Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 27
Bill Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna Kunnur fyrir að hætta aldrei við hálfnað verk Washington. Reuter. BILL Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna, er að því leyti ólíkur mörgum fyrirrennara sinna í embætti, að hann er af fátæku fólki kominn. Móðir hans, Virginia, er hjúkrunar- kona að mennt en faðir hans, William Blythe, lést af völdum bílslyss þremur mánuðum áður en sonur hans fæddist í smábænum Hope í Arkansas. Var honum þá komið í fóstur til afa síns og ömmu þar sem hann var í nokkur ár. Móðir Clintons giftist aftur þegar hann var sjö ára gamall og þá tók hann sér eftirnafn fóstra síns, Roger Clintons, sem var áfengissjúklingur og fór oft illa með konu sína. Virginia, sem nú er 69 ára að aldri og notar eftirnafn þriðja eigi- manns síns, Kellys, segir, að Bill, sonur sinn, hafi komið sér til varnar 14 ára gamall og sagt stjúp- föður sínum að leggja aldrei framar hendur á móður sína. Það hafi eiginmaðurinn heldur ekki gert upp frá því. Clinton hafði góða námshæfileika og á mennta- skólaárum sínum lék hann nokkuð á saxófón og var mikill aðdáandi Elvis Presleys. Ahugi hans á stjórnmálum vaknaði einnig á þessum tíma en hetjurnar í hans augum voru þeir Martin Luther King og John F. Kennedy, sem hann hitti einu sinni í heimsókn eða hópferð í Hvíta húsið. Clinton vann með námi sínu við Georgetown-háskólann í Washington en síðar vann hann til hins eftirsótta Rhodes-styrks til náms við Oxford-háskóla í Eng- landi. Lagaprófí lauk hann hins vegar við Yale- háskólann þar sem hann kynntist fyrst konu sinni, Hillary. Þau eiga saman eina dóttur, Chelsea, sem er 12 ára gömul. Að loknu lagaprófi sneri Clinton aftur til Arkans- as þar sem hann hellti sér út í pólitíkina af lífí og sál og varð brátt dómsmálaráðherra í ríkinu. Hann var síðan kjörinn ríkisstjóri á miðju kjörtímabili aðeins 32 ára gamall en náði ekki endurkjöri tveim- ur árum síðar. Var hann sakaður um hroka og skort á tengslum við venjulegt fólk. Ennfremur féll lífsstíll þeirra hjóna, sem eru af 68’-kynslóð- inni, ekki í kramið hjá meirihluta kjósenda í suður- ríkinu íhaldssama. Clinton, sem að sumra sögn var farinn að velta fyrir sér forsetaembættinu á þessum tíma, tók ósigurinn mjög alvarlega og þau hjónin tóku sjálf sig og lífshætti sína til algerrar endurskoðunar. Hér eftir var áherslan á guðstrú og góða siðu og þau lífsgildi, sem eru í hávegum höfð í Suðurríkjun- um. Við þessa ímynd hafa þau alla tíð síðan lagt mikla rækt og margir töldu því að ferli Clintons í baráttunni um Hvíta húsið væri lokið í vor er hann var sakaður um framhjáhald. Hann hefur aldrei vísað þessu beinlinis á bug, en segir að hjóna- bandið sé mjög gott nú. Clinton hefur hlotið misjafna dóma á sínum stjórnmálaferli eins og við er búast og hefur með- al annars verið kallaður „Sleipi Villi“. Það er vegna þess, að hann þykir háll sem áll og ljáir sjaldan fangstaðar á sér. Hann sýndi það hins vegar í kosningabaráttunni nú, allt frá því hann hóf þátt- töku í forkosningunum innan Demókrataflokksins, að hann er ekki maður, sem hættir við hálfnað verk. Þegar hann hefur sett sér markmið, keppir hann að því þar til því er náð. Hillary Clinton, eiginkona Bills Clintons, verð- andi forseta Bandaríkjanna, gefur sigurmerki á fagnaðarhátíð i gamla ráðhúsinu í Little Rock kosninganóttina. Hillary Clinton, verðandi forsetafrú Heilsteypt mann- eskja sem stend- ur fyrir sínu Little Rock. Reuter. HILLARY Clinton er af nýrri kynslóð eigin- kvenna stjórnmálamanna og hefur haslað sér völl úti á vinnumarkaðinum ekki síður en eigin- maðurinn. Hún hefur átt velgengni að fagna sem lögmaður, setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og félagasamtaka, verið ötull talsmaður barna og barist fyrir hinum ólíkustu málum, meðal annars í þágu fátækra. Það er til marks um sjálfstæði Hillary Clinton, að einn af gagnrýnendum eiginmanns hennar, rit- stjóri Arkansas Democrat Gazette, Paul Greenberg, sem notaði fyrstur uppnefnið „Sleipi Villi“ til að lýsa ríkisstjóranum, hefur mikið dálæti á henni. „Hillary er heilsteypt manneskja og