Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
Öfugmælaskáld-
skapur aldarinnar
Uppgjör kostnaðar og ábata
eftir Hannes Jónsson
Við höfum í grein minni Öfug-
mælaskáldskapur aldarinnar: „Allt
fyrir ekkert“ skoðað ýmsa þætti
fórnarkostnaðar okkar vegna aðild-
ar að EES. Lítum nú á meinta tekju-
hlið og reynum svo að gera heildar-
dæmið upp.
Fyrsti ábati: Vöxtur
þjóðartekna
Sagt er að þjóðartekjur muni
vaxa vegna EES. Allt er þetta þó
mjög óljóst. EB-ríkin sjálf telja, að
hjá þeim eigi þjóðartekjur að vaxa
eitthvað fyrst framan af en komast
í hámark 2-4,5% af landsfram-
leiðslu 1998, verði mest í fátækari
ríkjum S-Evrópu en minni í ríkari
ríkjum N^Evrópu.
Talsmenn EB segja að um helm-
ingur ábatans komi til vegna hag-
ræðingar, framleiðni- og fram-
leiðsluaukningar í iðnaði, stærra
markaðssvæðis án landamæra,
meiri samkeppni og minni skrif-
finnsku vegna afnáms tollaf-
greiðslna á innri markaðinum.
Stærsti hluti hins helmingsins verð-
ur svo til vegna um 6% lækkunar
á iðnvöruverði.
Þetta eru væntingar EB-ríkjanna
byggðar á þeirra líkindareikningum
um ábatann.
En hvemig horfír þetta við ís-
lenska hagkerfínu?
Sjávarafurðir eru um 75% af
vöruútflutningi okkar. Þær eru utan
fjórfrelsisins og njóta ekki fríversl-
unar. Á þær verður lagður tollur
og þær þarf að tollafgreiða. Skrif-
fínnskan sparast því ekki.
Svo er hitt, að iðnvöruútflutning-
ur frá íslandi er sáralítill. Hann
nýtur fullrar fríverslunar á báðar
hliðar samkvæmt fríverslunar-
samningum EFTA-ríkjanna við EB.
Samkvæmt bókun 6, sem tók gildi
1976, em þegar um 60% af fískút-
flutningi okkar undanþegin tolli í
EB-ríkjunum. Það sem verið er að
kaupa með öllum ókostum EES er
því nokkur frekari tollalækkun á
um 30% af sjávaraflaútflutningi
okkar til EB.
Hitt er líka augljóst, að 6% verð-
lækkun iðnvara í EB kemur fram
í lækkuðu iðnvöruverði vegna inn-
flutnings frá EB. Sá helmingur al-
menna ábatans kemur okkur því til
góða án tillits til þess, hvort við
samþykkjum EES eða ekki. Hinu
má þó ekki gleyma að mestur vöxt-
ur í okkar útflutningsiðnaði er og
hefur verið hjá fírmum eins og
Marel, Icecon og Orkint, sem selja
vöm sína og þjónustu fýrst og
fremst utan EES-svæðisins, þ.e. í
Ameríku, Asíu og Austur-Evrópu.
Með allt þetta í huga er eðlilegt
að spurt sé: Hvar er okkar almenni
ábati af fjórfrelsinu? Er hann ekki
tómt mýrarljós?
Gleymum því ekki, að Þjóðhags-
stofnun sendi frá sér greinargerð
um áhrif EES á íslenskan þjóðarbú-
skap 15. febrúar 1991 og komst
að þeirri niðurstöðu „að beinn þjóð-
hagslegur ávinningur íslendinga af
því að tengjast EB/EES verði minni
heldur en aðrar þjóðir gera sér von-
ir um.“ - En hversu mikið minni?
Verður hinn almenni ábati okkar
Íslendinga af EES yfírleitt nokkur?
Og ef í EES-kerfinu eru einhveij-
ar fáar hugmyndir um efnahagsleg-
ar skipulagsbreytingar sem gætu
reynst okkur ábatasamar, því þá
ekki að gera þær á eigin forsend-
um, með eigin löggjöf, án þess að
ánetjast laga- og reglugerðarfrum-
skógi skrifræðisveldisins í Brussel,
og án hins miklar kostnaðar, sem
EES hefði í för með sér fýrir okkur?
Annar ábati: Lækkun
innflutingstolla á fiski
Enginn neitar því, að sérsamn-
ingurinn um sjávarafurðir, sem enn
er ófrágenginn, af því að EB neitar
að leggja til grundvallar raunveru-
legar veiðar upp í umsamda kvóta
en vill byggja eingöngu á veiði-
magnstölunum á pappírunum, gerir
ráð fyrir nokkrum tollalækkunum
af fískinnflutningi á EB-markað.
