Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 25
MORUUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992
25
New York-búar vongóð-
ir um skilning og aðstoð
Frá Huga Ólafssyni, Áslaugu Jónsdittur og Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, fréttariturum Morgunblaðsins í New York, Arizona og Oregon.
ÞAÐ var aldrei nokkur í vafa um að Bill Clinton myndi vinna yfir-
burðasigur í New York. „Hvernig stendur á því að flagari og hassfikt-
ari sem kom sér undan herskyldu er orðinn ástmögur Bandaríkja-
manna?" var spurt í grein í vikuritinu Village Voice fyrir skömmu
og ekki stóð á svari hvað New York-búa varðar. Borgin sem eitt sinn
var stolt Bandaríkjamanna er nú orðin að martröð glæpa og fátæktar
í hugum flestra þeirra og kenna menn þeim Ronald Reagan og Ge-
orge Bush um.
Bush hefði líklega alveg sniðgeng-
ið New York ef hann hefði ekki
þurft að halda ræður á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna og Dan
Quayle varaforseti gerði sér meira
að segja far um að móðga borgarbúa
í kosningabaráttunni. Hann sagði
ástandið þar ömurlegt og það væri
dæmi um misheppnaða stefnu demó-
krata sem ráða bæði borginni og
ríkinu,
Ástæðan fyrir þessum fjandskap
í garð New York er ekki bara sú
staðreynd að þar eru sex skráðir
demókratar fyrir hvern skráðan
repúblikana eða að borgarbúar kusu
á sínum tíma Dukakis, Mondale og
Carter þótt Bush og Reagan ynnu
yfirburðasigra á landsvísu. Lykilinn
að sigrum repúblikana í undanförn-
um forsetakosningum er að finna í
úthverfum stórborganna þar sem
menn krossa sig ef þeir þurfa ein-
hverra hluta vegna að fara inn í illa
þefjandi glæpahreiður eins og New
York. Uthverfm eru fjölmennari en
borgarkjarnarnir og meðan þykkn-
aði í seðlaveskjum fólks í úthverfun-
um töldu repúblikanar sigurinn vísan
og gátu óhræddir tekið undir for-
dóma íbúa þeirra.
Það gerðu repúblikanar svo
hressilega á flokksþingi sínu í sumar
þar sem þeim tókst að „móðga alla
þá sem ekki eru hvítir, karlkyns og
gagnkynhneigðir" svo að vitnað sé
aftur í Village Voice, einn helsta
boðbera vinstriskoðana í New York.
Líklega fullnægir aðeins einn af
hveijum sex New York-búum áður-
greindum skilyrðum repúblikana
enda var boðskapnum ætlað að falla
í fijóan jarðveg í Miðvesturríkjunum,
ekki á Manhattan.
Borgarbúar vænta nú aukinna
fjárframlaga frá Washington til stór-
borga, skattafyrirgreiðslu til handa
fyrirtækjum í verstu fátækrahverf-
unum og átaks gegn eyðni sem er
útbreiddari í New York en annars
staðar á Vesturlöndum.
Arizonamenn óánægðir með
Bush - en kusu hann samt
George Bush sigraði í Arizona en
munurinn á honum og Bill Clinton
var aðeins um einn af hundraði.
Koma þessi úrslit verulega á óvart
þegar haft er í huga að forsetaefni
repúblikana hafa ávallt unnið ríkið
með miklum meirihluta síðan árið
1948 er demókratinn Harry Truman
sigraði.
Mikil óánægja ríkir nú meðal
stuðningsmanna Bush með frammi-
stöðu hans í kosningabaráttunni sem
víða annars staðar þrátt fyrir raddir
um að í raun komi úrslitin ekkert á
óvart. Þá virðast repúblikanar al-
mennt vera hræddir við stjórnar-
stefnu nýja forsetans. Margir minn-
ast forsetaára Jimmy Carters, óttast
að næstu fjögur árin verði svipuð
þeim. Það er nokkur huggun að John
McCain, öldungardeildarþingmaður
og repúblikani, var að þessu sinni
endurkjörinn með miklum meirihluta
atkvæða. Kosningaþátttaka var með
mesta móti og margt miðaldra fólk
var að kjósa í fyrsta sinn á ævinni.
Auk forseta- og þingkosninga var
einnig kosið um ýmis ríkismál Ariz-
ona svo sem hvort minningardagur
Martins Luthers Kings eigi að vera
launaður frídagur. Það var sam-
þykkt með 61% atkvæða. Flest önn-
ur sambandsríki hafa þegar ákveðið
án þjóðaratkvæðis að þriðji mánu-
dagur í janúar verði helgaður
blökkumannaleiðtoganum. Arizona
hefur legið undir ámæli fyrir að sýna
blökkumönnum óvirðingu með því
að lögfesta ekki daginn. Talið er að
fjölmargir ferðamenn hafi sniðgeng-
ið ríkið og eitt sinn var hætt við að
láta úrslitaieik í hornabolta fara þar
fram vegna þessarar sérstöðu Ariz-
onamanna sem nú er úr sögunni.