stendur svo sannarlega fyrir sínu,“ segir hann. Andstæðingar þeirra hjóna á vettvangi stjórnmál- anna staðhæfa, að hún sé langt til vinstri við eigin- manninn. íhaldsblaðið American Spectator sagði eitt sinn, að hún væri „Winnie Mandela bandarískra stjórnmála". Ahugi Hillary á þjóðmálum varð til þess, að eigin- maður hennar sagði á kosningafundum fyrir forkosn- ingar demókrata, að kjósendur fengju hana líka, ef þeir kysu hann. Ummæli þessi vöktu upp bollalegg- ingar um, að hún kynni að fá ráðherraembætti í stjórn Clintons, svo að hann nefndi þetta ekki framar. „Ég gæti auðvitað haldið mig heima yfir köku- bakstri og teboðum," sagði hún við fréttamenn, þegar þeir spurðu hana út í lögmannsstarfið, „en ég tók þá ákvörðun að sinna því starfi sem ég hef hlotið menntun til.“ Þessa athugasemd hentu repúblikanar á lofti og töldu til marks um, að hún væri hættuleg og róttæk kvenréttindakona. Þeir gerðu skipulagðar árásir á hana á landsfundi sínum í ágústmánuði, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Áróðurinn hafði öfug áhrif við það sem ætlast var til. Hillary Clinton stóð dyggilega við hlið eiginmanns síns í kosningabaráttunni og fylgdi honum á ferða- lögum hans um gervöll Bandarík- in. Það vakti athygli hversu auð- velt hún á með að koma fyrir sig orði. Og hún lýsti yfír, að í Hvíta húsinu vildi hún gjarnan verða talsmaður barna. Hillary Rodham, eins og hún hét áður en hún gifti sig, fædd- ist 26. október 1947, dóttir auð- ugs iðnrekanda í Park Ridge, útborg Chicago. Hún stundaði nám í Wellesley-háskólanum og síðan í lagadeild Yale-háskólans, þar sem hún kynntist mannsefni sínu. Þau gengu í hjónaband árið 1975 og eiga eina dóttur barna, Chelsea, sem er 12 ára gömul. Hillary hélt fjölskyldunafni sínu fyrst eftir giftinguna, en það vakti kurr í sveitahéruðum Ark- ansas. Eftir að Clinton féll í ríkis- stjórakosningunum 1980, tók hún upp nafn hans. Hann var endurkjörinn tveimur árum seinna. Clinton ásamt John F. Kennedy, átrúnaðargoði sínu, í heimsókn í Hvíta húsinu 1963. Davíð Oddsson forsætisráðherra Verða lík- lega erfiðari í hvalveiði- málum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að kjör Bills Clintons í emb- ætti forseta Bandaríkjanna geti haft áhrif á stefnu _ Bandaríkja- manna gagnvart íslendingum. Þeir kunni að vilja draga úr þátt- töku í vörnum Evrópu og verði erfiðari viðureignar í hvalveiði- málum en fráfarandi stjórn Bush forseta. „I sjálfu sér þarf kannski ekki að búast við miklum breytingum á stefnu Bandaríkjanna í bráð. Ef marka má kosningaloforð þessara manna, er líklegt að Clinton reyni að draga úr sambandinu við NATO og þátttöku í sameiginlegu varnar- samstarfi í Evrópu," sagði Davið í samtali við Morgunblaðið. „Það gæti haft einhver áhrif hér á landi, þótt við vonumst til að menn átti sig á sérstöðu varnarstöðvarinnar hér.“ Forsætisráðherra sagðist einnig búast við að mun erfiðara yrði að eiga við nýja Bandaríkjastjórn hvað varðaði hvalveiðar en þá, sem nú sæti. Gore, verðandi varaforseti, væri talinn allt að öfgasinnaður umhverfísverndarmaður. „Þannig að þar mun ekki verða léttara um vik fyrir okkur gagnvart þessu þýðing- armikla ríki,“ sagði Davíð. „Auðvitað vonar maður þó að þróunin verði sú sama hjá þessum forseta og öðrum bandarískum forsetum, að þeir hneigist til þess í embætti að sinna erlendum málum meira.en þeir hafa gert í kosningabaráttunni. Það var ekki rétt sérlega mikið um utanríkis- mál nú, enda eru Bandaríkjamenn svo heppnir að á tímum Reagans og Bush hefur tekizt að leggja Sovétrík- in sem stórveldi að velli án styijald- ar.“ Hann sagði að Clinton hefði verið álitinn vemdarsinni í efnahagsmál- um og því gæti verið hætta á auk- inni kreppu í Evrópu með kjöri hans, ef Bandaríkin drægju úr fijálsum milliríkjaviðskiptum. „Ég held þó að það sé of fljótt að segja til um það. Maður vonast til að þegar viðkom- andi er kominn í valdastól, læri hann af langri reynslu Bandaríkjanna og vilji eiga góð og traust samskipti út á við. Margir halda að a.m.k. í bráð gæti fylgt þessum breytingum í Bandaríkjunum aukin þensla, verð- bólga og hagvöxtur, sem hugsanlega gæti komið fram í styrkari stöðu dollars til að byija með. Þetta gæti allt haft áhrif hér á landi,“ sagði Davíð Oddsson. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Hefur áunn- ið sér virð- ingu fyrir hugrekki JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að Bill Clinton sé óskrifað blað í utanríkismáluin en telur að meira hafi verið gert úr hugmyndum hans um breyting- ar en efni standi til. Hann segir of snemmt að segja fyrir um hvort kjör hans muni hafa áhrif á veru Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, það ráðist á fyrri hluta næsta árs eftir að ný stjórn setjist á valdastóla og ákveði stefnuna í þessum málum. Jón Baldvin sagðist ekki eiga von á róttækum breytingum á utanríkis- stefnu Bandaríkjanna við valdaskipt- in enda sé löng hefð fyrir ríkjandi stefnu. „Stefnan hefur nánast verið sú sama frá lokum heimsstyijaldar- innar hvort sem repúblikanar eða demókratar hafa verið við völd. Það er nauðsynlegt fyrir Clinton að veija auknu fé til félagslegra umbóta heimafyrir og getur því ver- ið að hann gangi feti framar, en Bush í að skerða fjárveitingar til hermála. Hann er trúlega tilbúinn að kalla meira herlið heim frá Evr- ópu. Það getur þýtt aukinn niður- skurð hjá Vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. En ég slæ engu föstu um það því niðurskurðurinn mun ekki ganga jafnt yfir. Það mun ráðast hvort stjórn Clintons metur hernað- arlegt mikilvægi íslands eins og nú er gert eða hvort það eykst við það Bandaríkjamenn minnka nærveru sína í Evrópu. Þetta er of snemmt að segja fyrir um og sést á fyrri hluta næsta árs eftir að ný stjórn sest á valdastóla og tekur kúrsinn," sagði utanríkisráðherra. „Þetta eru mikil umskipti. Clinton bindur endi á 12 ára valdatímabil Repúblikanaflokksins. Hann hefur fært flokk sinn nær miðju og end- urnýjað hann að hugmyndum. Hann hefur meðal annars dregið úr áhersl- um Demókrataflokksins á ríkisforsjá og losað um tök sérhagsmunahóp- anna. Hann vann sigur með atfylgi millistéttarinnar. Hann boðar bættar verði vanrækslusyndir repúblikana í heilsugæslu, skólakerfi og húsnæðis- málum almennings. Hann er hófsam- ur í tillögum sínum um að fjármagna ráð við þessu þjóðfélagsböli. George Bush geldur þess með for- setaembættinu að hagkerfi heimsins er í djúpri lægð. Einnig að hafa tek- ið við fjárhagslegu þrotabúi eftir lé- legasta forseta Bandaríkjanna á þessari öld, Ronald Reagan. Valdatíma Bush verður minnst fyrir utanríkismálin. Hann var í far- arbroddi forystumanna Vesturlanda þegar Sovétríkin hrundu. Hann veitti örugga forystu í Persaflóastríðinu þó dómgreind hans hafi brugðist þegar að því kom að vinna friðinn. Hann vakti vonir um frið í Miðaustur- löndum þó ekki hafi tekist að ljúka því verki,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sendi svohljóðandi skeyti til Bill Clintons í gær: „Hjartanlegar hamingjuóskir með mikilfenglegan sigur. Með hugrekki yðar og þraut- seigju hafi þér aflað yður aðdáunar hugsandi fólks um víða veröld. Sem leiðtogi nýrrar kynslóðar Bandaríkja- manna, óskum við yður velfarnaðar við lausn þeirra risavöxnu verkefna sem bíða yðar. Við efumst ekki um að þér eruð einstaklega vel undir það búinn að leiða þau farsællega til lykta." Steingrímur Hermannsson Heillaóskir til Clintons FORMAÐUR Framsóknarflokks- ins, Steingrímur Hermannsson, sendi í gær William Clinton, ný- kjörnum forseta Bandaríkjanna, svohljóðandi skeyti: „Mér er sönn ánægja að senda yður hugheilar árnaðaróskir í tilefni kjörs sem forseti Bandaríkjanna frá Framsóknarflokknum og mér per- sónulega. Kjör yðar mun, tel ég, færa landi yður mjög nauðsynlegar breytingar í efnahagsmálum og velferð þjóðar yðar. Við lítum fram til góðs samstarfs við stjórn yðar og áframhaldandi góðra samskipta við Demókrata- flokkinn. Kær kveðja Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, vara- formaður Alþjóðasamtaka Fijáls- lyndra flokka, fyrrverandi forsætis- ráðherra íslands. Albert Gore, nýkjörnum varafor- seta, var sent svipað skeyti. Þess má geta að demókratar í Bandaríkj- unum og Framsóknarflokkurinn starfa saman í alþjóðasamtökum Fijálslyndra flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.