Vegna gildandi fríverslunarsamn-
inga og bókunar 6 við þá, njóta um
60% af okkar fískútflutningi til EB
tollfríðinda. Með EES yrði þetta
hlutfall um 80-90% eftir 1997,
minna fram að þeim tíma. Ábatinn
gæti því orðið 20-30% tollalækkun
til viðbótar.
En hvað þýðir þetta í beinum
tölum?
Utanríkisráðherra lét gefa út
„ábata“-reikning vegna tollalækk-
ana af sjávarafurðum, sem kæmu
til framkvæmda 1993 og 1997.
Reiknað var út frá magni, tegunda-
samsetningu og tollum, sem EB-
innflytjandinn, ekki vjð, greiddi af
íslenskum sjávarafurðum 1990.
Tollgreiðslur EB-innflytjandans
voru þá 2,1 milljarður af íslenskum
sjávarafurðum, samkvæmt tölum
utanríkisráðherra. Þetta sagði hann
að mundi lækka um 1,6 "milljarða
1993 og verða 500 milljónir til
1997. Þá lækkaði tollurinn enn um
300 milljónir og yrði upp frá því
200 milljónir króna á ári. Lækkunin
frá upphafi átti samkvæmt þessu
að vera 1,9 milljarðar á ári.
En hér þarf vamaðar við.
Fyrst, viðmiðunin við aflasölu
1990 er óraunhæf og ofreiknuð
vegna mikils niðurskurðar á afla-
kvóta nýlega. Einnig er reiknað
með tollfrelsi af saltsíld en tollur
verður 12%.
í öðru lagi, greiðsla innflutnings-
tolla og tollafgreiðsla er samkvæmt
alþjóðlegri venju yfírleitt alfarið í
höndum innflytjenda, ekki útflytj-
enda, og reiknast endanlega inn í
vöruverð neytendans í innflutnings-
landinu. Augljóst dæmi, sem allir
ættu að skilja, er t.d. að Volkswag-
en greiðir ekki innflutningstolla af
bílaútflutningi sínum hingað heldur
innflytjandinn, Hekla hf. Hún reikn-
ar hann inn í bílverðið, sem við
greiðum við bílakaupin: Sama aðal-
regla gildir um aðrar útflutnings-
vörur, t.d. saltfísk og aðrar sjávar-
afurðir, sem við flytjum út á EB-
markað.
í þriðja lagi, færustu sérfræðing-
ar hagfræðinnar á sviði tollamála
og milliríkjaviðskipta hafa fyrir
löngu sannað, að þegar til lengdar
lætur skiptist ábati af tollalækkun
nokkurn veginn til helminga á milli
framleiðenda og neytenda, innflytj-
enda og útflytjenda, en nákvæm
skipti ráðast af framboði og eftir-
spurn vörunnar. Okkar fískútflytj-
endur á EB-markað gætu því búist
við bættri samkeppnisstöðu á mark-
aðnum og allt að 50% skilaverðs-
hækkun. Þetta þýðir, að ábatinn
af tollalækkunum gæti fært íslensk-
um útflytjendum í mesta lagi um
800 milljónir króna á ári 1993-
1997 en 950 milljónir eftir 1997.
í fjórða lagi er það nýmæli í
bókhaldi, hvergi viðurkennt nema
hjá utanríkisráðherra, að reikna
aðeins tekjuhliðina, ekki gjaldahlið-
ina við uppgjör. Nákvæm athugun
á gjaldahliðinni vegna EES sýnir
svo ekki verður um villst, að miðað
við sama ár og utanríkisráðherra
miðar tekjuhliðina við, 1990, verða
aukin gjöld vegna EES um 945
milljónir króna á ári 1993-1997 en
995 milljónir króna eftir 1997.
Beint peningalegt tap okkar af EES
yrði því um 145 milljónir á ári fyrra
tímabilið og 45 milljónir á ári eftir
1997. ISiá meðf. töflu.l
Hannes Jónsson
„Þeg’ar tekið er tillit til
allra þessara atriða er
augljóst, að það er
langt í frá, að við fáum
„allt fyrir ekkert“ með
ÉES. Þvert á móti verð-
ur tap okkar af aðild
að EES mjög mikið.“
í þessuum útreikningum er þó
ekki reiknað með um 900 milljón
króna tollatapi á ári vegna lækkun-
ar innflutningstolla okkar af vörum
frá EES. Því ætla stjórnvöld sér,
samkvæmt fyrirliggjandi lagafrum-
varpi, að mæta með 4,5% hækkun
aðflutningsgjalda frá Bandaríkjun-
um, Japan og ríkjum utan EES, en
lækkunin á aðflutningsgjöldum frá
EES eru talin verða a.m.k. 3,5%.
