Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 1 29. þing Alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna Þingið sóttu 150 konur frá 40 aðildarfélögum EITT hundrað og fimmtíu konur frá 40 aðildarfélögum í öllum heims- álfum sóttu 29. þing Alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna IAW (Inter- national AJliance of Woman) sem haldið var í Aþenu dagana 4.-10. október sl. Vemdari þingsins var Karamanlis, forseti Grikklands. Morgunblaðið/Ólafur Bemðdusson Orn Sveinsson augnlæknir notar nýja tækið við að skoða augun í ungri stúlku, Elfu Áraadóttur. Örn segir tækið mjög gott og að það standist fyllstu kröfur sem gerðar eru til slikra tækja. Skagaströnd Augriskoðunarlæki gef- in á Heilsugæslustöðina FYRR á þessu ári var heilsugæslustöðinni á Skagaströnd færð augn- skoðunartæki að gjöf. Hér er um smásjá til augnskoðunar að ræða, eða svokallaðan raufarlampa. Verðmæti smásjárinnar er tæpar 500 þúsund krónur. Á Skagaströnd er heilsugæslu- stöð sem þjónað er af læknum frá sjúkrahúsinu á Blönduósi. Koma þeir á heilsugæslustöðina þrisvar í viku og eru með viðtalstíma. Augn- læknir hefur komið reglulega á sjúkrahúsið á Blönduósi og hafa sjúklingar frá Skagaströnd þurft að fara þangað til að hitta lækninn. Með hinu nýja tæki hefur orðið breyting til batnaðar því nú getur læknirinn skoðað sjúklingana á heilsugæslustöðinni. Það var fyrir HUÐVANDAMAL ? Of þurr húö - húðerting exem • bruni o.fl. forgöngu Soffíu Lárusdóttur að Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Verkalýðsfélagið og Skagstrend- ingur hf. gáfu fé til kaupa á nýja augnskoðunartækinu. Þrátt fyrir góða þjónustu lækna á heilsugæslustöðinni gætir nokk- urrar óánægju með að ekki virðist hægt að fá starfandi sjúkraþjálfara á sjúkrahúsið á Blönduósi til að koma á heilsugæslustöðina. Verða því þeir sem þafnast þjálfarans að aka 50 km leið til að geta notfært sér þjónustu þjálfarans. Sama gildir þegar háls-, nef- og eymalæknar koma á sjúkrahúsið, þá verða sjúk- lingar að aka inn á Blönduós í stað þess að læknirinn kæmi hluta út degi á heilsugæsluna og sinnti sjúklingum þar. - Ó.B. Yfirskrift þingsins var „Lýðræði byggt á jafnrétti — verkefni tíunda áratugarins." Prófessor Alice Marangopoulos, sem er formaður grísku kvenrétti- indasamtakanna var endurkjörin forseti alþjóðasamtakanna til næstu þriggja ára. Samþykkt var að veita níu félög- * um aðild að samtökunum og voru fulltrúar þriggja fyrrum Austur-Evr- ópulanda viðstaddir frá Litháen, Rússlandi og Úkraínu. Önnur ný félög eru frá Belgíu, Fiji-eyjum, Ind- landi, Malí, Filippseyjum og Sierra Leóne. Meðal þess sem fjallað var um á þinginu var mannréttindi kvenna og friðarmál. Þar var sérstaklega tekið fyrir mál kvenna og barna sem eru á flótta vegna vopnaðra átaka, enn- fremur staða stúlkubama sem búa við misnotkun frá unga aldri svo og ofbeldi gagnvart konum, en það er vandamál um allan heim. Meginþema þingsins, Lýðræði byggt á jafnrétti, var tekið fyrir á sérstakri ráðstefnu, sem haldin var í samvinnu við Evrópuráðið. Þar fluttu sérfræðingar erindi um jafn- rétti kynja í