Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 23 Sjónvarpsmenn óku utan vegar Algj ört hugsunarley si og hefur valdið hugarangri segir leiðangurssljórinn „ÞETTA var gert í algjöru hugsunarleysi. Við vorum búnir að mynda um allt hálendið og alltaf gengið með vélarnar. Eg veit ekki hvað kom yfir okkur og þetta er búið að valda miklu hugarangri. En við fórum ekki leynt með þetta heldur snerum okkur til landvarðanna og sögðum þeim frá þessu,“ sagði Þór Elís Pálsson upptökusfjóri hjá Ríkissjónvarpinu sem stjórnaði leiðangri sem fór um hálendið til myndatöku í sumar og ók þá meðal annars utan vegar í gljúpoum mel á Kverkfjallaleið þannig að eftir urðu djúp för. Myndir af um- merkjum voru birtar í Morgunblaðinu i gær. Þór sagði að þegar atvikið hefði átt sér stað hefði hópurinn verið búinn að fara um hálendið á tveim- ur jeppum í tvo daga og alls staðar Deilur um síldarvinnslu Engin afskipti af hálfu sjávarútvegsráðimeytis Sjávarútvegsráðuneytið mun ekki hafa nein afskipti af þeim deilum sem verið hafa milli sjómanna og þeirra síldarvinnslustöðva sem vinna síld í söltun og frystingu. Forráðamenn stöðvanna te\ja að of mikið af síldinni fari í bræðslu en sjómenn kvarta undan því að þeir geti ekki losnað við neitt magn af síld nema til bræðslu. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins segir að einu afskipti ráðuneytisins af þessu máli hafi verið að kalla saman á fund í síðustu viku fulltrúa fyrir vinnsluna, LÍÚ og sjómanna til að ræða þá stöðu sem upp væri komin. Á þessum fundi hafi komið fram að markaður fyrir manneldissíld sé nú um 40.000 tonn og áhugi á að vinna síld fyrir þann markað. „Við beindum þeim tilmælum til útgerðar og sjó- manna á þessum fundi að þeir tækju tillit til óska vinnslustöðvanna en að öðru leyti munum við ekki hafa nein afskipti af þessu máli,“ segir Jón. í máli Jóns kemur fram að sjó- menn hafi kvartað yfir því að vinnslu- stöðvarnar vilji ekki taka nema svo lítið magn í einu til frystingar eða söltunar að veiðamar borgi sig engan veginn sökum þess hve lítill munur er á verðinu á síld til frystingar og síld til bræðslu. „Okkar tilmæli til sjómanna að fyrst á annað borð væri búið að vinna markaðsstarf fyr- ir síldarsölu að þessu magni sé sjálf- sagt að reyna að framleiða það,“ segir Jón. „En okkur dettur ekki í hug að reyna að stjórna þessu á einn eða neinn hátt enda ekki í okkar verkahring.“ Sálin hans Jóns míns. Verkið á sér um eins árs aðdrag- anda og vom vinnubrögð Sálarinnar við gerð þessara plötu mjög frá- brugðin því sem þeir eiga að venj- ast. Strax í upphafí var sú stefna mörkuð að hljómsveitarmeðlimimir leggðu allir jafnt að mörkum við lagasmíðamar og urðu lögin öll til á - æfíngum hjá hljómsveitinni. Það var miðað við að hafa þau hröð, hrá og lifandi og vom sömu viðmiðanir hafð- ar við textagerðina. Þá var leitað til virts upptökumeistara, bandaríkja- mannsins Erik Zobler, sem kom til landsins í septemberlok til að vinna plötuna með Sálinni. Lagt var ofur- kapp á að ljúka vinnslunni á sem skemmstum tíma til að varðveita ferskleikann sem lék um tónlistina og tókst að hnýta alla hnúta saman á 13 dögum. Áð þvi loknu fór Erik Zobler með segulböndin til Los Ang- eles þar sem hann tónforritaði fram- leiðslubandið í Bernie Gmndman’s Mastering Lab, til að ná fram sem hæstu mögulegum gæðum. Mikil vinna var lögð í gerð geisla- plötubæklingsins sem er 16 síður og kassettukápan er einnig mjög vegleg. Að auki hefur verið prentuð sérstök 16 síðna bók með ljósmyndum sem borið tæki sín gangandi þar sem fara hefði þurft úr fyrir vegi að tókustað. Hann gæti með engu móti skýrt það hvernig það vildi til að bflstjórar jeppanna tveggja fóra hvor á eftir öðmm upp hlíðina í leit að tökustað. Sér dytti helst í hug að þreytu eftir langa vinnutörn væri um að kenna að menn hefðu þama gerst sekir um ákveðið dóm- greindarleysi, sem því miður yrði ekki aftur tekið. Hins vegar hefði þetta verið í eina skiptið sem hópn- um varð' á í umgengni við hálendið sem væri hvergi nærri nógu góð eins og mikill fjöldi sams konar hjólfara og ummerkja vítt og breitt um hálendið bæri vott um. ♦ ♦ ♦ Fimmta plata Sálar- innar kemur út í dag ÞESSl þungu högg er heitið á fimmtu plötu Sálarinnar hans Jóns míns, sem er jafnframt sú þriðja sem sveitin sendir frá sér á innan við 12 mánuðum. Platan kemur út í dag. Grillhús Guðmundar Leyfi til að hafa opið tilkl. 03 um helgar GRILLHÚS Guðmundar við Tryggvagötu verður framvegis opið til kl. 03 föstudags- og laug- ardagskvöld. Ekki eru önnur veitingahús í Reylqavík opin á þessum tíma. Guðmundur Þórs- son, eigandi Grillhússins, segir að stefnt sé að því að fá leyfi til að hafa opið allan sólarhringinn. Guðmundur að um sams konar þjónustu yrði að ræða eins -og á daginn. Boðið yrði upp á samlokur, hamborgara, steikur o.fl., og flestar tegundir áfengra drykkja. Staður- inn var óformlega opinn til kl. 03 um síðustu helgi en um næstu helgi verður opnunartíminn formlega lengdur. I samtali við Guðmund kom fram að hann hefði sótt um leyfi fyrir enn lengri opnunartíma. „Eg stefni að því að fá að hafa opið allan sólar- hringinn til þess að geta þjónustað vaktavinnufólk, leigubílstjóra, starfsmenn s.frv., en menn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir hversu margt fólk er á ferli seint á nótt- unni,“ sagði hann og bætti við að hann myndi ekki gefast upp við að fá lengra leyfi frá borginni þó hægt miðaði. teknar vom á meðan vinnslan átti sér stað í hljóðverinu og fylgir þessi bók eingöngu með fyrstu 3.000 ein- tökunum. Þeir sem skipa Sálina hans Jóns míns eru: Atli Órvarsson hljómborð og trompet, Birgir Baldursson trommur, Friðrik Sturluson bassi, Guðmundur Jónsson gítar, Jens Hansson saxófónar og Stefán Hilm- arsson söngur. Það var Jakob Jóhannsson sem hannaði umbúðir og myndabókina fýrir Þessi þungu högg, Spessi, ann- aðist ljósmyndatökur og framleiðsla fór fram hjá CD Plant í Málmey í Svíþjóð. Hljómplötuútgáfan Steinar hf. gefur Þessi þungu högg út og annast dreifingu. (FréttatUkynning) BILALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 saeta Van bilar. Farsfmar, kerrur t. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Macmíosh fyrir byrjendur Grunnatriði Macintosh, Works-ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byijendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Krístjánssonar Grensásvegi 16-stofnuð 1. mars 1986 (£) hk-92101 TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - aUt í einni ferd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.