Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 , ~~~~ Z. Minning Stefán Jóhannsson og Haukur Morthens „Til eru fræ, sem fengu þennan dóm...“ Fyrir fjörutíu árum var þetta ljóð sungið með nýjum blæ, og sá, sem söng það, márkaði með því ákveðin tímamót í íslenskri menningu. Og á þessum drungalegu haust- dögum kemur þessi hending sterkt upp í hugann, þegar með skömmu millibili falla í valinn tveir tónlistar- menn um aldur fram, sem fengu báðir sama dóminn; að ganga í gegn um eldraun baráttu við illvígan sjúk- dóm. Hann iætur ekki mikið yfir sér, slátturinn taktfasti, sem er tákn lífs- ins og við verðum ekki vör við í dagsins önn. En ef hann hættir skyndilega, er okkur ljóst, að lifandi vera hefur lokið lífi sínu hér á jörð. Hann iét heldur ekki mikið yfir sér, trommuleikarinn ljúfi, sem kvöld eftir kvöld réði hraðanum og taktin- um í hljómsveitinni. Hann var þarna bara, traustur og samviskusamur og það kom aldrei fyrir, að hann hætti skyndilega að slá taktinn eða léti sig vanta. Það var alltaf hægt að treysta því, að Stefán Jóhannsson, kjölfest- an og gangráðurinn í hljómsveitinni, ynni starf sitt af meiri prúðmennsku og dugnaði en nokkur annar í hópn- um, sumar eftir sumar, ár eftir ár, og að það félli aldrei taktur úr hjá honum, ekki bara við trommusettið, heldur í öllum störfum, sem hann innti svo fús af hendi, jafn trúr í smáu sem stóru, brosandi og blíður. Það er sjaldgæft að hitta menn þessarar gerðar, minnast þess ekki, í áralöngu samstarfi, að hafa séð hann skipta skapi, þótt maður gæfi sjálfsagt oft tilefni til þess. Alltaf var Stefán samur og jafn. í daglegri umgengni eins og traustur takturinn, sem hann gaf í tónlist- arflutningnum. Hann var ekki fyrir að trana sér fram en undi sér vel aftastur á svið- inu, í skjóli hinna, þótt hann væri sá sem gaf öllum hinum hjartslátt tónlistarinnar, væri sá eini, sem úti- lokað var að vera án. En nú hrekkur maður við, þegar taktur þessa ljúflings hefur skyndi- lega verið stöðvaður af manninum með ljáinn. Það er hart að þurfa að beygja sig fyrir slíkum skapadómi á besta aldri, en þessum miskunnarlausa og erfiða sjúkdómi sínum tók Stefán með sömu stillingu og styrk og öllu öðru, sem að að höndum bar og gaf sem fyrr dýrmætt fordæmi. Það er umhugsunarefni, hve margir mætir drengir á starfsvett- vangi Stefáns virðast nú sæta þeim örlögum að þurfa að glíma við sama sjúkdóminn. Ekki liðu nema tvær vikur á milli dauða Stefáns og höfuðsnillingsins Hauks Morthens, sem ekki gleymist fyrir aðdáunarvert þrek sitt og hug- rekki, þegar hann kom fram fársjúk- ur í sjónvarpi í síðasta sinn á tóbak- svarnardaginn til þess að hvetja fólk til heilbrigðari lífshátta. „Getur það beðið í nokkra daga? Eg var að koma úr erfiðri geislameð- ferð og get varla talað,“ sagði Hauk- ur fyrst veikum rómi, þegar hann var beðinn um að leggja málefninu lið á þennan hátt. „Það vill því miður svo óheppilega til, að tóbaksvarnardagurinn er á morgun," var svarið, þannig að það setur okkur vissar skorður. „Þá kem ég,“ svaraði Haukur strax. „Þó það væri ekki nema fyrir ungu mennina, sem ég hef kynnst á sjúkrahúsinu." Þannig lifa þessi tvö valmenni í ógleymanlegum minningum frá liðnu sumri. Annar þeirra var braut- ryðjandinn, sem stóð, eðli málsins samkvæmt, fremst á sviðinu og gaf þjóðinni nýjan tón; yndisleg fyrir- mynd, sem átti í viðkynningu jafn fögur blæbrigði og fólust írödd hans. Hinn var aftastur í sinni hljóm- sveit og gaf henni taktinn og félög- um sínum sanna og hljóða sumar- gleði í stóru og smáu á löngum ferða- lögum um bjartar nætur. Forðum var sagt: „Yfir litlu varstu trúr. Yfir mikið mun ég setja þig.