stjómmálum, efnahags- málum, menntun og lögum. í mörg- um löndum hafa konur sett sér það markmið að hafa náð jöfnum hlut kynja árið 2000 á löggjafarþingum og í opinberu lífi. Annars staðar er verið að vinna að því að koma á kynbundnum kvótareglum til að jafna hluta kynjanna. Kvenréttindafélag íslands er aðili að Alþjóðasamtökum kvenréttinda- félaga IAW en félagið gekk formlega í samtökin árið 1911. Á þinginu nú var þess minnst að 90 ár eru liðin frá því að samþykkt var að stofna samtökin. Forystukonur IAW studdu sjálfstæðisbaráttu íslenskra kvenna dyggilega og Bríet Bjarnhéðinsdótt- ir, fyrsti formaður KRFÍ, sat fund samtakanna í fyrsta sinn árið 1906. Þegar til tals kom að ísland gerðist aðili að IAW sem deild í danska fé- laginu krafðist þáverandi formaður samtakanna, Carrie Chapman Catt, ♦ ♦ ♦ Islandica á Tveir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sínum, Larry Fis- hburae og Jeff Goldblum. • M CTAR# Al é Vera 6i: TMENT <* *fc*u Verð kr. 550 50 g ALOAVERA Undraáburðurinn. Linar sársauka fljótt, dregur úr útbrotum, bruna, sviða.græðir sárog skrámur. Ómissandi í sjúkrakassann. Púlsinum Laugarásbíó sýnir myndina Tálbeituna NECTAR' Náttúrulega. Laugavegi 32 • Sími 62 64 80 < HLJÓMSVEITIN Islandica held- ur í kvöld, fimmtudag, tónleika á Púlsinum. Hluti tónleikanna verður í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 22-24 í tónlist- arþættinum Islensk í öndvegi - Púlsinn á Bylgjunni, að þessu sinni í boði Sápugerðarinnar Friggjar. Hljómsveitin Islandica er þannig skipuð: Herdís Hallvarðsdóttir, bassi og söng^ur, Gísli Helgason, flautur og söngur, Ingi Gunnar Jó- /1 hannsson, gítar og söngur og Guð- mundur Benediktsson, hljómborð \ $ og söngur. Hljómsveitin leikur þjóðlega ís- lenska tónlist og frumsamda jöfnum ■höndum og hefur víða komið fram ytra með tug tónleika á hveiju ári í ýmsum Evrópulöndum. Myndin segir frá John Hull lög- reglumanni sem ráðinn er til að takast á við vandasamt verkefni. Hann á að selja eiturlyf á strætum stórborgarinnar. Hlutverk hans er í raun og veru að handtaka Anton Gallegos, eiturlyfjasala sem hefur á sínum snærum 40% af eiturlyfja- markaðinum í Los Angeles. Til að komast í samband við Gallegos þarf Hull að koma sér í mjúkinn hjá sem flestum stórlöxum í brans- anum, þar á meðal David Jason, sem auk þess að vera mikilsmetinn lögfræðingur er einn stærsti inn- flytjandi eiturlyfja á svæðinu. Norrænir lektor- ar þinga í Lyon SAMSTARFSNEFND um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis gengst dagana 5.-7. nóvember fyrir ráðstefnu nor- rænna lektora í löndum Suður- Evrópu í borginni Lyon í Frakk- landi. Snyrtifrœöingur húögreinir og kynnir LANCASTER snyrtivörur í dag kl. 13-18 Tfaui Hólagarði. Samstarfsnefndin er skipuð full- trúum allra Norðurlandanna. Full- trúar íslands eru Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, og Þórunn Bragadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu. Hlutverk nefndarinnar er að styðja kennslu í Norðurlanda- málum, bókmenntum, sögu og sam- félagsfræði, einkum í Evrópulönd- um. Nefndin veitir kennurum í Norðurlandafræðum styrki