Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Barnadeild FSA hefur verið á stigapalli á sjúkrahúsinu síðustu 16 ár. Nú hefur stjórn sjúkrahúss-
ins gefið grænt ljós á áframhaldandi hönnunarvinnu vegna stækkunar deildarinnar, sem þykir
afar brýn, en síðustu daga hefur mikið verið að gera á deildinni.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Stækkun bamadeildar-
innar gæti hafist í vor
Deildin hefur verið starfrækt á stigapalli í 16 ár
STJÓRN Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri samþykkti á fundi
á fimmtudag að haldið skyldi áfram með hönnun nýrrar bama-
deildar við sjúkrahúsið, en verkinu var frestað síðastliðið vor þar
sem fyrirsjáanlegt var að þær 30 milljónir króna sem fengust til
nýframkvæmda myndu ekki duga ekki til verkefnisins.
Ingi Bjömsson framkvæmda-
stjóri FSA sagði að stjórnin hefði
á fundinum samþykkt að haldið
skyldi áfram með undirbúning að
hönnun barnadeildar af fullum
krafti. Í frumvarpi til fjárlaga
fyrir næsta ár er gert ráð fyrir
20. milljónum króna til nýfram-
kvæmda við sjúkrahúsið sem væn-
talega fara til þessa verkefnis.
Starfsemi bamadeildar FSA
hefur verið á stigapalli á sjúkra-
húsinu í 16 ár, en þar hófst starf-
semin árið 1976 og var húsnæðið
eingöngu ætlað til bráðabirgða til
nokkurra ára. Ingi sagði að vinnu-
aðstaða á deildinni væri engan
vegin viðunandi lengur og því
mikilvægt að gera þar bragarbót
á. Nú eru 10 rúm á deildinni, en
fyrirhugað að í framtíðinni, eftir
stækkun, verði þar 16 rúm. Hug-
myndin er að byggja við núver-
andi húsnæði deildarinnar út á
þak tengibyggingar til suðurs.
Áætlað er að kostnaður við við-
bygginguna verði um 80 milljónir
króna.
Rætt hefur verið við bæjarráð
og heilbrigðisráðuneytið vegna
þessa máls og sagði Ingi að menn
hefðu tekið jákvætt í erindi um
stækkun bamadeildarinnar og
væri þess því vænst að hægt yrði
að hefja framkvæmdir á næsta
ári.
Gallerí AllraHanda
Sýning á málverkum
Daða Guðbj ömssonar
SÝNING á verkum Daða Guð-
björnssonar verður opnuð i Gall-
erí AllraHanda í Grófargili á
Akureyri í dag, laugardag 7.
nóvember kl. 15.
Á sýningunni em 20 olíumálverk,
sem flest eru unnin á síðastliðnu
sumri og í haust.
Daði stundaði nám við Myndlista-
skólann í Reykjavík og síðan við
Myndlista- og handíðaskólann og
þá stundaði hann einnig nám í
Amsterdam. Hann hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum bæði hér
á landi og erlendis.
Kaffisala hjá KFUM og
KFUK á Kristniboðsdegi
Kaffisala verður í félagsheimili
KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á
morgun, sunnudag, en þann dag
er Kristniboðsdagurinn.
Kaffísalan hefst að loknum guðs-
þjónustum í Akureyrar- og Glerár-
kirkju, en þær hefjst kl. 14. Ágóði
af kaffisölunni rennur til kristni-
boðsins.
Á sunnudagskvöld, 8. nóvember,
verður samkoma í Sunnuhlíð.
Ræðumaður er Skúli Svavarsson
kristniboði. Einnig verður bóka-
markaður og veitingar á boðstólum
eftir samkomuna.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Benedikt Sveinbjörnsson, íslenskri forritaþróun, Rósa Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri Ásprents, Hallgrímur Jónsson, frá DNG,
Þórður Kárason, Ásprenti, Bjarni Ákason, frá ACO, og Kári Þórðar-
son, Ásprenti, við nýja tækið sem gerir prentsmiðjunni kleift að lit-
greina filmur og bjóða upp á ýmsa þjónustu sem ekki hefur áður
verið fyrir hendi norðan heiða.
Akureyrarbær auglýsir
eftirtaldar skipulagstillögur:
íbúðarbyggð við Grenilund: Tillagan gerir ráð fyrir 8
tveggja hæða einbýlishúsum á lóð austan Grenilund-
ar, sem afmörkuð var í aðalskipulagi Akureyrar 1990-
2010.
Asprent hf.
Nýr tækjabúnaður gerir
kleift að litgreina filmur
Krossaneshagi: Deiliskipulag iðnaðarhverfis/svæðis
fyrir almenna atvinnustarfsemi:
a) Tillaga að heildarskipulagi svæðis fyrir almenna
atvinnustarfsemi, sem afmarkast af Hörgárbraut, Hlíð-
arbraut, Krossanesbraut og væntanlegri Síðubraut.
b) Tillaga að deiliskipuagi 1. áfanga hverfisins, sem
er austan og norðan Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar.
Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir lóðum fyrir hvers
kyns atvinnustarfsemi, iðnað, verslun og þjónustu.
Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010: Til-
laga að breytingu á legu væntanlegrar Síðubrautar
norðan athafnasvæðis í Krossaneshaga og Krossa-
nesbrautar austan sama svæðis. Breytingartillagan
er unnin í tengslum við heildarskipulag Krossanes-
haga.
Tillögur þessar, uppdrættir og greinargerðir, liggja
frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akur-
eyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá
birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 4.
desember 1992, þannig að þeir sem þess óska geti
kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir
sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Athugasemda-
frestur vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi
Akureyrar er 8 vikur eða til 4. janúar 1993. Þeir, sem
telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna þessara
skipulagsbreytinga, er bent á að gera þær athuga-
semdnir innan tilgreinds frests ella teljast þeir sam-
þykkir breytingunum.
Skipulagsstjóri Akureyrar.
ÁSPRENT hf. hefur tekið í notkun nýjan tækjabúnað þannig að prent-
smiðjan getur nú boðið viðskiptavinum sínum upp á litgreiningar á
filmu og ýmsa aðra þjónustu sem ekki hefur áður verið til staðar á
Norðurlandi. Þá er Asprent fyrst íslenskra prentsmiðja til að nota
annað stig af síðuumbrotsmálinu PostScript. Ný tæknivæðing prent-
smiðjunnar er unnin í samstarfi við ACO í Reykavík og DNG á Akureyri.
Fulltrúar fyrirtækjanna þriggja
kynntu hinn nýja tæknibúnað í gær
og kom þá m.a. fram að þessar
tækninýjungar gera það að verkum
að Ásprent getur nú boðið prent-
smiðjum, fyrirtækjum og einstakl-
ingum á Norðurlandi sem vinna við
grafískan iðnað upp á mikinn sparn-
að bæði hvað varðar tíma og kostnað
og ætti það að geta orðið prentiðn-
aði í fjórðungnum mikil lyftistöng.
ACO í Reykjavík lagði til tækin
og sá um uppsetningu á mynd-
vinnslubúnaði og DNG á Akureyri
sá um uppsetningu á netbúnaði og
mun auk þess sjá um þjónustu við
hann. PC-tölvurnar sem notaðar eru
voru framleiddar hjá DNG, en fyrir-
tækið hefur verið í slíkri framleiðslu
nú um nokkurt skeið.
Á netkerfmu verður keyrður Opu-
sAllt hugbúnaður fyrir bókhald og
afgreiðslu, en með því verður m.a.
hægt að leggja skrifstofuhald prent-
smiðjunnar í Reykjavík niður og
einnig geta viðskiptavinir prent-
smiðjunnar hvar sem er á landinu,
sem hafa þar til gerðan búnað, sent
AKUREYRI - REYKJAVIK - AKUREYRI
Allir almennir flutningar
ásamt frystivörum.
Geri verðtilboð.
Upplýsingar í símum
96-21673 og
985-25444.
verkefni beint til prentsmiðjunnar á
Akureyri í gegnum tölvu.
Ásprent er fyrst íslenskra fyrir-
tækja til að nota RIP50 og Level 2,
sem er annað stig af síðubrots-
umbrotsmálinu PostScript, en með
því verður á skömmum tíma hægt
að keyra út umfangsmikil skjöl upp
á hundruð megabæta. Þá gefur hinn
nýi tækjabúnaður möguleika á að
vinna í blönduðu tölvuumhverfí, Mac-
hitosh og PC vinna saman á netkerf-
inu og er umbrot og myndvinnsla
unnin í báðum kerfum auk þess sem
hægt er að færa texta, grafík og
myndir milli forrita án vandkvæða.
Loks má nefna að við innskönnun
eru notaðar tvær gerðir af skönnum,
litskanni sem skannar inn lit og
svarthvítar myndir og hins vegar
2.000 punkta slidesskanni með mikl-
um_ litgæðum.
Ásprent var stofnað fyrir ellefu
árum og voru starfsmenn í upphafi
tveir, en nú starfa 18 manns í prent-
smiðjunni, 30 böm sjá um dreifingu
á sjónvarpsdagskrá sem þar er gefin
út og 15 þýðendur eru í föstu starfi
hjá fyrirtækinu, en Ásprent gefur
út 4-5 bækur í hveijum mánuði af
ýmsum toga. Þá er fyrirhugað að
hefja í vor útgáfu á tímariti sem
gefið verður út einu sinni í mánuði
og íjallar að mestu um unglinga.