Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 33
táORGUNBLÁÐIÐ FÍMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 Fáfræði foreldra þjakar bömin ÞINQMENN Samtaka um kvennalista vi\ja að Alþingi álykti um að menntamálaráðherra beiti sér fyrir foreldrafræðslu. Það kom fram í fyrri umræðu á mánudaginn síðastliðinn að hornsteinn þjóðfélags- ins, fjölskyldan, líður fyrir efnahagsörðugleika en það kom einnig fram að mikið vantar á að foreldrar í breyttu þjóðfélagi geti sinnt foreldraskyldum sínum. Anna Ólafsdóttir Björnsson (Sk- Rn) mælti fyrir þessari þingsálykt- unartillögu en fyrsti flutningsmað- ur og varamaður Kvennalista, Guðný Guðbjörnsdóttir (S-Rv), er horfínn af þingi. Auk Önnu eru meðflutningsmenn Kristín Ást- geirsdóttir (Sk-Rv), Kristín Einars- dóttir (Sk-Rv) og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (Sk-Vf). Tillaga Kvennalista er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að tekin verði upp foreldra- fræðsla í skólum landsins, í fjölmiðl- um og í samvinnu við heilbrigðis- ráðherra á heilsugæslustöðvum. Skipaður verði vinnuhópur sem komi með tillögur um æskilegt inn- tak, form og umfang foreldra- fræðslu á fyrrgreindum stöðum fyr- ir 1. nóvember 1993.“ Þjóðarsátt um fjölskylduna Anna Ólafsdóttir Björnsson benti á að þessi tillaga hefði komið seint til umræðu á vordögum á síð- asta þingi fyrir Alþingiskosningar og ekki orðið mikil umræða. En flutningur þessarar tiliögu væri ekki síður tímabær nú, enda væri uppeldi barna eitt af grundvallar- viðfangsefnum samfélagsins á Stuttar þingfréttir Veður og vegáætlun Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um vegáætlun fyrir árið 1992. í athugasemd- um við þingsályktunartillöguna segir að vegna hagstæðrar tíðar sl. vetur sé fyrirsjáanlegt að nokkur greiðsluafgangur verði á vetrarþjónustu á þessu ári. Því er samkvæmt tillögunni fjárveiting til vetrarþjónustu á vegáætlun lækkuð um 50 millj- ónir króna en sömu upphæð bætt við fjárveitingar til nýrra þjóðvega, til að standa undir kostnaði sem til fellur á þessu ári vegna útboða í tengslum við auknar framkvæmdir í vega- gerð til atvinnuaukningar. Fjáraukalög 1991 Útbýtt var í gær frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1991. í frumvarpinu eru lagðar fyrir Alþingi niðurstöðutölur um greiðslur úr ríkissjóði á árinu 1991 umfram þær heimildir sem veittar hafa verið af Al- þingi í fjárlögum 1991 og fyrri fjáraukalögum sem samþykkt voru í byrjun desember sl. End- anleg rekstrargjöld nema 237 milljónum króna umfram út- gjaldaheimildir fyrrgreindra fjárlaga og fjáraukalaga. í athugasemdum við frum- varpið kemur m.a. fram að nú liggi fyrir endanlegt greiðslu- uppgjör vegna A-hluta ríkis- sjóðs fyrir árið 1991. Tekjur reyndust 1.951 milljón króna lægri en áætlað hafði verið þeg- ar fyrri fjáraukalög voru til umfjöllunar. Afkoma ríkissjóðs varð því 2.188 milljónum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir í desember síðastliðnum og nam rekstrarhallinn því 12.534 milljónum króna sem svarar til 3,3% af landsfram- leiðslú. hveijum tíma. Foreldrar bæru mikla ábyrgð en margt benti til þess að þeir hefðu erfíða stöðu til að sinna foreldraskyldum sínum. Ræðumað- ur benti á hinn langa vinnutíma sem margir eða flestir foreldrar ynnu. Það kom einnig fram í ræðu fram- sögumanns að engin fræðsla um foreldrahlutverkið og bamauppeldi væri í boði fyrir alla í skólakerfínu eða annars staðar í þjóðfélaginu. Einnig að vísindaleg þekking á þroska og uppeldi bama hefði stór- aukist á liðnum áratugum án þess að komast til foreldra almennt. Það mætti ætla að það dragi úr öryggi foreldra í samskiptum við sér- menntað fólk á uppeldisstofnunum. Ennfremur var á það bent að þótt foreldrar hafi hingað til getað byggt á reynslu fyrri kynslóða væru að- stæður nútímaforeldra og bama, a.m.k. í þéttbýli, mjög breyttar frá því sem foreldramir hefðu sjálfír þekkt í eigin uppeldi. Að endingu lagði Anna Ólafs- dóttir