Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 22
8£
22
f6í H3ÍÍM2VÖM ,T HUOAQHAÓIÍAJ GIGA,IHKUOJÍOK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
II
Bozo“
Trúður-
innóskaði
„nafna“
sínumtil
hamingju
Hollywood. Reuter.
TRÚÐURINN Bozo var
meðal þeírra, sem sendu
Bill Clinton, verðandi for-
seta Bandaríkjanna, heilla-
óskir, en eins og marga
mun reka minni til upp-
nefndi George Bush forseti
Clinton „Bozo“ á framboðs-
fundi.
Þessum stórfætta trúði,
sem er ef til vill frægari en
nokkur kollega hans í heimin-
um, skaut allt í einu upp í
kosningabaráttunni, þegar
Bush kallaði þá Clinton og
A1 Gore „Bozoana tvo“.
En Clinton lét hann ekki
eiga neitt inni hjá sér: „Hann
kallaði okkur Bozoa,“ sagði
hann. „Það er ekki nema
gott eitt um það að segja,
Bozo kemur fólki til að hlæja,
en Bush kemur fólki til að
gráta. Á þriðjudaginn verður
hlegið í Bandaríkjunum."
Larry Harmon, hinn upp-
runalegi Bozo úr sjónvarpinu
og sá sem skapaði persónuna,
sendi Clinton eftirfarandi
orðsendingu eftir kosning-
amar: „Mig langar til óska
þér innilega til hamingju með
sigurinn og þakka hlý orð í
garð Bozos. Mér þykir vænt
um þessa viðurkenningu og
óska þér alls góðs í framtíð-
inni. Þú getur reitt þig á að
ég, hinn eini bg sanni Bozo,
mun halda áfram að vekja
hlátur Bandaríkjamanna og
annarra heimsins þegna eins
og ég hef gert í 43 ár. Mundu
kjörorð Bozos gamla: „Hlát-
urinn lengir lífið.““
Það var seint á fimmta
áratugnum sem Harmon
klæddist fyrst rauðgula hár-
inu, gúmmínefínu, hólkvíðu
buxunum og risaskónum og
kynnti sköpunarverk sitt.
Hann er nú hættur að leika
Bozo sjálfur, en sem for-
stöðumaður Larry Harmon
Pictures veitir hann öðmm
leyfi til að nota nafn og útlit
trúðsins.
Bill Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna, er hér hylltur er hann kom í þinghúsið í Little Rock,
höfuðborg Arkans, í gær, í fyrsta sinn frá kosningunum.
Clinton hyggst til-
nefna repúblikana
í ráðherraembætti
Washington. Daily Telcgraph.
BILL Clinton, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hefur skýrt þingmönnum
úr röðum Demókrataflokksins frá því, að hann hyggist skipa einn eða
tvo repúblikana í ríkisstjórn sína. Jafnframt verði hlutfallslega margar
konur settar til hárra embætta og fulltrúar minnihlutahópa sömuleiðis.
1 gær ákvað Clinton að lögfræðingurinn Vemon Jordan og Warren
Christopher, sem eitt sinn var aðstoðarutanríkisráðherra, myndu
stjóma undirbúningi forsetaskiptanna 20. janúar.
Búist er við að repúblikanar sem tíma áður en hann skýrir frá skipan
Clinton hyggst skipa í ráðherrastöð-
ur komi úr röðum viðskiptajöfra.sem
lýstu stuðningi við framboð hans.
Tilgangur tilnefningar þeirra er jafn-
framt að bijóta upp flokkslegt valda-
kerfi sem viðgengist hefur í Was-
hington.
Haft var eftir nánum samverka-
mönnum Clintons í gær að hann
myndi á næstu dögum ráðfæra sig
við fiölda manna og taka sér góðan
ríkisstjómar.
Hermt er að Clinton hefjist strax
handa við að hrinda stefnumálum
sínum í framkvæmd eftir valdatök-
una 20. janúar nk. Búist er við að
hann taki strax á málum sem efst
voru á baugi í kosningabaráttunni.
Þannig er búist við að hann nemi
úr gildi reglur sem settar vom í tíð
George Bush forseta og takmarka
ráðgjöf um fóstureyðingar, bindi
enda á bann er útilokar samkyn-
hneigða úr hemum, herði viðskipta-
þvinganir gegn Kínastjóm vegna
mannréttindabrota hennar, lögbindi
frí fyrir ríkisstarfsmenn vegna veik-
inda í fjölskyldu. Einnig er talið að
á fyrstu dögum í embætti muni hann
beita sér fyrir því að endurflutt verði
ýmis lagafrumvörp sem Bush neitaði
að undirrita og eiga að örva efna-
hagslífið. Sagt er að Clinton hyggist
einkum beita í þessu skyni skattfrá-
drætti vegna fjárfestinga, einhverri
lækkun skatta á fjármagnstekjur og
íjárveitingum til þess að örva at-
vinnulíf í innstu borgarhverfum.
Þá hefur komið fram að Borís
Jeltsín forseti Rússlands hringdi í
fyrradag í Clinton og ræddi við hann
um hugsanlegan leiðtogafund og
dagskrá hans.
Sig Rogich fyrrum sendiherra
Rangar áherslur kost-
uðu George Bush sigur
SIG Rogich, fyrrum sendiherra Bandaríkjamanna á íslandi og
einn af nánustu aðstoðarmönnum George Bush Bandaríkjaforseta
í kosningabaráttunni, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að
rangar áherslur i baráttunni hefðu átt stærstan þátt í ósigri Bush
í forsetakosningunum sl. þriðjudag.
