Morgunblaðið - 07.11.1992, Page 15

Morgunblaðið - 07.11.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 19S2 ________________________________i------- 15 ~n Starfsþjálf- un fatlaðra eftir Margréti Margeirsdóttur Um þessar mundir eru liðin fimm ár frá því að Starfsþjálfun fatlaðra tók til starfa samkvæmt starfsregl- um sem voru samþykktar í félags- málaráðuneytinu 1987. Upphaf og þróun Starfsþjálfunarinnar á sér þó lengri aðdraganda sem rétt er að greina frá í stuttu máli. Það var árið 1983 að Rauði kross íslands, í samvinnu við Öryrkja- bandalag íslands og Samtök endur- hæfðra mænuskaddaðra, kom á fót kennslu í tölvufræðum og fleiri greinum fyrir hreyfihamlaða undir heitinu Skóli fatlaðra og var starf- semin til húsa í Iðnskólanum í Reykjavík. Rekstur og stjómun var á vegum Rauða krossins sem einn- ig lagði fram fjármagn ásamt fleiri félagasamtökum. Hér var um merkilegt brautryðjendastarf að ræða, sem var borið upp af eld- móði forsvarsmanna, en margir lögðu fram sirin skerf án endur- gjalds nema ef vera kynni ánægjan af því að geta orðið öðrum að liði. Þegar í upphafi var ljóst að mik- il þörf var á starfsemi af þessu tagi og árangurinn sýndi að marg- ir fatlaðir sem þarna fengu þjálfun urðu færir um að hasla sér völl á vinnumarkaðnum eða hefja fram- haldsnám í öðrum skólum. En jafnframt var einnig ljóst að styrkja þyrfti grundvöllinn til að þessi starfsemi ætti framtíð fyrir sér og leituðu því forsvarsmenn Skóla fatlaðra til félagsmálaráðu- neytisins á árinu 1985 með ein- dregin tilmæli um að starfsemin yrði felld undir lög um málefni fatl- aðra og rekstrargrundvöllur tryggður með fjárframlagi frá rík- inu. Um þetta leyti var nafninu breytt í Starfsþjálfun fatlaðra. Fé- lagsmálaráðuneytið veitti starf- seminni þá þegar nokkurn rekstrar- styrk en hún var þó á vegum Rauða krossins þangað til í maí 1986 en lagðist þá af um skeið. Af þessu tilefni var skipaður starfshópur sem fékk það verkefni að semja tillögur um stjórnun og framtíðarskipulag fyrir Starfsþjálf- un fatlaðra og voru tillögurnar staðfestar í félagsmálaráðuneytinu í júní 1987. Samkvæmt þeim er Starfsþjálf- un fatlaðra sjálfstæð stofnun og fer félagsmálaráðuneytið með fjár- hagslega ábyrgð en Öryrkjabanda- lag Islands ber rekstrarlega ábyrgð, og hefur tekist vel til með þetta fyrirkomulag. Stjóm Starfsþjálfunar fatlaðra er skipuð þremur aðalmönnum og jafnmörgum varamönnum, en auk þess er 15 manna fulltrúaráð þar sem eiga sæti fulltrúar ýmissa fé- lagasamtaka fatlaðra, opinberra stofnana og aðila vinnumarkaðar- ins. Starfsþjálfun fatlaðra tók til starfa í október 1987 í húsnæði að Hátúni 10 A sem Öryrkjabanda- lag íslands lét innrétta sérstaklega Margrét Margeirsdóttir „Starfsþjálfun fatlaðra er einkum ætluð fólki 17 ára og eldra sem hefur fatlast vegna slysa eða sjúkdóma og er markmiðið að búa það undir störf á vinnu- markaðnum eða nám í framhaldsskólum.“ Ennfremur er lögð áhersla á ís- lensku, ensku, samfélagsfræði og fleiri atriði má nefna svo sem fjöl- miðlun. Námið spannar yfir þrjár annir og eru 24-26 nemendur á hverri önn sem kennt er í tveimur hópum \ senn, 4-8 kennslustundir á dag. Á síðustu önn er stefnt að því marki sem nemandi hefur sett sér þegar náminu lýkur og er það gert með starfsfræðslu, kynningu á námsleiðum, tengslum við atvinnu- lífíð og einstaklingsráðgjöf. Aðeins einn kennari er í fullu starfi auk forstöðumanns en að jafnaði kenna 6 kennarar við skól- ann i stundakennslu. Skólagjöld eru engin og öll helstu námsgögn eur lögð til, nemendum að kostnaðar- lausu. Umsóknir um skólavist eru langtum fleiri en hægt er að verða við. Ein meginástæðan er pláss- leysi en ennfremur getur verið um að ræða umsækjendur sem myndu ekki ráða við námsefnið sem er á boðstólum. Þá berast einnig umsóknir frá fólki sem gæti án undirbúnings nýtt sér nám i öðrum framhalds- skólum og er þá reynt að vísa því þangað og leiðbeina því við að kom- ast á rétta braut. Auk hins reglubundna náms hef- ur Starfsþjálfunin staðið fyrir tveggja vikna tölvunámskeiðum að sumrinu eftir að skólanum lýkur á vorin og hafa þau verið afar vel sótt því að alls hafa 130-140 manns tekið þátt í slíkum nám- skeiðum. Margir nemendanna í Starfs- þjálfun