Morgunblaðið - 09.10.1992, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992
Ríkissaksóknari
Lögfræðing-
ur ákærður
fyrir auðg-
unarbrot og
skattsvik
EMBÆTTI ríkissaksóknara hef-
ur gefið út ákæru á hendur lög-
fræðingi fyrir auðgunarbrot,
brot í opinberu starfi, skattsvik
og brot á bókhaldslögum. Mál
þetta hefur verið tvö ár í rann-
sókn, bæði hjá ríkisskattstjóra
og Rannsóknarlögreglu ríkisins
en rannsókn RLR lauk í sumar.
Ákæran var þingfest um síðustu
mánaðamót en réttað verður í
málinu í lok nóvember.
Lögfræðingnum er gefíð að sök
að hafa haldið eftir greiðslum til
skjólstæðinga sinna í trygginga-
bótamálum. Alls var um 25 manns
að ræða og greiðslumar sem lög-
fræðingurinn hélt eftir nema alls 4
milljónum króna. Dráttur á að lög-
fræðingurinn gerði upp við skjól-
stæðinga sína nam að lágmarki
hálfu ári en hann mun hafa gert
þessar fjárhæðir upp að fullu á ár-
inu 1990.
Sigríður Jósefsdóttir fulltrúi mun
flytja mál þetta af hálfu ákæru-
valdsins en Viðar Már Matthíasson
hrl. er veijandi hins ákærða.
Ákæruvaldið gerir kröfu um refs-
ingu og að lögfræðingurinn verði
sviptur leyfi til málflutningsstarfa.
Leikarar bregða á leik
Morgunblaðið/Kristinn
Leikarar í Strætinu eftir Jim Cartwright brugðu á
leik meðal léikhúsgesta í hléi á frumsýningu í Þjóð-
leikhúsinu í gærkvöldi. Hér eru það Sveinn Einars-
son, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Baltasar listmálari
og Edda Heiðrún Backman, leikkona í einu hlutverk-
anna, sem skemmta sér.
Mikil yfirvinna lög-
reglu á Eskifirði
Ekkí fékkst
afleysingar-
maðurí sumar
Lögreglumenn á Eskifirði
vinna mest allra lögregluþjóna á
landinu en eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær vinnur hver
lögregluþjónn að meðaltali rúm-
lega 2.000 yfirvinnustundir á
yfírstandandi ári. Inger Jóns-
dóttir staðgengill sýslumanns á
Eskifírði segir höfuðástæðu
þessarar miklu vinnu vera þá að
ekki fékkst leyfi til ráðningar
afíeysingamanns í lögregluna á
Eskifírði sl. sumar.
Jón Ólafsson lögreglumaður á
Eskifirði segir að þeir séu tveir lög-
reglumennirnir sem sinni Eskifirði,
Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Þar
sem ekki fékkst afleysingamaður í
sumar urðu þeir að bæta vinnu við
sig sem því nam. Alls ekki sé um
að ræða að álag hafi aukist í vinnu
þeirra á þessu svæði undanfarið ár.
Sex sækja um
stöðu ráðu-
neytisstjóra
SEX MANNS hafa sótt um stöðu
ráðuneytisstjóra í umhverfisráðu-
neytinu. Eiður Guðnason um-
hverfísráðherra gerir tillögu um
ráðningu í stöðuna í næstu viku.
Meðal umsækjenda eru Bryndís
G. Róbertsdóttir landfræðingur og
jarðfræðingur, Hólmfríður Snæ-
bjömsdóttir lögfræðingur og deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu og
Birgir Jónsson jarðverkfræðingur.
Þrír umsækjendur óskuðu nafn-
leyndar.
----» ♦ «----
Stígamót
Svarað í síma
fram á nótt
UMRÆÐUÞÁTTUR um sifjaspell
á Stöð 2 í gærkvöldi vakti mikil
viðbrögð áhorfenda.
Sátu ráðgjafar frá Stígamótum,
samtökum kvenna gegn kynferðis-
legu ofbeldi, við síma fram á nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá Stíga-
mótum hringdu margir, bæði karlar
og konur, og báðu um ráðgjöf og
aðstoð. Áðrir hvöttu samtökin til
dáða.