“ Og: „Þér eruð salt jarðar. En ef saltið dofnar, með hveiju á að selta það.“ Þakklæti og virðing verða síðustu orð þessarar kveðju. Guð blessi minningu Stefáns og Hauks og styrki ástvini þeirra. Ómar Þ. Ragnarsson. Stefán Guðmundur Jóhannsson Fæddur 11. febrúar 1946 Dáinn 26. október 1992 Okkur langar til að minnast vinar okkar Stefáns Jóhannssonar sem Minning Hrólfur Jónsson frá Akranesi Fæddur 3. apríl 1919 Dáinn 11. október 1992 Þá er pabbi okkar farinn heim til Drottins. Það er sælt að eiga góða heimvon og hafa gengið fram í lífinu með lifandi trú á Jesú Krist sem grundvöll og kjölfestu. Þannig var pabbi. Hann var ávallt heill í trú sinni sem öðru. Við systkin- in munum pabba í dagsins önn. Við munum þá daga þegar hann var sí- vinnandi, vakinn og sofinn í því að framfleyta stóru fjölskyldunni sinni, knúinn af kærleika til ástvina sinna og af þeirri ríku skyldurækni sem í honum bjó. Við munum þegar hann settist á skólabekk á miðjum aldri til að auka menntun sína og tryggja sér betri skiiyrði til starfa og þar með meira öryggi í afkomu. Þegar við vorum að setjast niður til að gera heimaverkefnin okkar kom hann með sínar skólabækur og gerði sín verkefni. Okkur fannst það svo- lítið skrítið þá að sjá pabba okkar á skólabekk en hann skilaði sínu námi með sóma og nú er tími sameigin- legra lærdómsstunda svo gleðilegur í minningum okkar. Pabbi var dulur og hljóðlátur maður en hann átti sína sérstöku hlýju og ávallt fundum við hvað hann var traustur og vakandi fyrir okkar hag. Hann fylgdist með öllu í lífi okkar af næmum huga, gladd- ist innilega þegar vel gekk hjá okk- ur, en hryggðist að sama skapi ef eitthvað gekk á móti vonum. En trú- arstyrkur hans gaf honum ætíð sannfæringu fyrir því að aftur myndi rætast úr málum og því var alltaf uppörvandi að vera í návist hans og finna þessa jákvæðu vissu streyma frá honum á lifandi hátt. Við vissum öll að pabbi bað mikið fyrir okkur því hann var maður bænarinnar. Það er líka trú okkar að bænir hans hafi haft mikið að segja í lífi okkar því hann bað af heitu hjarta. Þessar bænastundir sem hann átti í okkar þágu munu áfram skila sínu og geisla á leiðum okkar um ókomin ár eins og viti sem leiðir skip í örugga höfn. Hann pabbi okkar er kominn til Drottins. í hugum okkar rís þakk- lætið ofar söknuði og sorg. Við feng- um að hafa hann hjá okkur í bernsku okkar, æsku og langt fram á okkar þroskaár. Margir missa pabba sinn miklu fyrr en það. Því er ástæða til að þakka og gleðjast við kærar minningar um góðan pabba sem elskaði börnin sín af öllu hjarta. Við vissum að pabbi okkar hafði alist upp við nauman kost eins og svo margir af hans kynslóð. En hann talaði aldrei mikið um bernsku sína og æsku. Hann lifði fyrir konu sína og börn sín og Guð sinn hveija stund í lífi sínu og það var það sem skipti mestu máli. Það var okkur börnunum mikil- vægt að sjá og heyra og finna hvað pabba þótti alltaf innilega vænt um konuna sína, elskulega mömmu okk- ar. Hann sýndi henni það alla tíð, á sinn hljóðláta hátt, að hann elskaði hana og virti. Þau pabbi og mamma hafa svo lengi gengið lífsveginn saman að við höfum eiginlega alltaf hugsað að þar sem annað væri þar væri hitt til staðar líka. En nú er pabbi búinn að kveðja og við verðum að skilja og viður- kenna þau rök sem þar hljóta að ráða. En við eigum mömmu enn hjá okkur og þá er pabbi hjá okkur áfram, í vissum skilningi, því í hug- um okkar eru þau eitt. Við þökkum Drottni fyrir foreldra okkar og alla þeirra miklu ástúð og fórnfýsi. Jafn- framt þökkum við öllum þeim mörgu sem heiðruðu minningu pabba með samúðarvilja og samkennd á fagurri kveðjustund. Sérstaklega viljum við þakka Fíladelfíusöfnuðinum fyrir