Morgunblaðið - 07.11.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992
33
Minning
Sveinn BenediktAuð-
bergsson frá Eskifirði
Fæddur 1. júní 1914
Dáinn 31. október 1992
Sveinn Benedikt Auðbergsson
var fæddur 1. júní 1914 á Eski-
firði. Hann var elstur þriggja systk-
ina og eins fósturbróðurs. Þau eru:
Sveinn, elstur, Lína, húsmóðir á
Eskifirði, sem látin er fyrir nokkr-
um árum, Gunnar,' smiður á Eski-
firði og Kjartan, sjómaður á Eski-
firði.
Foreldrar þeirra voru þau hjónin
Auðbergur Benediktsson smiður og
Guðrún Sigríður Sveinsdóttir hús-
móðir á Eskifirði.
Sveinn afí giftist eftirlifandi konu
sinni, Rannveigu Karolínu frá
Skálafelli í Suðursveit. Sveinn afí
átti tvö börn og eina sjúpdóttur og
heita þau Herdís, Guðrún Sigríður
og Benedikt.
Sveinn afí vann alla sína ævi við
smíðamennsku sem hann lærði hjá
föður sínum. Og eru ófáir gluggar
og hurðir sem eftir hann liggja í
húsum á Eskifirði. Sveinn afi var
alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér
alveg frá því ég var lítill krakki,
og var heimili þeirra afa og ömmu
mitt annað heimili, bæði ég og
systkini mín eiga þeim mikið að
þakka.
Það var alltaf gaman að vera á
verkstæðinu hjá afa, það var alltaf
svo mikið að gera og mikið líf í
kringum hann, það er gaman að
hugsa til baka þegar ég var krakki
og unglingur á Eskifírði, allar þær
yndislegu stundir sem maður átti
með afa og ömmu, hvort sem það
var á verkstæðinu eða heima hjá
afa og ömmu. Afi var alltaf að segja
okkur systkinunum einhveijar sög-
ur sem hann bjó til og skáldaði jafn-
óðum og hann sagði þær.
Sveinn afi var mjög trúaður
maður og var meðal annars hringj-
ari í kirkjunni á Eskifirði og sinnti
því starfí þar til heilsan brast. Það
er erfitt að sætta sig við það að
jafn góður maður og afi var skuli
vera tekinn frá manni. En svona
er víst tilgangur lífsins. Afí minn
veiktist fyrir einu og hálfu ári og
varð aldrei samur maður eftir það.
Það bjó mikill viljakraftur og lífs-
vilji í honum. Ég heimsótti hann í
sumar sem leið og gerði ég mér
grein fyrri því að sennilegast yrði
þetta í síðasta sinn sem við sæumst
í þessu lífi. En það er gaman að
eiga jafn góðar minningar og ég á
um afa minn. Eins og ég man afa
best var hann alltaf tilbúinn að rétta
næsta manni hjálparhönd.
Afí var ósérhlífinn og dugnaðar-
maður til vinnu, og allt sem hann
gerði var vel gert og fallega unnið,
eitt það skemmtilegasta sem afa
fannst var það þegar böm komu í
heimsókn, hvort sem það vom
barnabörn eða einhver önnur börn.
Frá því ég fluttist til Reykjavíkur
hélst alltaf það góða samband sem
var á milli okkar og leið varla sú
vika að ekki töluðumst við í síma.
Það var alltaf mikil tilhlökkun
þegar ég fór austur á sumrin, sú
góða tilfínning að amma og afí biðu
eftir okkur útá hlaði með útrétta
arma. Það verður óneitanlega skrít-
in tilfinning að fara austur á æsku-
slóðimar þegar afí er ekki lengur
að taka á móti manni þegar austur
er komið.
Ég vil bera fram sérsatkar þakk-
ir til móður minnar og starfsfólks
dvalarheimilisins Hulduhlíðar á
Eskifirði þar sem hann dvaldi.
Ég vil þakka afa mínum fyrir
allt sem hann gerði fyrir mig, því
minningin um hann er það ljós sem
ég sé. Megi Guð og gæfan fylgja
afa á þann stað sem hann fer á.
Megi Guð styrkja þig amma mín
við fráfall góðs eiginmanns.
Ég vil fyrir hönd systkina minna
og fjölskyldu minnar enn og aftur
þakka afa samfylgdina í lífinu. Það
er ósk mín að við fáum að hittast
siðar. Megi hann hvíla í friði, sáttur
við Guð og menn. Blessuð sé minn-
ing afa.
Þórir Karl Jónasson.
Aðalbjörg Bjöms-
dóttir - Minning
Fædd 19. desember 1912
Dáin 7. mars 1992
Þessi grein átti að birtast í
vor eins og Iesa má í texta
greinarinnar en vegna mis-
taka við vinnslu blaðsins varð
svo ekki. Er hún því birt núna
og eru hlutaðeigandi beðnir
velvirðingar.
