Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 44

Morgunblaðið - 07.11.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 Ég segi-----. Ég segi: Kött? Nei, hund? Ast er... ... að halda saman. TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved • 1892 Los Angeles Times Syndicate Segðu mér hvað kom upp á tíkallinum, ég gleymdi gler- augunum... HÖGNI HREKKVÍSI „ée HELPAÐ PÚ ÆTTfíZ A£> HÆJTA VlP AU-AfZ PESSAR. feSKR." fHitrpn^Mtib BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hryðjuverkaárásir Frá Gylfa Páli Hersi: SNEMMA í október fengu íbúar á norðurströnd Kúbu forsmekkinn af þeim skothrinum sem forsetafram- bjóðendumir Bush og Clinton hyggj- ast leiða yfir okkur öll til að leysa efnahagsvandann í heiminum. Árás var gerð á Melia-hótelið í Varadero að næturlagi. Skotið var riffilskotum á hótelið úr hraðbát en engan sak- aði. Comandos L hryðjuverkahópur kúbverskra útlaga lýsti ábyrgðinni á hendur sér. Árásin hefði ekki getað átt sér stað án vitundar og vilja bandarískra stjómvalda. Með henni var fullveldi Kúbu lítilsvirt og öryggi íbúa landsins og ferðamanna á eyj- unni ógnað. Viðbrögð bandarískra stjómvalda hafa verið harla léttvæg. Hugsið ykkur viðbrögðin í Washington ef hópur vopnaðra manna legði upp frá Kúbu, hæfi skothríð á lúxushótel við strendur Flórída og sigldi svo heilu og höldnu aftur til Kúbu. Síðan segð- ust þarlend stjómvöld skyldu láta kanna málið! Hryðjuverkahópurinn Comandos L er með _ bækistöðvar í Miami á Flórída. I desember í fyrra vom þrír hryðjuverkamenn úr sama hópi handteknir á Kúbu vopnum búnir, m.a. vélbyssu og sprengiefni. Kváð- ust þremenningamir hafa undirbúið vopnaða árás innlanlands á Kúbu. Bandaríkjastjórn er fullkunnugt um starfsemi hægrisinnaðra hryðju- verkahópa sem reka þjálfunarbúðir í suðurhluta Flórída. Hún er svo ósvífin að heimila vopnaðar árásir „einkaaðila" á Kúbu frá ströndum Bandaríkjanna og komið hefur fyrir að fulltrúar Bandarílq'astjómar hafi aðstoðað vopnaðar sveitir gagnbylt- ingarsinna opinberlega. í júlí „bjarg- aði“ bandaríska strandgæslan hópi manna úr Comandos L eftir að skip þeirra bilaði í kúbverskri landhelgi og fluttí þá aftur heim. Comandos L og aðrir hægrisinn- aðir hiyðjuverkahópar em hvattir, jafnt af Repúblikönum sem Demókr- ötum. Bill Clinton, forsetaframbjóð- andi Demókrata, hefur lofað að auka árásimar nái hann kjöri. Hann hefur gagnrýnt ríkisstjóm Bush fyrir linku gagnvart Kúbu og gert sér far um að hitta og ná stuðningi hægrisinn- uðust leiðtoga kúbverskra útlaga. Hluti þessarar árásarstefnu mót- ast af efnahagsástandinu og harðn- andi samkeppni í heiminum. Um miðjan september var fragtskipi er siglir undir grískum fána og á leið til Kúbu með kínversk hrísgrjón snú- ið við í höfn í Kalifomíu. Þama beittu bandarísk stjórnvöld í fyrsta skipti nýsamþykktri reglugerð er neitar erlendum skipum um aðgang að bandarískum höfnum, flytji þau farm til eða frá Kúbu. Markmið reglugerð- arinnar er að slá þrjár flugur í einu höggi: Að fjandskapast við Kúbu og ýta undir hægri uppivöðsluseggi, að gera erlendum fyrirtækjum viðskipt- Gangbrautir í Blikkbeljubæ Frá Rannveigu Tryggvadóttur: ÞAÐ sker í augu hve mjög vantar göngu- og hjólabrautir meðfram hraðbrautum í Reykjavík. Mætti ekki ráða stóran hóp vaskra manna, sem nauðugir þiggja atvinnuleysis- bætur, til að leggja slíkar brautir áður en vetur konungur gengur fyr- ir alvöru í garð? Það er í raun óskilj- anlegt að slíkar gangbrautir skuli ekki fyrir lögnu hafa verið lagðar, því ekki em allir akandi, og með minnkandi fjárráðum heimilanna gætu margir sparað sér peninginn með því að hjóla eða ganga til vinnu eða skóla, fyrir utan hvað það er hollt. Fyrir allmörgum mánuðum varð ég vitni að því að ung kona ók tví- buravagni í átt frá Perlunni eftir akbrautinni vestur Bústaðaveg. Engin gangstétt er þama. Það sér hver maður að konan og börnin hafa verið í lífshættu. Er það sæmandi fyrir borgaryfirvöld að láta akandi hafa allan forgang umfram gang- andi? RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR Bjarmalandi 7, Reykjavík in erfiðari og að auka svigrúm þeirra bandarísku fyrirtækja sem skipta í vaxandi mæli við Kúbu gegnum m.a. Mexíkó. Viðskiptabannið á Kúbu er senni- lega langvinnasta og hörkulegasta viðskiptabann mannkynssögunnar. Ævarandi fjandskapur og rógburður bandarísku heimsvaldastefnunnar í garð Kúbu stafar af þeirri staðreynd að alþýða manna á Kúbu gerði