Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 11
Hræðileg hamingja í Hafnarhúsinu Alþýðuleikhúsið frumsýnir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 Alþýðuleikhusið frumsýnir leikntið Hræðileg hamingja eftir sænska leikskáldið Lars Norén fimmtudaginn 5. nóvember. Sýningin er í Hafnarhúsinu (2. hæð) í gamalli vörugeymslu Skipaútgerðar ríkis- ins. Þetta er i fyrsta skipti sem leikið er í Hafnarhúsinu, en á döf- mni er að endurskipuleggja alla lífi þar inn. í fréttatilkynningu segir að leik- ritið sé skrifað 1981 og sé með fyrstu verkum Lars Norén. Hlín Agnars- dóttir þýddi leikritið sem fjallar um fjóra vini, pörin Teó og Tessu, Erik og Helen, mennta- og listafólk á fertugsaldri. Leikarar eru: Árni Pétur Guðjóns- starfsemi í husinu og hleypa nýju son, Valdimar Flygenring, Rósa Guðný Þórsdóttir og Steinunn Ólafs- dóttir. Elín Edda Árnadóttir gerir leikmynd og búninga. Jóhann Bjarni Pálmason sér um lýsingu. Aðstoðar- leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Þetta er 48. verkefni Alþýðuleik- hússins á 18 ára starfsferli. Valdimar Flygenring í hlutverki sínu í “Hræðileg hamingja” _______________________H Sýn frá öðr- um heimi Ketill Larsen heldur mál- verkasýningu dagana 7. og 8. nóvember að Fríkirkjuvegi 11. Sýninguna nefnir hann Sýn frá öðrum heimi og er þetta nílj- ánda einkasýning hans. Á sýningunni eru um 90 mynd- ir, flestar nýjar af nálinni, málaðar með olíu- og akrýliitum. Ketill málar aðallega blóma-og lands- lagsmyndir en einnig ber fyrir augu myndir sem lýsa hugmyndum Ketils um annan heim, t.d. fljúg- andi skip. Á sýningunni verður leikin tónlist af segulbandi eftir Ketil. Sýningin verður opnin báða dag- ana frá kl. 14 - 22. Orthulf Prunner í Oddakirkju DR. ORTHULF Prunner, organ- isti við Háteigskirkju í Reykjavík, heldur orgeltónleika í Oddakirkju nk. fimmtudagskvöld 5. nóvember kl. 21. Á efnisskránni verða verk eftir Johann Sebastian Bach og Dietrich Buxtehude. Orthulf Prunner er fæddur og uppalinn í Vínarborg í Austurríki. Hann nam orgelleik og stærðfræði í heimaborg sinni og lauk doktors- prófi í stærðfræði 1978. Hann kom fyrst til íslands árið 1976 þá sem tónlistakennari og organisti á Rauf- arhöfn, en síðustu 14 árin hefur hann verið organisti við Háteigs- kirkju. Hann hefur farið námsferðir til Austurríkis, Þýskalands og Frakklands og haldið tónleika hér á landi svo og víðar um Norðurlönd og Evrópu. Aðgangur að tónleikunum í Odda- kirkju er ókeypis og öllum heimill. Gríska fyrir heldri manna börn MonntasKálinn vtð Harmahlfð Maí V992 Kennslurit í forngrísku komið út GRÍSKA fyrir heldri manna börn, kennslurit í forngrisku, er komið út. Höfundar ritsins eru nemend- ur og kennari I forngrísku við Menntaskólann við Hamrahlíð, og kemur það út á vegum skólans. Þótt ritið sé aðallega ætlað nem- endum í mennta- og framhaldsskól- um getur það einnig hentað almenn- ingi til fróðleiks og skemmtunar. Ritið verður til sölu í bókabúð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta og í bóksölu Menntaskólans við Hamra- hlíð. Höfundar ritsins eru Bjarki Bjarnason kennari og nemendurnir Auður Kristín Árnadóttir, Bryndís Sigtryggsdóttir, Ellert Þór Jóhanns- son, Finnur Bjarnason, Henry Alex- ander Henrysson, Hrafn Sveinbjarn- arson og Jóhannes Bjarni Sigtryggs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.