Breytingar í gengis- og gjaldeyrismálum í nýrri þjóðhagsáætlun
ECU-tenging krónu ekki eins
nærtækur kostur og talið var
Undirbúningnr að stofnun gjaldeyrismarkaðar langt
kominn og stefnt að breytingu í allra nánustu framtíð
( „ÓRÓLEIKINN á evrópskum gjaldeyrismarkaði að undanfíirnu hefur ir erlendan gjaldeyri verða fyrst og
skapað óvissu um framtíð gengissamstarfs EB-ríkjanna innan Evr-
ópska myntkerfisins, EMS, og þar með einnig um stöðu mynteiningar-
innar ECU. Tenging krónunnar við ECU er því ekki eins nærtækur
kostur og áður var talið. Þrátt fyrir óróleikann eru miklar líkur á því
að gengissamstarfið innan EMS muni halda áfram og tenging krónunn-
ar við ECU verður því áfram til athugunar," segir í kafía þjóðhags-
áætlunar fyrir árið 1993, sem fjallar um gengis- og gjaldeyrismál.
Forsætisráðherra lagði þjóðhagsáætlunina fram á Alþingi síðastliðinn
þriðjudag.
fremst viðskiptabankar og sparisjóð-
ir auk Seðlabankans. Gengi krón-
unnar mun því ráðast af framboði
og eftirspum í millibankaviðskipt-
um. Til að byija með kemur til greina
að hluti viðskiptanna á markaðnum
fari fram á daglegum fundi þeirra
sem aðild eiga að markaðnum. Gengi
krónunnar sem myndast á slíkum
fundi yrði leiðbeinandi fýrir markað-
inn í heild og grundvöllur opinberrar
gengisskráningar," segir í áætlun-
inni.
Með þessum breytingum mun
hluti af gjaldeyrisforða landsmanna
færast til viðskiptabanka og spari-
sjóða. Seðlabankinn mun þó áfram
skrá gengi krónunnar einu sinni á
dag til notkunar í opinberum samn-
ingum, dómsmálum og hagskýrslu-
gerð.
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar-
innar frá 3. október á síðasta ári
er kveðið á um áframhaldandi stefnu
stöðugs gengis, aðlögun að mark-
aðsákvörðun gengis á gjaldeyris-
markaði og hugsanlega tengingu
krónunnar við mynteininguna ECU.
Síðastliðið vor samþykkti Alþingi
breytingar á lögum um Seðlabank-
ann sem veitir fulla heimild fyrir því
að gengi krónunnar geti ráðist af
framboði og eftirspum á markaði. í
þjóðhagsáætlun segir að gjaldeyris-
markaður þurfi ekki að fela í sér
flotgengisstefnu heldur verði það
hlutverk Seðlabankans að stuðlá að
því að gengið haldist innan fyrirfram
gefinna marka.
„Þau mörk sem gengi krónunnar
verður haldið innan hafa ekki verið
ákveðin. Við val á þeim verður ann-
ars vegar tekið mið af sveiflukenndu
eðli gjaldeyristekna og hins vegar
því að of víð mörk geta veikt trúverð-
ugleika þess að um áframhald á
stefnu stöðugs gengis sé að ræða.
Einnig verður litið til þess hvaða
mörk tíðkast í nágrannalöndunum.
Með því að leyfa genginu að sveifl-
ast innan markanna myndast sveigj-
anleiki í gengi krónunnar til
skemmri tíma litið sem eykur líkurn-
ar á að stöðugt gengi standist til
lengri tíma,“ segir í þjóðhagsáætlun.
Fram kemur að Seðlabankinn
hefur kannað rækilega hvemig
gjaldeyrismarkaðir eru starfræktir í
helstu nágrannaríkjum og hvernig
þessari starfsemi verði best fyrir
komið hér á landi. Jafnframt hefur
hann rætt við viðskiptabankana um
stofnun millibankamarkaðar fyrir
gjaldeyri. „Undirbúningur að þessu
mikilvæga skrefi er nú langt kominn
og er að því stefnt að unnt verði að
stíga það í allra nánustu framtíð,"
segir í áætluninni.