Bjömsson til að þessu máli yrði vísað til menntamálanefndar og vænti hún þess að þar yrði mál- inu vel tekið, því það væri von kvennalistakvenna að þjóðarsátt ríkti um að styrkja fjölskylduna. Menntamálaráðherra, Ölafur G. Einarsson, sagði hér vera athyglis- vert mál sem rétt og skylt væri að skoða vandlega í nefnd. Það væri vafalaust af hinu góða sem virtist koma fram í greinargerð að efla beri ábyrgð foreldra í skólastarfi. Og hann tók undir von og markmið flutningsmanna „að þessi tillaga styrki foreldra, jafnt mæður sem feður, í sinu ábyrgðarmikla hlut- verki til góðs fyrir uppvaxandi kyn- slóðir íslendinga því lengi býr að fyrstu gerð“. Lykla- og „pokabörn" Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sk-Rv) sagði umönnun barna brýnasta mál hvers þjóðfélags; það réði framtíð hvers þjóðfélags hvernig uppeldi nýrra kynslóða væri staðið. í grundvallaratriðum væri aðeins tvennt sem þyrfti að kenna fólki í skólakerfinu. Að afla sér lifibrauðs og annast um sjálft sig og afkvæmi sín. Ingbjörg Sólrún taldi tölvert vanta upp á að íslenska skólakerfið sinnti síðamefnda hlutverkinu og bað hún viðstadda að minnast hverrar fræðslu þeir hefðu notið á sínum menntaferli. Ræðumaður dró enga dul á að ýmsir lentu í vandræðum með börn sín vegna erfíðleika og efnalegs skorts en sér sýndist ýmislegt benda til þess að börnin liðu fyrir þekkingarskort fullorðinná. Ingibjörg Sólrún vildf í þessu sambandi vísa á grein sem hefði birst í Morgunblaðinu 20. september síðasta mánaðar, Alein heima. Frá lyklabömum til pokabama. Það væri hræðilegt/ að böm kæmu að læstum dymm en þar héngi poki með því sem þau ættu að hafa til viðurværis yfír daginn. í umræddri blaðagrein hefði verið vísað til könnunar sem tveir nemar við Kennaraháskóla íslands hefðu skilað sem lokaritgerð. Þar kæmi m.a. fram: „Helmingur allra átta ára bama í Reykjavík er einhvern tíma vikunnar án umsjár fullorðinna og 25% allra sex ára barna. Um 36,8% bama af heildarsvarendahópi eru allt upp í 30 klukkustundir á viku án umsjár fullorðins aðila. Eru þau annaðhvort alein eða með systkinum eða félögum. Systkini er oft á svipuðum aldri og bömin í könnuninni og í flestum tílvikum undir tólf ára aldri.“ Ingibjörg sagði að svona nokkuð gengi ekki í íslensku samfélagi. Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði ekki einfalt að sjá til þess að sæmilega væri búið að börnum í samfélaginu. Við stæðum mjög aftarlega í uppbyggingu og þróun leikskóla. Almennt væri ekki vel að skólakerfinu búið. Og heimilin í landinu stæðu nú mörg frammi fyrir atvinnuleysi foreldra. Þrátt fyrir fögur orð á Alþingi væri veraleikinn úti í þjóðfélaginu afar dapur. En Svavar tók undir með fyrra ræðumanni um að efla þyrfti ábyrgðarkennd foreldra eða kannski gildismat. Þótt margir gætu hvorki sinnt bömum sínum né foreldrastarfí í skólum þekktist það líka að forgangsröðin væri vitlaus. Svavar sagði mikilvægara að gefa sér tíma tíl.að sinna bami en að afla sér tekna til að byggja tvöfaldan bílskúr. Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) lýsti yfir stuðningi við þessa tillögu. Valgerður vildi benda á að það væra takmörk fyrir því hvað hægt væri að kenna í grannskólum þegar alltaf væri verið að fækka kennslustundum á niðurskurðartímum. Fyrri umræðu um þessa þings- ályktunartillögu lauk en atkvæðagreiðslu var frestað. Helmingur allra átta ára barna í Reykjavík er einhvern tíma vikunn- ar án umsjár fullorðinna. EES er ekki flokks- pólitískt málefni Þriðji minnihluti vill samþykkja tillögu um þjóðaratkvæði NEFNDARÁLITI 3. minnihluta ailsherjarnefndar um tillögu til þings- ályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, var dreift til þingmanna í gær. 3. minni- hluti, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og Ingi Björn Albertsson (S-Rv), vill samþykkja tillöguna. Forystumenn allra flokka stjóm- arandstöðu lögðu fram 24. ágúst sl. þingsályktunartillögu um að samningurinn um EES skyldi bor- inn undir þjóðaratkvæði. Fyrsti flutningsmaður og framsögumaður var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv). Málið var afgreitt til allsheijar- nefndar 19. september. Samkomu- lag var um að afgreiða málið úr nefnd í þessari viku. Allsheijar- nefnd er þrískipt í áliti á tillög- unni. Nefndarálit 1. og annars minnihluta voru lögð fram í fyrra- dag. 1. minnihluti, Sólveig Péturs- dóttir (S-Rv) formaður nefndarinn- ar, Björn Bjarnason (S-Rv) og Sig- björn Gunnarsson (A-Ne) varafor- maður nefndarinnar, leggur til að tillögunni verði hafnað. 