fatlaðra eiga við námsörð- ugleika að stríða sem oftast stafa af fötlun, andlegri eða líkamlegri, en einnig getur verið um að ræða mikla vanmáttarkennd sem oft og tíðum tengist reynslu af fyrri skóla- göngu og hefur hamlað frekara námi. Markmiðið er því ekki aðeins að miðla fróðleik og þekkingu held- ur jafnframt að efla sjálfstraust nemendanna og styrkja þá til að öðlast trú á eigin getu og hæfileik- um. Eins og gefur að skilja getur verið mikið átak að hefja nám og störf að nýju eftir langt hlé, ekki síst þegar einstaklingurinn hefur fatlast alvarlega á þessu tímabili og þarf að endurhæfast til nýrra starfa alls ólíkum þeim sem hann stundaði áður. Á þessum fimm árum í sögu Starfsþjálfunarinnar hafa 114 nemendur stundað þar nám og þar af hafa 58 lokið þriggja anna námi sem tekur eitt og hálft ár. Við nám eru nú 26. Samkvæmt athugunum sem hafa verið gerðar nýlega, íeiða nið- urstöður í ljós að milli 60-70 pró- sent útskrifaðra nemenda fá störf á almennum vinnumarkaði eða fara í frekara nám í öðrum skólum. Um þriðjungur leitar í störf á vernduð- um vinnustöðum eða hefur ekki fengið störf við hæfi. A síðari árum hefur komið í ljós að mikil þörf er fyrir aukna ráðgjöf og meiri aðstoð við nemendur sem hafa lokið námi og eru í atvinnu- leit eða eru að hefja störf á vinnu- markaðnum en þarfnast stuðnings og eftirfylgdar. Með hliðsjón af þessari þörf var ráðinn á sl. ári, starfsmaður í hluta- starf sem annast kynningu og ráð- gjöf varðandi atvinnu og fram- haldsnám og er megináherslan Iögð á einstaklingsráðgjöf þó að einnig sé um hópvinnu að ræða fyrir nem- endur í námi. Mikið og öflugt félagslíf er með- al nemenda og eru bæði fyrrver- andi og núverandi nemendur virkir í nemendasambandi Starfsþjálfun- arinnar, Takmarki, sem var stofnað fyrir fjórum árum. I tilefni af þessum tímamótum Starfsþjá'lfunar fatlaðra mun hún standa fyrir sýningu á tölvubún- aði, jaðartækjum og hugbúnaði sem nýst getur fötluðum í sam- skiptum, námi og starfi og er sýn- ingin haldin í samvinnu við Tölvum- iðstöð fatlaðra. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á íslenskum talbúnaði fyrir tölvur sem hefur verið í prófun hjá Starfsþjálfuninni undanfarin miss- eri og verður nú kynntur í fyrsta sinn fyrir almenningi. í tengslum við sýninguna verður námstefna og opið hús í Hátúni 10 A dagana 9-10 nóvember nk. Sérstakur gestur námstefnunnar verður Jens Tollefsen kand.mag. frá Noregi sem hefur margra ára reynslu af kennslu fatlaðra, en starfar nú sjálfstætt við þróun hug- búnaðar fyrir fatlaða og er ráðgef- andi sérfræðingur á þessu sviði í Noregi. Hann mun halda fyrirlestur og kynna hugbúnað til notkunar í sérkennslu svo og fyrir fatlaða með skerta hreyfigetu. Höfundur er deildarstjóri og formnður Starfsþjálfunar fatlaðra. Bresk minnmgarathöfn í F ossvogskirkjugarði fyrir starfsemina. Ennfremur hefur stofnunin fengið talsvert framlag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra á undanfömum árum einkum til tækjakaupa. Forstöðumaður Starfsþjálfunarinnar, Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur og námsráðgjafi var ráðinn í ágúst 1987 og hefur hún gegnt starfinu síðan. Starfsþjálfun fatlaðra er einkum ætluð fólki 17 ára og eldra sem hefur fatlast vegna slysa eða sjúk- dóma og er markmiðið að búa það undir störf á vinnumarkaðnum eða nám í framhaldsskólum. Megináhersla er lögð á greinar eins og ýmiss konar tölvunotkun, verslunarreikning og bókfærslu. HIN árlega minningarathöfn um fallna hermenn Breska samveld- isins verður haldinn sunnudag- inn 9. nóvember við hermanna- grafreitinn í Fossvogskirkju- garði og hefst athöfnin að veryu kl. 10.45. Þama gefst fólki tækifæri til að heiðra minningu þeirra milljóna manna sem í gegnum árin hafa látið lífið í þágu friðar og frelsis. Séra Arngrímur Jónsson stjómar minningarathöfninni og er öllum velkomið að taka þátt í henni. í hermannagrafreit Breska sam- veldisins í Fossvogskirkjugarði em grafir 128 breskra hermanna og 84 grafir hermanna frá öðrum löndum. Þar á meðal 47 Kanada- manna og 5 Ástrala. (Préttatilkynning) MEÐ STJÖRNUR ÍAUGUNUM ★ ★ ★ AVLUONIR I HÆSTA VINNING! HAppAþRENNAN heffuí rinmnpirui!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.