yndislegt framlag við útförina. Lifið öll í Guðs friði. Börn hins látna. Kveðja frá eiginkonu Eg kveð manninn minn elskuleg- an í heilum kærleika hjartans og þakka góðum Guði allt það sem hann gaf okkur saman. Þegar ég lít til baka yfir ár og daga opnast mér heill heimur dýrmætra minninga sem munu verma og hugga og því er þakklætið svo ríkt í huga mínum. Það er hverri konu sönn blessun að fá að eiga góðan og traustan mann og ganga með honum lífsveg- inn. Þannig maður var Hrólfur minn. Ég vii þakka honum samfylgdina af öllu hjarta. Einnig vil ég færa þeim mörgu sem sýndu mér samúð og stuðning við fráfall mannsins míns mínar innilegustu þakkir og Guð blessi þá. Guðrún Jónasdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir síilirogmjög góð þjónusta. IJpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR KÍTEL Limilllt lést 26. október sl. Þegar Stefán kynntist Ástu vin- konu okkar fyrir mörgum árum og þau hófu búskap, kynntumst við hvílíkan mann Stefán hafði að geyma og hversu traustur eiginmað- ur og faðir hann var. Þrátt fyrir mikla erfiðleika sem þau hjónin gengu í gegn um var Stefán ávallt hress og kátur og átt- um við margar góðar stundir saman, þar sem málin voru rædd af miklu kappi og hressileika. Stefán var slík- ur mannvinur, sem vildi að allir hefðu kost á að njóta þeirra gæða sem að lífið hefur upp á að bjóða. Fyrir þremur árum uppgötvaðist erfiður sjúkdómur sem reyndi mikið á hann, en þrátt fyrir veikindin var Stefán jafn drífandi, jákvæður og vongóður um bata. En nú er góður drengur farinn og stórt skarð höggvið í lífi vinkonu okkar og barna þeirra. Elsku Ásta mín, við vottum þér og börnunum þínum, Jóa, Kristínu og Bjössa, og öðrum nánustu ætt- ingjum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og megi góður Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Dagmar og Hulda. t RÖGNVALDUR SIGURÐSSON, Skálagerði 5, verður jarðsunginn föstudaginn 6. nóv- ember kl. 15.00 frá Fríkirkjunni í Reykja- vík. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrfður Svafa Rögnvaldsdóttir, Snorri Rögnvaldsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR FRIÐRIK SIGURZ, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Kitty Johansen, Guðbjörg Svava Sigurz, , Pétur Friðrik Pétursson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SÖLVI JÓNSSON vélvirki, Flúðaseli 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Erla Bragadóttir og börn, Jón Jónsson, Ingibjörg Skúladóttir. t Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og vináttu svo og alla mikils- verða aðstoð við andlát og útför FRIÐRIKU VIGDÍSAR HARALDSDÓTTUR, Skfðabraut 7, Dalvík. Megi guð og gæfan fylgja ykkur öllum. Ólafur Tryggvason, Kristin Ólafsdóttir, Jóhann Ólafsson, Unnur María Hjálmarsdóttir, Jón Haraldur Ólafsson, Ævarr Hjartarsson, Freydfs Laxdal, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og sambýlismaður, PÉTUR ÁGÚSTSSON múrari, Torfufelli 10, Reykjavík, sem lést 29. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 5. nóvember, kl. 10.30. Rannveig L. Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Ágúst Bjarnason, Guðjón Ágústsson, Bjarni Ágústsson, Hrönn Ágústsdóttir, Erna G. Sigurjónsdóttir ogtengdafólk. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR HALLDÓRU SNJÓLFSDÓTTUR frá Urðarteigi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins í Neskaupstað fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Lilja Skúladóttir, Jóhann Einarsson, Kristfn Skúladóttir, Hannes Björgvinsson, Elsa Skúladóttir, Helgi Þór Jónsson, Helga Skúladóttir, Þorsteinn Ársælsson, Eggert Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.