Lög gegn samkynhneigðum
felld í Oregon
Kosningaþátttaka í Oregon var
talsvert yfir meðaltali og er talið að
lagatillaga um verulega skerðingu á
réttindum samkynhneigðra, sem
einnig voru greidd atkvæði um, hafi
hvatt fólk til að fara á kjörstað. Tii-
lagan féll en með minni mun en
margir höfðu gert ráð fyrir. 56%
voru á móti en 44% með.
Flutningsmenn tillögunnar segj-
ast þó ekki vera búnir að leggja árar
í bát og gott gengi hennar í dreifbýl-
isbyggðum hvetji þá til dáða. Ljóst
er að kosningabaráttan um tillöguna
mun hafa einhver eftirköst en ekki
kom þó til alvarlegra átaka eins og
lögregla hafði óttast.
Clinton vann öruggan sigur í
Oregon sem annars staðar á vestur-
ströndinni. Demókratanum Les
AuCoin tókst hins vegar ekki að
fella repúblikanann Bob Packwood
í baráttu um sæti í öldungadeild-
inni. Kosningabarátta þeirra var að
margra áliti sóðalegri en tíðkast
hefur. Mörgum þykir og mótsagna-
kennt að Packwood, sem setið hefur
fjögur kjörtímabil í deildinni, skuli
vera endurkjörinn á sama tíma og
Oregonbúar samþykktu að tak-
marka ætti setu þingmanna.
URSLIT FORSETAKOSNINGANNA
Kjörmenn Sigurvegari
Kjörmenn Sigurvegari
Vermont
Rhode
Island
Maryland
Washlngton D.O,
Hawaii
Mnine
Washington
Montana
Oregon
Nevada
Colorodo
Kalifornia
New Hampshire
New Jersey
New York
Noröur Karólína
Norður Dakóta
Nýja Mexíkó
Ohio
Oklahoma
Oregon
Pennsylvania
Rhode Island .
Suður Karólína
Suður Dakóta
Tennessee
Texas
Utah.........
Vermont
Vestur Virginía
Virginía
Washington
Wisconsin
Wyoming
SAMTALS
Clinton
Bush
Perot
370
168
0
Georqia
Pcnnsylvania
Alabama
Alaska ..........
Arizona _________
Arkansas..... ..
Colorado: ......
Connecticut
Delaware
Washington D.C.
Flórída
Georgía_________
Hawaii..........
Idaho .....
Illinois.......
Indiana ________
lowa...... .....
Kalifornía
Kansas..........
Kentucky.......
Louisiana.....
Maine..........
Maryland........
Massachusetts
Michigan........
Minnesota.......
Mississippi.....
Missouri........
Montana
Nebraska
Nevada
9
3
8
6
8
8
3
3
25
13
4
4
22
12
7
54
6
8
9
4
10
12
18
10
7
11
O
5
4
Bush
Bush
Bush
Clinton
Clinton
Clinton
Clinton
Clinton
Bush
Clinton
Clinton
Bush
Clinton
Bush
Clinton
Clinton
Bush
Clinton
Clinton
Clinton
Clinton
Ciinton
Clinton
Clinton
Bush
Clinton
Clinton
Bush
Clinton
Suður D
Wyomlng
Nob
4 Clinton
15 Clinton
33 Clinton
14 Bush
3 Bush
5 Clinton
21 Clinton
8 Bush
7 Clinton
23 Clinton
4 Clinton
8 Bush
3 Bush
11 Clinton
32 Bush
5 Bush
3 Clinton
5 Clinton
13 Bush
11 Clinton
11 Clinton
3 Bush
270 kjör-
menn þarf
til að vinna
M.i «
Nýja
Mexiko
ZMm*
Clinton
Bush
Karl K. Karlsson hf. - Sími: 62 32 32
Fljótandi sápa
MJUK SEM KREM
FYRIR ÞURRA HÚÐ
Ren & mild
er umhverfisvæn,
unnin úr náttúrulegum jurtaolíum, sem mýkja húðina
og viðhlada réttu rakastigi hennar (pH-gildi 7).
Ren & mild
reynist allri tjölskyldunni vel sem
freyðandi baðsápa eða hreinleg handsápa
sem stendur stöðug við vaskinn.
FÆST í ÖLLUM BETRI BÚÐUM