Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Evrópumeistarar Barcelona úr leik! Glasgow Rangers hafði betur gegn Leeds í baráttu Bretlandsrisanna EVRÓPUMEISTARARNIR í knattspyrnu, spænska stórliðið Barc- elona, komast ekki í átta liða úrslit keppni meistaraliða að þessu sinni. Þeir töpuðu óvænt, 2:3, á heimavelli í gærkvöldi gegn CSKA f rá Moskvu þrátt fyrir að hafa komist í 2:0 eftir hálftíma. Fyrri leikurinn fór 1:1 í Moskvu. Átta liða úrslit í kepþni meistara- liða eru leikin ítveimur fjögurra liða riðlum, eins og á síðasta keppnistímabili, þar sem spilað er heima og að heiman. Miklir peningar eru í boði fyrir þau félög sem komast í átta úrslitum þannig að úrslitin í gærkvöldi eru mikið áfall fyrir Barcelona. Reuter Táknræn mynd fyrir mynd CSKA Moskvu og Evrópumeistara Barcelona. Daninn Michael Laudrup hjá spænska félaginu liggur í vellinum en einn Rúss- anna virkar sá stóri og sterki. I eikurinn í gærkvöldi var sá 50. ™ sem Barcelona tekur þátt í í Evrópukeppninni, en afmælisveisl- an var endaslepp. Nadal skoraði reyndar snemma og Beguiristain eftir hálftíma. En Rússamir neit- uðu að gefast upp og einbeitingar- leysi kom Spánvetjunum í koll. Rússamir minnkuðu muninn rétt fyrir hlé og skoruðu svo tví- vegis snemma í síðari hálfleik. Johan Cmyff, þjálfari Barcel- ona, var mjög óhress í leikslok og neitaði að tjá sig við fréttamenn. Þó náðist að toga það út úr honum að fyrsta mark Rússanna, rétt fyrir hlé, hefði slegið menn sína út af laginu. Markaskorarar allra landa sameinist! Engin önnur óvænt úrslit urðu í meistarakeppninni. AC Milan, Marseille og PSV Eindhoven fóra t.d. öll í átta liða úrslitin. Það er athyglisvert að leikmenp af fjóram mismunandi þjóðernum gerðu mörk Milan-liðsins gegn Slovan Bratislava og þau vora ekki af l verri endanum. Fyrst skoraði Kró- atinn Boban með glæsilegu skoti beint úr aukaspymu og síðan söng knötturinn í netinu eftir bylmings- H AC MILAN sýndi hvers liðið er megnugt er það burstaði Slovan Bratislava 4:0 í gærkvöldi. . H ITÓLSKU meistararnir voru án Hollendinganna Marcos van Bast- en, sem veiktist skyndilega af flensu í gær og Ruuds Gullit. H ZVONIMIR Boban frá Króatíu gerði fyrsta markið og Hollending- urinn Frank Rijkaard hélt upp á fyrsta leik sinn í þijár vikur með því að gera annað markið. H JEAN-Pierre Papin, Frakkinn sem hefði ekki leikið ef van Basten hefði verið með, gerði fjórða markið. H UGUR Tutuneker kom Galat- asaray áfram í UEFA-keppninni er hann gerði eina markið gegn Eintracht Frankfurt á 5. min. í Tyrklandi. . H ÞJÁLFARI tyrkneska liðsins er Þjóðveijinn Karlheinz Faldkemp, sem gerði Kaiserslautern að þýsk- um meistara í fyrra. H ÞAÐ gekk ekki eins vel hjá hinu tyrkneska liðinu í UEFA-keppninni, Fenerbache. Það tapaði 1:7 gegn I Sigma í Tékkóslóvakíu, og þrír " Tyrkjanna voru reknir út af: Kartal Ismail á 41. mín., Gerson á 73. mín. — báðir fyrir brot — og Teci- mer Hakan er hann fékk annað gula spjaldið sitt fyrir mótmæli. skot Hollendingsins Franks Rijk- ard utan úr teig. Varamaðurinn Simone skoraði snemma í seinni hálfleik, en hann