Einnig er talað um að leggja á vöru-
gjald, en óvissa ríkir um það. Í
reynd er því ráðgert að við lokum
okkur inni í tollajámtjaldi EES með
minnst 8% tollamismun á milli ríkja
þess og Bandaríkjanna, Japan og
annarra ríkja heims.
EES er hallærissamningur
Það má vel vera að einstök fyrir-
tæki, eins og t.d. SÍF, telji sér
ábatavon í EES. Þjóðarbúið mun
hins vegar tapa tugum milljóna á
ári hverju í beinhörðum peningum.
Frá hreinu viðskiptalegu sjónarmiði
mundi enginn ógalinn kaupsýslu-
maður láta sér detta í hug að gera
slíkan samning, ef hann ætti að
greiða skaðann. En meinið er, að
ríkið á sér engan vin. Því er ætlað
að greiða tapið, aðrir hyggjast
græða á kostnað þess. Tap og út-
gjöld ríkisins verða þó alltaf gjöld
okkar skattborgaranna.
Þessu til viðbótar kemur sá stór-
kostlegi fórnarkostnaður, sem við
eigum að færa í huglægum verð-
mætum.
* Okkur er ætlað að fórna góð-
um árangri þorskastríðanna með
bví að onna efnahae-slöc’söfruna fvr-
ir rányrkjuflota EB og veita honum
jafnréttisaðstöðu við íslensk skip í
íslenskum höfnum.
* Við eigum að fóma huglægum
verðmætum í formi takmarkaðs
fullveldisafsals til sjálfstæðrar
ákvarðanatöku, lagasetningar og
dómsúrskurða á samningssviðinu,
með því að flækjast í ánauð skrif-
ræðis-, laga- og reglugerðarfrum-
skógar EB/EES.
* Með lögtöku fjórfrelsisins er
okkur ætlað að fórna efnahagslegu
forræði okkar og sjálfstæði til þess
að nýta einir gæði og auðlindir
landsins í þágu íslendinga einna.
Nýtingu þessara gæða og atvinnu
við þá nýtingu eigum við að deila
með 360 milljónum Evrópubúa, sem
eiga að fá sama rétt og við til at-
vinnu-, athafna-, fjármála- og þjón-
ustustarfsemi Kér á landi.
Þegar tekið er tillit til allra þess-
ara atriða er augljóst, að það er
langt í frá, að við fáum „allt fýrir
ekkert“ með EES. Þvert á móti
verður tap okkar af aðild að EES
mjög mikið. Þetta hlýtur hugsandi
fólk, þingmenn jafnt og aðrir, að
sjá við nána skoðun málsins. Þess
vegna verðum við að vona, að bæði
Alþingi og þjóðin hafni þessum
hallærissamningi.
Lokaorð
í bók minni „íslensk sjálfstæðis-
og utanríkismál" sýni ég m.a. fram
á, að mótun utanríkisstefnu sé öðr-
um þræði „innsýn inn í framtíðina
um hvernig ríkið vildi að staða
mála yrði þegar stefnumarkmiðinu
væri náð.“
Hlutlæg athugun á EES-samn-
ingnum sýnir, að stefna utanríkis-
ráðherra og Evrókrata í málinu er,
eins og hann segir sjálfur, „vega-
bréf inn í 21. öldina“, en ekki til
velsældar heldur frá velferð til
vandræða og fátæktar, frá frelsi
og fullveldi sjálfstæðrar ákvarðana-
töku á samningssviðinu til ánauðar
skrifræðisveldis laga- og reglugerð-
arfrumskógarins í Brussel. Það er
döpur framtíðarsýn sem undirstrik-
ar nauðsyn þess að við höfnum
EES.'
Að hafna EES hefði ekki í för
með sér einangrun fyrir okkur. Með
því mundum við einmitt fyrir-
byggja, að við einangruðumst með
18 gömlum nýlenduríkjum Evrópu
innan tollajárntjalds verndarstefnu
EB, eins og George Bush, Banda-
ríkjaforseti, komst svo vel að orði
13. janúar 1992. Utan EES gætum
við átt eðlileg samskipti og við-
, skipti við Evrópuríkin, eins og við
gerum í dag, en auk þess tekið þátt
í að móta sem víðtækasta fríverslun
í heimi liðlega 176 ríkja, sem nú
eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum,
og 108 ríkja, sem eiga aðild að
GATT, án nokkurra þvingandi skil-
yrða um fullveldisafsal, Iandhelgis-
fórnir og afsal á einkarétti okkar
til að nýta einir gæði landsins í
þágu íslendinga einna.