„Ég get raunverulega einungis baráttunni. Kosningabarátta Bills
metið það sem við gerðum síðasta
mánuðinn, þann tíma sem ég var
viðriðinn kosningabaráttuna. En
ég held samt að heimavinna okkar
hafi brugðist. Kosningabaráttan
var ekki ígrunduð nægilega vel í
upphafi."
„Við urðum einfaldlega undir í
Clintons var betri, komst mun
betur til skila en okkar. Við lifum
í heimi skynhrifa sem okkur mis-
tókst að virkja rétt.“
„Við minntum þjóðina ekki
nægilega vel á þann góða árangur
seaa-Bush náði í innanríkisiriálun-
um. Þar náði forsetinn miklum
árangri. Má þar nefna lög er
vemda eiga andrúmsloftið, lög er
tryggja réttindi fatlaðra, nýja og
réttlátari mannréttindalöggjöf. Á
sama tíma og kreppa var í alþjóða
efnahagsmálum er ástand banda-
rískra efnahagsmála betra en á
nokkru öðru byggðu bóli að Japan
meðtöldu. Verg þjóðarframleiðsla
Japana dróst saman um 4,5% í
fyrra en okkar jókst um 1,5%.
Þetta veit enginn því allt púðrið
fór í að draga upp dökka mynd
af efnahagsástandinu.“
Sig Rogich
„Við hefðum átt að gera okkur .
grein fyrir þessum mistökum,
snúa við blaðinu og leggja áhersl-
una á það sem vel var gert. Við
létum fara fyrir okkur eins og
Winston Churchill," sagði Rogich.
Andúð á
gyðingum
minnkar
UM þriðjungur Þjóðveija telur, að
nasistatíminn hafi átt sínar góðu
hliðar og gyðingum sjálfum sé
nokkuð um að kenna hve oft þeir
hafi verið ofsóttir. Ef þessi niður-
staða er hins vegar borin saman
við kannanir, sem gerðar voru 1987
og 1982, kemur í ljós, að andúð
Þjóðverja á gyðingum hefur minnk-
að en ekki aukist. Sem dæmi um
það má nefna, að 1987 töldu 60%
Þjóðveija undir 25 ára aldri, að
gyðingar ættu sína sök á ofsóknun-
um en aðeins 31% nú. Könnunin
nú var gerð til athuga hvort mikil
umsvif hægriöfgamanna og árásir
á innflytjendur mætti rekja til vax-
andi fylgis meðal þjóðarinnar við
hægriöfga en svo virðist alls ekki
vera.
Vill milligöngu
Clintons
JONAS Sawimbi, leiðtogi Unita-
hreyfingarinnar, skoraði í gær á
Bandaríkjastjóm að miðla málum í
Angóla og sagði, að átökin undan-
farið milli Unita og stjómarflokks-
ins, MPLA, hefðu kostað 15.000
manns lífíð. Kemur áskomnin fram
í bréfí, sem Sawimbi hefur skrifað
George Bush Bandaríkjaforseta og
Bill Clinton, væntanlegum eftir-
manni hans, en það var lesið upp
í útvarpsstöð Unita. Vopnahléið,
sem samdist um fyrir nokkrum dög-
um, virðist halda enn og fulltrúum
Sameinuðu þjóðanna hefur tekist
að fá fulltrúa stríðandi aðila til að
koma saman til sáttafundar.
Fellur markið?
ÞÝSKA stjórnin vísaði í gær á bug
þeim ummælum Heinz-Giinter Za-
velbergs, yfirmanns ríkisendur-
skoðunarinnar, að vaxandi skulda-
söfnun ríkisins gæti að lokum leitt
til gengishruns gjaldmiðilsins,
marksins, og breytinga á gjaldeyri-
skerfinu. Zavelberg sagði, að geng-
ishrunið væri ekki alveg yfirvofandi
'en hélt því fram, að það væri óumf-
lýjanlé^t ef ekkert væri að gert.
Nefndi hann sem dæmi, að 1995
yrðu alríkisstjómin, fylkisstjómim-
ar og sveitarfélögin farin að borga
170 milljarða marka árlega aðeins
í vexti. Manfred Carstens, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu,
sagði, að fullyrðing Zavelbergs
væri fáránleg og til marks um stór-
kostlegt ábyrgðarleysi.
Gull í Græn-
landi
DANSK-grænlenska olíu- og náma-
fyrirtækið Nunaoil hefur fundið
gull í Suður-Grænlandi, 35 km
norðaustur af syðsta bæ í landinu,
Nanortalik. Er til jafnaðar um að
ræða 50 grömm af gulli í hverju
tonni af gijóti. Jarðfræðingur á
vegum fyrirtækisins segir, að hér
sé um að ræða mikilvægasta málm-
fund í Grænlandi síðan blý- og
zinknáman í Marmorilik fannst en
henni hefur nú verið lokað. Telur
hann, að 3-4 ár muni líða áður en
vinnsla geti hafíst en sums staðar
hafa fundist allt að 250 gr í tonni.
31 fórst í þyrlu-
slysi
AÐ minnsta kosti 31 maður, fimm
manna áhöfn og 26 farþegar, fórst
þegar herþyrla hrapaði til jarðar í
Suður-Rússlandi á fimmtudag.
Gennadí Dolgatsjev, talsmaður
rússneska herstjórnarsvæðisins í
Kákasusfjöllum, sagði, að þyrlan
hefði verið í flutningum fyrir herinn
en skýrði það ekki nánar. Taiið er,
að með þyrlunni hafi verið fjölskyld-
ur rússneskra hermanna en þeir
hafa dregist inn í átök þjóðarbrot-
anna á þessum slóðum.