er ítali, og Frakkinn Papin átti síðasta orðið er hann skoraði með fallegum skalla. Glasgow Rangers besta lið Bretlandseyja? Glasgow Rangers sló Leeds út úr keppni meistaraliða. Sigraði 2:1 á Elland Road í Leeds í gær- kvöldi, og fyrri leikinn með sömu markatölu heima. Dauðaþögn sló á áhorfendur eftir aðeins þrjár mínútur en þá náði Englendingur- inn Mark Hately forystu fyrir skoska meistaraliðið. Vippaði knettinum glæsilega með vinstri fæti yfir Lukic markvörð. En þó ekki væri langt liðið á leikinn hafði Leeds þegar fengið eitt dauða- færi. Frakkinn Eric Cantona komst einn í gegn, reyndi að lyfta knettinum yfir Andy Goram, skoska landsliðsmarkvörðinn hjá Rangers, en hann varði snilldar- lega. Leeds sótti mjög í leiknum, en Goram fór á kostum. Varði tvíveg- is frábærlega, og miðheijinn Ally McCoist gerði svo vonir Leeds að Getraunaröð - EUROTIPS 12221112121X21 Evrópukeppni meistaraliða Barcelona, Spáni: Barcelona - CSKA Moskvu (Rússi.)...2:3 Miguel Nadal (12.), Aitor Beguiristain (31.) - Busmanov (44.), Mashkarin (56.), Kor- sakov (60.) 52.000 ■CSKA vann 4:3 samanlagt. Leeds, Englandi: Leeds - Glasgow Rangers.........1:2 Eric Cantona (85.) - Mark Hateley (8.), Ally McCoist (59.) 25.118 ■Giasgow Rangers vann 4:2 samanlagt. Poznan, Póllandi: Lech - IFK Gautaborg............0:3 Johnny Ekström (27.), Mikael Nilsson (47.), Hlkan Mild (83.) 28.000 ■IFK gautaborg vann 4:0 samanlagt. Marseille, Frakklandi: MarseiIIe - Dinamo Búkarest.....2:0 Alen Boksic 2 (37., 69.) 35.000 ■Marseille vann 2-0 samanlagt. Vín, Austurríki: Austria Vín - Club Brugge (Belgía).3:1 Manfred Zsak (49.), Robertas Fridrikas (78.), Valdas Ivanauskas (88.) - Stefan Van der Hayden (66.) 16.000 ■Samanlögð markatala 3:3. Club Brugge fer áfram þar sem liðið skoraði á útivelli. Eindhoven, Hollandi: PSV Eindhoven - AEK Aþenu...........3:0 Romario 3 (4., 50., 84.) 22.000 ■PSV vann 3:1 samnlagt. Mílanó, Ítalíu: AC Miían - Slovan Bratislava........4:0 Zvonimir Boban (28.), Frank Rijkaard (29.), Marco Simone (49.), Jean-Pierre Papin (71.) 25.000 ■AC Milan vann 5:0 samanlagt. Oporto, Porgúgal: Porto-Sion........................4:0 Jorge Costa (50.), Emile Kostadinov (63.), Domingos Oliveira (84.), Jaime Magalhaes (86.) 80.000 ■Porto vann 6:2 samanlagt. Evrópukeppni bikarhafa Búkarest, Rúmeníu: Steaua - Árhus (Danmörku).........2:1 Comel Cristescu (81.) Ion Vladoiu (90.) - Torben Christensen (10.) 26.000 ■Staðan jöfn, 4:4, eftirtvo leiki, en Steaua engu er hann gerði annað mark skoska meistaraliðsins með glæsi- legum skalla á 59. mín. Þetta var 30. mark hans í vetur. fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á úti- velli. Aþenu, Grikklandi: Olympiakos Piraeus - Mónakó.........0:0 Áhorfendur: 35.000 ■Olympiakos vann 1:0 samanlagt. Prag, Tékkóslóvaktu: Sparta - Werder Bremen (Þýskalandi) 1:0 Horst Siegl (7.) 35.000 ■Sparta vann 4:2 samanlagt. Torres Novas, Portúgal: Boavista - Parma (Ítalía)...........0:2 - Alberto Di Chiara (11.), Alessandro Melli (78.) 8.000 ■Parma vann 2:0 samanlagt. Madrid, Spáni: Atletico - Trabzonspor (Tyrklandi)..0:0 Áhorfendur: 9.000 ■Atletico Madrid vann 2:0 samanlagt. Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - Luzern (Sviss)..........4:1 Gaston Taument (2.), Regi Blinker (16.), Jozsef Kiprich 2 (46., vsp. 83.) - Peter Nadig (12.) 23.000 ■Feyenoord vann 4:2 samanlagt. Liverpool, Englandi: Liverpool - Spartak Moskvu..........0:2 - Radchenko (63.), Andrei Piatnitski (89.) 37.993 ■Spartak Moskvu 6-2 samanlagt. Antwerpen, Belgíu: Antwerpen - Admira Wacker...........8:4 Alex Czemiatynski (21.), Francis Severeyns (44.), Ronny Van Rethy (96.) - Gerald Bacher (46.), Johannes Abfalterer (57.), Roger Ljung 2 (63., 79.) Áhorfendur 7.000 ■Eftir framlengingu. Staðan var 2:4 fyrir Admira Wacker eftir 90 mín., en fyrri leikn- um lauk með sigri Antwerpen með sömu markatölu. Belglska liðið gerði svo eina mark framlengingarinnar i gærkvöldi. ■Antwerpen vann 7:6 samanlagt. UEFA-bikarkeppnin París, Frakklandi: París St Germain - Napolí.........0:0 Áhorfendur: 45.000 ■Paris SG vann 2:0 samanlagt. Moskva, Rússlandi: Torpedo Moskva - Real Madrid......3:2 Andrei Talalayev (12.), Yuri Tishkov (61.) Mikhail Mudrashov (75.) - Michel 2 (8., 56.). 6.500. Eric Cantona hafði loks erindi sem erfíði skömmu fyrir leikslok er hann minnkaði muninn. ■Real Madrid vann samanlagt 7:5. Olomouc, Tékköslóvakíu: Sigma - Fenerbahce..................7:1 Roman Hanus 2 (9., 90.), Milan Kerbr (12.), Jiri Barborik (34.), Jan Marosi (51.), Robert Fiala (76.), Jiri Vadura (80.) - Aykut (38.). 10.152. ■Sigma vann samanlagt 7:2. Búdapest, Ungveijalandi: Izzo-Benfica........................0:1 Stefano Schwarz (13.). 3.000. ■Benfica vann samanlagt 6:1. Kaupmannahöfn: FC Kaupmannahöfn - Auxerre (Frakkl.) ....................................0:2 - Christophe Cocard (67.), Thierry Bona- lair (88.) 5.061 ■Auxerre vann samanlagt 7:0. Kiev, Úkraínu: Dynamo Kiev - Anderlecht (Belgiu)...0:3 - Van Vossen (21.), Nilis 2 (61., 69.) 40.000 ■Anderlecht vann 7:2 samanlagt. Istanbul, Tyrklandi: Galatasaray - Frankfurt (Þýskalandi) .1:0 Ugur Tutuneker (5.) ■Galatasaray vann 1:0 samanlagt. Zurich, Sviss: Grasshopper - AS Roma (ítalfu)......4:3 Adrian de Vicente 2 (vsp. 36., 68.), Alain Sutter (50.), Harald Caemperle (63.) - Ruggiero Rizzitelli 2 (7., 87.), Claudio Can- iggia (30.) 9.000 ÍRoma vinnur 6-4 samanlagt. Amsterdam, Hollandi: Ajax - Vitoria Guimaraes (Portúgal) ...2:1 Dennis Bergkamp (25.), Rob Alflen (61.) - Ndinga Mbote (57.) 18.000 ■Ajax vann 5:1 samanlagt. Tórínó, Ítalíu: Juventus - Panathinaikos (Grikkl.)..0:0 20.000 ■Juventus vann 1:0 samanlagt. Liege, Belgíu: Standard Liege - Hearts (Skotlandi)....l:0 Marc Wilmots (62.) 17.000 ■Standard Láege vann 2-0 samanlagt. Sheffield, Englandi: Sheffield Wednesday - Kaiserslautern2:2 Danny Wilson (27.), John Sheridan (64.) - Marcel Witeczek (62.), Michael Zeyer (76.) 