2. minni- hluti, Jón Helgason (F-Sl), Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf), Anna Ól- afsdóttir Björnsson (SK-Rn) og Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf), leggur til að tillagan verði samþykkt. Óviss meirihluti Nefndaráliti 3. minnihluta var úttbýtt til þingmanna í gær. Eyjólf- ur Konráð Jónsson (S-Rv) og Ingi Björn Albertsson (S-Rv) mynda 3. minnihluta. Þeir era sammála þing- mönnum 2. minnihluta um að sam- þykkja eigi tillöguna. í nefndaráliti Eyjólfs Konráðs og Inga Bjöms segir m.a. að enda þótt ágreiningur sé mikill um aðild að EES sé að almenn skoðun að þetta má sé hið mikilvægasta frá stofnun lýðveldis- ins. Enginn geti h'ins vegar dæmt um hvort EES, eins og það hafi nú þróast undangengin misseri, og sé að þróast, njóti meirihlutastuðnings íslensku þjóðarinnar eða ekki. Til þess að fá úr þvl skorið sé þjóðarat- kvæðagreiðsla eina færa leiðin. í nefndarálitinu er bent á að það hafi komið fram í skoðanakönnun- um að mikill meirihluti virðist vera , fyrir því meðal þjóðarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það sé athyglisvert að þjóðin vilji fá að segja sitt álit á málinu án tillits til þess hvort menn styðja aðildina að EES eða ekki. Það er skoðun 3. minnihluta að samþykkt tillögunnar myndi leiða til markvissari kynningar á inni- haldi samningsins, bæði kostum og göllum, sem gerði fólki fært að mynda sér skoðun og greiða at- kvæði í samræmi við það. Svar þjóð- arinnar sé hins vegar ekki bindandi fyrir þingmenn sem eftir sem áður séu aðeins bundnir af samvisku sinni. Ófyrirséðar afleiðingar Nefndarmenn í 3. minnihluta benda á að fjölmenn samtök, t.d. ASÍ og BSRB hafði farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig hafí tugþúsundir íslendinga undir- ritað áskoran um það sama. „Ef reynt yrði að knýja málið fram án þjóðaratkvæðagreiðslu gæti það haft ófyrirséðar afleiðingar. Málið er ekki flokkspólitískt. Deilur um flokka eða ríkisstjórn eiga þar ekki heirna," segja Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Bjöm Albertsson. í lokaorðum nefndarálitsins seg- ir: „Ef svo illa tækist til að málið leystist ekki með samþykkt tillög- unnar yrði vandinn mikill. Deilur um óhjákvæmilegar stjórnarskrár- breytingar mundu þá magnast og vandséð hvemig þær yrðu leystar. Fullveldi landsins er af sögulegum ástæðum vendilega gætt í sjálfri stjómarskránni og henni er erfítt að breyta án víðtæks stuðnings. Þar felst styrkur okkar í samskiptum við þá sem við semjum við innan okkar löggjafar. Þetta skilja þraut- reyndir erlendir samningamenn sem okkur era vinveittir. Þriðji minnihluti telur engilSt. vandkvæði á því að ná tvíhliða samningum í samráði við önnur EFTA-ríki, en oftast mætti ná svip- uðum árangri með einhliða laga- setningu okkar. Þeim reglum getum við síðar breytt eins og þurfa þyk- ir. Meðal annars þess vegna er eng- in þörf á að flýta ákvörðunum í þessu stórmáli. Þvert á móti er það skylda alþingismanna að rasa ekki um ráð fram. Niðurstaðan er sú að ræða beri málið með opnum huga og rökum. Þá vega menn og meta kosti þess og galla. Ástæðulaust er því að væna þingmenn um kjarkleysi. Það hittir þá sjálfa fyrir sem þannig tala.“ Síðari umræða um þingsályktun- artillöguna er á dagskrá Alþingis í dag og er stefnt að því að hún komi til atkvæða að lokinni um- ræðu. > --
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.