„Aðilar að millibankamarkaði fyr-
Óboðnir gestir á Landspítala
Eftirlitskerfi með
inngöngum hert
Alusuisse
í dag
Starfsfólki í Wallis í Sviss fækkað
um 10%. 18
Nóbelsverðlaun
Ljóðskáld frá Trinidad fær verð-
launin í ár 19
Afþakkur greiðslur ríkisins
Kári Þorgrímsson bóndi í Garði
hafnar opinberum framleiðslu-
styrkjum og segir kaupfélagið
beita sig þvingunum 20
Leiðari
Hver Færeyingur skuldar 1.600
þúsund - hver íslendingur 800
þúsund 20
Fosteignir
► Heita vatnið og upphitun húsa
- Geymsla eiturs og lyfja í
heimahúsum - Nýtt athafna-
svæði í Kópavogi
Daglegt líf
Málefni daufblindra, samstarf
Islands og Indlands, svínaskankar
í matinn, vínið ódýrara í Keflavík,
Nairobi, vinsælustu bQamir rauð-
ir, reynsluakstur Volvo GLE 850
AÐ UNDANFORNU hafa komið
upp þijú tilvik um óæskilegan
umgang á göngum Landspítalans
en í öllum tilvikum hafa þar ver-
ið á ferð svonefndir góðkunn-
ingjar lögreglunnar. Að sögn
Ástu Þorsteinsdóttur hjúkrunar-
forstjóra er nú unnið að því að
leysa þetta vandamál, en komið
hefur upp eitt tilvik þar sem stol-
ið var munum úr fataskáp eins
af starfslið-
inu.
„Þetta er stór spítali með mörg-
um inngöngum og þessir menn hafa
komist inn í spítalann þar sem
starfsfólk eða aðstandendur sjúkl-
inga hafa ekki gætt þess nægilega
að loka á eftir sér 'hurðum," segir
Ásta. „Meðal þess sem unnið er að
er að koma upp myndbandsupp-
tökuvélum við alla innganga spítal-
ans svo hægt sé að fylgjast betur
með mannaferðum."
Að sögn Ástu hefur enginn skaði
orðið ennþá af umgengni þessara
manna ef undan er skilinn þjófnað-
urinn úr fataskápnum en hann var
upplýstur nær samdægurs af lög-
reglu. „Þetta er hins vegar hvim-
leitt vandamál og gerir starfsfólk
hér óttaslegið og því verðum við
að bregðast við með öllum ráðum,"
segir Ásta.
-----» ♦ »---
Skagafjörður
Ekiðátvöhross
EKIÐ var á tvö hross á Norður-
landsvegi í Skagafírði í gærkvöldi
og varð að aflífa þau.
Slysið atvikaðist þannig að tveir
menn í Pajero-jeppa óku eftir Norð-
urlandsvegi og lækkaði ökumaður-
inn ljósin þegar bíll kom úr gagn-
stæðri átt. I sömu mund skall bifreið-
in á hesti og folaldi. Svo heppilega
vildi til að dýralæknir ók um veginn
skömmu eftir slysið og aflífaði hann
hrossin.
Mennimir í jeppanum slösuðust
ekki, en nokkrar skemmdir urðu á
bílnum.
Margeir með einn vinning
tefla á ný og sá sem hefur betur í
báðum skákunum samanlagt heldur
áfram í mótinu en hinn fellur úr
Ieik. Verði jafnt eftir tvær skákir
taka við styttri skákir þar til annar
hefur betur. Önnur umferð verður
tefld & laugardag.
MARGEIR Pétursson vann Krnic
frá Júgóslaviu í fyrstu umferð
útsláttarmótsins í skák, sem
haldið er í Tilburg í HoIIandi.
Margeir hafði hvítt.
Jóhann Hjartarson tapaði fyrir
Novikov frá Úkraínu. Jóhann hafði
hvítt. Á morgun munu sömu menn