Eftir sem áður hefðum við stjórn-
málasamband við mikinn íjölda
ríkja og störfuðum með þeim á
grundvelli tvíhliða samskipta og
innan fjölþjóða- og alþjóðasamtaka
á sviði viðskipta, stjómmála og ör-
yggis- og varnarmála. Á grundvelli
gildandi milliríkjaviðskiptakerfís
okkar stunduðum við ftjáls við-
skipti á grundvelli gagnkvæms
ábata án fullveldisafsals ög þving-
andi skilyrða, sem EB-ríkin eru að
reyna að grafa upp úr forneskju
horfínnar aldar nýlendustefnunnar.
í núverandi milliríkjaviðskipta-
kerfí okkar, efldu og endurbættu
með stóraukinni framsókn til frí-
verslunar í hnattrænu samhengi,
fremur en smásvæðisbundnu sam-
starfí EES innan tollajárntjalds
vemdarstefnu Evrópusamfélagsins,
felst fjögur framtíðarsýn alhliða
framfara til hagsbóta og heilla fyr-
ir sjálfstætt og fullvalda ísland og
íslendinga komandi aldar.
Látum ekki glámskyggna
óhappamenn, eins og þá sem leiddu
okkur í ánauð árið 1262, fá tæki-
færi til sömu örlagaríku áhrifanna
nú og þá. Stöndum vörð um efna-
hagslegt og stjórnarfarslegt full-
veldi og sjálfstæði íslands.
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Húsavík
Mj ólkursamlagið hef-
ur keypt Baulu hf.
MJÓLKURSAMLAG Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hefur keypt
jógúrtverksmiðju Baulu hf., og var kaupsamningurinn staðfestur á
stjórnarfundi í kaupfélaginu á miðvikudaginn. Hreiðar Karlsson kaup-
félagssljóri vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp hvert kaup-
verðið væri. Hann sagði að framleiðsla mjólkurvörum í nafni Baulu
hefði legið niðri síðan í byijun október vegna skorts á hráefni og
umbúðum, og enn lægi ekki ljóst fyrir hvenær framleiðslan hæfist
að nýju.
Mjólkursamlagið á Húsavík kaupir
verksmiðju og vörumerki Baulu hf.,
en verksmiðjan er staðsett í húsnæði
kaupfélagsins þar sem framleiðsla á
Bauluvörunum hefur farið fram.
Hreiðar sagði að ein ástæðan fyrir
kaupunum væri einmitt sú að fram-
leiðsluvélamar eru staðsettar í hús-
næði kaupfélagsins, en einnig hefði
lengi verið áhugi á því að auka
breiddina í mjólkurvöruframleiðslu
kaupfélagsins og styrkja stöðu fyrir-
tækisins með þeim hætti.
„Það teljum við okkur í raun og
veru gera með þessum kaupum jafn-
vel þótt framleiðslan sé ekki í gangi
í dag. Við teljum okkur vera þarna
með tæki í höndunum sem séu okkur
nokkurs virði að spila úr þrátt fyrir
allar hrakspár um innflutning og
þess háttar. Hvernig og hvenær við
vinnum úr þessu veltur hins vegar á
því hvaða stefnu mjólkursamlagið
tekur í heild, en grunntilgangurinn
með þessu er auðvitað sá að geta
framleitt Bauluvörumar," sagði
Hreiðar.
Gjalda- ogtekjuflokkar Gjöld Tekjur Gjöld Tekjur
1993-1997 Eftir 1997
50% hækkun skilaverðs sjávarafurða vegna tollalækkunar Ferða-, funda- og ráðstefnukostnaður 150 800 200 950
Þýðinga- og prentkostnaður 100 100
Hækkun árgjalds EFTA 35 35
Kostnaðarauki fastan. Genf 20 20
Kostnaðarauki fastan. Brussel Nýir fulltr. fagráðuneyta 20 20
við fastan. í Brussel 70 70
Aukinn stjórnsýslukostn. í Reykjavík 100 100
Þátttaka í starfi sérfræðinefnda EES 50 50
Aðildargjöld og kostnaður v. fulltr. hjá EES ráði, nefndar, þingm.ráði, fastanefndar EFTA hjá EES, eftirlitsnefndar og dómstóls EFTA 400 400
Samtals milljónir króna 945 800 995 950
Árlegt tap íslands af EES 145 45
Samtals milljónir króna 9.445 945 995 995
ATH. Ekki er reiknað með tollatapi okkar af innflutningi til íslands frá
EES-ríkjunum, sem áætlað hefur verið að verði um 900-1.000 milljónir
á ári. Algjör óvissa er um, hvort samþykkt verður af EES-ríkjunum, að
við leggjum vörugjald á innflutning frá þeim til þess að bæta okkur inn-
flutningstollatapið.