hafa vísinda- menn vestra fylgst með breyting- um á áfengissölu í 48 ríkjum. Niðurstaðan er: A) Ríkiseinkasala dregur úr neyslu. Einkahagsmunir í sam- bandi við dreifíngu áfengis valda því hins vegar að meira er gert til að hvetja til drykkju en ella. Hvort tveggja stafar af því að opinberir aðiljar verða að greiða það tjón sem áfengisneyslan veldur. Þar hafa einkaaðiljar engar skyldur. b) Fjöldi dreifíngarstaða hefur áhrif á neysluna. C) Því lægri sem lögaldur til áfengiskaupa er þeim mun yngri byrja unglingar eða börn að neyta þessa vímuefnis. D) Verðlagning hefur áhrif á neysluna. 8. í tveim ríkjum vestra, þar sem er einkasala, Iowa og Vestur- Virginíu, var gerð tilraun með að leyfa sölu veikra vína og bjórs í ákveðnum matvörubúðum. Það var ekki einungis að vín- og bjór- drykkja ykist heldur og heildar- neysla áfengis. í Vestur-Virginíu jókst víndrykkja um 48% og í Iowa um 93%. 9. Norðurlandamenn, Finnar, Norðmenn, Svía og íslendingar, hafa látið bóka í viðræðum um evrópska efnahagssvæðið að þeir áskilji sér rétt til að halda einka- sölu á áfengi, þar komi til heil- brigðissjónarmið og velferð þjóð- anna. 10. Kaupmenn væru ekki ginn- keyptir fyrir að flytja inn og selja áfengi ef þeir ættu þar ekki gróða- von og þegar um áfengissölu er að ræða gjalda skattborgarar reikninginn.“ (Fréttatilkynning) Kveðja til vina Nú þegar við systurnarfrá Sæmundarhlíð, Dúna Borg- en, búsett í Danmörku, pg Erna Thompson, búsett í Bandaríkjunum, dætur Ólafíu Jónsdóttur og Svein- bjarnar Sæmundssonar, höfum kvatt æskuheimili okk- ar, sendum við kærar kveðjur og þakklæti fyrir vináttu og tryggð til allra vina okkar og nágranna. Sérstaklega þökkum við bróður okkar, Axeli Svein- björnssyni og fjölskyldu hans allri, fyrir frændrækni og hlýhug, aukeinstakrarhjálpsemi þeirra íhvívetna. Guð blessi ykkur öll. Erna og Dúna. FERÐAXILBOÐ I VIKIT • 1I KÍ)AÍ IU50Í> í VIKIÍ • I IvKOATII BOÍ) I VIKU Dömugallabuxur 2 litir, stærðir 26-36 Áður 2.995,- Ferðatilboð 1.495,- Barnasokkabuxur 8 litir, stærðir 1-8 Áður 499,- Ferðatilboð 299,- stærðir 9-12 Áður 699,- Ferðatilboð 499,- Lego Duplo kubbakassi Áður 2.285,- Ferðatilboð 1.595,- Barnagallasmekk- buxur, stærðir 92-116 Áður 1.495,- Ferðatilboð 889,- r--------------------------i Póstverslun: « Grænt númer 99 66 80 ! i__________________________j Nú færöu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboöi í viku, sunnudag til laugardags. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar Hagkaups, grænt simanúmer 99 66 80. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. —allt í einni ferö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.