til að gangast fyrir hvers konar menning- arkynningu og heldur þing fyrir norræna sendikennara og aðra kennara í Norðurlandatungumálum um þau efni sem lúta að starfí þeirra. Skrifstofa nefndarinnar er á Norrænu málstöðinni í Osló. Á ráðstefnunni í Lyon verður einkum fjallað um miðlun norrænn- ar menningar og kynningu á nor- rænum samfélagsháttum í Suður- Evrópu. Meðal þeirra sem flytja erindi verður Guðmundur Magnús- son, prófessor við Háskóla íslands. I tengslum við ráðstefnuna verð- ur sérstök norræn menningardag- skrá í Villa Gillet sem er menningar- hús í Lyon. Þar lesa ljóðskáldin Heidi Liehu, Stig Larsson og Soren Ulrik Thomsen úr verkum sínum og Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Ingela 0ien flautuleikari leika verk eftir norræn tónskáld, m.a. Hafliða Hallgrímsson ög Þorkel Sigurbjörnsson. (Fréttatilkynning) þess að ísland yrði sjálfstæður og fullgildur aðili að samtökunum. Eft- ir því sem best er vitað urðu Alþjóð- legu kvenréttindasamtökin fyrst til að viðurkenna íslenskt félag sem sjálfstæðan og fullgildan aðila. Af hálfu KRFÍ sátu þingið í Aþenu þær Arndís Steinþórsdóttir, deildar- stjóri, Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri og Inga Jóna Þórðar- dóttir, formaður KRFÍ. Esther Guð- mundsdóttir, sem átt hefur sæti í stjórn Alþjóðlegu kvenréttindasam- takanna frá árinu 1982 hvarf nú úr stjórninni þar sem lög samtakanna heimila ekki stjórnarsetu lengur en þtjú kjörtímabil í senn og var Inga Jóna Þórðardóttir kjörin í stjórn IAW fyrir næsta kjörtímabil. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Kyrrðar- dagur í Yindáshiíð KYRRÐARDAGUR verður laug- ardaginn 14. nóvember nk. í sum- arbúðum KFUK í Vindáshlíð. Kyrrðardagar eru ætlaðir til bæna, hvíldar og endumæringar trúarlífí. Á dagskrá þessa dags verður messa, tíðabænir, fræðsla og kristin íhugun. Vindáshlíð er áiq'ósanlegur stað- ur til þess að halda kyrrðardag á. Þar er friðsælt og fagurt umhverfí og mögulejkar til gönguferðar í ró og næði. Á staðnum er lítil kirkja sem setur fallega umgjörð um helgi- haldið, sem er markmið kyrrðar- dagsins. Farið verður frá BSÍ með rútu kl. 9.15 og komið aftur um kl. 18. Þátttaka tilkynnist fyrir 11. nóvem- ber á skrifstofu KFUM og má þar fá allar nánari upplýsingar. LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Tálbeitunni. Með aðalhlutverk fara Jeff Goldblum og Larry Fishbume. Á leið upp Ingólfsfjall. Myndakvöld hjá Útívist SÝNDAR verða myndir frá sum- arleyfisferð Útivistar um Þjórs- árver niður með Þjórsá í kvöld, fimmtudaginn 5. nóvember. Sýn- ingin hefst kl. 20.30. Ferðin hófst 11. júlí sl. við Sóleyj- arvað á því að farþegar voru feijað- ir yfír Þjórsá og á næstu 5 dögum var gengið niður méð Þjórsá en ferðasagan verður sögð í stórum dráttum í máli og myndum. Eftir kaffihlé verða sýndar myndir úr hinni vinsælu Fjallasyrpu sumars- ins, þar sem gengið var á 13 fjöll í jafnmörgum áföngum. M.a. var gengið á Akrafjall, Þríhyrning, Þórisjökul, Högnhöfða, Esju og Ing- ólfsfjall, sem voru fjölmennustu ferðirnar. i | i i i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.