Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 29 Vilhjálmur Hrólfs- son — Kveðjuorð Mig langar að minnast skipsfé- laga míns, Vilhjálms Hrólfssonar, sém lést af slysförum 16. septem- ber sl. með nokkrum fátæklegum orðum. Kynni okkar hófust fyrir nokkr- um árum þegar Villi kom sem netamaður á frystitogarann Hólmadrang. Síðar tók hann við sem bátsmaður, þegar félagi okkar slasaðist og varð að fara í land, og skilaði hann því starfi með stakri prýði. Það sem einkenndi störf hans var vandvirkni og já- kvæðni og var mjög gott að vinna með honum því hann sá alltaf bros- legu hliðarnar á tilverunni. Villi var aðeins búinn að vera nokkra daga í fríi þegar slysið varð. Allir sjómenn kannast við það hvernig fyrstu dagarnir eru í landi eftir langa útiveru, þegar börnin passa pabba og mega helst ekki af honum sjá. Ég veit að þannig var það hjá Villa því við töluðumst við í síma þennan ör- lagaríka dag. Ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að skreppa eitt- hvað með veiðistöngina en hann sagði hlæjandi að það væri ekki hægt strax því að á daginn ættu bömin hann og á kvöldin konan. Fæddur 24. ágúst 1948 Dáinn 11. september 1992 Þegar ég kom heim úr vinnunni að kvöldi 11. september sl. fékk ég þær fregnir að Bjarni mágur minn hefði látist á heimili sínu, Fífumóum ld, Ytri-Narðvík. Bjarni Júlíus Guðmundsson var 14 ára þegar ég kom inn í fjöl- skylduna á Ránargötu 20, Akur- eyri, og átti ég því eftir að kynn- ast honum sem unglingi og síðan fullorðnum manni. Áttum við oft góðar stundir saman hér á heimil- inu og eins leitaði hann mikið til bróður síns og okkar í fjölskyld- unni að Lönguhlíð 7c þegar illa lá á honum eða erfiðleikar steðjuðu að í lífi hans. Eins og við öll átti hann bæði sínar góðu og slæmu stundir. Hann hafði viðkvæma lund og talaði oft um að líf sitt hefði ekki farið á þann veg sem hann eða fólkið hans hefði kosið. Syni sínum, Bjarna Þór, sem nú er 17 ára, kynntist hann best nú síðustu árin og urðu þeir feðg- ar góðir vinir. Þegar fjölskyldan kom saman síðastliðið sumar hefur engu okkar víst dottið í hug að það yrði Baddi, eins og hann var kallaður, sem fyrstur kveddi og héldu á vit hins ókunna ævintýris, þar sem ég vona að hann megi sæll og sáttur njóta lífsins í betri og fegurri heim en okkar. Lífið var honum oft svo erfítt, en eng- inn veit hvað verður til þess að sumir lifa án áfalla en aðrir ekki. Öll fæðumst við eins, lítil saklaus börn, en göngum svo gegnum árin Áhugi Villa á sportveiði var mikill og hann átti erfítt með að labba fram hjá sportbúð án þess að kíkja inn og iðulega kom hann út aftur með sportveiðiblað eða tvær, þijár flugur í vasanum. Það var einmitt þessi sameiginlegi áhugi. á sportveiði sem varð til þess að efla vináttu okkar á milli. Aðaldægrastytting okkar um borð í Hólmadrangi var að ræða um og stúdera sportveiði og voru margir fundir haldnir í litla veiðifé- laginu þar sem gerðar voru áætl- anir um margar veiðiferðir. En nú er skarð fyrir skildi því maðurinn með ljáinn gerði þær áætlanir að engu. Ég er hræddur um að það verði einmanalegir fundir hjá okkur Olav vélstjóra í veiðifélaginu á komandi vetri þar sem formaður- inn er fallinn frá. En hans verður minnst um ókomna tíð. Þegar maður tekur fram stöngina eða byssuna og undirbýr veiðiferð mun maður hugsa til Villa. Ég votta Angelíu, börnunum, foreldrum og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Pétur Ægir Hreiðarsson. á misjöfnum vegum. Ég þakka Badda mági fyrir all- ar góðu og skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman í gegnum árin. Elsku tengdamamma, Bjarni Þór, systkini hins látna, megi Guð vera með ykkur í framtíðinni. Rannveig Alfreðsdóttir. _____________Brids_________________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Visa-bikarkeppnin 1992 undanúrslit og úrslit Undar.úrslit og úrslit Visa-bikar- keppni Bridssambands íslands verða spiluð á Hótel íslandi helgina 10. og 11. október. Undanúrslitin hefjast kl. 11 á laugardag og verða spiluð 48 spil í fjórum 12 spila lotum. Sýnt verður á töflu allan leikinn og skipt milli sveita eftir stöðu. Á sunnudaginn hefst úrslitaleikurinn kl. 10 og er hann 64 spil, fjórir 16 spila lotur. Núverandi bikarmeistarar eru sveit Landsbréfa en 5 af 6 spilunum úr þeirri sveit eru í sveit Suðulandsvideós sem er ásamt sveitum Símonar Símonarsonar, Eiriks Hjaltasonar og Gísla Hafliðasonar í undanúrslitunum. Islandsmót í einmenningi 24.-25. október Skráning í íslandsmót í einmenningi stendur nú yfir á skrifstofu Bridssam- bands íslands s. 91-689360. Skrán- ingin hefur farið vel af stað og er útlit fyrir fjölmennt og bráðskemmti- legt mót. Skráningu lýkur föstudaginn 16. október nk. Laugardaginn 25. október eftir að einmenningnum lýkur er síðan árshátíð bridsspilara á dag- skrá. Árshátíðin verður haldin á L.A.