Morgunblaðið - 07.11.1992, Page 7

Morgunblaðið - 07.11.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 7j Þuríður Sigurðardóttir, Óli H. Þórðarson og Sigurður Helgason að störfum í Utvarpi Umferðarráðs. Umferðarráð með útvarpssendingar UMFERÐARRÁÐ hefur fest kaup sendir út úr eigin stúdíói innskot tvisvar á dag. Að sögn Óla H. Þórðarsonar framkvæmdastjóra Umferðarráðs er þarna komið á framfæri upplýs- ingum um færð á vegum og um helstu framkvæmdir og hindranir sem vitað er um í vegakerfinu veg- farendum til upplýsingar og glöggv- unar. Annars vegar er skotist inn í dagskrána milli hjá Ríkisútvarp- á búnaði til útvarpssendinga og í dagskrár helstu útvarpsstöðva inu, Bylgjunni, FM og Aðalstöðinni á milli klukkan 8.20 og 9 og hins vegar milli 5. og 5.30 með stutt innskot af þessu tagi. Auk Óla H. Þórðarsonar annast Sigurður H. Helgason upplýsingafulltrúi Um- ferðarráðs og Þuríður Sigurðardótt- ir þessar útsendingar. Svínabúum fækkað um fimmtung á þremur árum Framleiðsla svína- kjöts eykst um 1,5% FRAMLEIÐSLA svínakjöts jókst um lVi% fyrstu níu mánuði ársins. Spáð hefur verið allt að 7% aukningu framleiðslunnar á árinu en Valur Þorvaldsson framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Islands tel- ur ekki líkur á að þær spár rætist. Svínabúum í landinu hefur fækk- að um meira en fimmtung á þremur árum en framleiðslan haldist svipuð á sama tíma. Eftir mikla aukningu svínakjöts- framleiðslu á árunum 1983 til 1988 hefur framleiðslan haldist svipuð undanfarin ár, eða í 2.500 til 2.600 tonnum á ári, samkvæmt upplýs- ingum sem fram koma í skýrslu Pétur Sigtryggssonar svínaræktar- ráðunauts um slátrun og fram- leiðsluspár, sem nýlega kom út. Pétur spáir því að framleiðslan í ár verði 2.780 tonn á móti 2.594 tonnum sem framleidd voru í fyrra. Mismunurinn er 186 tonn eða um 7% aukning. Svínaræktarfélag íslands hefur einnig átt von á aukningu, en þó mun minni en Pétur spáir, í ljósi þess að gyltum hefur fjölgað um 2-4% milli ára, að sögn Vals Þor- valdssonar. Fyrstu níu mánuði árs- ins var framleiðslan 1.883 tonn á móti 1.855 tonnum sömu mánuði á síðasta ári. Er það aukning fram- leiðslu um 28 tonn eða 1 ‘/2%. Þó hefur heldur vantað svínakjöt á markaðinn. Svínabúum hefur fækkað um meira en fimmtung á þremur árum. Árið 1989 voru 127 svínabú á land- inu en nú er áætlað að þau séu 98 og hefur þeim því fækkað um 29. Á sama tíma hafa sum þeirra búa sem eftir eru stækkað þannig að framleiðslan er svipuð. Valur telur að ný reglugerð um aðbúnað og heilbrigðishætti á svínabúum og virtna dýralæknis við -isvínasjúk- dóma eigi þátt í fækkuninni. Dýra- læknirinn hefur tekið út öll svínabú á landinu með tilliti til reglugerðar- innar. Það hefur orðið til þess að bændur með laka aðstöðu hafa hætt framleiðslu. Samkvæmt reglu- gerðinni á héraðsdýralæknir að gefa út starfsleyfi fyrir öll svínabú og þeim búum sem ekki fá starfs- leyfi verður að loka. Verð á svínakjöti hefur verið í jafnvægi í nokkuð langan tíma og segir Valur að nú um stundir hafi svínabændur viðunandi afkomu. Hann segir þó að framtíðin sé ótrygg og ekki ráðlegt fyrir nýja framleiðendur að reyna fýrir sér í þessari grein nema að mjög vel athuguðu máli. Bendir hann á yfír- vofandi samkeppni við innflutning í unnum svínaafurðum og harðar heilbrigðisreglur. ------» ♦ ♦------- Eldur í potti ELDUR kom upp í potti í eld- húsi húss við Kvisthaga skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Ibúi í húsinu slökkti eldinn sjálf- ur, en hann fékk hins vegar snert af reykeitrun og varð að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Borgarstjórn Tillaga um könnun á nýtingn jarðvarma TILLAGA Sigurjóns Péturssonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalags, um að borgarstjórn samþykki að nota 2% af tekjum Hitaveitunnar á hverju ári til rannsókna á nýtingarmöguleikum jarðhitans, var vísað til stjórnar veitustofnana á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. í tillögunni segir að kanna skuli möguleika á nýtingu jarðhita til lækninga og heilsubótar sem og til iðnaðarnota. Þá segir í tillögunni að leita skuli og einnig skuli leitað samvinnu við samvinnu við stofnanir á vegum Háskóla íslands. Samþykkt var atvinnuvega, félög og stofnanir, samhljóða að vísa tillögunni til sem vinna að heilsuvernd og/eða stjórnar veitustofnana þar sem hún lækningu, sem hugsanlega gætu verður rædd nánar. nýtt jarðvarma við starfsemi sína 1 dag er langur laugardagur á Laugavegi OPIÐ TIL KL. 17.00 Fyrsti laugardagur hvers mánaðar er langur laugardagur á Laugavegi. Þá eru verslanir við Laugaveg og Bankastræti opnar til kl. 17.00. VERSLUM HEIMA Kjörorð dagsins er „Verslum heima!" Styðjum íslenska verslun og íslenskt atvinnulíf. TILBOÐ — AFSLÁTTUR Afsláttur eða tilboð í ýmsu formi. Sumar verslanir bjóða afslátt af öllum sínum vörum, 10%, 15%, 20% afslátt, eða jafnvel enn meiri. Aðrar verslanir eru með tilboð á aðgreindum vörum. Það er þess virði að líta á Laugaveginn. lilllfíílM'Jísl I dag verður þessi myndarlegi Laugavegsbangsi staddur í sýningarglugga einnar verslunar við Laugaveg eða Bankastræti. Finnið bangsann og skráið nafn verslunarinnar á þar til gerð eyðublöð. Þau fást afhent í öllum verslunum við Laugaveg og Bankastræti. Þær taka allar við svörum. Viiiiiingar í Laugavegsleík 3 vöruúttektir kr. 10.000 hver: Jón og Oskar, Hagkaup og Liverpool. Aukavinningar 20 konfektkassar frá mrn FRITTI ALLASTÖfíUMÆIA , ÖLL BÍLAGEYMSIIJHÚS | ALLA LAUGARDAGA ALLT ÁRIÐ Við Laugaveg og Bankastræti eru Um 200 verslanir, veitinga- og kaffihús í tugatali. Veríð velk<Hiiin ;í liui^m^iiin - vinalega og langa íslenska verslunargötu M1092

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.