27.597 ■Kaiserslautem vann 5:3 samanlagt. EVROPULEIKIRNIR I TOLUM ■ REAL Madrid hafði tvívegis for- ystu gegn Torpedo frá Moskvu á heimavelli sínum, en tapaði 3:2. Real vann hins vegar 7:5 samanlagt og fór áfram. ■ MANUEL Sanchis, varnarmað- ur Real, var rekinn af velli á fjóruríí mín. fyrir leikslok fyrir ljótt brot. Rússneska liðið var mun betra ef marka má fréttaskeyti, en tókst ekki að vinna með nógu miklum mun. ■ STEAUA Búkarest komst í átta liða úrslit í keppni meistaraliða með marki á síðustu mínútu gegn Árhus á heimavelli. Það var Ion Vladoiu sem skoraði. ■ ALBERTO di Chiara, kom ít- alska liðinu Parma á bragðið með frábæri marki gegn Boavista í Port- úgal í keppni bikarhafa. Hann fékk boltann fyrir aftan miðju, hljóp 60 metra með hann, plataði vömina og skoraði örugglega. ■ ALEN Boksic frá Króatíu, sem keyptur var til að fylla skarð marka- — kóngsins Jean-Pierre Papin, hefur ekki spilað vel í vetur en hann kom Marseille í átta liða úrslit i keppni meistaraliða með því að skora tvíveg- is gegn Dinamo Búkarest í frönsku hafnarborginni í gærkvöldi. Fyrra markið gerði hann með glæsilegum skalla. ■ PASCAL Zuberbiihler, mark- vörður Grasshopper, sem Sigurður Grétarsson leikur með, var rekinn af velli gegn AS Roma í gærkvöldi fyrir brot á 62. mín. ■ AS ROMA vann fyrri leikinrí heima 3:0 og komst í 2:0 í gærkvöldi í fyrri hálfleik. Grasshopper jafnaði á 50. mín., en eftir að Zuberbiihler var sýnt rauða spjaldið, skoraði sviss- neska liðið tvívegis. ■ AÐEINS voru níu leikmenn í liði annars svissnesk félags, Luzern, þegar flautað var til leiksloka gegn Feyenoord í Hollandi. Daninn Brian Bertelsen var rekinn af velli á 50. mín. og hollenski varnarmaðurinn hjá félaginu, Rene van Eck, 20 mín. síðar. ■ MARKVÖRÐUR svissneska liðsins, Beat Mutter, var heppinn að fá ekki einnig að líta rauða spjald- ið er hann braut á Öbiku í teignum á 83. mín. Dómarinn dæmdi víta-^ spyrnu, en Mutter slapp með skrekk- inn. ■ BRASILÍUMAÐURINN um- deildi hjá PSV Eindhoven, Rom- ario, lenti upp á kant við þjálfarann Hans Westerhof á dögunum og var settur úr liðinu fyrir fyrri leikinn gegn AEK, í Aþenu, sem gríska lið- ið vann 1:0. Hann var með í gær- kvöldi og gerði öll mörk PSV í 3:0 sign. ■ LIVERPOOL, áður eitt allra besta lið Evrópu, féll út úr keppni bikarhafa með skömm. Leikmenn liðsins grófír og Mike Marsh var rekinn af velli fimm mín. fyrir leiks- lok gegn Spartak frá Moskvu — varð þar með þriðji leikmaður Li^ verpool sem vísað er útaf í keppn- inni í vetur; hinir voru Paul Stewart og Bruce Grobbelaar. ■ GRAEME Souness, stjóri Li- verpool, var ekki á bekknum og mátti ekki einu sinni tala við menn sína í búningsklefanum fyrir leik. Tók út fyrsta leikinn af fímm leikja banni í Evrópukeppninni, sem hann var úrskurðaður í eftir að hafa hellt sér yfir dómarann eftir fyrri leikinn Sgn Spartak í Moskvu. LIVERPOOL hefur ekki fallið svo snemma út úr Evrópukeppninni í þrettán ár — síðan Dynamo Tbil- isi sló énska liðið út í fyrstu umferð. ■ NAPOLÍ hafði yfirburði úti á vellinum gegn París SG á Parc des Princes í París í gærkvöldi í UEFA- keppninni, en náði ekki að bijóta niður vamarmúr franska liðsins. Ekkert var skorað þannig að mörkin tvö sem George Weah gerði fyrir PSG gerði í fyrri leiknum á Ítalíu '' kom liðinu áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.