- kaffí og er skráning og miðasala á skrifstofu B.S.Í. Miðaverð á mann er 1950 kr. og innifalið í miðanum er þríréttuð máltíð. Nauðsynlegt er að láta skrá sig sem fyrst til að hægt sé að áætla fjölda matargésta. Bridsfélag byrjenda Spilað var í Bridsfélagi byijenda þriðjudagskvöldið 6. október. Spilaður var Mitcell og voru 19 pör mætt til leiks. N/S urðu efstir: Ólafur Jóhannsson - Hlöðver Hlöðversson 206 Unnar Jóhannesson - Erling Amar Óskarsson 206 HallgrimurKristjánss.-MapúsHalldórss. 174 Daisy Karlsdóttir - Ragnheiður Gumðmundsd. 173 Þorleifur Þórarinsson - Gunnar Hámundarson 165 A/V urðu efst: Álfheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 199 Vilhjálmur Guðlaugss. - Hákon Ó. Guðmundss.181 Hjördís Jónsdóttir - Soffía Guðmundsdóttir 180 Eiríkur Þorsteinsson - Torfi Geirmundsson 177 KolbrúnThomas-EinarPétursson 177 Bridsfélag byijenda er alltaf annan hvorn þriðjudag í Sigtúni 9 og verður næst þriðjudaginn 20. október. Byijað er að spila kl. 19.30 og er skráning á staðnum. t Hjartkær bróðir okkar og mágur, EGGERTTHEODÓRJÓNSSON, sem lést 28. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 9. október, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á kristniboð. Kristín S. Jónsdöttir, Korneli'us Jónsson, Sigríður Pétursdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Trausti Guðjónsson, Kristrún S. Jónsdóttir, Anna G. Jónsdóttir, Björgvin Eirfksson, og fjölskyldur. t Hjartkær bróðir okkar og mágur, HJÖRLEIFUR KRISTINSSON bóndi á Giisbakka í Skagafirði, sem andaðist 1. október, verður jarðsettur að Silfrastöðum í Akrahreppi laugardaginn 10. október og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hins látna, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd annarra vina og vandamanna, Eirikur Kristinsson, Þorbjörn Kristínsson, Sveinn Kristinsson, Jóhanna Jónsdóttir, Jökull Kristinsson. Bjarni J. Guðmunds- son — Kveðjuorð Sérfiwðingar í ljlí»ni«iskrí‘>liiijiiiin > iö ölí ía'kifæri m blómaverkstæði NNA= Skól avördustí g 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 t Elsku drengurinn okkar, GUÐMUNDUR ÓU HAUKSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 9. október, kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á fræðslu- og minningarsjóð í hans nafni, sem hefur það hlutverk að hjálpa börnum, sem haldin eru ótta eða fælni. Ávísanareikningur sjóðsins er nr. 240 í Búnaðarbanka íslands í Kópavogi. Birna Bjarnadóttir, Haukur Ingibergsson. t Eiginmaður minn, GARÐAR HVÍTFELD JÓHANNESSON fyrrum bóndi i Nesi, til heimilis á Eiðsvallagötu 9, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. október kl. 13.30. Jóhanna Guðnadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐSTEINA SIGURÐARDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 10. október kl. 14.00. Ingimar Vigfússon, Sigríður Hendriksdóttir,'- Kristin Vigfúsdóttir, Lýður Jónsson, Steinunn Vigfúsdóttir. Hallsteinn Friðþjófsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, BRYNHILDUR SIGÞÓRSDÓTTIR, Háaleitisbraut 34, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 9. októ- ber, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Haraldur Sigurðsson, Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Þorgeir Pálsson, Gunnar Haraldsson, Ásta Benný Hjaltadóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÚSTAFLÁRUSSON fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóians á ísafirði, verður jarðsettur frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 10. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Samúelsdóttir. t Elsku drengurinn okkar, bróðir og mágur, ÓLAFUR GUÐNI FRIÐRIKSSON, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. október kl. 15. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Friðrik Bogason, Jóhannes Gestur Friðriksson, Lovísa Shen, Bogi Þórarinn Friðriksson, Magnea Kristín Jakobsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SVANHVÍTAR JÓHANNESDÓTTUR, Lönguhlið 3. Anna Svandís Guðmundsdóttir, Bjarni Már Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og kærleika við andlát og útför ástkærrar móöur minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu og dótturdóttur, ÖNNU MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks Krabbameinsdeildar kvenna fyrir frábæra umönnun gegnum árin. Guð blessi ykkur öll. Inga Lára Hjaltadóttir, Aslaug Jónsdóttir, Magnús I. Jónasson, Jón O. Magnússon, Ragnheiður M. Þórðardóttir, Magnús I. Magnússon, Bergljót Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.