fé- lagslega byltingu sem er fordæmi fyrir mjög marga. Utanríkisstefna Kúbu er í senn málamiðlunarlaus gagnvart kúgumm og alþjóðasinnuð. Það hefur einnig orðið til að kynda undir hatur ráðamanna í Bandaríkj- unum. GYLFI PÁLL HERSIR Seljavegi 11, Reykjavík Biðpóstur FRIÐJÓN Guðmundsson, Sandi, Aðaldal, sendir Morgunblaðinu 1. nóvember opna fyrirspurn til Póst- stofunnar í Reykjavík, varðandi bréf til Samstöðu um óháð ísland. Bréfið segist Friðjón hafa sent í pósthús R-5, 105 Reykjavík, en það póstfang segir Friðjón að hafi staðið neðanmáls á þeim undirskriftalista sem verið var að senda. Bréfið barst R-5 á eðlilegum tíma og bakstimplað þar og þar sem ekk- ert heimilisfang er á bréfinu annað en R-5 er það tekið sem biðpóstur (poste restante) og geymist sem slíkt. Eins og fram kemur í bréfi Frið- jóns var nafn sendanda ekki ritað á póstsendinguna, þannig að hún er að loknum geymslutíma opnuð af sérstökum starfsmanni til að finna sendanda, og síðan endursent. Póstþjónustan hefur ítrekað bent á að sendingar með rangri eða ófull- nægjandi utanáskrift tefjast oft í pósti, þessi sending hefur þó tafíst óeðlilega lengi og er beðist velvirð- ingar á því. Rétt utanáskrift er: Samstaða um óháð ísland, pósthólf 8281, 128 Reykjavík. F.h. Póst og síma BJÖRN BJORNSSON umdæmisstjóri Víkveiji skrifar Neytendasamtökin hafa á und- anfömum árum verið að efl- ast mjög og látið til sín taka mál á æ fleiri sviðum. Þannig hafa sam- tökin t.d. til umfjöllunar stöðu neyt- enda gagnvart tryggingarfélögum og fjármálafyrirtækjum, umferðar- öryggi, samninginn um EES, ör- yggis- og heilbrigðismál og um- hverfismál. Sömuleiðis hefur kvört- unarþjónusta verið aukin í samráði við hagmunasamtök í nokkrum greinum og hugmyndir eru uppi um að taka upp slíka þjónustu á fjár- málasviðinu. Ályktanir þessa efnis frá þingi Neytendasamtakanna í síðustu viku vöktu sérstaka athygli Víkveija. Þar var ályktað að nauð- synlegt væri að koma á fót kvört- unanefnd um bankamál sem gæti fjallað um ágreining milli neytenda og fjármálafyrirtækja. Einnig ætti að koma á fót kvörtunamefnd um tryggingamál. Samtökin telja enn- fremur að ástandið í miðlun upplýs- inga sé mjög slæmt á fjármálasvið- inu. Reglugerð um að gjaldskrá bankanna skuli ávallt liggja frammi í afgreiðslusal sé þverbrotin ogjafn- framt sé nú ljóst að ekki sé hægt að treysta því að bankaeftirlitið sinni eftirlitshlutverki sínu. að er ástæða til að taka undir hugmyndir Neytendasamtak- anna um að komið verði á kvörtun- arnefndum á fjármála- og trygging- arsviðinu. Það verður hins vegar að telja fulldjúpt í árinni tekið að að segja ástandið mjög slæmt í miðlun upplýsinga á þessu sviði. Margar fjármálastofnanir leggja sig fram um að miðla upplýsingum til viðskiptamanna sinna. Þá má nefna sem dæmi að í peningamarkaði Morgunbiaðsins er að finna marg- víslegar upplýsingar um þetta efni. Eflaust má þó gera miklu betur og því gæti það verið verkefni fyrir Neytendasamtökin að taka saman yflrlit yfir fjármálahugtök og leið- beiningar um hvernig almenningur getur nálgast upplýsingar yfir vexti, greiðslubyrði, lántökukostn- að, iðgjöld tryggingafólaga og fleira í þeim dúr. xxx Nú er sá árstími runninn upp sem íslendingar þyrpast þús- undum saman til útlanda til að versla, og fer það háttarlag landans að sjálfsögðu mjög fyrir bijóstið á kaupmönnum enda missa þeir við þetta dijúgan spón úr aski sínum. En geta kaupmenn ekki að ein- hveiju leyti sjálfum sér um kennt? Verðlag hér á landi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og telja margir að ástæðan sé fyrst og fremst of há álagning. Þessu til stuðnings getur Víkveiji bent á dæmi sem kunningi hans upplifði ' nú nýverið. Honum varð sem sagt gengið framhjá tískuverslun einni hér í bæ og sá þar í glugga afskap- lega fallegan frakka frá þekktu „gæðamerki“ í Ástralíu. Frakkinn kostaði um 40 þúsund krónur og stóð verðið nokkuð í okkar manni. En eftir fjölskyldufund, þar sem heimilisbókhaldið var lagt til grund- vallar, var ákveðið að fjárfesta í frakkanum. Nokkrum dögum síðar var vinur vor að blaða í bandarísk- um verðlista og sá þá auglýsingu um nákvæmlega eins frakka, frá sama merki, en þar kostaði flíkin tæpa 250 bandaríkjadali, eða innan við 15 þúsund íslenskar krónur. Kunningjanum fínnst frakkinn enn fallegur, en hann kvaðst myndu hugsa sig tvisvar um áður en hann færi inn í umrædda verslun aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.