Látin er fyrir nokkru á Sjúkra-
húsi Húsavíkur Aðalbjörg Björns-
dóttir. Bogga í Steintúni, eins og
hún var ætíð kölluð og kennd við
húsið þar sem hún bjó lengst af
ævinnar, var mikill Húsvíkingur,
og ef til vill aldrei meiri en eftir
að hún settist að, á seinni hluta
ævinnar, sunnan heiða.
Lífshlaup Aðalbjargar á yngri
árum þekkti ég lítið til, vissi þó
alltaf af henni í fjarlægð. Hún gift-
ist tvisvar og eignaðist böm og
bamabörn, eins og gengur, og ævin
leið. Báða sína ágætu menn missti
hún og var hún ekkja þegar hún
fluttist suður yfír heiðar, til Reykja-
víkur.
Hún hafði mætt skólabróður og
sveitunga frá yngri árum, Karli
Jakobssyni, sem þá var orðinn ekk-
ill. Þau ákváðu að taka saman og
veita hvort öðm þann styrk og þá
Minningar- og
afmælisgreinar
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
hamingju sem þau megnuðu og
njóta þann tíma, sem þeim entist á
efri árum. Á meðan heilsa entist
nutu þau samvistanna, með fjöl-
skyldum, bæði sunnan og norðan
heiða. Samband Karls og Boggu
var innilegt, fórnfúst og gefandi.
Þau tóku mikinn þátt í félagsstarfi
eldri borgara og geisluðu af gleði
þegar þau komu frá því að spila
eða dansa.
Handavinna Boggu var afskap-
lega falleg og mikil. Oft sagði hún
að samveran í Bústöðum væri þeirra
hálfa líf, þau væru alltaf að hlakka
til. Það var notalegt og gott að
heimsækja þau í Hjallalandið. Þessi
alþekkta rómaða gestrisni var þeim
svo eðlileg, að manni fannst allt
heimilið bjóða mann velkominn.
Þegar ég heimsótti þau á Húsavík
var eftirtektarvert hvað þau voru
samhent að búa í haginn fyrir sig
fyrir veturinn. Hjá þeim var svo
sannarlega fyrirhyggja frá fyrri tíð
í hávegum höfð. Yfirfullar hillur af
berjasultu og saft. Frystikistan full
af fiskmeti. Bogga steikti bollur og
bjó út í pakka og velti físki uppúr
raspi og setti í pakkningar, allt til-
búið og sem handhægast að grípa
til. Karl hengdi upp fisk í hjall til
að hafa siginn.
Og þegar haustaði var haldið
suður til Reykjavíkur — og ekki
alveg tómhent. Ég naut oft góðs
af á margan hátt. Krukka af aðal-
blábeijasultu eða ferna með fersk-
um beijum. Þetta var munaður sem
stóð ekki öllum til boða. Að fá aðal-
bláber að norðan og ijóma með,
þvílíkt lostæti.
Ifyrir nokkrum árum fór heilsa
Boggu að gefa sig. Lífsgleðin
breyttist í baráttu, til að komast til
heilsu á ný, í lengstu lög var haldið
í vonina um betri tíð og stundum
verður aðeins vonin eina veganest-
ið. Þegar svo er komið, verður að
lokum þreyttum hvíldin kær.
Ég er stödd á Húsavík, sumarið
er að koma, gróandi í laut og lofti.
Mörgum okkar sem erum búsett
sunnan heiða fer á vorin eins og
farfuglunum, við leitum á gamlar
æskustöðvar, þar sem okkur fínnst
að hvergi skíni sólin skærar eða
sunnanblærinn stijúki blíðlegar við
vanga. Eins var Boggu farið. Þegar
leið á vetur, fór hún að búa sig til
vorferðar norður með Karli, þar sem
þau dvöldu sumarlangt. Nú er vor-
ferð Boggu hafin, á aðrar slóðir að
vísu að þessu sinni. Með þessum
fáu minningarbrotum þakka ég
góða, en stutta samleið sem við
áttum.
Samúðarkveðjur til aðstandenda.
Guðrún Jóhannsdóttir
frá Hjarðarholti.
ÞESSAR ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi
íslands og varð ágóðinn 3.100 krónur. Þær heita Álfheiður Anna
Pétursdóttir og Signý Helga Jóhannesdóttir.
ÞESSAR ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar sjóði Sophiu
Hansen og varð ágóðinn 8.240 krónur. Þær heita Sigrún, Sunna,
Lovísa, Kolla og Petra.
ÞESSAR ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi
íslands og varð ágóðinn 1.521 krónur. Þær heita Katy Þóra Winter
og Sólrún María Reginsdóttir.
ÞESSAR ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi
íslands og varð ágóðinn 1.675 krónur. Þær heita Þórdís Karlsdóttir,
Anna María Ingibergsdóttir og Þorbjörg Bergmann.
SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN
r l': I. A (, S S T A R Y
Aðalfundur Félags sjálf-
stæðismanna í Bakka- og
Stekkjahverfi
verður haldinn i Val-
höll laugardaginn
14. nóvember
kl. 11.00 árdegis.
Dagsskrá:
Venjuleg aðalfund-
arstörf.
Gestír fundarins
verða Magnús L.
Sveinsson og Júlíus
Hafstein. -------------
Stjórnin.